Friday, July 31, 2009

Verslunarmannahelgin!

Ó jamm.

Ánægður með menn í morgun - mættu nokkuð ferskir út á Valbjörn og við tókum ágætis æfingu. Ég tók kisuna í markinu í byrjun en Breki tók Jackson í spilinu! Siggi og Breki náðu best af öllum að "chippa" í regnhlíf og uppskáru "audda" ískaldan Gatorade.

Nú tekur við ansi gott frí - en við viljum að allir reyni að ...

... taka 1 nett útihlaup + góðar teygjur.
... taka góða "session" út í garði að halda á lofti, bæta bæði (lappir + haus) metin sín og mastera alla veganna eitt "trix" í þessu vídeói!

Hafið það annars massa gott.
Sjáumst svo aftur næsta þriðjudag (4.ágúst).
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Thursday, July 30, 2009

Fös!

Jev.

Nokkuð sprækir í dag - ansi margir í fríi, sem er bara allt í góðu. Svo fara menn nú að tínast í bæinn eftir helgi.

En við ætlum að hittast á morgun, fös, og það ansi snemma :-)

- Æfing - Allir - Valbjarnavöllur - kl.07.30 - 09.00.

Já æfingin er massa "early" - nú er bara að sjá hverjir ná að vakna - virkja vekjaraklukkuna, henda í sig banana og út á völl (verðum í endanum á valbirni). Þeir sem eru að fara að vinna fá bara að fara aðeins fyrr af æfingu. Þeir sem eru alveg lausir taka svo með sér sund dót + 100 kall og skella sér í sund eftir átökin.

Við tekur svo 3-4 daga frí og næsta æfing á þriðjudag.
Líf og fjör.

Sjáumst eldhressir á morgun,
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. njöddi - bjössi - elli - bippi og árni: góða ferð, taka glósur og dumle takk í fríhöfninni!

- - - - -

Tuesday, July 28, 2009

Fim!

Heyja.

Menn vonandi búnir að pása vel og ná sér að fullu eftir keyrsluna á mótinu. Við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og spila léttan bolta.

- kl 14:30-16:00 (Suðurlandsbraut)

Vona að allir komist sem eru í bænum.
Líf og fjör.
Ingvi - Teddi - Sindri sæti.

p.s. eigum við ekvað að ræða þessa mynd! Jón Andra í vinnu á fotbolti.net :-)

- - - - - -

Rey Cup skýrsla!

Jamm jamm.

Hérna koma nokkrar tölur og punktar frá mótinu:

- - - - -

Við spiluðum alls 17 leiki á mótinu - unnum 12 leiki, töpuðum 5 leikjum en gerðum ekkert jafntefli.

Við skoruðum 46 mörk - en fengum á okkur 20 mörk.

- - - - -

A lið (þróttur 1):

Riðlakeppnin:

v AB Tarnby: 4 - 1 (daði 3 - jovan).
v Þór: 5 - 2 (sveinn andri - andri már - jón konráð - jovan - elvar örn).
v HK: 4 - 2 (jón konráð 2 - jovan - stefán pétur).

8 liða úrslit:

v Reading: 0 - 4.

Umspil:

v KFR: 2 - 0 (sveinn andri - daði).

Um 5 sætið:

v ÍA: 3 - 1 (jovan 2 - jón konráð).



Æfingaleikur á mán:

v Herfölge: 1 - 3 (jón konráð).


B lið (þróttur 2):

Riðlakeppnin:

v Fram: 0 - 2.
v Víking: 7 - 0 (guðmundur örn 3 - jón kaldal 2 - björn sigþór - arnar p).

v FH: 1 - 3 (guðmundur örn).

Umspil:

v Gróttu: 3 - 0 (bjarni pétur - andrés - björn sigþór).
v Val: 5 - 2 (skúli 2 - bjarni pétur 2 - breki).

Um 9. sætið:

v Fjölni: 4 - 0 (jón kaldal - björn sigþór - skúli - breki).

C lið (þróttur 3):

Riðlakeppnin:

v Fjölni: 4 - 0 (nizzar 2 - logi - gabríel ingi).
v FH: 3 - 0 (nizzar 2 - sigurjón).
v Þór: 1 - 0 (sigurjón).

Undanúrslit:

v Val: 0 - 1.

Um 3. sætið:

v FH: o - 2.

- - - - -

Markahæstu menn:

5 mörk: Jovan.
4 mörk: Daði - Jón Konráð (+ 1) - Guðmundur Örn - Nizzar.
3 mörk: Bjarni Pétur - Jón Kaldal - Björn Sigþór - Skúli.
2 mörk: Sveinn Andri - Breki - Sigurjón.
1 mark: Andri Már - Stefán Pétur - Elvar Örn - Arnar P - Andrés Uggi - Logi - Gabríel Ingi.

- - - - - -

Atriði sem við getum bætt:

- Við virðum tímamörk og mætum alltaf á réttum tíma í atburði og leiki. Stundum getur eitthvað gerst og yfirleitt eru ástæður fyrir því - en ef það gerist oftar en einu sinni eða tvisvar hjá sama manninum þá þarf aðeins að hugsa inn gang.

- Fýla inn á vellinum þýðir bara að maður er tekinn beint út af og nær sér á bekknum.

- Við erum aldrei búnir að vinna leik fyrirfram, aldrei nokkurn tímann.

- Það klikkuðu nokkrir eitt kvöldið þegar átti að fara að sofa. Einhverjir stælar sem fóru of langt. Maður passar sig alltaf að hegða sér eins og maður og virðir allar reglur sem fararstjórar setja.

- Aldrei að missa okkur í skammir og leiðindi eftir tapleiki. Við kennum engum um, finnum engan blóraböggul, heldur "peppum" hvorn annan upp og næsti leikur takk!

- Við pössum að láta ekki smá grín fara of langt og yfir í leiðindi. Finna línuna og ekki fara yfir hana.


- - - - -

Kosningar:

Oftast seinir: Andri Már og Anton Orri.
Bestur á ballinu: Breki og Elvar Örn.
Vantar smá danskennslu: Skúli.
Mesta flipppið: Hvíta teipið á nefinu í b liðs leiknum v fjölni.

Besta ljóðið: Þegar strákarnir ...
Bestur í koddaslag: Höddi.
Besti dyravörðurinn: Ingvi.
Besta dýnan: Kristófer Karl.
Besta kvöldsnarlið: Súkkulaðibitakökurnar með tvöföldu súkkulaði (hvernig var það samt, klikkaði að smakka það).
Besti fararstjórinn: Ómögulegt að gera upp á milli!

- - - - -

Myndir:


Hægt er að skoða allar myndir hér: http://picasaweb.google.com/4fltrottar

Hérna eru svo nokkrar nettar:




Monday, July 27, 2009

Þrið + mið: frí!

Sælir meistarar.

Tvö töp í dag :-( Það fyrsta hjá okkur sjálfum á móti Herfölge á "Suddanum" í dag. Jón Konráð kom okkur yfir á 3 mínútu, eftir það vorum við nokkuð hættulegir á köflum, sérstaklega hægra megin. En svo held ég að þreytan og pirringurinn hafi náð tökum á okkur og lokatölur 1-3!

Mfl heldur áfram í "ströglinu" og tapaði fyrir KR 1-5 á Valbirni, ekki gott. En held að næsti leikur smelli (á móti fjölni í næstu viku).

Við erum að tala um gott frí á morgun, þriðjudag, sem og á miðvikudag. Stefnum svo á hitting á fimmtudag (jafnvel eitthvað annað en bolta, er enn að suða í tedda að rúlla upp Esjunni). Svo morgunæfing á fös og beint í netta Verslunarmannahelgarpásu.

Ok sör.
Verðum í bandi.
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Sunday, July 26, 2009

Mán + frí!

Hey.

Takk kærlega fyrir mótið strákar - stóðu ykkur virkilega vel, bæði innan vallar sem og utan. Kem með smá skýrslu um mótið fljótlega, eins voru slatti af myndum teknar. Vona að frágangur hafi gengið vel upp í skóla - og að menn hafi náð að chilla feitt upp í sófa í kvöld.

Við ætluðum að taka okkur pásu í alla veganna þrjá daga, en það breytist smá (hjá sumum) því þjálfari Herfölge spurði okkur hvort við gætum tekið æfingaleik á morgun, mánudag. Þannig að við sögðum já við því, klárum það verkefni, svo Þróttur v KR um kvöldið í mfl. kl.19.15 á Valbirni. Og svo hittumst við allir á fimmtudaginn (sindri rassaður og jafnvel ís).

Eftirtaldir eiga að mæta niður í Þrótt kl.13.20 á morgun, mánudag - keppt v Herfölge frá kl.14.00 - 15.15 (völlur óákveðinn):

Hörður Sævar - Vésteinn Þrymur - Sveinn Andri - Birkir Már - Árni Þór - Anton Orri - Páll Ársæll - Jón Konráð - Elvar Örn - Jovan - Daði - Stefán Pétur - Jökull Starri - Njörður - Aron Brink - Breki - Jón Kaldal - Jónas Bragi.

Aðrir "audda" velkomnir að horfa á.
Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumstum,
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. Nonni - Kristó - Andrés - Breki - Elvar - Anton - Höddi + einn enn sjá svo um að sækja boltana í kvöld. Munið að mæta hálftíma fyrir leik - mikilvægt.

- - - - -

Thursday, July 23, 2009

Sun - Rey Cup!

Ó jess.

Hérna eru loksins úrslit laugardagsins:

B lið v Gróttu: 3 - 0 (bjarni pétur - andrés - björn sigþór).

C lið v Val: 0 - 1.

A lið v KFR: 2 - 0 (sveinn andri - daði).

B lið v Val: 5 - 2 (skúli 2 - bjarni pétur 2 - breki).

Og loks úrslit sunnudagsins:

Um 5 sætið - A lið v ÍA: 3 - 1 (jovan 2 - jón konráð).

Um 3 sætið - C lið v FH: o - 2.

Um 9 sætið - B lið v Fjölni: 4 - 0 (jón kaldal - björn sigþór - skúli - breki).

Kem svo með lokaskýrslu í kvöld.
.is

- - - -

Laug - Rey Cup!

Jeppa.

Fyrri hluti dags afar flottur hjá okkur - en vantaði aðeins upp á seinni partinn. Hérna eru úrslit föstudagsins:

B lið v Víking: 7 - 0 (guðmundur örn 3 - jón kaldal 2 - björn sigþór - arnar p).

C lið v Þór: 1 - 0 (sigurjón).

A lið v HK: 4 - 2 (jón konráð 2 - jovan - stefán pétur).


B lið v FH: 1 - 3 (guðmundur örn).

A lið v Reading: 0 - 4.

Og leikir morgundagins klárir (laug):

B lið v Gróttu á Þríhyrningnum kl.9.00

C lið v Val Þríhyrningnum kl.11.00.

A lið v KFR á Framvelli kl.12.00.

Svo á B liðið annan leik eftir hádegið.

Set svo úrslit og mörk aftur um kvöldið :-)
Stemmari.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Fös - Rey Cup!

Jev.

Hef etta stutt og laggott - úrslit fimmtudagsins:

A lið v AB Tarnby: 4 - 1 (daði 3 - jovan).

A lið v Þór: 5 - 2 (sveinn andri - andri már - jón konráð - jovan - elvar örn).

B lið v Fram: 0 - 2.

C lið v Fjölni: 4 - 0 (nizzar 2 - logi - gabríel ingi).

C lið v FH: 3 - 0 (nizzar 2 - sigurjón).


Og leikir morgundagins (fös):

B lið v Víking kl.9.00 á FRÍ (frjálsíþróttavellinum).

C lið v Þór kl.11.00 á Þríhyrningnum.

A lið v HK kl.11.00 á Valbirni.


Og eftir hádegi:

B lið v FH kl.14.00 á Valbirni.

Gætum átt fleiri leiki í umspili seinna um daginn.
Set svo úrslit og mörk um kvöldið.
Áfram með fjörið.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Wednesday, July 22, 2009

Fim - Rey Cup!

Jamm.

Mótið farið af stað - allir búnir að koma sér fyrir upp í Álftamýraskóla og "ready for bed". Setningarathöfnin var bara fín, Ingó hress og við flottir að vanda.

Leikirnar á morgun, fimmtudag, eru klárir:

C lið v Fjölni kl.9.00 á Gervigrasinu okkar.

B lið v Fram kl.11.00 á
FRÍ (frjálsíþróttavellinum).

A lið v AB Tarnby kl.11.00 á Suðurlandsbrautinni.


Og eftir hádegi:

A lið v Þór kl.14.00 á Valbirni (2).

C lið v FH kl.15.00 á FRÍ (frjálsíþróttavellinum).


Kem svo með skýrslu um kvöldið.
Líf og fjör.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Tuesday, July 21, 2009

Mið - Rey Cup!

Ó já.

Virkilega flottir í dag - allt að smella fyrir mótið. Nokkur atriði og svo byrjar bara ballið:

1. Það er engin æfing á morgun, miðvikudag, en í staðinn ætlum við að dreifa Rey Cup blaðinu í hús, eins og vaninn er á hverju ári. Það er mæting kl.12.30 niður í Þrótt (það varð smá seinkun á blaðinu) og fá þá allir 1-2 götur til að hlaupa í. Þeir sem eru að vinna kíkja þá bara kl.13.00 og gá hvort vanti að dreifa í einhverjar götur.

2. Gistingin breytist aðeins. Við færumst úr Langholtsskóla yfir í Álftamýraskóla, nánar tiltekið íþróttahúsið, sem við höfum þá fyrir okkur (sjá staðsetningu á kortinu í bæklingnum)! Mæting á sama tíma annað kvöld (kl.19.30 og 19.45). Svo rúllum við á setningarathöfnina sem er kl.21.00 niður í Þrótti. Loks létt kvöldkaffi, ræma og svefn.

3. Bjarki L og Pétur Jóhann komast ekki á mótið þannig Andrés Uggi færist upp úr C liði, í B lið. Þannig að liðin í góðu standi.

4. Allir komnir með treyjur?

5. Annars bara pakka, rúlla betur yfir bæklingin, borða vel og taka lokaundirbúning. Heyrið strax í okkur ef það er eitthvað :-)

Ok sör - Alles klar.
Set bæklingin hér inn líka.
Sjáumst í fyrramálið, og svo um kvöldið.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Monday, July 20, 2009

Þrið!

Hey.

Sorry for the "late-ness". Veit líka að þið eruð allir að horfa á "so you think you can dance" á plúsnum! Snilldar sigur í mfl áðan - svo bara áfram á þessari línu takk.

Eins og við sögðum í dag þá ætlum við að æfa í liðunum á morgun, aðeins að stilla strengina, þó það sé ekki nema á einni æfingu:

- Æfing - A lið - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.15.

- Æfing - B lið - Suðurlandsbraut - kl.14.00 - 15.15.

- Æfing - C lið - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.15.

Geri ráð fyrir að allir viti í hvaða liði þeir eru (bjalla annars í kallinn). Vona að þið hafið aðeins farið yfir bæklingin - endilega heyrið í okkur á morgun ef það eru einhverjar spurningar. Það er engin foreldrafundur fyrir mótið - foreldraráðið er held ég örugglega búið að vera í sambandi við alla upp á vinnu við mótið og allt það. Svo tökum við smá leikmannafund þegar menn mæta upp í skóla á miðvikudagskvöld.

Ok sör.
Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - - -

Sunday, July 19, 2009

Mán!

Jeps.

Helgin góð? Við æfum alle samen á morgun, mánudag:

- Mán - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.45.

Rey Cup bæklingurinn ætti þá að vera klár, tökum smá fund eftir æfingu. Og æfingarnar á þriðjudaginn verða þá í liðunum. Vonandi allt að smella á mótinu. Örugglega búið að bóka all flesta foreldra í eitthvað verkefni á mótinu. Kíkið endilega á heimasíðu mótsins :-)

Á morgun er líka Þróttur v Breiðablik í mfl á Valbirni kl.19.15 - tveir nýir leikmenn í liðinu og klárt að við ætlum okkur sigur. Við þurfum að græja ca.8 boltasækjara - treysti að einhverjir mæti hálftíma fyrir leik í skúrinn, þaggi (og verði duglegir að sækja bolta fyrir varamennina!)

Sjáumst eldhressir á morgun,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Friday, July 17, 2009

Helgin!

Jójójó.

Eftir góða vinnslu í gær og í dag verður fínt að detta í gott helgarfrí. Margir að taka útileiguna á etta eða bústaðinn. Ég ætla alla veganna að taka einn golfhring og tana smá (þótt ég þurfi þess í raun ekki).

Annars bara æfing á mánudaginn - býst við að við verðum allir kl.15.00 á "Suddanum". Menn fá þá Rey Cup biblíuna með öllum upplýsingum. Um kvöldið er svo Þróttur v Breiðablik í mfl á Valbirni. Loks æfum við í liðunum á þriðjudeginum.

Good times.
Hafið það gott tappar.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - - -

Thursday, July 16, 2009

Fös!

Sælir tappar.

Nokkuð snarpar æfingar í dag - verðum pottþétt lengur á morgun, föstudag. Teddi fékk samt 5 bónusstig fyrir að redda stöngunum. Ætlum að taka góðan bolta á morgun, litlir vellir - stuttir leikir, og gamli með held ég :-)

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.40.

Svo helgarfrí og soddann, þannig að við vonum að sjá alla.
Heyrumstum á morgun,
Þjálfarateymið

p.s. 6 dagar í Rey Cup.

- - - - -

Wednesday, July 15, 2009

Fim!

Maestros.

What´s up - hvað brölluðu menn í dag!

Við æfum í tvennu lagi á morgun, og í seinni kantinum:

- Fim - Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.15.

- Fim - Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - kl.16.00 - 17.15.

Einnig er markmannsæfing hjá Henrik kl.15.00 á Þríhyrningnum, vildi helst sjá alla markmenn þar - geta svo komið á seinni æfinguna okkar ef menn eru ekki búnir á því!

Annars bara gleði.
Eigum við ekvað að ræða Bruno!
Laters,
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. linkur á myndaalbúmið okkar hér til hægri - go nuts!

- - - - - -

Tuesday, July 14, 2009

Mið!

Sælir meistarar.

Eins og við nánast bókuðum í dag - þá er frí hjá okkur á morgun, miðvikudag. Á meðan þið dettið í pottinn, í létt golf, hjólreiðatúr, sjósund, veiði eða út í garð í bolta (ekki segja mér að einhver taki tölvuna á etta þessa dagana) þá förum við gamli í ýmis skipulagsstörf (klárum júní mætingu, skýrslur, spilastokkinn, myndasíðuna okkar, rey cup biblíuna o.fl).

Hittumst svo sprækir fimmtudag og föstudag - helgarfrí, svo Rey Cup undirbúningur mánudag og þriðjudag og svo sjálft mótið miðvikudag.

Alles klar.
Hafið það gott - sjáumst á fim.
Ingvi - Teddi - Sindri.

p.s. 8 dagar í Rey Cup (kann ekki að plögga niðurteljara á síðuna :-(
p.s. eigum við að ræða nýja símann min ekvað!
p.s. af hverju er þessi maður ekki að æfa blak:



- - - - -

Grasvellirnir okkar!

Sælir strákar.

Nú er afar mikilvægt að þið virðið það að allar auka æfingar á grassvæðum félagsins utan æfingatíma eru alveg stranglega bannaðar. Eins og staðan er á völlunum í dag verða þeir ónýtir áður en sumarið klárast.

Ef einhverjir gera sig seka um að virða þetta ekki og verða "teknir" úti á grasi - þá getur það leitt til þess að allur flokkurinn æfi á gervigrasinu. Verð að segja að ég er ekki spenntur fyrir því.

Þannig að skellið ykkur frekar á sparkvöllinn við Laugarnesskóla, gervigrasið eða malbikuðu vellina ef þið ætlið að taka eitthvað auka.

Treystum á ykkur.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Monday, July 13, 2009

Ísl mót v Breiðablik - mán!

Jess sir.

Síðasti leikurinn fyrir "stóru pásuna" var í dag v Breiðablik - spilað var á glænýjum velli í Kópavoginu. Menn voru á skotskónum í dag og kláruðum við þennan þriðja leik v Breiðablik örugglega. Allt um það hér:

- - - - -


  • Hvaða leikur: C lið v Breiðablik í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 13.júlí 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15
Völlur: Versalavöllur.


Dómarar: ?
Aðstæður: ?

Staðan í hálfleik: 4 - 0!
Lokastaða: 10 - 1.

Mörk: Pétur Jóhann (4) - Sigurður Þór (2) - Aron Brink (2) - Skúli (2).
Maður leiksins: ?

Liðið: Kári í markinu - Ýmir Hrafn og Kristjón Geir miðverðir - Marteinn Þór og Sölvi bakverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Skúli og Logi á miðjunni - Aron Brink og Nizzar á köntunum - Guðmundur Örn einn frammi. Varamenn: Teitur Óli, Snorri Fannar, Sigurður Þór, Pétur Jökull, Brynjar og Pétur Jóhann.

Frammistaða:
- Slugs - tökum það á okkur :-(

Almennt um leikinn: - Slugs - tökum það á okkur :-(

Liðstjóri: - Vantaði :-(

- - - - -

Þrið!

Jamm.
Hvað segja menn!

Flottur sigur hjá okkur í dag í C á móti Breiðablik - Doddi reddaði okkur feitt, bæði á æfingu og í leiknum (væri til að fá Dodda oftar með okkur). En svo var því miður tap í mfl v Fram - "Strögglið" heldur áfram þar.

Við erum að tala um að síminn minn er ónýtur :-( sem þýðir reyndar að ég þarf að splæsa í einhvern nýjann nettann - verð kominn með hann á morgun :-)

En klassískur þriðjudagur á morgun, æfum allir saman á "suddanum":

- Þrið - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.30.

Heyrumst við ekki bara þá!
Ingvi, Teddi, Sindri og Doddi (ó já).

- - - - -

Sunday, July 12, 2009

Mán!

Jæja drengir.

Vonandi hafið þið haft það gott um helgina. Á morgun, mánudag, er síðasti leikurinn okkar við Breiðablik. Einnig er æfing, og um kvöldið Þróttur v Fram í Pepsí deildinni - kl.19.15 á Valbirni (þurfum að vanda að manna boltatínslu á leiknum)!

Kíkið endilega á þar síðustu færslu, varðandi Rey-Cup. Það styttist í mótið, kem með upplýsingapakka í vikunni, en þangað til, ekki hika að bjalla og spyrja okkur ef það er eitthvað.

En svona er planið á morgun:

- C lið v Breiðablik - Mæting kl.15.15 upp í Versali (Salalaug) í Kópavogi - Keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Kári - Aron Brink - Ólafur Guðni - Guðmundur Örn - Skúli - Pétur Jóhann - Brynjar - Kristjón Geir - Logi - Nizzar - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Sigurður Þór - Sölvi - Ýmir Hrafn - Snorri Fannar - Teitur Óli.

- Æfing - Allir sem ekki keppa - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.30.

Muna að láta vita ef þið komist ekki í leikinn (með smessi), þannig að við getum boðað aðra.
Sjáumst sprækir,
Ingvi (8698228)- Teddi - Sindri.

- - - - -

Friday, July 10, 2009

Last week!

Jó.

Vikan sem var að líða var ansi góð hjá okkur - C liðið vann ÍR á mán, við æfðum vel þrið og mið, unnum Breiðablik í A og B liðum á fim og tókum við snilldar ferð í gær, fös.

Staðan á Íslandsmótinu er þannig:

A lið.

B lið.

C lið.

Nú einbeitum við okkur að Rey Cup, mætum "klárir í bátana" þar, og eftir Verslunarmannahelgina klárum við svo "dæmið" í Íslandsmótinu.

- - - - -

Ferðin í dag var súper. Náttúrulega afar heppnir með veður, engin meiðsli á fólki í sjálfum túrnum, blakið hresst og já - allt um það hér:

1.sæti: Teddi - Halli - Ingvi - Teitur (yfirburðir).

2.sæti: Daði - Höddi - Toni - Árni - Njörður.

3.sæti: Elvar - Birkir M - Palli - Aron - Andri.

- Plús fyrir ferðaskjóta: Höddi.
- Flottasta klessann á hjóli: Palli.
- Hjálmamínus: Daði.
- Tóku fótboltann: Anton - Höddi og Brink.
- Tóku handboltann: Þorkell - Kristjón - Ingvi og Kaldal.
- Flestu upphífurnar: Árni.
- Slakastir í móttökunni: Andri Már og Njörður.
- Flottasta skutlann: Teddi.
- Besta uppgjöfinn: Ingvi.
- Oftast röfl eftir leiki: Þorkell, Breki, Daníel, Nonni og Viktor.
- Óhollasta nestið: Höddi.
- Í banni í hjólatúrnum: Stebbi.
- Slakasta afsökunin fyrir að koma ekki: Á ekki hjálm!
- Næsti túr: Golf í Básum!

Ó já.
Sjáumst á mánudaginn (sem sé feitt helgarfrí, ef það hefur ekki komið fram - mán: C lið v Breiðablik og æfing hjá öðrum),
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Rey Cup - fyrsta færsla!

Jó jó.

Samkvæmt mínum bókum er skráningin okkar á Rey Cup 2009 svona:

Klárir (47): Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Breki - Daníel Þór - Hallgrímur Snær - Jón Kaldal - Kári - Kristjón Geir - Kristófer Karl - Logi - Nizzar - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Sigurður Þór - Sigurjón - Sölvi - Viktor Snær - Þorkell - Ýmir Hrafn - Snorri Fannar - Teitur Óli - Andri Már - Anton Orri - Aron Brink - Arnar P - Árni Þór - Bjarki L - Birkir Már - Birkir Örn - Björn Sigþór - Brynjar - Daði - Daníel L - Elvar Örn - Jovan - Hörður Sævar - Jónas Bragi - Jökull Starri - Jón Konráð - Njörður - Ólafur Guðni - Páll Ársæll - Stefán Pétur - Sveinn Andri - Vésteinn Þrymur - Guðmundur Örn - Skúli.

Vonandi klárir (1) (staðfesta við mig sem fyrst): Pétur Jóhann.

Spila ekki en hanga vonandi með okkur yfir mótið (4)! : Aron Bjarna - Gunnar Reynir - Jakob Gabríel - Benjamín.

Komast ekki (3): Hörður Gautur - Þorsteinn Eyfjörð - Þorsteinn Gauti.

Nýbyrjaðir (1)- Ekkert sést lengi (3): Birkir Mar - Erlendur - Ómar Þór - Bjarni.

Erum að setja saman liðin, verður klárt í næstu viku. Annars var þetta sent á foreldra í gær (dreifi þessu líka á mán):

Nú líður hratt að ReyCup sem hefst miðvikudaginn 22. júlí og líkur 24.júlí. Við í 4.flokki karla erum með u.þ.b. 50 stráka skráða á mótið sem keppa í 4 riðlum. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu mótsins á www.reycup.is - Tveir praktískir hlutir eru nauðsynlegir fyrir alla foreldra að hafa á hreinu:

*Mótsgjald*

Þátttökugjald á mótið er 17.000 kr. fyrir hvern strák. Vinsamlegast gangið frá greiðslu sem fyrst inn á reikning: *515-4-252152*, kt: 050772-5359 (Jón Andri Sigurðarson). Mikilvægt er að setja nafnið á fótboltastráknum í skýringu með greiðslunni og senda kvittun í tölvupósti á
4flTrottar@gmail.com. *Athugið að hægt er að fá helminginn af mótsgjaldinu endurgreitt! (sjá hér fyrir neðan)*

*Vinna / Aðstoð*

Það er ljóst að mót eins og ReyCup er ekki haldið án þess að margar hendur koma þar að og þar koma foreldrarnir til sögunnar.

Við foreldrarnir sjáum um að gefa strákunum okkar að borða í hádeginu og kaffitímum, einnig erum við með liðstjórn sem felst í að halda utan um liðin og koma með á rétta staði á réttum tíma í leikina og þá þarf einhver að gista með hópnum í skólanum.
Einnig þarf Rey Cup mótið á fjölda starfskrafta að halda og þar má t.d. nefna að sjá um skólana sem liðin gista (á ábyrgð 4.fl.kk), mannvirkjanefnd, dómgæsla, grillveisla, slysavakt (fyrir fagaðila), o.fl. og er unnið oftast á 4 tíma vöktum. Þess ber að geta að þeir foreldrar sem vinna 20 tíma eða meira fá helminginn af mótsgjaldinu endurgreitt!

Við þurfum á aðstoð foreldra allra strákanna að halda og biðjum við ykkur um að skrá ykkur sem allra fyrst á með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan: http://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dGxlOGR1blNDUEpvY1Y1aWNZZkhvN1E6MA .. *(einfalt form sem tekur 2-3 mín að fylla út - smellið á submit neðst á síðunni til að senda)*

Ef einhverjar spurningar eru þá vinsamlegast hafið samband við okkur með tölvupósti á 4flTrottar@gmail.com , í síma 844-4349 (Jón Andri) eða hringið á skrifstofu Þróttar (580 5900)

Kveðja,
Flokksráð 4.fl.kk

Thursday, July 09, 2009

Fös - hjólaferð!

Heyja.

Unnun þokkalega fyrir hlutunum í dag og uppskárum tvo frábæra sigra. Unnum Breiðablik 3-2 (jovan - daði - andri már) í A liðum og 8-1 (stebbi 5 - arnar 2 - andri már) í B liðum. Set stöðuna á KSÍ inn á morgun - ásamt link á myndaalbúm flokksins :-) Svo skuldum við þrjár skýrslur.

C liðið keppir v Breiðablik á mánudaginn - eftir það er komin mánaðarpása í Íslandsmótinu - og rúmar tvær vikur í Rey-Cup. Þarf að fá nákvæman þátttökulista á morgun - búinn að heyra í flestum en klára restina á morgun.

Föstudagur á morgun, við erum að tala um netta hjólaferð:



Vona að allir séu klárir með hjól og hjálm - það er mæting kl.13.30 niður í Þrótt. - hjá öllum. Við ætlum að hjóla upp í Grafarvog þar sem við eigum bókaða strandblakvelli kl.15.00. Stoppið við í bakarí á undan eða smyrjið eitthvað nett heima því við gúffum þegar við erum komnir upp eftir, svo blakmót og loks brunað heim og komið kl.17.00. Setjum eiginlega skyldu að vera með hjálm.

Gott veður takk, og sjáumst á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Ísl mót v Breiðablik - fim!

Þokkalega.

Áttum tvo leiki v Breiðablik í dag - til að gera langa sögu stutta þá unnum við gríðarlega mikilvægan leik í A liðum, menn eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna. Kláruðum svo B liðs leikinn örugglega. Allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Breiðablik í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 9.júlí 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15
Völlur: Fífuvöllur.

Dómarar: Fínasta tríó - ksí dómarinn "in charge"!
Aðstæður:
Völlurinn slapp alveg - en ein stærsta umferðargata borgarinnar fyrir aftan eitt markið truflaði mig smá!

Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Lokastaða: 3 - 2.

Mörk: Jovan - Daði - Andri Már.
Menn leiksins: The defensive midfield - Anton og Palli.

Liðið: Hörður í markinu - Danni og Árni bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton og Palli á miðjunni - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Jovan fyrir framan miðjuna - Daði einn frammi. Varamenn: Vésteinn Þrymur, Andri Már, Njörður, Jökull Starri og Breki.

Frammistaða:


Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: Einar (breki).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Breiðablik í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 9.júlí 2009.
Tími: kl.18.20 - 19.35
Völlur: Fífuvöllur.

Dómarar: Svona allt í lagi trí - rauða spjaldið á Stebba var samt "soldið" "harsh"!
Aðstæður: Völlurinn slapp alveg - en ein stærsta umferðargata borgarinnar fyrir aftan eitt markið truflaði mig smá!

Staðan í hálfleik: 4 - 1.
Lokastaða: 8 - 1.

Mörk: Stefán Pétur (5) - Arnar P (2) - Andri Már.
Maður leiksins: Stefán Pétur.

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Hörður Gautur og Viktor Snær bakverðir - Þorkell og Jónas Bragi miðverðir - Njörður og Jón Kaldal á miðjunni - Breki og Björn Sigþór á köntunum - Andri Már og Stefán Pétur frammi. Varamenn: Aron Brink, Arnar P, Bjarni Pétur, Andrés Uggi, Daníel Þór, Birkir Örn og Kristófer Karl.

Frammistaða:


Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: Einar (breki).

- - - - -

Wednesday, July 08, 2009

Fim - leikir v Breiðablik!

Jó.

Vá hvað þetta kemur seint inn - og vá ef þið vissuð hvaðan ég er að blogga!

Alla veganna - eigum tvo leiki við Breiðablik á morgun, á þeirra heimavelli. Frí er hjá þeim sem ekki keppa, en endilega kíkja á leikina ef þið eruð lausir.

Undirbúa sig virkilega vel, mæta svo á tilsettum tíma með allt dót. Klárum þessa leiki saman. Svona er planið:

- A lið v Breiðablik - Mæting kl.16.00 upp í Fífu - keppt frá kl.17.00 - 18.15:

Hörður Sævar - Vésteinn Þrymur - Njörður - Daníel L - Breki - Árni Þór - Sveinn Andri - Birkir Már - Jökull Starri - Anton Orri - Andri Már - Jón Konráð - Elvar Örn - Páll Ársæll - Jovan - Daði.

- B lið v Breiðablik - Mæting kl.17.20 upp í Fífu - keppt frá kl.18.20 - 19.35:

Kristófer Karl - Hörður Gautur - Viktor Snær - Þorkell - Jónas Bragi -
Björn Sigþór - Stefán Pétur - Bjarni Pétur - Jón Kaldal - Arnar P - Birkir Örn - Aron Brink - Andrés Uggi - Daníel Þór.

Eins og áður kom fram þá er frí hjá öðrum - og C liðs leikurinn v Breiðablik á mánudaginn.
Keppum örugglega á grasvellinum við hliðina á Fífunni á morgun - Allir komnir með treyju??
Set svo vídeóið hans Tedda inn fljótlega.

Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Sjáumst hressir,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

Tuesday, July 07, 2009

Mið!

Sælir meistarar.

Mjög flottir í dag, fínar æfingar. Höfum æfinguna á morgun eins og þá erum við klárir í orrustuna á fimmtudaginn v Breiðablik.

Æfum alle sammen:

- Mið - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.30.

Veit um einhverja fjarverandi en munið að smessa eða commenta ef þið komist ekki.
Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri.

p.s. valspeysa - er það ekki sekt:



- - - - -

Monday, July 06, 2009

Ísl mót v ÍR - mán!

Jamm.

Þriðji og síðasti leikurinn v ÍR - þeir sáu aldrei til sólar og varð leikurinn frekar óspennandi, þótt við kláruðum okkar færi prýðilega, og menn hoppuðu upp listann yfir markaskorara! En allt um leikinn hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v ÍR í Íslandsmótinu.

Dags: Mánudagurinn 6.júlí 2009.
Tími: kl.16.00 - 17.15
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Teddi tók etta að sér - og var með 2 skvísur á línunni sér til halds og trausts.
Aðstæður: Völlurinn sweet og veðrið einnig.

Staðan í hálfleik: 8 - 1.
Lokastaða: 16 - 1.

Mörk: Guðmundur Örn (5) - Skúli (3) - Pétur Jóhann (2) - Kristjón (2) - Sigurður Þór (2) - Ólafur Guðni - Nizzar.
Maður leiksins: Guðmundur Örn.

Liðið: Hallgrímur í markinu - Marteinn og Sölvi bakverðir - Andrés og Ýmir miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan þá - Siggi og Pétur Jóhann á köntunum - Kristjón og Nizzar á miðjunni - Gummi einn frammi. Varamenn: Daníel Þór, Viktor Snær, Skúli, Pétur Jökull, Snorri og Kári.

Frammistaða:


Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Slugs - tökum það á okkur!

Liðstjóri: - Vantaði :-(

- - - - -

Þrið - breyting!

Sælir meistarar.

Stór sigur hjá okkur í dag í C liðum - settum fullt af mörkum og spiluðum vel. Næstu leikir eru A og B lið v Breiðablik á fimmtudaginn kemur og C lið v Breiðablik mánudaginn næsta. En eftir það er komin ca. mánaðar pása í Íslandsmótinu - og næsta stóra verkefni sjálft Rey-Cup mótið!

Það er smá breyting á planinu - ætlum að fara í sameiginlega hjóla - og skemmtiferð á föstudaginn, en æfa vel í staðinn þriðjudag og miðvikudag og gíra okkur í leikina á fimmtudaginn (það var líka talað um frí hjá teddanum þannig að látið það berast að það sé æfing).

Þannig að það er venjuleg æfing á morgun, þriðjudag, reyndar í tvennu lagi:

- Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.15.

- Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - kl.14.00 - 15.15.

Létt á morgun, gróf uppskrift: upphitun, reitur, spil, svaðaleg powerade þraut í lokin (nema anton og skúli fara í stigann fyrir að veifa mér ekki áðan). Mun einnig taka hart á lágum sokkum, hettupeysum og ófótboltalegum klæðnaði :-/ en annars líf og fjör.

Síja,
Ingvi Hyper- Teddi Gamli og Sindri Who.

p.s. allra allra síðasti sjens fyrir spilast0kkinn á morgun - vona að eftirtaldir séu ekki í ferðalagi: Gunnar Reynir - Benjamín - Sigurjón - Erlendur.

- - - - -

Sunday, July 05, 2009

Mán - leikur + æfing!

Ble.

Vona að þið hafið haft það gott um helgina - vikan að byrja á morgun - eigum eftir einn leik v ÍR, klárum hann - aðrir mæta sprækir á æfingu. Svona er planið, látið mig endilega vita ef þið vitið um einhvern sem á að keppa en er í frí!

- C lið v ÍR - Mæting kl.15.15 niður í Þrótt - Keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Hallgrímur Snær - Kári - Nizzar - Kristjón Geir - Ýmir Hrafn - Andrés Uggi - Sigurður Þór - Sölvi - Daníel Þór - Pétur Jökull - Viktor Snær - Snorri Fannar - Marteinn Þór - Sigurjón - Erlendur - Ólafur Guðni - Skúli - Pétur Jóhann - Guðmundur Örn.

- Æfing - Allir sem ekki keppa - Suðurlandsbraut - kl.15.00 - 16.30.

78% líkur að við spilum kl.16.00 (en annars smessa ég snögglega á menn) - æfum svo aðeins seinna en vanalega (og kíkjum svo á leikinn :-)

Alles klar?
Sjáumst hressir á morgun,
Pirlo - Teddi - Sindri.

p.s. þurfum að klára "smotterí" fyrir spilast0kkinn á morgun - vona að eftirtaldir nái að mæta (kíkja) á æfingu/leikinn til að klára smá myndatöku: Gunnar Reynir - Benjamín - Sigurjón + Snorri Fannar - Erlendur - Jakob Gabríel - Þorsteinn Eyfjörð.

- - - - -

Thursday, July 02, 2009

Helgin!

Ó je.

Nokkuð hresst áðan - menn nokkuð góðir í fótboltagolfinu - tölur eru komnar inn neðst. Pokadjúsinn klikkar líka sjaldan.

En það er skollið á helgarfrí (til í það).

Mælum með að menn:

- kíki í hveragerðina og horfi á golfmót meistaraflokks seinna í dag!
- tani vel (sérstaklega sumir (nefni engin nöfn))!
- taki hressann hlaupatúr og detti svo í pottinn!
- rúlli einn æfingasprett upp Esjuna (förum nefnilega upp hana seinna í sumar)!
- fari á transformers eða ice age!
- chilli feitt!

Sjáumst svo hressir á mánudaginn, en þá eigum við C liðs leik v ÍR + æfingu hjá öllum öðrum. Set inn staðfestan mánudag og vikuplanið á sunnudagskveld.

Góða helgi.
Ingvi - Teddi og Sindri.

Topp 5:

1.sæti: Daníel L - 29 "högg".
2.sæti: Jovan - 34
"högg".
3.sæti: Pétur Jóhann - 35 "högg".
4. - 5.sæti: Jón Konráð og Hörður Gautur - 36 "högg".

Bestir á holu 3: Arnar - Brynjar - Birkir Örn.




ein frá hvolsvelli - kallinn að taka menn "to school", eins og "mar" segir!
- - - - -

Fös - staðfest!

Sælir strákar.

Við ætlum að halda okkur í dalnum í dag, gefum mönnum helgina til að "lappa" upp á hjólið sitt, einnig þarf víst að panta blakið í tíma og loks viljum við "audda" hafa gamla með (pásar í dag).

En við ætlum að taka hið árlega fótboltagolf (15 holur - verðlaun í boði) á æfingunni, enda svo á spili og smá gúffi:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.30 - 15.15.

Næsta vika verður svo væntanlega einhvern veginn svona:

mán 6: C lið v ÍR + Æfing hjá A og B liði kl.13.00.
þrið 7: Hjólaferð o.fl - eldra ár - kl.13.00 / létt æfing hjá yngra ári kl.10.00 á Suðurlandsbraut.
mið 8: Hjólaferð o.fl - yngra ár - kl.10.00 / létt æfing hjá eldra ári kl.13.00 á Suðurlandsbraut.
fim 9: A og B lið @ Breiðablik + Æfing hjá C liði kl.13.00.
fös 10: Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.00.


Við þurfum svo að klára alla Rey-Cup skráningu sem allra fyrst.
Heyrið í okkur ef það er eitthvað - muna að smessa forföll.
Sé ykkur á eftir,
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

Fös - fjör!

Sælir meistarar.

Unnum báða leikina okkar við ÍR í dag :-) Á eftir að fá skýrslu úr A liðs leiknum en skilst að hann hafi unnist nokkuð sanngjarnt. Eftir að hafa lent (á mjög undarlegan hátt) 3-0 undir í B liðs leiknum þá vöknuðu menn og niðurstaðan svaðalegur 4-3 karakter sigur hjá okkur - Svona er boltinn.

Fín æfing hjá C, saknaði reyndar nokkurra leikmanna, muna að smessa ef þið komist ekki á æfingu - en við klárum svo seinasta leikinn v ÍR á mánudaginn.

Friday á morgun - er að melta hjólaferð og strandblak/sparkvöll en það fer svolítið eftir veðrinu. Ætla að bóka það í fyrramálið (fyrir kl.10.00). En þið megið bóka einhvers konar æfingu kl.13.30 - 15.30 - alle sammen.

Verið svo duglegir að "skrolla" niður á blogginu, skýrslur komnar fyrir alla leiki, auk fleiri "pósta" (númer, vídeó o.fl).

Sem sé: Check blogg kl.10.00.
Og sjáumst svo 13.30.

Aight,
Ingvi - Tedds og Sids.

p.s.

Smá tilraun hjá okkur - Jón Andri (
elvar örn) er búinn að setja inn tvö vídeó clip inn á Þróttarasíðuna frá Gróttu leiknum. Endilega kíkið á þetta, svo þróum við þetta eitthvað áfram :-)

"
Just click here":

http://trottur.is/index.php?option=com_content&view=article&id=867:trottur-grotta-video&catid=88:4-flokkur-karla&Itemid=117

Þrusu töff.

Ísl mót v ÍR - fim!

Heyja.

Tveir leikir í dag - aftur á heimavelli. A liðið með flottan sigur - og B liðið með svaðalegan "comeback" sigur eftir að hafa verið þremur mörkum undir (smá liverpool v ac milan fílingur í gangi). Allt um það hér:

- - - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v ÍR í Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 2.júlí. 2009.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Rúnar aðaldómari og Danni Ben og Jónas á línunnni - þvílíkt óska tríó.
Aðstæður: Gætu ekki verið betri - völlurinn áfram brilliant og veðrið súper.

Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Lokastaða: 2 - 0.

Mörk: Elvar Örn - Daði.
Maður leiksins: Birkir Már.

Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Árni Þór bakverðir - Birkir Már og Sveinn Andri miðverðir - Anton Orri fyrir framan vörnina - Jón Konráð og Elvar Örn á köntunum - Njörður og Jovan á miðjunni - Daði einn frammi. Varamenn: Páll Ársæll, Arnar P, Jónas Bragi, Andri Már og Vésteinn Þrymir.

Frammistaða:


- sjá hjá Tedda!

Almennt um leikinn:

- sjá hjá Tedda!

Liðstjóri: Þórhallur (njörður).

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v ÍR Íslandsmótinu.

Dags: Fimmtudagurinn 2.júlí 2009.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: TBR völlur.

Dómarar: Rúnar aðaldómari með "tvist" og Siggi T og Seamus á línunnni - mjög solid.
Aðstæður: Gætu ekki verið betri - völlurinn áfram brilliant og veðrið afar nett.

Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Lokastaða: 4 - 3.

Mörk: Bjarni Pétur - Björn Sigþór (3).
Maður leiksins: Björn Sigþór.

Liðið: Vésteinn Þrymur í markinu - Hörður Gautur og Bjarni Pétur bakverðir - Páll Ársæll og Þorkell miðverðir - Jónas Bragi aftari miðja - Brynjar og Arnar á köntunum - Jón Kaldal og Andri Már á miðjunni - Björn Sigþór einn frammi. Varamenn: Kristófer Karl, Daníel Þór, Viktor Snær, Birkir Örn og Logi.

Frammistaða (frá 40 mínútu og til loka):

Vésteinn:
- náði ekki að meta hann -
Hörður: Hefði mátt stíga manninn út í þriðja markinu eða stíga fyrir hann - en afar traustur leikur.
Bjarni: Flottur er hann fór á kantinn og fram - superb finish í fyrsta markinu.
Þorkell: Ath. staðsetninguna í síðasta markinu þeirra - en annars allt til fyrirmyndar.
Palli:
- náði ekki að meta hann -
Jónas: - náði ekki að meta hann -
Arnar:
- náði ekki að meta hann -
Brynjar: Flottur þegar hann kom inn á aftur - vann vel og átti þátt í mörkunum sem komu okkur aftur í leikinn.
Kaldal: Nokkuð góð frammistaða - vantaði samt aðeins upp á að dreifa boltanum - en var mikið í baráttunni.
Andri: Fín barátta þann tíma sem ég sá hann.
Björn: Virkaði ekki í stuði þegar hann tók miðjuna í þriðja markinu þeirra - en kom heldur betur aftur - átti leikinn síðasta korterið - kláraði eiginlega leikinn á eigin spýtur.

Birkir: Flott innkoma, small í vörnina í lokinn.
Daníel: Eins gott að ég boðaði þá - ekki að sjá að þeir hafi verið í fríi, fanta vinnsla.
Viktor: Kom aftur inn á kantinn - mikið í boltanum og afar hættulegur.
Kristófer: Spurning með annað markið, kýla boltann! En vel á tánum restina af leiknum.
Logi: Flottur leikur - duglegur að bjóða sig í bakverðinum - kom boltanum vel frá sér.


Almennt um leikinn:

o - 40 mín: Menn á hálfum hraða og ekki á tánum - einbeiting slök, lítil einbeiting og lítið tal - lentum 0-1 undir!

40 - 70 mín: Fáum á okkur tvö mörk í viðbót, misstum boltann klaufalega á miðjunni og Kristó fær fast skot yfir sig. Þriðja markið var þannig að sóknarmaður fær stungu innfyrir, við eltum ekki manninn / stígum heldur ekki út til að gera hann rangstæðan og hann klárar með skoti frá markteig.

Í raun voru þetta þeirra einu tvö færi - við stjórnuðum leiknum og reynudum að sækja frekar hratt - Bjarni kom ferskur fram og kom okkur á bragðið með fanta marki. Björn setti svo í annan gír og var þvílíkt hættulegur það sem eftir lifði leiks. Við settum mark nr.2 - jöfnuðum svo. Og loks fann maður alveg að menn ætluðu að klára dæmið, og sigurmarkið kom skömmu seinna.

Mjög flott að koma svona aftur, virkilega gaman að spila og taka þátt í þannig dæmi - EN lærum nú soldið af þessu - nákvæmlega það sama og ég skrifaði um síðasta leik. Menn byrja ekki leikinn á fullu - menn eru einhvern veginn að spara sig - við náum ekki að spila okkur nógu vel saman. Þetta getum við unnið með á æfingum (þ.e. að æfa oftar í liðunum). Einnig koma þrír þjálfarar að leiknum (teddi byrjar, svo mætir Sindri og loks ingvi) og það getur líka haft góð/slæm áhrif!

Anyway - flottur sigur, njótið hans :-)

Liðstjóri: Þórhallur (njörður).
- - - - -