Ísl mót v Stjörnuna - fös!
Jamm.
Leikur þrjú í Íslandsmótinu - Stjörnumenn komu í heimsókn og var spilað á "teppinu" á TBR velli - hart barist og niðurstaðan tvö jafntefli - allt um það hér:
- - - - -
- Hvaða leikur: A lið v Stjarnan í Íslandsmótinu.
Dags: Föstudagurinn 12.júní 2009.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: TBR völlur.
Aðstæður: TBR völlur eins og teppi og veðrið fáránlega gott.
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Lokastaða: 2 - 2.
Mörk: Jón Konráð - Jovan.
Maður leiksins: Elvar Örn.
Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Daníel L og Páll Ársæll bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri fyrir framan vörnina - Elvar Örn og Jökull á miðjunni - Jón Konráð og Breki á köntunum - Jovan einn frammi. Varamenn: Árni Þór, Aron Bjarna, Njörður og Stefán Pétur.
Frammistaða:
- slugs, tökum það á okkur!
Almennt um leikinn:
Þvílíkur karakter í lokinn - börðust eins og ljón og hreinlega ætluðum okkur ekki að tapa leiknum - Skólabókardæmi hjá þeim leikmönnum sem komu inn á: mættu ferskir og djöfluðust þvílíkt það sem eftir lifði leiks.
Pínu sofanda háttur hjá okkur í mörkunum sem við fengum á okkur. Vörðumst annars vel í leiknum, fórum í tæklingar, kláruðum okkar mann og vorum mættir í aðstoðina hjá næsta manni.
Vorum að nýta kantana nokkuð vel, sérstaklega hægra megin í fyrri hjá Jóni - pössum að fara alltaf beint út á línu þegar við vinnum boltann.
Annars virkilega flott stig, vinnum svo næsta!
- - - - -
- Hvaða leikur: B lið v Stjarnan í Íslandsmótinu.
Dags: Mánudagurinn 12.júní 2009.
Tími: kl.17.20 - 18.35.
Völlur: TBR völlur.
Dómarar: Jónas "reffaði" og Bjarmi og Danni Fern voru á línunum - bara nokkuð góðir.
Aðstæður: Sama og í A liðs leiknum.
Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Lokastaða: 2 - 2
Mörk: Jón Kaldal (víti) - Þorsteinn Eyfjörð.
Maður leiksins: Hörður Gautur.
Liðið: Hörður Sævar í markinu - Þorkell og Hörður Gautur bakverðir - Árni Þór og Jón Kaldal miðverðir - Jóns Bragi fyrir framan vörnina - Bjarki L og Njörður á miðjunni - Arnar P og Andri Már á köntunum - Stefán Pétur frammi. Varamenn: Björn Sigþór, Þorsteinn Eyfjörð, Andrés Uggi, Daníel Þór, Þorsteinn Gauti, Logi og Bjarni Pétur.
- Slugs, tökum það á okkur!
Almennt um leikinn:
Fyrri: Við byrjðum leikinn ekki alveg á 100% - Stjarnan var sterkari og náði að komast yfir eftir stungusendingu inn fyrir. Við komum svo aftur, spýttum í lófana og náðum að setja næstu tvö mörk.
Seinni: Einkenndist af smá stressi - við stjórnuðum leiknum en náðu rosalega illa valdi á boltanum og fengum við Stjörnumennina alltaf strax aftur á okkur. Ég veit ekki hve oft við misstum boltann við miðlínu, lélegar móttökur og slakar sendingar. Eitthvað sem við verðum að laga - vera betur á tánum og vita hvað maður ætlar að gera þegar maður fær boltann. En Stjarnan náði að jafna þegar um 20 mín voru eftir af leiknum - langt skot utan að velli. Þeir brenndu líka af víti.
Finnst eins og það vanti stundum upp á dugnaðinn hjá mönnum í þessum B liðs leikjum - megum ekki mæta og vera á hálfu "tempói" - finnst við eiga miklu meira inni - sýnum það
í næsta leik.
Liðstjóri: Bjarni (aron bjarna).
0 Comments:
Post a Comment
<< Home