Wednesday, June 10, 2009

Mið!

Hellú.

Vorum svona "temmilegir" í gær - grasið var sweet þrátt fyrir að vera aðeins of loðið. Við erum einhvern veginn komnir með 12 netta bolta (hugsanlega einhverja frá 5.fl), en við fáum nýja bolta í vikulok. Tók smá hraun á yngri: þurfum að fá aðeins meiri tempó í alla æfinguna og það þýðir að þegar menn eiga að koma á línu eða færa mark þá er það gert eins og skot. Í spilinu var líka tekið vel á því. Eldri æfingin var í styttra lagi, tökum það á okkur - en snilldar mæting þar.

Það er frí í dag, miðvikudag. Mælum að sjálfsögðu með að menn horfi á:

- Mið - Ísland v Makedónía - Stöð 2 sport - kl.15.40.

Einnig er aftur boðið upp á búningafhendingu á nýju keppnistreyjunni, sem og mátun, í dag (mið) kl. 17:00-18:00 í Þróttarheimilinu. Mjög mikilvægt er að allir mæti og nái í sínar treyjur. (Einnig verður einnig posi á staðnum þar sem hægt verður að ganga frá greiðslu á æfingagjöldunum fyrir sumarönnina en treyjan er innifalin í þeim gjöldum).
Æfum svo allir saman á morgun, fimmtudag (ca. kl.15.00), en skiptum okkur aðeins í liðin, því við eigum Stjörnuna í A og B á föstudaginn frá kl.16.00.

Ó já,
Sjáumst á morgun og áfram Íslandia.
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. plús ekki fara á límingunum út af kr a og b skýrslunni - hún kemur.
p.s. vil meina að það hafi verið gott fyrir heildarútlit myndarinnar hér fyrir neðan að gamli var fjarverandi, eða hvað! En það er samt eins og ég sé með sekk :-( Jón, photoshopa það ekvað.

4 Comments:

At 10:34 AM, Anonymous nonni said...

Er allt í lagi að nokkrir séu með sama númer inná vellinum ?
ég er að spá í að vera 5 . :D

 
At 12:49 PM, Anonymous Anonymous said...

anton er nr 5

 
At 1:19 PM, Anonymous Anton said...

nei ég verð nr.4
En hver var að skrifa að ég væri nr.5?
er samt búinn að setja nr.4 á hana

 
At 2:00 PM, Anonymous ingvi said...

eins og við sögðum strákar, þá verða menn alveg að ráða hvaða númer þeir setja á bakið. bara ef þeim líður vel með það (þá skiptir ekki máli hvort tveir eða þrír eru með það númer). við höldum náttúrulega upp á hverjir skora í hverjum leik, og getum líka látið dómarana vita þegar skorað er eða eftir leik (betra). ok sör.

 

Post a Comment

<< Home