Friday, October 31, 2008

Leikur v ÍR - Haustmót!

Yess.

Áttum einn leik v ÍR á föstudaginn var - nett að spila á teppi og líkaði okkur það greinilega vel því niðurstaðan öruggur sigur - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v ÍR í Haustmótinu.

Dags: Föstudagurinn 31.október 2008.
Tími: kl.16.30 - 17.45
Völlur: ÍR gervigras.

Dómarar: Baldur og Tómas í 2.fl létu sjá sig, ekki alveg nógu vel dressaðir en nokkuð sprækir.

Aðstæður: Bara pínku kalt, en svo fór að rigna í hálfleik (samt töff veður) og völlurinn var audda nettur.

Staðan í hálfleik: 4 - 1!

Lokastaða: 10 - 4.

Maður leiksins: Anton Orri.

Mörk: Stefán Pétur (3) - Brynjar - Aron Br - Björn - Andrés Uggi (2) - Pétur Jóhann - ?

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Hörður Gautur og Birkir Örn bakverðir - Páll og Daníel miðverðir - Aron og Arnar á köntunum - Anton Orri og Árni Þór á miðjunni - Brynjar og Björn frammi. Varamenn: Stefán Pétur, Ólafur Guðni, Pétur Jóhann og Andrés Uggi.

Frammistaða: Við vorum ánægður með flesta í dag, en samt eru sumir sem eru ekki alveg á 100% allann tímann sem þeir eru inn á. Yngra árs strákarnir komu vel frá leiknum - Og gott að fá Pétur í gang. Stefán náði einnig loksins að spila og stimplaði sig þokkalega inn með þrennu. Anton Orri átti svo topp dag og sýndi að hann á skuldlaust heima í A liðinu.

Almennt um leikinn:
Spiluðu þennan leik svona lala þrátt fyrir stóran sigur - fengum óþarfa mörk á okkur á mót frekar slöppu liði. Hefðum átt að klára þetta lið í fyrri því að við vorum mikið sterkari.

Við vorum að taka rangar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum, vorum að hlaupa of mikið með boltan þ.e.a.s. notuðum of margar snertingar í staðinn fyrir að láta boltann rúlla. Vorum ragir að skjóta og vorum alltaf að reyna að leggja boltanum betur og betur fyrir okkur og þegar að það var komið þá var færið farið. Vorum ekki nægilega skipulagðir, menn að hlaupa dálítið út úr stöðunum og þar af leiðandi héldum við svæðum illa. Það var í raun bara einn ÍR-ingur sem gerði okkur lífið leitt.

Nokkrum sinnum vorum við samt snöggir að koma boltanum fram og áttum við 3-4 sendingar sem skiluðu sér beint á okkar framherja. Við vorum líka sneggri en þeir í lengri sprettum sem skilaði okkur alla veganna 2 góðum mörkum.

Mörkin sem við fengum á okkur í seinni stöfuðu aðallega af því að við vorum ekki nógu þéttir og það vantaði að halda á hættulegasta svæðinu. Með betri tali þá hefði mátt koma í veg fyrir það. Það að slaka á síðustu 10 mín er soldið gegnum gangandi hjá okkur - þurfum að vinna í að stoppa það.

En við hljótum að vera sáttir með að skora 10 mörk, en að sama skapi er alltof mikið að fá 4 á okkur, þaggi. Klárum KR á laugardaginn og sjáum svo hvar við endum.

- - - - -

Thursday, October 30, 2008

Fös - æfing + leikur v ÍR!

Sælir heiðursmenn.

Engin svaðaleg mæting á landsleikinn í gær af okkar hálfu - en vonandi horfðu menn bara á hann upp í sófa - bara snilld að vinna og komast áfram í keppnina.

Friday í dag, meir að segja Holloween, ef menn eru amerískir í sér! Ég tek alla veganna hryllingsmynd í kvöld, og hvað ætliði að gera í graskerinu mínu:



Æfing + leikur í dag. Æfingin hálftíma fyrr og leikurinn upp í "sveit" á heimavelli ÍR! Svona er planið:

- Æfing - Gervigrasið - kl.15.00 - 16.20 (ekkert hlaup að þessu sinni):

Hörður Sævar - Birkir Mar - Daði - Njörður - Birkir Már - Jón Konráð - Aron Bj - Þorsteinn Eyfjörð - Bjarki L - Elvar Örn - Jovan - Sveinn Andri. Benjamín - Breki - Bjarni Pétur - Daníel Þór - Gunnar Valur - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Jón Gunnar! - Kári - Kristjón Geir - Logi - Nizzar - Marteinn Sindri - Pétur Jökull - Róbert! - Sigurður Þór - Sigurður S! - Sigurjón! - Sölvi - Viktor Snær - Ýmir Hrafn - Þorkell.

- B liðs leikur v ÍR - Mæting kl.15.45 upp í ÍR heimili - keppt v ÍR frá kl.16.30 - 17.45:

Kristófer Karl - Hörður Gautur - Andrés Uggi - Árni Þór - Anton Orri - Daníel L - Björn Sigþór - Pétur Jóhann - Brynjar - Arnar - Páll Ársæll- Stefán Pétur - Ólafur Guðni - Birkir Örn - Aron Br.

Virkilega mikilvægt að menn láti þetta ganga þannig að við verðum með klárt lið upp í Breiðholti og svo alla hina á æfingu (því það eru þrír leikir v KR á laugardaginn í Vesturbænum). Þeir sem mæta í leikinn passa að koma með allt dót og tilbúnir í hörkuleik.

Sjáum ykkur eldhressa,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Wednesday, October 29, 2008

Fim!

Sælir kjappar.

Við áttum þvílíkt flottann leik áðan v Leikni - tókum þá 5-0 með fimm frábærum mörkum. Þau hefðu getað verið fleiri hefði markmaður Leiknismanna ekki átt leik aldarinnar! 12 mættu svo á fína æfingu hjá Tedda (þónokkrir í fermingarleyfi, sem er löglegasta leyfið í ár :-)

Samkvæmt plani er frí á morgun, fimmtudag. En okkur býðst að skella okkur á kvennalandsleikinn, sem er v Íra kl.18.00 á Laugardalsvelli. Þvílíkt mikilvægur leikur hjá stelpunum og væri snilld ef þeir sem eru lausir myndi mæta og hvetja þær til sigurs. Ég veit að fleiri flokkar í Þrótti ætla að fjölmenn. Við tökum á móti mönnum kl.17.30 með miða, en gott væri að fá smess eða comment um hverjir ætla að koma.

Annars er helgarplanið svona:

Fös 31.okt: B liðs leikur v ÍR + æfing hjá öðrum.
Laug 1.nóv: A - B og C liðs leikur v KR (
kr gervigras).
Sun 2.nóv: Frí.


Líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Leikir v Leikni - Haustmót!

Jeps.

Þriðji og síðasti leikurinn v Leikni var háður upp í Breiðholti í gær, miðvikudag. Menn mættu þvílíkt klárir til leiks og var spilaður sóknarbolti af bestu gerð. Nokkuð öruggur sigur staðreynd, allt um hann hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Leikni í Haustmótinu.

Dags: Miðvikudagurinn 28.október 2008.
Tími: kl.17.00 - 18.15
Völlur: Leiknisgervigras.

Dómarar: Oddur og Villi - fáránlega "perfect" leikur.

Aðstæður: Völlurinn náttúrulega geggjaður - ný svört korn og læti. Og hitinn bara fínn.

Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Lokastaða: 5 - 0.

Maður leiksins: Siggi S.

Mörk: Siggi KR - Daníel Þór (2) - Bjarni Pétur - Nizzar.

Liðið: Kári í markinu - Logi og Kristjón bakverðir - Ýmir og Þorkell miðverðir - Siggi S og Daníel Þór á köntunum - Viktor Snær og Bjarni Pétur á miðjunni - Sigurður Þór fyrir framan miðjuna og Andrés fremstur. Varamenn: Sölvi, Nizzar, Pétur og Marteinn Þór.

Frammistaða: Menn voru allir að standa sig virkilega vel. Vörnin var afar traust (þrátt fyrir slakan töflufund fyrir leik)! Miðjan var líka öflug, Viktor kom vel út á miðmiðju, Siggi Þór virkilega duglegur að losa sig, vantar aðeins að garga meira á boltann. Nánast allt gekk upp hjá Sigga S (fyrir utan að klára 2-3 deddara). Daníel kominn með 4 mörk í tveimur leikjum. Og innkoman hjá öllum var flott.

Almennt um leikinn:
Það var eiginlega unun að horfa á leikinn á köflum hjá okkur - menn voru virkilega á tánum í vörninni, létu engan komast fram hjá sér, vantaði kannski að halda línu á köflum og menn voru komnir full framarlega á köflum, en sakaði ekki.

Við létum boltann rúlla frekar vel, sérstaklega voru flottar sendingar á sigga á hægri kantinn. Þegar við vorum komnir að vítateignum þeirra vorum við farnir að spila of þröngt. Einnig fannst mér aðeins of margar sendingar fara forgörðum - því mér finnst við of góðir að klikka á einföldum sendingum á lausa menn (sérstaklega á svona góðu grasi!)

Hornin voru nokkuð góð, vantaði samt skipulag frá mér, það kemur næst. Áttum fullt af góðum fyrirgjöfum sem margar sköpuðu hættu.

Mörkin voru virkilega flott, sérstaklega fyrsta og annað. Hin audda góð líka.

Það var lítið að gera hjá Kára í markinu - gott fyrir okkur en audda leiðinlegt fyrir hann.

Í heildina klassa leikur - virkilega flott fyrir okkur að sjá hvað við eigum marga góða leikmenn. Við eigum KR næst á laugardaginn. Mætum eins gíraðir þá og fáum annan góðan leik :-)

- - - - -

Tuesday, October 28, 2008

Mið - æfing + leikur!

Jamm.

Síðasti leikurinn v Leikni er í morgun, miðvikudag, á Leiknisgervigrasinu (ath). Yngra árið tekur hann - en eldra árið æfir á vanalegum tíma á okkar grasi. Svona er þá planið:

- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

- C lið v Leikni - Mæting kl.16.30 tilbúnir í fötunum á Leiknisgervigras - spilað v Leikni frá kl.17.00 - 18.15:

Kári - Viktor Snær - Sigurður Þór - Sigurður S - Daníel Þór - Bjarni Pétur - Andrés Uggi - Sigurjón - Benjamín - Nizzar - Kristjón Geir - Marteinn Þór - Logi - Ýmir Hrafn - Þorkell - Sölvi - Pétur Jökull.

Reynið endilega að vera "samfó" í bílum uppeftir.
Heyrið annars í okkur ef það er eitthvað.
Síja,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Þrið!

Jójójó.

Menn mættir í skólann aftur - væntanlega dúndrandi sáttir með það!

En það er æfing hjá yngra árinu í dag, þriðjudag, á venjulegum tíma:

- Æfing - Yngra ár - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Vona að sem flestir komist því það er leikur v Leikni á morgun hjá öllum á yngra ári sem kepptu ekki í gær. Teddi verður sóló með æfinguna þar sem að feðgarnir eru heima veikir :-(

Sé ykkur,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Sunday, October 26, 2008

Foreldrafundur!

Sælir strákar.

Bara rétt að minnast á þrennt ...

... að það eru engar æfingar í dag, mánudag. Við kepptum tvo leiki áðan við Leikni, sem unnust báðir.

... að það er foreldrafundur niður í Þrótt í kvöld (mán), kl.20.00 - 21.00 í stóra salnum. Og sem fyrr er mikilvægt að foreldrar komi. Teddi lofaði að vera fáránlega skemmtilegur á fundinum :-)

... það er svo æfing hjá yngr árinu á morgun, þriðjudag kl.15.30 - og svo æfing hjá eldra árinu á miðvikudag kl.16.30. Og nóg af powerade-um til að keppa upp á :-)

Sjáum foreldra ykkar í kvöld.
og ykkur á morgun / mið.
kv
ingvi og teddi

- - - - -

Leikir v Leikni - Haustmót!

Ó já.

Við kepptum tvo leiki v Leikni í gær, mánudag. Áttum báða leikina, fyrir utan smá kæruleysi í fyrri leiknum. En niðurstaðan tveir sigrar - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Leikni í Haustmótinu.

Dags: Mánudagurinn 26.október 2008.
Tími: kl.12.00 - 13.15
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: Kallinn tók etta, veikur og ómögulegur - reyndar með tvo afar netta línuverði með sér. Vil svo benda mönnum á að ég er ekki týpan sem dæmir víti þegar það er bolti í hönd (nema þegar boltinn er á leið inn í markið) en hendi í bolta er annað mál.

Aðstæður: Völlurinn náttúrulega geggjaður - en kuldinn var aðeins of mikill!

Staðan í hálfleik: 4 - 1.

Lokastaða: 6 - 5.

Maður leiksins: Birkir Már - Daði.

Mörk: Sveinn (2) - Aron Bj. - Jón Konráð (2) - Daði.

Liðið: Hörður í markinu - Árni Þór og Anton Orri bakverðir - Þorsteinn og Birkir miðverðir - Jovan aftastur á miðjunni - Aron Bj og Jón Konráð á köntunum - Njörður og Daði á miðjunni - Sveinn Andri einn frammi. Varamenn: Daníel L, Elvar Örn og Arnar.

Frammistaða: Flestir voru að spila á fullri getu, en sem lið klikkuðum við aðeins í smá tíma í seinni. Daði var virkilegra öflugur í dag, sem og Jón Konráð. Sveinn var að allann tímann og setti tvö snilldar mörk. Vörnin í heildina traust með Birki á þeirra sentar allann leikinn.

Almennt um leikinn: Eftir að hafa komist í 5 - 1 og verið mun betri aðilinn í öllum leiknum, getur maður ekki verið annað í ósáttur með að fá svo á okkur 4 mörk, tvö með skömmu millibili á 40 mín og tvö með skömmu millibili alveg undir lok seinni hálfleiks (67 mín) og að lenda í einhverju stressi allra síðustu mínúturnar! Held að sami maðurinn hjá þeim skoraði síðustu þrjú mörkin, og allt eftir nett kæruleysi hjá okkur. Kláruðum ekki manninn okkar alla leið eða vorum ekki nógu þéttir aftast.

Við sóttum rosalega hratt á þá í byrjun og rúlluðu Daði og Jón Konráð í gegnum þá eins og drekka vatn. Sveinn kláraði sín færi fáránlega vel og setti fyrstu tvö.

Sveinn, Aron Bj og Elvar Örn tóku "pirraða gaurinn" á etta oftar en einu sinni á meðan (að ég held) engin annar í báðum liðum sagði "múkk", hvorki við dómarana né andstæðingana. Auðvitað má segja eitthvað og ég skil að menn verða pirraðir - en þetta getur skemmt gríðarlega fyrir ykkur, truflað einbeitingu og aðalmarkmið ykkar í leiknum: að þið eða félagar ykkar skori mark og að við vinnum leikinn.

En við vitum að það býr meira í ykkur strákar, hefðum átt að vinna þennan leik mun öruggara, en sigur engu að síður. Klárum svo KR í síðasta leiknum.

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Leikni - Æfingaleikur.

Dags: Mánudagurinn 26.október 2008.
Tími: kl.13.20 - 14.35.
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: Teddi tók leikinn ásamt Tryggva og Sindra í 3.flokki. Var flottur þótt hann hafi ekki toppað dómara A leiksins!

Aðstæður: Sama og áðan, reyndar orðið kaldara ef eitthvað er.

Staðan í hálfleik: 5 - 2.

Lokastaða: 10 - 2.

Maður leiksins: Páll Ársæll.

Mörk: Elvar Örn (2) - Arnar - Björn - Daníel Þór (2) - Brynjar - Aron Br (2) - Jón Kaldal.

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Birkir Örn og Hörður Gautur bakverðir - Daníel L og Páll miðverðir - Aron Br og Breki á köntunum - Elvar Örn og Arnar á miðjunni - Björn Sigþór og Brynjar frammi. Varamenn: Daníel Þór, Jón Kaldal, Ólafur Guðni, Pétur Ólafur og Viktor Snær.

Frammistaða: Frekar erfitt að velja mann leiksins í dag, menn flestir á fullu og áttu Leiknismenn ekki roð í okkur. Páll tóku sjötíu og stjórnaði vörninni afar vel. Kristófer flottur í markinu - og fín innkoma hjá varamönnum.

Almennt um leikinn: Gerðum nákvæmlega það sem talað var um - að byrja á krafti, vinna fyrstu tæklinguna, fyrsta skallaboltann og vera á undan að skora (naturlich). Og gerðum allt þetta - settum fyrstu þrjú mörkin og sýndum Leiknismönnum hvað koma skyldi!

Veit ekki hvort við þorðum ekki að tækla stúlkuna í þeirra liða eða hvað, en við fengum á okkur tvö mörk ódýr mörk. Annað þar sem við vorum klaufar að hreinsa, og hitt þar sem við misstum hana inn fyrir okkur. Annars vorum við frekar öruggir tilbaka og vörnin öll að koma til eftir Fylkisleikinn fyrsta.

Eins og Teddi talaði um þá sá maður lítið af Aroni í fyrri hálfleik, eins vantaði meiri keyrslu í Björn og Brynjar. En allt miklu betra í seinni hálfleik.

Menn kláruðu sín færi vel, duttu ekki í neitt kæruleysi í lokin og niðurstaðan örugg þrjú stig :-) Þessi leikur var reyndar ekki í haustmótinu - en við eigum svo ÍR og KR eftir - klárum þá báða takk.

- - - - -

Mán - leikir v Leikni!

Sælir.

Til í Liverpool leikinn áðan - í fyrsta skipti í fjögur og hálft ár sem Chelsea tapar á heimavelli! Ú je.

En allt klárt á morgun, mánudag - tveir leikir v Leikni á Framvelli. Þeir sem eru ekki að keppa eru í frí, en svo æfingar samkvæmt töflu þriðjudag og miðvikudag.

Svona er planið:

- A lið v Leikni - Mæting kl.11.10 á Framvöll - Keppt v Leikni frá 12.00 - 13.15:

Hörður - Njörður - Aron Bj - Birkir Már - Jovan - Daði - Arnar - Þorsteinn Eyfjörð - Sveinn Andri - Anton Orri - Daníel Levin - Jón Konráð - Elvar Örn - Árni Þór.

- B lið v Leikni - Mæting kl.12.30 á Framvöll - keppt v Leikni frá kl.13.15 - 14.30:

Kristófer Karl - Brynjar - Aron Br - Páll Ársæll - Stefán Pétur - Birkir Örn - Ólafur Guðni - Pétur Jóhann - Björn Sigþór - Jón Kaldal - Hörður Gautur - Breki - Daníel Þór + kannski 1-2 í viðbót!

Segi aftur hvítir sokkar, svartar kvartbuxur og hlýr innanundirbolur. Við komum með treyjur fyrir þá sem ekki eiga. En munið eftir öllu öðru dóti in a bag! 2-3 leikmenn, sem byrja út af í A, koma til með að byrja B liðs leikinn, bara þannig að það sé á hreinu.

Undirbúa sig svo vel og þá klárum við dæmið saman.
Sjáumst sprækir.
Ingvi og Teddi.

p.s. um kvöldið er svo foreldrafundur niður í Þrótti - kl.20.00. Auglýsum hann betur á morgun!

- - - - -

Saturday, October 25, 2008

Chill!

Blek.

Og gleðilegan vetur (það er sko fyrsti vetrardagur í dag, laugardag)!

Við kláruðum leikinn áðan nokkuð örugglega - vorum kannski með of sterkt lið, ef svo má að orði komast, en menn kláruðu sitt vel. Menn fengu líka mislangan spilatíma og voru ekkert að væla yfir því - en það jafnast út í mánudagsleikjunum!

Það er sem sé frí hjá öllum á morgun, sunnudag. Mæli "audda" með að menn horfi á Liverpool slátra Chelsea - kl.13.00 á stöð 2 sport.

Set svo liðin (a og b) sem keppa við Leikni á mánudaginn inn á morgun.

Hafið það svo dúndrandi gott - takið gott "chill"!
Ingvi og Teddi.



- - - - - -

Friday, October 24, 2008

Leikur v Fylki2 - Haustmót!

Yess.

Einn leikur í gær, laugardag. Við sigruðum lánlausa Fylkismenn stórt á snjóþöktu gervigrasinu. Með mikilli ákveðni kláruðum við eiginlega dæmið á fyrstu mínútunum - en allt um leikinn hér:

- - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Fylki2 í Haustmótinu.

Dags: Laugardagurinn 25.október 2008.
Tími: kl.11.40 - 12.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar:
Oddur og Dabbi í 2.fl mættu sprækir - og voru massíft traustir.
Aðstæður: Aftur "Pjúra" íslenskar aðstæður! Frekar mikill snjór yfir öllu grasinu, smá sleipt og "pínku" kalt.

Staðan í hálfleik:
7 - 0.
Lokastaða: 15 - 0.

Maður leiksins: Sigurður Þór.

Mörk: Sigurður Þór (5) - Andrés Uggi (3) - Sigurður S (3) - Nonni (2) - Daníel Þór - Björn Sigþór.

Liðið: Kristófer í markinu - Logi og Ýmir bakverðir - Hörður Gautur og Viktor Snær miðverðir - Andrés Uggi og Bjarni Pétur á köntunum - Nonni og Daníel Þór á miðjunni - Siggi Þór fremstur á miðjunni - Björn Sigþór einn frammi. Varamenn: Kári - Kristjón - Nizzar - Sigurður S - Þorkell - Sölvi - Marteinn Þór.

Frammistaða: Eiginlega allir áttu mjög góðan leik í dag - "Siggarnir" voru í miklum markaham, ásamt Andrési. Allir notuðu sinn tíma vel og uppskáru eftir því.

Almennt um leikinn: Við byrjuðum leikinn náttúrulega af krafti og vorum búnir að setja mark strax á fimmtu mínútu - þetta hefur gríðarlega mikið að segja. Við héldum áfram að pressa og náðum öllum undirtökum - bættum við nokkrum mjög góðum mörkum. Við þetta slökuðu Fylkismenn á og við gengum á lagið.

Boltinn gekk nokkuð vel hjá okkur en oftar en ekki sóttum við upp miðjuna í stað þess að láta boltann út á kant. Við vorum nokkuð oft rangstæðir en alltaf var það samt frekar tæpt.

Lítið reyndi á markverðina okkar sem voru þó vel á tánum og gerðu allt rétt.

Lítið var um fyrirgjafir og hættuleg horn en aðstæður höfðu held ég eitthvað að segja hér.

Í heildina góður leikur - veit samt að það er skemmtilegra að spila jafnari leiki, þótt Fylkismenn hafi alveg staðið í okkur á köflum. Við hefðum kannski átt að hvíla nokkra lykilmenn, sem eru virkilega að sýna okkur að þeir eiga þokkalega heima í B liðinu :-)

Annað: Það sem hefði mest mátt laga var betri einbeiting inn í klefa fyrir leik - það vantaði líka aðeins meiri aga í upphituninni. Yfirleitt eru mörk inn á vellinum fyrir leiki og þarf ekki að segja mönnum að þau verða að víkja áður en leikurinn hefst - veit að það er pirrandi. Langflestir eru í rauðum upphitunargalla en enn eiga nokkrir eftir að græja það! Og loks fékk um helmingur sturtusekt!!

- - - - -

Laug - leikur v Fylki!

Jeps.

Það er sem sé einn leikur á morgun, laugardag, v Fylki, á heimavelli okkar (en ekki hvað). Mæting er kl.11.00 og "kick off" 40 mín seinna.

Held að ég viti "status" á öllum - vona að eftirtaldir leikmenn séu klárir:

- C lið v Fylki2 - Mæting niður í Þrótt kl.11.00 (klefi 2) - spilað frá kl.11.40 - 12.55:

Kristófer Karl - Kári - Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Daníel Þór - Hörður Gautur - Jón Kaldal - Kristjón Geir! - Logi - Þorkell - Siguður S! - Sigurður Þór - Sölvi - Viktor Snær - Ýmir Hrafn - Marteinn Þór - Nizzar - Björn Sigþór.

Muna eftir öllu dóti í tösku - Mæli með að spila í kvartbuxum (3/4 buxur), hvítum sokkum og þykkri langermapeysu undir þróttaratreyjunni.

Helgarfrí hjá öðrum - Næsta verkefni er svo A og B lið v Leikni á mánudag (kl.12.00 og 13.15 á Framvelli).

Hafið það svo ljúft.
Sé ykkur,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Föstudagsæfingin - tölfræði!

Jamm.

Hérna koma tölurnar úr spilinu áðan - held að við höfum haft þetta rétt.

Höfðum ekki tíma í lokin til að taka leiki á stóran (hálfan völl) - en við tökum örugglega svona talningu aftur einhvern tímann. Mér finnst bara að menn verði að passa betur að vinna meira saman og hvetja félagana betur. Það var reyndar nett kalt áðan og menn kannski lúnir eftir hlaupið, vantaði smá kraft í suma - þannig að nokkrir voru ekki alveg upp á sitt besta.

Nóg af röfli - svona endaði "etta":

22 stig - Sveinn Andri.
21 stig - Hörður Gautur.
19 stig: Jovan.
18 stig: Andrés Uggi - Þorsteinn Eyfjörð.
16 stig: Sigurður Þór - Viktor Snær.
15 stig: Árni Þór - Daði - Jón Kaldal - Brynjar.
13 stig: Nizzar - Daníel L.
12 stig: Bjarni Pétur - Ýmir - Aron Bj - Logi.
10 stig: Arnar - Daníel Þór.
9 stig: Sölvi - Ólafur Guðni - Birkir Már - Kristófer.
7 stig: Stefán Pétur - Anton Orri.
6 stig: Björn Sigþór - Njörður.
4 stig: Elvar Örn. 3 stig: Kári. 1 stig: Þorkell.

- - - - -

Thursday, October 23, 2008

Fös!

Jamm.

Alles klar í dag, föstudag! Sem sé klassískt:

- Létt skokk + spil - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Búinn að hanna ansi skemmtilegan hring! Tökum svo stigakeppni í spilinu.
Muna að klæða sig "´ógislega" vel!

Finnum loks hverjir eru klárir í Fylkisleikinn á morgun!

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst sprækir,
Ingvi og Teddi.

- - - - - - -

Planið næstu daga!

Sælir meistarar.
Svona líta næstu dagar út:

Fös: Skokk og æfing hjá öllum - kl.15.30.

Laug: C lið v Fylki2 á gervigrasinu okkar - kl.11.40 - Frí hjá öðrum.

Sun: Frí.

Mán: A og B v Leikni á Framgervigrasi.

Við könnum á morgun hverjir eru klárir á laugardaginn (veit af einhverjum upp í bústað). Svo eru vonandi allir ready í Leiknisleikina á mánudaginn.
kv,
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Status!

Ble.

Byrjum hér á nýjung á blogginu - "gervigrasstatus" :-)
Skaust niður á gras áðan og náði þessari af þessum líka flair leikmanni sem var að leika sér á grasinu:




STATUS: Létt "þekja"!

Planið kemur svo inn eftir smá.
Ingvi

p.s. af hverju spiluðum við ekki með þennan bolta í gær!

- - - - -

Wednesday, October 22, 2008

Fim!

Sælir strákar.

Velkomnir í vetrarfrí (oki einn dagur eftir hjá vogó). Og til hamingu með sigurinn í gær - Tókum Víkinga örugglega í B liðs leiknum í gær, 5 - 1. Brynjar átti fjórða markið og splæsir þar með powerade á friday :-)

Það er frí í dag, fimmtudag. Slaka á og ... t.d. fara út í snjókast!

Set planið fyrir næstu daga inn seinna í dag. En það er staðfest frí laugardag og sunnudag. En örugglega leikur / æfing föstudag og mánudag!

Annars bara líf og fjör.
Heyrumstum,
Ingvi og Teddi.

- - - - -



hvað ætliði að gera í nýja búningnum hjá liverpool!

Leikur v Víking - Haustmót!

Jamm.

Við áttum einn leik v Víking í kvöld - aðstæður vægast sagt skrautlegar. Völlurinn á kafi í snjó og 8 mættir á réttum tíma! En við kláruðum dæmið, feitur plús á marga leikmenn en smá mínus á suma að láta ekki vita af sér! En allt um leikinn hér:

- - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Víking í Haustmótinu.

Dags: Miðvikudagurinn 22.október 2008.
Tími: kl.19.00 - 20.15
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar:
Einhver dómari frá Víking tók etta sóló og var ekkert út á hann að setja.
Aðstæður: "Pjúra" íslenskar aðstæður! Frekar mikill snjór yfir öllu grasinu og "pínku" kalt.

Staðan í hálfleik:
3 - 1.
Lokastaða: 5 - 1.

Maður leiksins:
Daníel L.
Mörk: Páll (6 mín) - Brynjar (21 mín) - Björn (34 mín) - Brynjar (40 mín) - Árni Þór (62 mín).

Liðið: Kristófer í markinu - Viktor Snær og Bjarni Pétur bakverðir - Daníel L og Árni Þór miðverðir - Breki og Andrés Uggi á köntunum - Páll og Arnar á miðjunni - Brynjar og Björn frammi. Varamenn: Birkir Örn og Ólafur Guðni.

Frammistaða: Reyndi ekki mikið á Kristó í markinu en stóð vaktina afar örugglega. Vörnin var flott - Viktor varla með feilspor, Bjarni bjargaði okkur í fyrri og átti fínan leik. Daníel og Árni með topp leik í miðverðinum (árni tók reyndar miðvörð/miðju/sókn á etta í sumum sóknum). Andrés og Breki komust vel frá leiknum - hefðu mátt koma meira inn á miðjuna til að sækja boltann. Páll og Arnar áttu miðjuna og Brynjar og Björn hættulegir frammi. Vantaði smá sprengikraft í Björn stundum. Birkir og Óli redduðu okkur svo alveg með að koma í seinni, og áttu líka fínan leik.

Almennt um leikinn: Við áttum leikinn skuldlaust - vorum með boltann meiri hlutann af öllum leiknum - Víkingarnar voru hættulegastir þegar við vorum komnir með of marga leikmenn fram og misstum boltann klaufalega.

Völlurinn var náttúrulega ekki alveg eins og hann á að sér að vera en ég hrósa ykkur mikið fyrir að leysa það upp á 10 - menn voru meðvitaðir um þetta og voru varkárir og vönduðu sendingar þótt þær hefðu mátt vera fastari við og við.

Við fórum aðeins út úr stöðunum okkar og vorum stundum aðeins of framarlega með vörnina. Stundum tókum við of margar snertingar og ætluðum okkur um of á þeirra þriðjungi.

En "over all" þá rúlllaði boltinn vel og rétt - menn voru held ég allir á fullum hraða út allann leikinn, fóru hart í alla bolta. Reyndar stundum of hart eins og í markmanninn þeirra tvisvar, pössum það næst. En annars klassa sigur og þrjú stig í höfn.

- - - - -

Tuesday, October 21, 2008

Mið!

Sælir piltar.

Og sorrý hvað þetta kemur seint - tafðist við meistaradeildargláp.

En morgundagurinn (mið) verður þannig að hluti eldra ársins æfir á venjulegum tíma, en aðrir á eldra ári keppa við Víking aðeins seinna. Frí er hjá flestum á yngra ári (nema þeir sem ekki komust á æfingu í dag, þeir eru velkomnir á æfingu á morgun - og svo keppa þrír með B liðinu). Planið er þá svona:

- Æfing - Eldra ár - Gervigras - kl.16.30 - 18.00:

Hörður Sævar - Jovan - Njörður - Aron Bj - Anton Orri - Birkir Már - Birkir Mar - Bjarki L - Sveinn Andri - Jón Konráð - Daði - Elvar Örn - Þorsteinn Eyfjörð + Bjarni Pétur - Logi - Daníel Þór - Sigurður S - Sigurjón - Sölvi.

- B liðs leikur v Víking - Mæting kl.18.10 niður í Þrótt (klefa 2) - keppt við Víking frá kl.19.00 - 20.15:

Kristófer Karl - Daníel L - Páll Ársæll - Aron Br - Arnar - Árni Þór - Birkir Örn - Brynjar - Björn - Ólafur Guðni - Pétur Jóhann - Stefán Pétur - Þorsteinn Gauti - Hörður Gautur - Viktor Snær.

Undirbúa sig vel fyrir leikinn, mæta á réttum tíma og með allt dót. Væri gott að fá staðfestingu um að þeir komi á leikinn sem voru ekki á æfingu í gær! Allir aðrir eru svo auðvitað velkomnir að horfa á leikinn (jafnvel nammipoki á bekknum).

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Þrið!

Ble.

Eigum við ekvað að ræða hvað var kalt í gær. Núna var ég svona í marki á eldra árinu! Held að nokkrir eigi aldrei eftir að klikka á hönskum aftur! Og grasið var eiginlega ólöglega hart!

Alla veganna, yngra árið æfir í dag, þriðjudag. Auk þess væri gott að sjá þá á eldra ári sem hafa misst af síðustu æfingum!

- Æfing - Þrið - Yngra árið - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Svo er B liðs leikur v Víking á morgun.
Sjáumst svo eldhressir.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Sunday, October 19, 2008

Mán!

Sæler.

Helgin búin og mandag á morgun. Grunnskólamótinu lokið og handboltagaurar mættir aftur eftir handbolta"túrneringu". Var líka action í körfunni um helgina?

Ansi slök mæting hjá eldra árinu í morgun í annars fínni innanhúsæfingu - skil alveg ef menn voru uppteknir, viljum bara fá að vita það með sms-i eða á commentakerfinu. Einhverjir verða teknir á teppið á morgun!

Annars æfingar skv.töflu á morgun, mán:

- Yngra árið - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Eldra árið - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Gerum okkur klára fyrir næstu leiki í haustmótinu.
Fáum bullandi mætingu :-)

Sé ykkur,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Saturday, October 18, 2008

Sun!

Ble.

Bara svona til að allt sé bókað - þá minni ég á eldra árs æfinguna á morgun, sunnudag:

- Æfing - Eldra ár - kl.10.00 - 11.30 - Íþróttahús MS (vogaskóla).

Duglegir að láta þá vita sem komu ekki á föstudaginn. Og muna eftir öllu dóti.

Held að engin skóli hafi komist áfram í úrslit á morgun :-( en Langó var næst því :-)

Annars bara fjör.
Sé ykkur,
Ingvi og Teddi (var etta illa gert)!

- - - - -

Friday, October 17, 2008

Helgin!

Sælir vener.

Þótt ég hafi verið svona á æfingu áðan í marki þá lenti mitt lið í neðsta sæti :-( held samt að það hafi verið út af því að við tókum svo vel á í hlaupinu!

Helgin verður þannig að yngra árið tekur þátt í grunnskólamóti KRR á morgun, laugardag, upp í Egilshöll (á vegum síns skóla).

Eldra árið tekur aftur á móti massa innanhúsæfingu í MS (íþróttahúsi menntaskólans við sund - hljótið að finna það) kl.10.00 - 11.30 á sunnudaginn.

Verið duglegir að láta það berast, það vantaði nokkra á eldra ári áðan. Þeir sem ekki eru að keppa í mótinu á morgun eru velkomnir á æfinguna.

Heyrið annars í okkur ef það er eitthvað.
Annars sjáumst við á morgun og sunnudag.
Góða helgi.
Ingvi og Teddi.

- - - - - -

Fös!

Sælir.

Allt klárt í dag, föstudag:

- Skokk + Æfing - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.30.

Vitum af handboltagaurum á Akureyri - en búumst við öllum öðrum :-)
Muna að það er ekki nógu gott fyrir lappirnar að hlaupa á takkaskónum!
Við tökum einhvern hressann hring.

Annars bara líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Thursday, October 16, 2008

Fim!

Jó.

Tek á mig seinaganginn í gær. Vona að flestir hafi skilað sér á eldra árs æfinguna. Samt voru einhverjir í Vatnaskógi heyrði ég.

En það er frí í dag, fimmtudag, en svo skokk + æfing á morgun, föstudag, kl.15.30.

Kallinn ætlar að taka skokk í dag og finna einhverja svaðalega hressa og nett leið. Mæla hana upp á millímeter!

Laglegt Ísland í gær, komnir með fjögur stig í riðlinum og allt að gerast.

Helgin er svo þannig að yngra árið tekur væntanlega flest þátt í grunnskólamótinu upp í Egilshöll. En eldra árið tekur þrek/inniæfingu á laug eða sun!

Sjáumst eldhressir á morgun.
Ingvi og Teddi.



- - - - -

Wednesday, October 15, 2008

Mið!

Jójó.

Shæse hvað ég set þetta seint inn - vona samt allir séu með þetta á hreinu:

- Æfing - Eldra ár - Miðvikudagur - Gervigrasið - kl.16.30 - 18.00.

Sem sé hálftíma fyrr en er á töflunni okkar. Þetta verður svona í framtíðinni, þá er engin árekstur við handboltann í vikunni :-) Vona að allir komist!

Frí hjá yngra árinu í dag, nema að menn hafi misst af æfingunni í gær, þá má endilega mæta.

Minni svo á Ísland v Makadónía í kvöld kl.18.00. Skella sér á hann eða kíkja á hann í tíví-inu (sýndur á stöð 1)!

Sé ykkur svo,
Áfram Ísland.
Ingvi og Teddi


Tuesday, October 14, 2008

Þrið!

Blek.

Ánægður með ykkur í gær - erum líka komnir með 20 nýja bolta sem mér sýnist alveg sleppa. Verðum bara að telja alltaf eftir æfingar og passa að allir boltar fari inn. Þurfum jafnvel að útnefna einhverja umsjónarmenn (mæli með andrési og antoni orra :-)

En það er frí hjá eldra árinu í dag, þriðjudag. En æfing á nýjum tíma hjá yngra árinu:

- Æfing - Gervigras - kl.15.30 - 17.00.

Vona að menn muni eftir þessu í dag og komist - og láti þetta berast. Þetta er gert til að æfingarnar í handbolta og fótbolta skarist ekki.

Annars gerðist sá ótrúlegi atburður í gær að engin á yngra ári hitti í slánna í lokin. Í staðinn hirtu Árni Þór og Hörður sitthvorann drykkinn hjá eldri. Spurning með léttari þraut hjá yngri í dag!

Hlustið svo á þetta lag - og kíkið á þessi tilþrif!
Síja,
Ingvi og Teddinn.

- - - - -

Sunday, October 12, 2008

Mán!

Sælir strákar.


Og takk fyrir daginn í gær. Ótrúlegt að pepp diskurinn minn hafi ekki skila neinu stigi í hús í gær - Greinilegt að einhvern annar kemur með tónlistina næst!

  • En svona án gríns þá stóðum við okkur vel í gær - fengum á okkur mark í A liðs leiknum þegar 10 sek voru eftir og töpum leiknum 2-3. Hörku leikur.

  • Erum algjörlega inn í B liðs leiknum í fyrri og staðan jöfn í hálfleik. Dettum svo aðeins niður en komumst aftur inn í leikinn í 1-2 stöðunni. Slökum aftur á og lokatölur 1-4.

  • Loks eigum við fanta góðan leik í C - nánast allir að keppa sinn fyrsta leik á stórum velli en alls ekki að sjá. Spurning hvort að (ágætur) dómari leiksins hefði átt að dæma rangstöðu í eina marki leiksins! En við hefðum samt átt að klára okkur færi betur og ná alla veganna stigi!
Nánari skýrsla um leikina kemur í kvöld - en annars er það bara létt æfing í dag, mánudag:

- Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Eldra ár - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Powerade/sláarkeppni í lokin, ásamt ferskum og nýjum teygjum :-)
Sjáumst ferskir,
Ingvi og Teddi

- - - - -

Leikir v Fylki - Haustmót!

Jamm.

Fyrstu leikirnir í Haustmótinu staðreynd. Öttum kappi við Fylkismenn á gervigrasinu okkar í gær - mjög svekkjandi og í raun afar ósanngjarnt að ná ekki neinu stigi í gær. En allt um leikina hér:

- - - - -

  • Hvaða leikur: A lið v Fylki í Haustmótinu.

Dags: Sunnudagurinn 12.október 2008.
Tími:
kl.12.20 - 13.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: Rabbi og Sindri - bara nokkuð góðir.
Aðstæður:
Frekar kalt í í dag og grasið okkar eins og það er!

Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Lokastaða: 2 - 3.

Mörk: Þorsteinn - Aron Bj.
Maður leiksins: Aron Bj.

Liðið: Hörður í markinu - Jovan og Anton Orri bakverðir - Birkir Már og Þorsteinn miðverðir - Njörður og Elvar Örn á köntunum - Daði og Jón Konráð á miðjunni - Aron Bj og Sveinn Andri frammi. Varamenn: Daníel L og Páll Ársæll.

Almennt um leikinn: Þrátt fyrir að komast yfir tvisvar sinnum í leiknum þá dugði það okkur ekki - samt fullt af góðum hlutum í gangi - margir viljugir og jákvæðir leikmenn sem að verður auðvelt að vinna með til þess að gera betur. Þurfum aðeins að fara yfir hvað hlaupaleiðir við eigum að taka í ákveðnum stöðum og hvert við eigum að senda boltann þegar að við erum í ákveðnum stöðum en meira jákvætt en neikvætt í leik okkar :-)

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Fylki í Haustmótinu.

Dags: Sunnudagurinn 12.október 2008.
Tími: kl.12.20 - 13.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: Viggi og Rúnar K - áttu frekar góðan dag.
Aðstæður: Aðeins farið að hlýna en völlurinn enn harður (og flottur)!

Staðan í hálfleik:
0 - 0.
Lokastaða: 1 - 4.

Mörk:
Maður leiksins:
Árni Þór.

Liðið:
Kristófer í markinu - Pétur Jóhann og Ólafur Guðni bakverðir - Birkir Örn og Árni Þór miðverðir - Arnar og Gauti á köntunum - Daníel L og Aron Br á miðjunni - Stefán Pétur og Brynjar frammi. Varamenn: Breki - Bjarni Pétur og Jón Kaldal.

Almennt um leikinn:
Þurfum aðeins og fara yfir hlutverk leikmanna í ákveðnum stöðum td.
hlaupaleiðir, sendingarleiðir og hvaða kosti eiga að vera í boði þegar að boltinn er á ákveðnum stöðum á vellinum. Þurfum að fara yfir færslur á liðinu þegar að við erum ekki með boltann og einnig þegar að við erum með boltann.

Hugtök eins og breidd og þrengja er eitthvað sem að við verðum að skoða betur. En samt sem áður sköpuðum við okkur færi sem að við hefðum átt að nýta, þannig að fullt að góðum hlutum líka. Viljugir strákar sem að verður auðvelt að vinna með til þess að bæta leik okkar til hins betra.

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v Fylki í Haustmótinu.

Dags: Sunnudagurinn 12.október 2008.
Tími: kl.13.40 - 14.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar:
Kallinn tók etta sóló - bara temmilega flottur (fyrir utan eina hugsanlega rangstöðu).
Aðstæður: Orðið aðeins hlýrra en völlurinn sami!

Staðan í hálfleik:
0 - 0.
Lokastaða: 0 - 1.

Maður leiksins:
Viktor Snær.

Liðið: Kristófer í markinu - Ýmir og Þorkell bakverðir - Viktor Snær og Hörður Gautur miðverðir - Siggi KR og Daníel Þór á köntunum - Bjarni og Nonni á miðjunni - Breki og Andrés Uggi frammi. Varamenn: Sölvi - Kári - Sigurður þór - Logi - Nizzar - Kristjón - Pétur - Sigurjón og Benjamín.

Almennt um leikinn: Í heildina ótrúlega flottur leikur hjá okkur - við vorum allann tímann vel á tánum. Engin á hælunum eða á hálfum hraða. Við héldum stöðunum okkar afar vel - létum boltann rúlla frekar vel. Tókum kannski stundum vitlausar ákvarðanir en engar alvitlausar

Fyrir Tedda parta var þetta mjög góður leikur og það kom honum á óvart hvað þið spiluðu vel, því að hérna voru bara strákar að spila sinn fyrsta leik í 11 manna boltanum. En þrátt fyrir það þá var eins og þið hefðuð ekkert gert annað en að spila 11 manna bolta. Flott hjá ykkur og þarna sjáum við hversu gott starf er unnið í yngri flokkunum hjá Þrótti. Það verður auðvelt að vinna með svona strákum sem að hafa greinilega mikla fóboltagreind yfir að ráða.

- - - - -

Friday, October 10, 2008

Helgin - leikir v Fylki!

Sælir.

Lúmst hjá okkur að tilkynna liðin hérna á netinu, nú hafa allir vonandi kíkt á síðuna - þyrfti að plögga teljara! En án gríns þá erum við búnir að bóka liðin, það er frí í dag, laugardag, en þrír leikir v Fylki á morgun, sunnudag:

- A lið - Mæting kl.10.15 niður í Þrótt (klefa 2) - keppt v Fylki frá 11.00-12.15:

Hörður - Jovan - Birkir Már - Þorsteinn Eyfjörð - Njörður - Jón Konráð - Sveinn Andri - Anton Orri - Elvar Örn - Aron Bj - Daði - Páll - Daníel L.

- B lið - Mæting kl.11.40 niður í Þrótt (klefa 2) - keppt v Fylki frá 12.20-13.35:

Birkir Örn - Ólafur Guðni - Stefán Pétur - Arnar P - Brynjar - Árni Þór - Gauti - Pétur Ó - Aron Brink - Kristófer Karl - Bjarni Pétur - Breki - Jón Kaldal.

- C lið - Mæting kl.13.00 niður í Þrótt (klefa 2) - keppt v Fylki frá 13.40-14.55:

Daníel Þór - Viktor Snær - Andrés Uggi - Sigurður S - Kári - Þorkell - Ýmir Hrafn - Sölvi - Logi - Sigurjón - Pétur Jökull - Nizzar - Kristjón Geir - Benjamín - Hörður Gautur.

- Hvíla á morgun / meiddir / keppa næst: Björn - Bjarki L - Sigurður Þór! - Pétur - Róbert - Jón Gunnar - Marteinn Ingi - Gunnar Valur.

Þeir sem byrja út af spila aðeins með seinna liðinu! Klárt að allir mæta brjálaðir í þennan fyrsta leik í Haustmótinu. Látið okkur vita ef við erum að gleyma einhverjum. Nokkrir pása, en mæta vel eftir helgi og klárir í næsta leik.

Allir að koma með sínar treyjur, ef þið eigið, annars komum við með slatta. Muna eftir öllu dóti og undirbúa sig vel.
Sjáumst hressir, tilbúnir í slaginn.
Ingvi (8698228) og Teddi (8247724).

- - - - -

Thursday, October 09, 2008

Fös!

Jamm.

Alles klar á morgun, föstudag - menn búnir að græja þokkalega hlaupaskó (vans og kawasaki ekki samþykktir)! Ég setti vitlausan tíma á bloggið í dag, réttur tími er svona:

- Útiskokk og spil - Mæting niður á gervigras - kl.15.30 - búnir um kl.17.20.

Tökum einhvern hressann hring í dalnum (mæti með gps úrið), svo í átök.
Síja,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Fim!

Jójó.

Frí í dag, fimmtudag - erum búnir að taka vel á því í vikunni. Hittumst svo aftur á morgun, föstudag. Tökum léttan hring í Laugardalnum og svo spil (kl.15.30 - setti vitlaust í dag!)

Smá breyting á Haustmótinu, C lið Víkings dróg sig úr keppni, þannig að það eru bara 3 leikir v Fylki á sunnudaginn (a-b-c). Reynum að láta alla keppa.

Annars bara líf og fjör.
kv
Ingvi og Teddi

- - - - -

Wednesday, October 08, 2008

Mið!

Sælir meistarar!

Nokkuð nett í gær - veðrið í lagi og boltar á svæðinu (reyndar ekki nógu spes). Eitt stórt mark komið - allt að gerast!

Flestir ættu að að vera komnir með æfingatöfluna - hún tekur reyndar ekki gildi fyrr en á föstudaginn, þannig að í dag, miðvikudag, æfa allir (á sömu tímum og á mán og í gær):

- Mið - Æfing - Yngra ár - Gervigras - kl.17.00 - 18.20.

- Mið - Æfing - Eldra ár - Gervigras - kl.18.00 - 19.20.

En í næstu viku myndi yngra árið vera í fríi á miðvikudögum! Við minnum líka á að það er ekkert mál að mæta á eina æfingu með yngri í viku, og öfugt - ef eitthvað rekst á.

Líf og fjör í kvöld (pétur á yngra skuldar auka hring fyrir bloggmóðgunina í gær, og ég stóð elvar á eldra að snúðáti í frímó áðan, það eru lágmark 2 auka hringir).

Sjáumst í kvöld,
Ingvi og Teddi

- - - - -

Tuesday, October 07, 2008

Þrið!

Ble.

Nokkuð nett í gær - engin snjór - og engir boltar :-( En það reddast í dag vonandi.
Náðum aðeins að fara í nokkur atriði á töflu fyrir yngra árið - Svo var kallinn rosalegur í marki hjá eldra árinu!

Allt klárt í dag, þriðjudag:

- Yngra árið - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.20.

- Eldra árið - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Einhverjir á yngra ári ætla að vera mættir korter í til að sækja alla veganna eitt stórt mark :-)
Svo ætti æfingataflan að vera ready í kvöld.

Sé ykkur eldhressa,
Ingvi og Teddi

- - - - -

Friday, October 03, 2008

Helgin + mán!

Sælir meistarar!

Fyrsta æfingin á árinu tókst bara nokkuð vel - Samt vantaði bæði nýja aðalþjálfarann, nýja aðstoðarþjálfarann, þónokkuð marga leikmenn og góða veðrið :-)

En við tókum vel á því - það mættu 16 leikmenn á yngra ári og 13 leikmenn á eldra ári. Allir heilir þrátt fyrir nokkrar tæklingar (árni á eldra fékk reyndar rauða fyrir tæklingu á kallinn). Ég byrjaði á andlitsmyndum auk þess að ná nokkrum öðrum nettum.

En það er helgarfrí - höfum það bara gott og byrjum á fullu á mánudaginn:

- Æfing - Yngra ár (7.bekkur) - Gervigras - kl.17.00 - 18.15.

- Æfing - Eldra ár (8.bekkur) - Gervigras - kl.18.00 - 19.15.

Verið massa duglegir að láta það berast til þeirra sem komust ekki í dag.
Við höfum svo viku til að gera okkur klára fyrir Haustmótið.

Vonum að snjórinn verði farinn.
Teddi verður á báðum æfingum á mán, og ég píni Eystein að gera boltana klára :-)

Heyrumst,
Ingvi og Teddi.





- - - - - -

Nýja tímabilð að byrja!

Sælir.

Þessi síða er vöknuð aftur!
Byrjum á því að auglýsa fyrstu æfingar 4.flokks karla tímabilið 2008 - 2009:


- Yngra árið (´96 - 7.bekkur) - Föstudagurinn 3.okt - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.00.

- Eldra árið (´95 - 8.bekkur) - Föstudagurinn 3.okt - Gervigrasið - kl.17.00 - 18.00.


Verið massa duglegir að láta þetta berast.
Býst við léttri "snjó-tækl" æfingu - klæða sig vel!

Svo skýrist allt annað í dag :-)
Sé ykkur,
Ingvi og co.

- - - - -