Thursday, June 30, 2005

Föstudagurinn 1.júlí

Jó jó.

Klassa leikir í gær á móti KR. í kvöld kemur allt um þá.

- En í kvöld er mfl að keppa við Val á laugardalsvelli. Allir að reyna kíka þanngað.

- Á morgun, fös, keppir B2 við Fylki um kvöldið (sjá hér fyrir neðan).

og kl.10.00 á suðurlandsbraut er æfing hjá öllum öðrum.

Sjáumst sprækir.
ingvi og egill.

- - - - -

Leikir v KR!

sælir.

flottir leikir í gær. spiluðum hörkuleiki við félaga okkar úr vesturbænum á
þokkalega góðum tbr velli. Mikið var talað um þessa leiki í fjölmiðlum og mikill
usli var í kringum baráttu Egils Björnssonar og Lúkas Kostic. það vantaði nokkra
enn í A liðið - en mjög vel mætt í B liðs leikinn. Endaði þetta með því að við fengum
4 stig af 6 mögulegum, sem við sættum okkur alveg við. sigur og jafntefli. ótrúlegt hvað
maður er í góðu skapi þegar það gengur svona vel. höldum svona áfram takk!
allt um leikina hér:

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Miðvikudagurinn 29.júní kl.17:00-18:45
Þróttur 3 - 1 KR
Liðið (4-4-2): Egill - Ingimar - Oddur - Valli - Einar Þór - Tommi - Jökull - Dabbi - Stymmi - Ævar - Danni Ben + Matti - Ævar Hrafn - Aron Heiðar.
Mörk: Danni Ben - Dabbi - Ævar Hrafn.
"barcelona"
Maður leiksins: Aron Heiðar
Almennt um leikinn:

Byrjuðum ágætlega en vorum ekki að láta boltann rúlla alveg nógu vel á milli. Smá stress í mönnum. En það fór og undir miðjan fyrri hálfleik vorum við komnir með undirtökinn og fengum nokkur góð færi. Vantaði aðeins að menn bökkuðu betur og kæmu betur í aðstoð fyrir félagann. Það skánaði líka þegar leið á og oft komu miðjumenn tilbaka að sækja boltann og svo út á kant. alger snilld.

Við spiluðum á köflum mjög flottan fótbolta og komumst upp hægri kantinn margoft, en náðum aldrei að gera neitt úr því, oftar en ekki var það léleg fyrirgjöf sem klikkaði (æfum það). Eftir nokkrar fínar sóknir skilaði erfiðið sér og Danni náði að klára færi sem hann fékk eftir fínt spil okkar manna. Í hálfleik töluðum við aðallega um það að bæta ”seinustu” sendinguna, bilið milli varnar og miðju (sem var mun betra í seinni hálfleik!!) og það að sanna okkur fyrir Ingva!

Þegar seinni hálfleikurinn byrjaði held ég að við höfum verið aðeins og ákafir að klára leikinn fljótt og örugglega, og sóttum á aðeins of mörgum mönnum. Uppúr því kæruleysi kom eina mark KR, en það kom eftir skyndisókn og var erfitt fyrir þá fáu sem voru í vörn að stoppa. Eftir þetta mark var mikið öskrað og við fórum að spila skynsamlega og létum boltann rúlla vel. Uppúr því fengum við nokkur hálf-færi og nokkur dauðafæri sem við höfðum átt að klára betur. En það hlaut að koma að því að við myndum skora og þegar fimm mínútur voru eftir að leiknum fengum við horn (eitt af mörgum) sem endaði með því að Dabbi náði að pota boltanum inn eftir mikla baráttu fyrir framan mark KR. Þegar þetta mark kom, bjóst ég við því að við myndum detta aftar og gefa KR-ingum meira pláss. En það gerðist ekki, heldur héldum við áfram að pressa þá hátt og spila boltanum flott. Og áður en dómararnir náðu að flauta leikinn af náði Ævar að skora eftir hreint út sagt glæsilega sókn.

Þegar maður lítur yfir leikinn, þá er rosalega erfitt að finna einhverja hluti sem voru lélegir hjá okkur, en eins og áður sagði, þá var í fyrri hálfleik of mikið bil milli varnar og miðju, en Aron náði að leysa það mjög vel í seinni hálfleik og var hann mjög duglegur, sem og allt liðið!!! (og þegar ég segi það meina ég það!!!) .eb

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Miðvikudagurinn 29.júní kl.18:30-19:45
Þróttur 2 - 2 KR
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Gylfi - Aron Ellert - Bjarmi - Símon - José - Viggó - Ási - Hemmi - Ævar Hrafn - Auðun + Bjarki B - Bjarki Þ - Arnar Már - Arnar Páll - Gulli - Róbert - Kobbi.

Mörk: Ævar Hrafn - Hemmi.
"barcelona"
Maður leiksins: Viggó
Almennt um leikinn:


Egill skuldar kannski smá hér um fyrstu 20 mín!

En við enduðum fyrri hálfleikinn mjög vel. Fengum fullt af færum en gleymdum okkur einu sinni og þeir refsuðu okkur með marki. þvert á gang leiksins. En komum aftur sterkir og skorðum klassa mark. og óheppnir að bæta ekki við einu fyrir hlé.

Byrjuðum svo seinni hálfleik með krafti og lágum á þeim nánast allann hálfleikinn. Vorum kannski of æstir og hefðum getað nýtt færin miklu betur. Vantaði í þessum leik líka að menn dragi sig út að línu og opni þannig fyrir sig og hina. Ekki nógu gott að druslast alltaf upp miðjuna þar sem að andstæðingarnar eru flestir. enda gekk best að koma boltanum út á kant og svo fyrir.

völlurinn var frekar blautur og skaust boltinn aðeins. lendum þrisvar sinnum í að þeir fengu boltann einir í gegn en snæbjörn sjá við þeim. alveg í lokinn brutum við klaufalega á okkur og dæmt var víti. en til allrar hamingju var skotið framhjá og við náðum einu stigi. hefði verið rosa ljúft að klára fleiri færi og fá öll stigin en það tókst ekki í dag.

Eins og sagði var vel mætt á leikinn - menn tóku vel á því í þann tíma sem þeir voru inná. það getur oft truflað að skipta of mörgum inn á í einu - en menn komust strax í takt við leikinn og er ég ótrúlega ánægður hvað við erum með breiðan og sterkan hóp. Virkilega ánægður með ykkur í dag. Svo er það Fjölnir í næstu viku.

- - - - -

Tuesday, June 28, 2005

Leikir og æfingar!

Sælir.

Ágætis æfing í morgun. Völlurinn fínt en boltarnir linir.
Egill tekur það alveg á sig. Vantaði þó nokkra - líka menn
sem eiga að spila á morgun og er það ekki nógu gott.

En hérna er miðinn sem nánast allir fengu. Hann sýnir mætingar í
leikina og svo hvenær æfingar eru í vikunni. Látið mig vita ef einhver
kemst ekki - eins ef við erum að gleyma einhverjum.

Heyrumst.

- - - - -

Íslandsmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Miðvikudagurinn 29.júní – Fimmtudagurinn 30.júní - Föstudagurinn 1.júlí
Leikir v KR og Fylki.

Miðvikudagurinn29.júní:

Leikur v KR. Mæting kl.16.00 niður í Þrótt. Spilað frá 17.00-18.15:

Egill – Oddur – Styrmir – Ingimar - Aron Heiðar – Daníel Ben – Tómas Hrafn - Einar Þór - Valtýr – Ævar eldri – Jökull – Einar! – Vilhjálmur! – Davíð S? – Matthías?

Leikur v KR. Mæting kl.17.45 ready beint upp á Suðurlbraut eða TBR. Spilað frá 18.30-19.45:

Anton – Snæbjörn – Bjarki B – Aron Ellert– Auðun – José – Ævar Hrafn – Símon – Jakob Fannar – Bjarmi – Ástvaldur – Róbert – Hermann Ágúst – Gylfi Björn – Bjarki Þór – Arnar Már – Arnar Páll – Guðlaugur – Viggó Pétur?.

Æfing kl.10.00 á suðurlandsbraut hjá öllum öðrum.

- - - - -

Fimmtudagurinn 30.júní:

Frí á æfingu – EN Þróttur – Valur um kvöldið hjá mfl á Laugardalsvelli.
Skyldumæting. Og ath boltasækjarar.

- - - - -

Föstudagurinn 1.júní:

Leikur v Fylki. Mæting kl.19.10 upp í Fylkisheimili. Spilað frá 20.00-21.15:

Anton – Snæbjörn – Arnar B – Benedikt – Davíð H – Viktor – Tumi – Flóki – Ágúst B – Freyr – Davíð B – Pétur D – Bjarki S – Gunnar Björn – Hreiðar I – Óskar – Ari F – Hafliði – Gunnar Ægir – Sigurður E– Sveinn Ó – Páll.

Æfing kl.10.00 hjá öðrum upp á Suðurlandsbraut.

- - - - -

ATH ( 16 leikmenn):
Atli Freyr (ferðalag) – Bolli (ekkert sést) – Atli Óskar (ferðalag) – Ragnar (útlönd) – Jónas (útlönd) – Eggert Kári (útlönd) – Bjarki S (ekkert sést) – Alex (ekkert sést) - Jónmundur (ekkert sést) - Lúðvík (ekkert sést) - Lúðvík Þór (pása) – Hafþór Snær (ekkert sést) – Atli S (ferðalag) – Ingólfur (útlönd) – Ágúst P (ferðalag) – Daði (lítið sést) – Sigurður Ingi (ferðalag).

Spiluðu á mán: Baldur - Binni – Hákon – Haukur – Ívar – Magnús – Ólafur Ó – ‘Olafur M – Óttar Hrafn – Pétur Hjörvar – Þorsteinn Hjalti – Þröstur Ingi.

- - - - -

Leikur v BÍ/Bolungarvík!

Sælir.

En eitt "roadtrippið" hjá A2. Og nú alla leið á Bolungarvík.
Það var farið með flugvél kl.07.45 og komið aftur um kvöldið.
15 leikmenn fóru ásamt kjadlinum. Fín ferð fyrir utan kannski
1 mark hjá þeim!! en samt allt í gúddí. lesið um leikinn:

- - - - -

Íslandsmótið Valsvöllur - Mánudagurinn 20.júní kl.17:30-18:45
Þróttur 1 - 2 BÍ/Bolungarvík
Liðið (1-3-4-2!): Binni - Dabbi - Hákon - Maggi - Þorsteinn - Óli Ó - Baldur - Matti - Pétur Hjörvar - Viggó - Óli M + Ívar - Haukur - Þröstur - Óttar.
Mörk: Dabbi
"barcelona"
Maður leiksins: Dabbi
Almennt um leikinn:

Við vorum í vörn mest allann leikinn - en unnum þá vinnu sérlega vel. Vorum kannski heppnir nokkrum sinnum - en yfir höfuð voru allir að djöflast allan tímann. Við náðum nokkrum sinnum að pressa á þá - og vorum við helst líklegir til að skora eftir hornspyrnur. Markið okkar kom einmitt eftir horn en þá fylgdi dabbi vel eftir. Binni varði vítaspyrnu á 5 mín og var það ótrúlega mikilvægt - ef ég þekki okkur rétt þá hefði einhver kraftur farið úr okkur ef við hefðum fengið mark á okkur svo snemma. En þeir náðu að skora alveg í lokin á fyrri hálfleik. Dæmt á okkur vítaspyrna - svo sem alveg 50/50. en þeir skoruðu úr henni og staðan 0-1 í hálfleik.

Við fengum fá færi í fyrri hálfleik og vorum alltaf að djöflast einungis 2 frammi á móti 4 varnarmönnum. Eins misstum við boltann allt of mikið miðsvæðiðs. Það leit hreinlega út á köflum eins og við værum að reyna að gera það. verðum að gera betur við að koma boltanum út á kantana þegar svoleiðis liggur við. og bara vera skynsamari - skýla boltanum þegar við þurfum - ekki ana með boltann fram og svo engin til að gefa á.

En seinni hálfleikurinn var betri. Sérstaklega frá 5 mín til 25 mín. Við komumst meir inn í leikinn og sóttum aðeins meira á þá. Það voru allir að taka vel á því. Dabbi, ásamt fleirum, stoppaði fullt af sóknum hjá þeim - Binni lokaði markinu algjörlega og átti ekki í neinum erfiðleikum með há og föst skot hjá þeim.

En síðustu mínúturnar sóttu þeir mikið á okkur - við brutum klaufalega á okkur nokkrum sinnum þótt þeir hafi ekki nýtt það. þegar 3 mín voru eftir fékk einn "vestfirðingur" boltann á auðum sjó og náði skoti sem rétt endaði í markinu. aftur settu þeir hann í lok hálfleiks. frekar fúll að ná ekki að halda út. þetta þurfum við að bæta - að halda einbeitingu þanngað til dómarinn flautar. en svona getur alltaf gerst. svekkjandi en við mössum þetta bara og förum að einbeita okkur af seinni um ferðinni. því það er alveg á hreinu að við getum gert miklu betur á móti öllum þreumur liðunum sem við höfum tapað fyrir.

- - - - -

Monday, June 27, 2005

Skipulag vikunnar!

Sælir strákar.

Sorrý hvað þetta kemur seint. Hérna er skipulag vikunnar.
Við erum í fyrir hádegispakka þessa vikunna. Allar æfingar restina
af vikunni eru á Suðurlandsbraut.
Á morgun kemur svo allt um leikinn við BÍ/Bolungarvík sem endaði
naumt 1-2 fyrir þeim :-(

sjáumst hressir.

- - - - -

Þriðjudagurinn 28.júní: Æfing kl.10.00 (allir nema A2 (þeir sem kepptu við BÍ) - þeir fá frí).

Miðvikudagurinn 29.júní: Æfing kl.10.00 hjá A2 og B2 (allir sem ekki keppa í dag).
2 leikir v KR (A1 og B1) á heimavelli.

Fimmtudagurinn 30.júní: Frí hjá öllum. En skyldumæting um kvöldið á Laugardalsvöll - mfl v KR. Ath boltasækjarar.

Föstudagurinn 1.júlí: Æfing kl.10.00. Og svo 1 leikur v Fylki (B2).

Laug 2.júlí + Sun 3.júlí: HELGARFRÍ.

- - - - -

Saturday, June 25, 2005

Helgarfrí og næsta æfing!

Heyja.

Það er ljúft helgarfrí, nema ef þið komist til grindavíkur
að horfa á mfl keppa þar á morgun, sunnudag, kl.19.15! Jebba.

En annars er æfing hjá yngra árinu og þeim á eldra ári sem ekki fara
á ísafjörð kl.10.00 á mánudaginn á gervigrasinu. Jamm jamm, við höfum
gott af því!

Svo æfing á þriðjudag - og leikir við KR á miðvikudag og Fylki á föstudag.

Hafið það gott,
ingvi og co.

Ferð á Ísafjörð!

Sælir.

Hérna er miðinn sem strákarnir fengu sem fara á Ísafjörð á
mánudaginn að keppa. Berjast.

- - - - -

Íslandsmótið - 4.flokkur karla - Knattspyrnufélagið Þróttur

Mánudagurinn 27.júní
Leikur v BÍ/Bolungarvík - Í Bolungarvík!

Leikmenn

Á mánudaginn (ekki sunnudag eins og til stóð) er leikur hjá A2 við BÍ/Bolungarvík á þeirra heimavelli á Bolungarvík. Við munum fara með flugvél kl.07.45 á mánudagsmorgninum og koma tilbaka um kvöldmatarleytið. Þannig að það er mæting kl.07.15 á Reykjavíkurflugvöll.

Það kostar 4000kr á mann. 3000 fer í flugið og 1000kr í hádegismat og “smotterí” eftir leik. En allir verða að koma með alla veganna 1 nesti, ef ekki 2 (t.d. 3 svala – 2 samlokur og kexpakka).

Hópurinn verður eftirfarandi:
Brynjar – Viggó – Davíð S – Magnús Ingvar – Pétur Hjörvar – Ólafur M – Ólafur Ó – Matthías - Ívar Örn – Óttar Hrafn – Þröstur Ingi – Haukur – Þorsteinn Hjalti – Baldur – Hákon Arnar + Ingvi. Alls 15 leikmenn og 1 þjálfari.

Það sem þarf að taka með:
Takkaskó – hvítar stuttbuxur – hvíta sokka – þróttabol til að hita upp í – legghlífar - handklæði – 2 nesti – tímarit! – eitthvað til að hlusta á! – eitthvað til að drepa tíman!

Leikurinn hefst kl.15.30 í Bolungarvík þannig að við þurfum að drepa tímann aðeins áður! Allir að finna nokkra brandara og koma með einhver tímarit! Ég kem með nýja ipal-inn J Við förum með rútu til Bolungarvíkur eftir flugið og svo strax eftir leikinn. (15 mín).

Allir þurfa að byrja að hugsa um leikinn – og undirbúa sig vel strax á sunnudeginum. Það er alveg á hreinu.

Ef eitthvað er ekki klárt, endilega hafið samband.
Kveðja, Ingvi – 869-8228.

- - - - -

Thursday, June 23, 2005

Mfl leikur!

Heyja.

Fínar æfingar áðan. nettur skotbolti og svona.
massa mæting hjá eldra árinu. allt í lagi hjá yngra árinu.
og nú meiddist egill í baki. hvað er að frétta?
nýja vestistaskann vakti mismikla hrifningu!

en hérna er miðinn sem allir fengu.
Sjáumst svo á æfingu á morgun, föstudag (eða á kr vellinum í kvöld).
og svo helgarfrí :-)

- - - - -

4.flokkur - Knattspyrnufélagið Þróttur - 23.júní

- Leikmenn -

Í kvöld, fimmtudaginn 23.júní – (lengsta dag ársins!) er . . .

KR - Þróttur

Í Landsbankadeildinni.
Á KR - velli.
Klukkan 19.15.


Það er alltaf geðveik stemmning á KR vellinum.


En á á morgun, föstudag, eru svo æfingar á þessum tímum:
- Yngra ár: kl.11.00 – Suðurlandsbraut.
- Eldra ár: kl.15.00 – Þríhyrningur.


Það er svo helgarfrí – EN ATH: Leikurinn hjá A2 á móti BÍ/Bolungarvík verður á mánudaginn (en ekki á sunnudaginn eins og til stóð vegna vandræða með flug). Á æfingunni á morgun “fáiði” allar upplýsingar um ferðina.

- - - - -

Loks er æfing kl.10.00 hjá yngra árinu á mánudaginnm, á gervigrasinu – og frí hjá öðrum á eldra ári vegna einhvers “vinnuskólachills” – er það ekki?

Sjáumst sprækir.
– ingvi og co.

Myndir!

Heyja.

Hér getið þið kíkt á allar myndirnar úr hjólaferðinni:

aight,
ingvi

- - - - -

p.s. eymi meiddist í mjóbaki í hópmyndatökunni á yngra ári :-(

Wednesday, June 22, 2005

Fimmtudagsæfingar!

Heyja.

tvær nettar hjólaferðir búnar.
leiðirnar sérlega skemmtilegar að þessu sinni. en eymi var
á því að yngra árs ferðin hafi verið töluvert léttari! eins var
eymi með byssusýningu hjá yngra árinu. og það voru tveir árekstrar
hjá yngra árinu en engin hjá eldra árinu!! jebba.

15 leikmenn mættu á eldra ári og 18 á yngra ári.
nokkrir voru forfallaðir en þeir sem hengu heima í leti
eða reyndu ekki að redda sér hjóli fá mínus í kladdann!

myndirnar koma á morgun.

Á MORGUN, FIMMTUDAG, ÆFUM VIÐ SVO ÞANNIG:

YNGRA ÁRIÐ KL.13.00
ELDRA ÁRIÐ KL.14.00

BÁÐAR Á SUÐURLANDSBRAUT.

aju.
.is

Oddur á Laugavatn!

Heyja.

Jamm jamm. Eins og venjan er þá er Knattspyrnuskóli KSÍ
haldin á hverju sumri á Laugavatni og einn leikmaður í hverju liði
í 4.flokki karla valinn.

Að þessu sinni var Oddur Björnsson valinn hjá okkur og óskum við honum
kærlega til hamingju með það. Vitum að hann á eftir að standa sig vel.

Lesið endilega meir um þetta á Þróttarasíðunni!!

Tuesday, June 21, 2005

Leikur v Val!

Sælir.

Já leikurinn við Val sem átti að vera á laugardaginn var settur
snögglega á í gær. úrslitin ekki góð fyrir okkur - getum gert svo
miklu miklu betur. en lesið punktana og reynum að læra af mistökunum.

- - - - -

Íslandsmótið
Valsvöllur - Mánudagurinn 20.júní kl.17:30-18:45
Þróttur 2 - 14 Valur
Liðið (4-4-2): Raggi - Arnar - Kobbi - Viktor - Flóki - Halli - Hemmi - Ari - Davíð H - Tumi - Siggi Einar + Gunnar Ægir - Davíð B - Óskar - Pétur Dan - Palli - Hreiðar
Mörk: Hemmi-Tumi
Maður leiksins: Hemmi
Almennt um leikinn: OK...í fyrsta lagi er ég orðinn ansi pirraður á því að menn mæta ekki á réttum tíma...flestir mættu nú samt á réttum tíma í leikinn en það hreinlega gengur ekki að mæta 10 mín fyrir leik og bara ætla að hoppa í byrjunarliðið...ef að það er sagt að mæting sé kl. 19:00 þá eiga menn náttla að vera mættur 18:50...ekki leggja af stað þá heldur vera MÆTTIR þá...auðvitað getur alltaf eitthvað komið uppá og ef að það gerist þá er alltaf hægt að láta vita og þá er náttla allt í góðu. En varðandi leikinn...við byrjuðum vel og gátum vel skorað tvö mörk...en af einhverjum ástæðum hættum við skyndilega að reyna að gera eitthvað og þeir sóttu grimmt á okkur...og það er sama sagan og venjulega...andstæðingurinn skorar mark og við gjörsamlega hættum. Við fáum 6 mörk í grímuna og vorum alls ekki að standa okkur. Í seinni hálfleik var samt aðeins betra að sjá til ykkar...við vorum að sækja en náum ekki að skora nema tvö mörk (sem er sossum fínt en við áttum að skora fleiri) og en málið er að þeir náðu að skora fullt af mörkum eftir skyndisóknir...og það er alveg á hreinu að ef miðjumenn og sóknarmenn skila ekki neinni heimavinnu þá fáum við mörk á okkur. Okkur á ekki að vera sama ef að sóknarmenn þeirra eru hugsanlega að ná skyndisókn...þá sprettar mar til baka og reynir að ná gæjanum með boltann...ef að þið náið ekki boltanum þá takið þið bara menn....en gera það samt snyrtilega.
Enn ég er farinn til Danmerkur strákar...sé ykkur í júlí.

- - - - -

Monday, June 20, 2005

Vikan!

Hey hey.

Hérna fyrir neðan er miðinn sem allir fá í dag. Aðalmálið er kannski að
það er leikur í dag hjá einu liði við Val. Þeir sem lesa þetta í tíma geta mætt
beint niðrá Hlíðarenda í dag - en annars fá allir miða í dag og þeir sem eiga að
keppa, kíkja heim og mæta svo í leikinn kl.17.00

kíkið svo á planið:

- - - - -

4.flokkur
Knattspyrnufélagið Þróttur
20.júní

- Leikmenn -

- Í dag (mán) er leikurinn við Val sem var frestaður á laugardaginn var. Það er mæting kl.17.00 að Hlíðarenda og spilað á grasinu þeirra. Hópurinn sem átti að mæta á laugardaginn stendur. Búið um 19.00.

- Í kvöld (mán) er bikarleikur hjá mfl við Hauka að Ásvöllum.
Leikurinn byrjar kl.19.15 og upplagt að taka bíltúr í Hafnarfjörðinn!

- Á morgun (þrið) og miðvikudag ætlum við að breyta aðeins til og taka nettar hjólaferðir. Túrinn er ekki fyrir hvern sem er! Nauðsynlegt er að eiga (eða fá lánað) ágætishjól, góðan hjálm (alger skylda) og svo að vera í þokkalegu formi, en það eru þið nú allir. Við förum nánast allt á sér hjólabrautum.

Planið lítur svona út:

Þriðjudagurinn 21.júní: Eldra ár - Mæting kl.13.00 niður í Þrótt.
Leiðin: Elliðarárdalur-Breiðholt-Kópavogur-Fossvogur.
Erfiðleikastig: 8.2
Veðurspá: Norðaustanátt. Smá rigning eða súld. Hiti 7-12 stig.
Sundlaug: Salalaug.
Taka með: Sunddót – pening í sund - pening fyrir ís eða bakarísdóti (ca.250kr).
Komið tilbaka ca. kl.16.00.

Miðvikudagurinn 22.júní: Yngra ár – Mæting kl.12.00 niður í Þrótt.
Leiðin:Sjávarsíðan–Seltjarnarnes–Vesturbærinn–Nauthólsvík.
Erfiðleikastig: 7.4
Veðurspá: Hægviðri og víða bjart. Úrkomulítið. Hiti 5-14 stig.
Sundlaug: Seltjarnarneslaug
Taka með: Sunddót – pening í sund - pening fyrir ís eða bakarísdóti (ca.250kr).
Komið tilbaka ca. kl.15.30.

- - - - -

Næst eru svo æfingar á fimmtudaginn: Yngra ár kl.13.00 og Eldra ár kl.14.00 - á Suðurlandsbraut.
Og um kvöldið er svo KR – Þróttur í mfl.

Saturday, June 18, 2005

Mánudagurinn 20.júní!

Heyja.

Það er æfing á mánudaginn kl.13.30 hjá öllum upp á Suðurlandsbraut.

Það er ekki búið að negla leikinn við Val sem átti að vera á laugardaginn.
En það kemur fljótlega í ljós.

Látið þetta berast.
Se pa mandag!
Jev.

Langt helgarfrí!

Sælir strákar.

Og gleðilega þjóðhátíð í gær.
sá eiginlega engan niðrí bæ í gær :-(
menn kannski upp í sveit!

alla veganna.

Það var nett þrautaæfing á fimmtudaginn var.
sigurvegarar dagsins voru eftirfarandi:

1.sæti: José - 28.stig
2.sæti: Anton - 36.stig
3.sæti: Valli - 36.stig
4.sæti: Siggi Ingi - 34.stig

aðrir átti ekki góðan dag. en þeim til afsökunar þá voru þrautirnar afar vel skipulagðar
og erfiðar í þetta skipti!! næst tökum við fótboltagolf upp á verðlaun.

Sjáumst svo á mánudaginn kemur (20.júní).

Leikur v Víði/Reyni!

Heyja.

Það var annað road trip og nú var haldið í Garðinn. Leikur nr.3
hjá A2 - liðið búið að tapa einum og vinna einn - og þessi leikur fór
þannig:

- - - - -

Íslandsmótið
Garðsvöllur - Miðvikudagurinn 15.júní kl.17:00-18:15
Þróttur 2 - 11 Víðir/Reynir.
Liðið (4-4-2): Binni - Haukur - Maggi - Þorsteinn - Ívar - Óttar - Víggó - Pétur - Baldur - Óli M - Ævar + Þröstur - Atli - Ævar Hrafn - Bjarmi - Símon - Bjarki B.
Mörk: Ævar 2
"barcelona"
Maður leiksins: Ævar
Almennt um leikinn:

Komum í Garðinn kannski of fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á móti Grindavík, menn ekki með fulla einbeitingu. Munum það bara næst að maður þarf að einbeita sér allan daginn á leikdegi...það er ekki nóg að segjast bara ætla að einbeita sér þegar dómarinn flautar leikinn á. Það verður að segjast alveg eins og er að þeir voru með mjög gott lið...en það er samt enginn afsökun fyrir svona stóru tapi. Þegar ég fæ boltann þá verð ég að vera búinn að ákveða mig hvað ég ætla að gera við boltann...ef ég er ekki öruggur með boltann þá tapa ég honum...það er ekkert flóknara en það. Einu ljósu punktarnir úr þessum leik er frammistaða Viggós og Ævars frammi og svo nottla að við fengum ekki alger klaufamörk á okkur...ótrúlegt en satt í 2-11 tapi. Við verðum bara að mæta í næsta leik með virðingu fyrir andstæðingnum þótt að hann heitir Fjarðabyggð eða Reynir árskógaströnd....og síðast en ekki síst einbeitingu. Annars reynum við bara að gleyma þessum leik og mætum í næsta leik af krafti

- - - - -

Wednesday, June 15, 2005

Fimmtudagsæfing!

Sælir.

Nett æfing í dag. samt voru menn ekki að hrósa nýju
1 on 1 æfingunni minni :-( og fyrsta æfingin hans egils í öld!

svo var aðeins dottið í sund og loks pulla og kók.

og þessa stundina er leikur hjá A2 v Reyni/Víði.

- - - - -

ATH: Það verður smá breyting á planinu:

Það verður æfing kl.9.45 í fyrramálið (fim) á Suðurlandsbraut.
Og svo 3 daga helgi!! Sem sagt alveg frí á laugardaginn. Leikurinn við Val sem
átti að vera þá frestast fram á mán eða þrið.

Svo Þróttur - ÍBV um kvöldið.

Ok sör.
Látið alla vita sem ekki komu í dag.
aju

Leikir v FH!

Sælir.

Það voru tveir leikir í blíðviðrinu í gær við FH. Unnum einn og
töpuðum einum. Báðir leikir samt góðir. Kíkið á þá:

- - - - -

Íslandsmótið
FH völlur - Þriðjudagurinn 14.júní kl.17:00-18:15
Þróttur 2 - 1 FH
Liðið (4-4-2): Egill - Oddur - Valli - Siggi - Einar Þór - Villi - Tommi - Aron - Einar - Danni - Ingó + Stymmi - Jölli - Ingimar.
"barcelona"
Mörk: Villi - Aron
Menn leiksins: Tómas Hrafn og Aron Heiðar
Almennt um leikinn:

Loksins loksins verð ég að segja. Loksins komuð þið með sigurvilja í leik. Þið hljótið að hafa fundið það sjálfir hvað það skiptir miklu máli að vera grimmir og tala við liðsfélagann í leik...það breytir feitt miklu. Það var reyndar smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við slökuðum á en fyrir utan það áttum við bókstaflega leikinn. Fyrra markið okkar var tær snilld. Fyrirgjöf og mark. Þannig á það að vera svo erum að fara að ná því að maður þarf ekki alltaf að bomba boltanum fram á framherjana...stundum að vera svalur og leggjann bara á bakvörðinn...meira af stuttu spili í næstu leikjum. Staðan var 1-1 í hálfleik.
Í seinni hálfleik vorum við nánast allan tímann með boltann en náðum kannski ekki að skapa okkur nein virkilega góð færi...en sem betur fer höfum við góðann skotmann (og menn) í okkar röðum...og sigurmarkið gat ekki verið flottara...beint úr aukaspyrnu upp í markhornið....snilld hjá Aroni. Miðjumennirnir voru segir í því að berjast fyrir boltanum á miðjunni og hlupu eins og þeir voru með skrattann á hælunum allan tímann...en eins og ég segi þá var þetta toppleikur hjá ÖLLUM í liðinu og hvers vegna....jú þið VILDUÐ vinna...og það skiptir rosalegu máli...keep up the good work.

- - - - -

Íslandsmótið
FH völlur - Þriðjudagurinn 14.júní kl.18:30-19:45
Þróttur 1 - 3 FH
Liðið (4-4-2): Snæi - Gylfi - Aron E - Bjarmi - Arnar Már - Símon - José - Bjarki B - Auðun - Ævar Hrafn - Kobbi + Ási - Bjarki Þór - Arnar Páll - Gulli.

"barcelona"
Mörk: Bjarmi
Maður leiksins: Bjarki B.
Almennt um leikinn:


Klárlega ein ósanngjörnustu úrslit sumarsins. Við áttum allavega skilið stig eftir svona frammistöðu. Við unnum náttla Keflavík síðast og þið eruð greinilega á réttri leið...því samkvæmt mínum kokkabókum þá var þetta eitt besta liðið í þessum riðli. En það þýðir ekki að við megum ofmetnast, þvert á móti þá verðum að einblína á að reyna bæta okkar leik og það er enn margt sem þarf að bæta. OK, FH-ingarnir skora 3 mörk og fá liggur við 2 færi (síðasta markið var náttla ekkert hægt að gera í). Við þurfum að fara að skapa okkur betri færi og þegar við fáum færin verðum við að nýta þau. Það gleymist oft að þegar maður klúðrar mikið af færum tapar maður alveg eins leikjum eins og þegar maður gerir klaufamistök í vörninni. Þurfum að láta boltann ganga aðeins betur á milli okkar og bæta einfaldar innanfótar sendingar, þær eru rosalega mikilvægar og trúið mér...þið verðið aldrei það góðir í innanfótarsendingum þannig að þið þurfið að hætta að æfa þær. Eitt megið þið þó eiga að það vantar ekki uppá baráttuna og þannig vil ég að þið haldið áfram að vera. Heilt yfir; mjög fínn leikur hjá okkur.

- - - - -

Monday, June 13, 2005

Leikir vikunnar!

Sælir.

Nett æfing áðan. en soldið löng fyrir yngra árið!! og okkur vantaði
egil smá þar sem við vorum næstum 50. annars var
ég nett pirraður í dag. væntanlega út af tapinu á laugardaginn.
sorrý stína. en hérna er allt um plan vikunnar:

- - - - -

4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Vikan 13. - 21.júní
Íslandsmótið: Leikir v FH – Víði/Reyni og Val - allir á útivelli!


Mánudagurinn 13.júní: Æfing kl.10.00 – Allir – Suðurlandsbraut.

- - - - -

Þriðjudagurinn 14.júní: Leikur v FH. Mæting kl.16.00 upp í Kaplakrika.
Spilað frá 17.00-18.15:

Egill Þ – Vilhjálmur – Sigurður Ingi – Styrmir – Oddur – Tómas Hrafn – Ingólfur –
Valtýr – Aron Heiðar – Jökull – Einar Þór – Daníel Ben + Ingimar – Matthías - Einar.

Leikur v FH. Mæting kl.17.45 upp í Kaplakrika. Spilað frá 18.30-19.45:

Snæbjörn – Gylfi Björn - Anton - José – Auðun - Aron Ellert – Ævar Hrafn – Arnar Páll – Arnar Már - Hermann Ágúst – Bjarmi – Ástvaldur – Símon – Jakob Fannar – Bjarki B – Bjarki Þór.

Frí hjá öllum öðrum.

- - - - -

Miðvikudagurinn 15.júní: Æfing kl.9.30 – Allir nema sem keppa seinna í dag -
Suðurlandsbraut - Stutt sund og pulsa eftir æfingu Koma með ca.400kr

Leikur v Víði/Reyni. Sandgerðisvöllur. Mæting kl.15.00 niður í Þrótt með 500kr.
Spilað frá 17.00-18.15. Komið til baka um kl.20.00:

Brynjar – Viggó – Þorsteinn Hjalti – Ævar – Ólafur Ó – Pétur Hjörvar – Magnús Ingvar – Óttar Hrafn – Róbert – Þröstur Ingi – Haukur – Ívar Örn – Ólafur M – Baldur – Atli S.

- - - - -

Fimmtudagurinn 16.júní: Mfl v ÍBV – heimaleikur – boltasækjarar og skyldumæting!!

- - - - -

Föstudagurinn 17.júní: 17.júní!!! – Frí. Allir niðrí bæ

- - - - -

Laugardagurinn 20.júní: Leikur v Val. Mæting kl.11.20 á Hlíðarenda. Spilað frá kl.12.00-13.15:

Raggi – Davíð B – Ágúst Ben – Freyr – Pétur Dan – Hreiðar Árni – Arnar Bragi – Guðlaugur – Davíð Hafþór – Gunnar Björn – Hafliði – Gunnar Ægir – Sigurður Einar – Daði – Óskar – Atli Óskar - Viktor – Atli Freyr – Tumi - Ari F - Páll.

Létt æfing kl.10.30 hjá öllum öðrum (sem eru í bænum) – Suðurlandsbraut.

- - - - -

Sunnudagurinn 21.júní: Frí – Takið gott chill.

- - - - -

Mánudagurinn 22.júní: Æfing kl.13.30 – Allir – Suðurlandsbraut.


Muna svo: Hvítar stullur og sokkar.
Hafið samband ef það er eitthvað – Ingvi og co. 869-8228.

- - - - -

Ath (18 leikmenn):
Davíð S (frí) – Ágúst P (frí) – Hákon Arnar (frí) - Jónas (útlönd) – Sveinn Óskar (lítið sést) – Bjarki Steinn (útlönd) – Eggert Kári (útlönd) – Flóki (útlönd) – Bolli (lítið sést) – Benedikt (lítið sést) – Bjarki S (lítið sést) – Alex (lítið sést) – Jónmundur (lítið sést) – Lúðvík Þór (pása) – Lúðvík (lítið sést) – Hafþór Snær (lítið sést).

Saturday, June 11, 2005

Mánudagurinn 13.júní!

Hey hey.

Góða vítið!
En hafið það gott um helgina.

Það er æfing hjá öllum kl.10.00-11.30 á mánudaginn (13.júní upp á suðurlandsbraut. Geymum sundið.
Mikilvægt að allir mæti því það eru strax leikir á þriðjudag og miðvikudag.

Ok sör.

og niðurtalningin er hafin!
2 dagar þanngað til egill verður látinn gera ALLT!

Leikir v Grindavík og Víking!

Heyja.

Seinni tveir leikir vikunnar voru í gær, föstudag. Grindavík kom í heimsókn
í fyrri leikinn og svo voru það Víkingar. Lesið um leikina hér:

- - - - -

Íslandsmótið
Þróttarvöllur - föstudagurinn 10.júní kl.17:00-18:15
Þróttur 3 - 2 Grindavík
Liðið (4-5-1): Binni - Óttar - Þorsteinn - Maggi - Ívar - Atli - Pétur - Viggó - Baldur - Óli Ó - Ævar - Ágúst P - Róbert - Ólafur M - Haukur - Þröstur Ingi.
Mörk: Óli Ó - Ævar og Róbert
"barcelona"
Menn leiksins: Maggi og Baldur
Almennt um leikinn:

Þvílíkt jafn leikur framan af þrátt fyrir að hvorugt liðið væri að skapa sér færi. En þegar leið á leikinn fórum við að sækja í okkur veðrið og áttum fullt af góðum færum sem við áttum að nýta okkur. Í þessum leik var ein besta varnarframmistaða hjá okkar liði það sem af er sísoninu. Þá er ég ekki að tala um öftustu fjóra...heldur voru allir á fullu að vinna boltann, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn...það var alger snilld að sjá ykkur hlaupandi rassgatið af ykkur og vinnandi boltann af þeim gulu. Þegar voru svo komnar 34mín og 58 sek á klukkuna fá þeir víti og skora...1-0 fyrir þeim á hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við svo miklu betri í fyrstu 25 mín. Skoruðum snemma flott mark sem kom eftir fyrirgjöf...sem er annar mjög jákvæður punktur. Óli Ó þar á ferð. Svo skora þeir mark sem ég sá ekki þar sem ég var að hlúa að Viggó...en markið hlýtur að hafa gerst mjög hratt...þar sem ég var nánast allan tímann með augun á vellinum. Við markinu bregðumst við hárrétt við...við höldum áfram að sækja á fullu og uppskerum geggjað mark þar sem Ævar skorar með þrumufleyg. Eftir þetta bökkum við full mikið og stefndi allt í jafntefli. Svo kom afar dramatískur endir. Við náum loksins góðri sókn á þessum síðustu 10 mín og Robbi skorar. Ég get svo svarið það að eftir að ég sá boltann í netinu leit ég á klukkuna og ég sá 34:59....35:00. Alger snilld. Áttum fyllilega skilið að vinna þennan leik. Með svona frammistöðu getum við unnið hvaða lið sem er...við verðum bara að vera með fulla einbeitingu í 70 mín en ekki 65 mín...þá er þetta komið...sáttur með ykkur.

- - - - -

Íslandsmótið
Þróttarvöllur - föstudagurinn 10.júní kl.18:30-19:45
Þróttur 0 - 3 Víkingur
Liðið (4-5-1): Anton - Viktor - Hreiðar - Arnar Már - Tumi - Gulli - Atli F - Dabbi B - Freyr - Pétur Dan - Halli + Siggi Einars - Gunnar Björn - Óskar - Arnar Bragi - Ágúst Ben - Davíð H - Raggi.
"barcelona"
Maður leiksins: Anton
Almennt um leikinn:


OK...þrátt fyrir tap var þetta ágætisleikur. Það verður bara að segjast að þeir voru betri aðilinn í leiknum en samt sem áður stóðum við okkur vel í því að verjast...Anton átti stórleik í fyrri hálfleik og svo kom Raggi sterkur inní seinni hálfleik. Það sem var jákvæðast við þennan leik var það að við vorum virkilega að berjast og í rauninni náðum að berja okkur soldið inní leikinn því í lokin áttum við virkilega efnilegar sóknir. Mörkin sem þeir skoruðu var ekkert hægt að gera í og það gleður mig að segja að þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem við fáum ekki á okkur alger klaufamörk...sem þýðir að þið eruð farnir að einbeita ykkur betur. Núna þurfum að fara taka með okkur baráttuna fyrir framan markið okkar í hvern einasta leik og bæta bara aðeins við baráttuna við að komast upp að markinu þeirra. Til þess að skora mörk verðu við að hafa boltann...sem þýðir aðeins eitt...við verðum að halda bolta innan liðsins. Hvernig gerum við það...jú...við spilum á næsta Þróttara...við þrusum ekki bara boltanum fram, þá er líklegra að við missum boltann og fáum þar með sókn frá hinum í grímuna. Til þess að spil innan liðsins gangi upp þarf að vera mikil hreyfing án bolta. En þetta var alveg ágætt hjá ykkur strákar og sýnir bara að við getum alveg farið að vinna leiki aftur. Við þurfum bara að mæta svona rétt stemmdir aftur í næsta leik og hlusta á þjálfarana í háfleik og fyrir leik.

- - - - -

Friday, June 10, 2005

Leikir v Keflavík!

jó.

fyrstu heimaleikirnir í sumar voru í gær. spiluðum við
keflavík uppi á suðurlandsbraut. leikirnir tveir voru eins og svart og
hvítt! lesið meir:

- - - - -

Íslandsmótið
Þróttarvöllur - fimmtudagurinn 9.júní kl.17:00-18:15
Þróttur 1 - 5 Keflavík
Liðið (4-4-2): Snæi - Matti - Valli - Aron H - Aron E - Ási - Jölli - Villi - Stymmi - Dabbi - Danni + Ingó - José.
Mörk: Stymmi
Maður leiksins: Valli
Almennt um leikinn:

Náðum að skora á undan eins og í síðasta leik. Fínt mark hjá stymma eftir smá bögl inn í teig. en frá fyrstu mínútu voru menn einfaldlega ekki að leggja sig fram. Svo ótrúlega einfalt er það. ég veit ekki hvort menn séu þreyttir eða hvort þetta sé hugarfarið. en meir að leiknum - við sluppum alveg fyrstu 25 mín og áttum nokkur hálffæri. En eins og svo ótrúlega oft áður þá reyndum við alltaf að sækja beint fram á við - og það er svo ferlega erfitt fyrir bæði sóknarmenn og miðjumenn að fá boltann í lappirnar þegar þeir snúa í átt að hinu markinu, auk þess að markmaðurinn nær boltanum í flestum tilvikum þegar við gefum alltaf beint upp völlinn! jöfnunarmarkið þeirra kom einmitt svona - í staðinn fyrir að byrja sókn með því að koma boltanum út á kant, þá misstum við hann klaufalega og einn keflvíkingur fekk boltann (líka klaufalega) inn fyrir okkur og kláraði færið.

Í hálfleik töluðum við um að spila boltanum betur út á kant og halda bolta innan liðsins og við ætluðum að vera kóngarnir á vellinum. Gekk vel í upphafi og vorum betri, svo skora þeir fljótlega algert aulamark. Eftir það vorum við miklu betri en áttum sossum ekkert dauðafæri. Það fjaraði svo fljótlega út og þeir skora mark þar sem einn gæinn labbar bókstaflega í gegn og fær alveg opið færi. Þegar þarna var komið til sögu voru ca. 20 mín eftir af leiknum og sá tími er meira en nægur til að skora tvö mörk. Þegar við komumst undir þýðir ekki að bomba fram og vona...það gerir maður þegar 1 og hálf mín. er eftir. Það sem við gerum er að spila boltanum á næsta mann, helst í fætur en þá þarf líka að vera góð hreyfing án bolta og menn VERÐA að NENNA að hlaupa sig þreytta. Skemmst er frá því að segja að þeir skora tvö mörk til viðbótar og þið vitið það jafnvel og ég hversu auðvelt var að komast hjá þeim.

En nóg af skömmum og leiðindum, því betur má ef duga skal. Við verðum bara að mæta í næsta leik af KRAFTI og fullir sjálfstrausts því að ég veit að þetta lið getur unnið HVAÐA lið sem er...það er alveg á hreinu að við komum, hungraðir og brjálaðir á móti FH....ekki satt?

- - - - -

Íslandsmótið
Þróttarvöllur - fimmtudagurinn 9.júní kl.18:00 - 19:45

Þróttur 5 - 1 Keflavík
Liðið (4-4-2): Binni- Kobbi - Einar - Bjarmi - Gylfi - Símon - Ingó - Tommi - Bjarki Þór - Bjarki B - Auðun + Arnar Páll.
Mörk: Tommi 2 - Bjarki B 2 - Ingó
Maður leiksins: Tommi
Almennt um leikinn:


Jemm jemm, snilldar leikur nánast allan tímann, það var kannski 12 mín. kafli í stöðunni 2-0 í fyrri hálfleik þar sem við hleyptum þeim næstum því inní leikinn, en sem betur fer var Binni í massa stuði. Tommi skoraði tvö mjög góð mörk, þar sem hann nýtti styrk sinn fram yfir Keflvíkingana og langar mig sérstklega að hrósa honum fyrir seinna markið. Þar braut síðasti varnamður þeirra á honum og hann hefði auðveldlega getað látið sig detta, en í staðinn hélt hann áfram og skoraði...alger snilld, málið er að ef Tommi hefði látið sig detta þá er ekkert víst hvort dómarinn hafi dæmt og í öðru lagi að ef dómarinn hefði dæmt þá er alls ekkert víst að við hefðum skorað úr auka- eða vítaspyrnunni. Staðan í hálfleik semsagt 2-0.

Einhversstaðar heyrði ég að erfiðasta staðan til að halda í hálfleik væri einmitt 2-0. Þetta virðist öruggt en hins vegar er nægur tíma fyrir hina að jafna...þetta sagði ég ykkur í hálfleik og þið brugðust hárrétt við inná vellinum, í stað þess að hjúpa sig einhverri varnarskel þá sóttum við af krafti sem uppskar svo mark sem Bjarki Bjögga skoraði...glæsilegt mark hjá púpunni, tók manninn á skaut yfir markmanninn þeirra...3-0 og nú vorum við búnir að drepa þá. Auðun (og fleiri) átti svo urmull af færum en allt kom fyrir ekki. Þarna hættum við að sækja og gáfum þeim smá séns. Fljótasti gæinn þeirra komst einn inn fyrir, en ef að spretturinn hefði verið aðeins lengri held ég að Einar hefði náð honum. 3-1. Nú settum við aftur í gírinn og skoruðum tvö góð mörk, fyrst Bjarki aftur og svo Ingó með þrusu í slánna og inn. Mjög góð frammistaða, en alltaf má gott bæta og í næsta leik verðum við að spila ennþá betur, maður á alltaf að stefna á að gera betur enn í síðasta leik.

- - - - -

Wednesday, June 08, 2005

Landsleikurinn + okkar leikir!

jójó.

hérna er allt um næstu daga.
sjáumst vonandi niður í Þrótti í kvöld, en annars á fim eða fös.

- - - - -

Íslandsmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Fimmtudagurinn 9.júní – Föstudagurinn 10.júní
Leikir v Keflavík – Grindavík og Víking - allt á heimavelli!

Miðvikudagurinn 8.júní.

Ísland – Malta. Mæting kl.17.30 niður í Þrótt. Kostar 500kr.

Fimmtudagurinn 9.júní:

Leikur v Keflavík. Mæting kl.16.00 niður í Þrótt. Spilað frá 17.00-18.15:

Egill Þ - Vilhjálmur – Ingimar – Styrmir – Davíð S – Jökull – Matthías – José – Valtýr – Aron Heiðar – Daníel Ben – Aron Ellert – Ástvaldur.

Leikur v Keflavík. Mæting kl.17.45 niður í Þrótt. Spilað frá 18.30-19.45:

Snæbjörn – Sigurður Ingi - Tómas Hrafn – Auðun - Einar Þór – Bjarmi – Bjarki B – Hermann Ágúst? – Símon – Jakob Fannar – Arnar Páll – Bjarki Þór – Gylfi Björn.

Frí hjá öllum öðrum.

- - - - -

Föstudagurinn 10.júní:

Leikur v Grindavík. Mæting kl.16.00 niður í Þrótt. Spilað frá 17.00-18.15

Brynjar – Magnús Ingvar – Pétur Hjörvar – Atli S – Ívar Örn – Ingólfur – Ævar – Óttar Hrafn – Þröstur Ingi – Baldur – Viggó – Þorsteinn Hjalti – Róbert – Ólafur Ó – Ólafur M – Haukur – Ágúst – Daði.

Leikur v Víking. Mæting kl.17.45 niður í Þrótt. Spilað frá 18.30-19.45

Anton – Ragnar – Arnar Bragi – Atli Freyr – Arnar Már – Davíð B – Ágúst Ben – Freyr – Davíð Hafþór – Hreiðar Árni – Óskar – Pétur Dan – Gunnar Björn – Guðlaugur – Tumi – Viktor – Atli Óskar – Hafliði – Gunnar Ægir – Sigurður Einar.

Frí hjá öllum öðrum.

- - - - -

ATH ( 17 leikmenn):
Oddur (útlönd) – Eggert Kári (útlönd) – Jónas (útlönd) – Bjarki Steinn (útlönd) – Bolli (ekkert sést) – Sveinn Óskar (ekkert sést) – Lúðvík (pása) – Jón O (hættur?) – Flóki (útlönd) – Ævar Hrafn (ferðalag) – Einar (meiddur) – Bjarki S (lítið sést) – Hafþór Snær (lítið sést) – Páll (ferðalag) – Benedikt (lítið sést) – Alex (lítið sést) – Jónmundur (nýbyrjaður) - Hákon Arnar (ferðalag).

Monday, June 06, 2005

Vikan!

heyja.

Nettar æfingar í rigningunni í dag. ekki slæmt að tækla aðeins.
sumir reyndar soldið ragir við það. held t.d. að stymir og bjarki b
hafi ekki farið í neina! annars var ég svaðalegur í markinu, annað en
skyndihjálpagúrúið hann eymi. segi svona.

svona lítur vikan svo út:
Sjáumst á morgun.

- - - - -

4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur

Leikmenn.
Við ætlum að breyta aðeins til og geyma keiluna sem átti að vera á morgun!
Í staðinn verður æfing á morgun (þrið), og ferð á landsleik Íslands og Möltu á miðvikudaginn. Ok sör!

Þriðjudagurinn 7.júní:
Æfing kl.14.00 – Eldra ár. - Suðurlandsbraut.
Æfing kl.15.00 – Yngra ár. - Suðurlandsbraut.

Miðvikudagurinn 8.júní:
Ísland – Malta. Kostar 500kr (ath:borga Ingva fyrir hádegi á miðvikudag)
Mæting kl.17.30 niður í Þrótt.

Fimmtudagurinn 9.júní:
2 leikir v Keflavík (nánar seinna í vikunni).

Föstudagurinn 10.júní:
Leikir v Grindavík og Víking (nánar seinna í vikunni).

Heyrumst,
ingvi og co.

Saturday, June 04, 2005

Helgarfrí!

Sælir félagar.

Það er ljúft helgarfrí hjá okkur. Slakið vel á og hafið það gott.

Skólaslit eru svo hjá öllum mánudag eða þriðjudag.
Ekki slæmt.

Æfingar á mánudaginn líta þá svona út:

Yngra ár: Æfing kl. 15.00 á suðurlandsbraut.
Eldra ár: Æfing kl.16.00 á suðurlandsbraut.

Látið það berast.
Góða helgi.

Leikur v Fjölni!

Heja.

Síðasti leikur vikunnar var við Fjölni á Fjölnisvelli. Mikil forföll voru
en samt vorum við vel mannaðir. hérna er allt um þennan leik:

- - - - -

Íslandsmótið
Fjölnisvöllur - föstudagurinn 3.júní kl.18:30-19:45
Fjölnir 7 - 2 Þróttur
Liðið (4-4-2): Raggi - Viktor - Arnar Már - Hreiðar - Tumi - Davíð - Gulli - Gunnar Æ - Gunnar Björn - Halli - Arnar Páll + Óskar - Atli Óskar - Flóki - Siggi E - Freyr.
Mörk: Freyr 2
Maður leiksins: Arnar Már.
Almennt um leikinn:

Sama hér og í gær - allar aðstæður mjög góðar. En við fengum á okkur tvö mörk mjög snemma. En samt héldum við áfram að berjast. Þeir sóttu á okkur nánast allann leikinn, nema kannski síðustu 10 mín. Og við vörðumst mjög vel og náðum að spila boltanum oft vel á milli okkar. En svo er svo skrýtið að eftir klassa varnarleik á köflum er eins og við sofnum alveg og þeir ná að skora. Þetta kennir okkur að maður má aldrei slaka á og pása. Maður þarf alltaf að hafa augun á manninum sínum og hvar boltinn er. Raggi bjargaði okkur trekk í trekk með massa markvörslu - Arnar Már var á milljón allan leikinn og stjórnaði vörninni vel. Seinni hálfleikurinn var miklu betri hjá okkur - við fengum ekki á okkur mark fyrstu 20 mín - og náðum að setja tvö klassa mörk. Hefðum líka getað bætt við fleirum í lokinn. Við þurfum samt greinilega að koma okkur í aðeins betra form - þótt við séum mjög ánægðir með að menn keyri sig út í 15-20 mín og fái svo bara skiptingu í smá tíma til að pása. Og ef allir 11 gera þetta þá gengur okkur vel. Talandinn var ágætur í gær en getur verið betri. Ímyndið ykkur ef allir 11 væru síkjaftandi allann leikinn: "maður í bak", "ég er með hann", "taktu hann", "taktu stöngina" og svo náttúrulega nafnið sitt. Það hjálpar rosalega. En hugsum jákvætt um þetta og byrum að spá í næsta leik sem er næsta föstudag.

- - - - -

Friday, June 03, 2005

Föstudagurinn 3.júní!

Heyja.

Bara að minna á æfingu í dag (kl.15.00 á suðurlandsbraut)
hjá öllum nema þeim sem . . .

... keppa við Fjölni í dag á þeirra heimavelli. Mæting kl.17.45 upp í
Egilshöll (klæðum okkur í þar).

Sjáumst,
ingvi og eymi

Leikur v Grundarfjörð!

Jó.

Það var "road trip" í gær! A2 að þessu sinni hélt af stað á Grundarfjörð þar sem það
átti sinn fyrsta leik. Klassa hópur fór í ferðina og var gekk allt vel fyrir
utan lokatölur! Farið var í sund og á pizzubúllu bæjarins. Bara 2 tímar í
rútu og Hákon tók karókíkeppnina að þessu sinni með stæl! Róbert lenti svo í neðsta
sæti í brandara og sögukeppninni! En hérna er allt um leikinn:

- - - - -

Íslandsmótið
Grundarfjarðarvöllur - fimmtudagurinn 2.júní kl.19:00-20:15
Grundarfjörður 4 - 0 Þróttur
Liðið (3 - 5 - 2): Egill - Baldur - Maggi - Hákon - Pétur - Ingó - Róbert - Ævar - Þorsteinn - Óli Ó - Auðun + Óli M - Ívar - Haukur - Þröstur - Atli - Óttar.
Maður leiksins: Egill Þ
Almennt um leikinn:


Allar aðstæður voru eins og best væri á kosið á fimmtudaginn. Veðrið var geggjað og völlurinn súper. En það dugði okkur ekki alveg. Andstæðingarnar voru allan leikinn grimmari en við og sóttu á okkur nánast allann leikinn. Við náðum sjaldan að taka boltann niður og spila á næsta mann. Það er lítið um stutt spil í öllum okkar liðum. En nokkrum sinnum tókst okkur að setja á þá en án árangurs. Þeir skoruðu tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum og var sami maður að verki í öll skiptin. Hann var þeirra langbesti maður. En auk hans voru 3 "turnar" seigir. Við breyttum til og hófum leik með leikkerfið 3-5-2 (sem er sama leikkerfi og Ásgeir notar yfirleitt í mfl). Við vorum óöryggir og lentum í vandræðum þannig að við breyttum aftur yfir í 4-4-2 og komust við þá aðeins betur inn í leikinn. Í seinni fenguð við líka 2-3 góð færi en náðum ekki að nýta þau. Við þurfum bara í næstu viku að skipuleggja okkur betur. Þetta var bara fyrsti leikur - eigum svo Grindavík í næstu viku. En ég þori að veðja að menn hafi ekki verið með hugarfarið alveg í lagi. Það gerist oft þegar menn fara að keppa út á landi að þeir haldi að þeir taki leikinn með vinstri! og að nafnið Grundarfjörður hafi örugglega gert menn eitthvað sigurvissa. En lærum af því - og byrjum að einbeita okkur fyrir næsta leik.

- - - - -

Leikir v Blika!

Heyja.

Þá er Íslandsmótið hafið. Við byrjuðum (eins og fyrri ár) á móti
Blikum á þeirra heimavelli. Eftir að hafa verið yfir í báðum leikjunum
enduðum við með að tapa báðum leikjum með einu marki. þokkalega súrt.
en allt um þessa leiki hér:

- - - -

Íslandsmótið
Smáravöllur miðvikudagurinn 1.júní kl.17:00-18:15
Breiðablik 3 - 2 Þróttur
Liðið (4-4-2): Snæbjörn-Ingimar-Valtýr-Siggi I-Jökull-Einar-Aron-Vilhjálmur-Styrmir-Davíð-Daníel + Mattías
Mörk: Styrmir - Einar.
Maður leiksins: Danni Ben.
Almennt um leikinn:

Jemm jemm, fyrsti leikur sumarsins hjá okkur...og óhætt er að segja að við byrjuðum leikinn ágætlega. Reyndar var leikurinn talsvert jafn allann tímann. Blikar mættu sterkir til leiks og tilbúnir í orrustu, allt í góðu með það. Það var sossum lítið um góð marktækifæri en við fengum aukaspyrna á hættulegum stað og nýttum við hana vel og skoruðum okkar fyrsta mark. Varðandi aukaspyrnur og horn, þá virðist það vera einn af okkar mestu styrkleikum og við einfaldlega verðum að nýta okkur það, föst leikatriði geta fleytt liðum langt (sbr. Bolton í ensku). Eftir markið bökkuðum við helst til of mikið en náðum að standast áhlaupið. Eftir að hafa unnið okkur aftur inní leikinn þá náum við að skora annað mark, mjög gott mark eftir fína sókn, gott ef að það var ekki eftir fyrirgjöf sem að Styrmir klárar mjög vel. Eftir þetta mark bökkum við aftur og eftir algjör klaufamistök í vörninni minnka þeir muninn, 2-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik voru þeir einfaldlega betri aðillinn - enn eitt verður að minnast á og það er að Blikar fengu afar fá góð færi, sem er náttla jákvætt. Jöfnunarmarkið þeirra var eftir algjör klaufamistök hjá okkur í vörninni, sem er ekki nógu gott. Þegar örstutt var svo eftir af leiknum skora þeir sigurmarkið, en mér sýndist boltinn fara af einhverjum gæja og inn. Niðurstaðan 3-2 tap, alls ekki nógu gott eftir að hafa komist 2-0 yfir.

Það sem þarf að bæta: Við verðum að fara að þora að spila boltanum með jörðinni í fætur á næsta manni og byggja þannig upp spilið, ekki vera með endalausar kýlingar upp völlinn sem enda bara hjá stólpunum í vörninni hjá andstæðingunum. Til að stutt spil gangi upp þarf að vera mikil hreyfing án bolta, talandi, og menn verða að vilja fá boltann. Venjið þið ykkur á að tala meira á æfingum, segja næsta manni til, peppa hann upp - það breytir þvílíkt miklu. Munum að við erum að spila fótbolta, við erum ekki í jarðarför. Svo eiga allir að venja sig á það að hlaupa slatta á æfingum, þá verðið þið ósjálfrátt duglegri í leikjum.

- - - - -

Íslandsmótið
Smáravöllur miðvikudagurinn 1.júní kl.18:30-19:45
Breiðablik 4 - 3 Þróttur
Liðið (4-4-2): Binni - Jakob - Aron - Bjarmi - Símon - Bjarki B - José - Hemmi - Bjarki Steinn - Ævar - Ási + Anton - Bjarki Þór.
Mörk: Ævar Hrafn 2 - José.
Maður leiksins: José.
Almennt um leikinn:

Þetta var mjög kaflaskiptur leikur hjá okkur. Við komust yfir þrisvar sinnum í leiknum en alltaf náðu Blikar að jafna og að lokum komast yfir. Við skoruðum klassa mörk eftir rosalega fínar sóknir. Og á köflum létum við boltann rúlla ágætlega. En eins og svo oft áður þá horfum við alltaf bara beint eftir vellinum og erum með kýlingar fram (sem eru náttúrulega bestar EF maðurinn fær boltann beint með sér í gott færi) - En yfirleitt voru þessar spyrnur of lausar og enduðu hjá miðvörðum Blika. Við þurfum feitt að bæta okkur í stutta spilinu - vera búinn að sjá næsta mann og senda í einni snertingu á hann. Of oft leggjum við af stað með boltann án þess að vita hvað við ætlum að gera við hann. Þurfum að lesa leikinn aðeins betur. En menn börðumst eins og ljón og því meir svekkjandi að tapa leiknum svona. Mörkin þeirra voru ekkert spes: Einu sinni vorum við of flatir og stakk einn Bliki okkur hreinlega af - í einu marki leyfðum við þeim hreinlega að labba í gegnum okkur - og í einu marki var misskilningur milli markmanns og varnarmanns þar sem við hefðum alltaf átt að gera betur. En við bara lærum af þessu. Spurning hvort við þurfum að bæta leikjaformið aðeins eða hvort þetta sé hugarfarið! Spáum í því. En samt massa skemmtilegur leikur. margt gott að gerast og margir menn að standa sig vel.

- - - - -