Ísl mót v Grótta - mán!
Jamm.
Annar sigurleikurinn í röð hjá C - mættum klárir til leiks í dag og sóttum vel á Gróttumenn - niðurstaðan öruggur sigur - allt um hann hér:
- - - - -
- Hvaða leikur: C lið v Grótta í Íslandsmótinu.
Dags: Mánudagurinn 29.júní 2009.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gróttu gervigras.
Dómarar: Dómaratríó sem slapp alveg, yfirdómarinn hefði mátt vera aðeins meira á tánum!
Aðstæður: Veðrið gott og gervigrasð svo sem gott, en samt ... gervigras!
Lokastaða: 9 - 2.
Mörk: Gummi 3 - Skúli 2 - Logi 2 - Sigurður Þór - Pétur Jökull.
Maður leiksins: Marteinn Þór.
Liðið: Hallgrímur í markinu - Marteinn Þór og Sölvi bakverðir - Ýmir Hrafn og Andrés miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Skúli og Logi á miðjunni - Nizzar og Siggi á köntunum - Gummi einn frammi. Varmenn: Pétur eldri, Pétur yngri, Kristjón og Kári.
Frammistaða:
Hallgrímur: Fín frammistaða í dag.
Marteinn: Virkilega fastur fyrir - og vann eins og hestur allann leikinn.
Sölvi: Flottur í bakverðinum - vinnslan í lagi, ein og ein sending sem klikkaði í seinni - en yfir höfuð flottur.
Andrés: Nokkuð solid frammistaða.
Ýmir: Vantaði aðeins upp á talið í miðverðinum - en annars solid frammistaða.
Óli: Vantaði að vera með í boði fyrir vörnina - en annars fín barátta og dugnaður.
Skúli: Mjög solid í dag, flottar sendingar innfyrir og stakk sér oft sjálfur - og setti audda tvö.
Logi: Mjög góður í dag, barðist vel, pínu pirraður á köflum - en annars í fínum málum.
Nizzar: Fínn leikur í dag - sérstaklega í seinni.
Siggi: Komst trekk í trekk í gegn í fyrri - upp í horn - vantaði aðeins upp á að koma boltanum betur fyrir - en annars flottur - klassa mark.
Gummi: Þrenna í dag - og hefði í raun átt að setja þrjú í viðbót - klassa leikur.
Pétur Jökull: Ágætis innkoma - var hættulegur í boxinu, hefði átt að setja alla veganan eitt mark í viðbót.
Pétur Jóhann: Virkilega hraður og hættulegur á kantinum - meira af þessu takk.
Kristjón: Brilliant vinnsla á miðjunni.
Kári: Passa að vera alltaf vel á tánum ef boltinn fer of langt í gegn - gerði það vel tvisvar sinnum, og allt annað var í lagi í dag.
Almennt um leikinn:
Þrátt fyrir að sækja hratt og vel á þá og vera sterkari aðilinn þá voru nokkrir hlutir sem við hefðum mátt gera betur. Kannski var það grasið sem gerði það að verkum að "touchið" hjá mönnum var ekki gott og misstum við boltann of oft, móttökur voru ekki nógu spes og fullt af sendingum fórum forgörðum.
En það batnaði samt. Við náðum að spundra vörninni þeirra upp trekk í trekk - flottar sendingar frá Skúla inn á svæðið til Sigga.
Vantaði aðeins að fara beint út á kant þegar við unnum boltann, viljum allt of oft fara beint upp miðjuna. Vantaði líka aðeins fleiri skot.
Vörnin var frekar "solid" í dag - Marteinn og Sölvi áttu sérlega góðan dag í bakverðinum - Halli og Kári voru flottir í rammanum og menn áttu almennt fínan dag.
Flott að klára þennan leik - næsti leikur er á móti ÍR eftir viku - mætum á allar æfingar fram að honum og klárum hann saman.
Liðstjóri: !!
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home