Sunday, July 31, 2005

Frettir fra Skotlandi!

Hey hey.

Herna kemur loksins sma sludur fra skotlandi. her er klassa stemmning.
vid erum a klassa hoteli. 3 saman i herbergi, nema thad eru 2 i einu herbergi.
her er sundlaug og sma lyftingaradstada. morgunmaturinn er snilld. kvoldmaturinn
er godur en maetti vera adeins fjolbreyttari. en thad reddadist alla veganna i kvold.
thad er stutt i bensinstod og litla bud. adeins lengra labb i burger king, sem er svo sem
agaett!

vedrid er buid ad vera allt i lagi. svo sem ekki mikil sol en samt hlytt. thad kom sol i gaer
og svo i dag aftur. menn nadu sma tani!

thad er stutt i grasvoll fra hotelinu en vollurinn thar er ekki besti vollur i heimi. en vid erum
vanir svo godu! thar hofum vid aeft 4 sinnum. einu sinni fengum vid ad aefa a massa godum
velli = theim sama sem vid kepptum a. Vid sem se erum buinir ad keppa einn leik. topudum fyrir Clyde. 1-0. attum ad vera bunir ad gera ut um leikinn strax i fyrri halfleik en thad nadist ekki. their komu bara med eitt lid thannig ad vid skiptum okkur i fyrri og seinni halfleikinn.

a morgun er svo seinni leikurinn. hann er vid Lennox, en their koma pottthett med 2 lid.

vid erum svo bunir ad skella okkur i keilu, bio, i kringluna, i sund, a leik i skosku deildinni ofl.
tokum svo goda kvoldvoku i gaer.

eymi og egill eru spraekir. eyda samt of miklum tima i manager fyrir minn smekk.
kjartan og palmi eru med allt a hreinu.

svo sem ekkert komid upp a annad en sma hlaup a hotelgongunum og seinkomur a aefingar.

allir bara hressir og ordnir ansi godir i skoskunni!

Sem se langthrad verslunarferd a morgun, manudag, og svo leikur um kvoldid.
svo ferd til edinborgar a thridjudaginn, asamt lokaaefingu og pizzuveislu.

alltaf haegt ad smessa a mig ef thid viljid fra frettir af ykkar gaur! annars bara lif og fjor.

bid ad heilsa,
ingvi

= = = = =

Wednesday, July 27, 2005

Skotland og frí!

Sælir.

Þegar þið lesið þetta er megnið af eldra árinu komið til Skotlands og
vikufrí skollið á hjá yngra árinu og hjá nokkrum á eldra ári.

Fyrsta æfing í næstu viku verður á fimmtudeginum. Á meðan hafið þið
það bara rosalega gott. Fylgist með ef við náum að blogga frá glasgow.

Aju
ingvi - eymi og egill

Leikir v Aftureldingu!

Heyja.

Það voru tveir leikir við Aftureldingu um daginn - kannski full snemma eftir Rey-Cup en það
slapp svo sem. Jafntefli og sigur. allt um þetta kaffi hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Þróttarvöllur - Þriðjudagurinn 26.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur 0 - Afturelding 0
Liðið (4-4-2): Egill - Aron - Oddur - Valli - Matti - Einar - Tommi - Siggi - Dabbi - Villi - Stymmi + Viggó - Auðun - José - Ingó - Binni - Ævar Þór.
"barcelona"
Maður leiksins: Villi
Almennt um leikinn:

Veit ekki hvort það hafi verið einhver þreyta í mönnum. náttúrulega stutt síðan rey-cup kláraðist og mikið af leikjum spilaðir þar. En einhvern veginn fannst okkur að við áttum að gera aðeins betur í þessum leik - setja eitt eða tvö mörk á þá! Anyway, vorum að spila betri fótbolta en á ReyCup, boltinn rúllaði vel og við náðum að skapa okkur nokkur fín færi, en þegar við komumst upp að markinu náðum við ekki að klára færin og ég hef sagt það áður og ég segi það enn að nýta ekki dauðfæri getur alveg eins kostað okkur sigur alveg eins og varnarmistök, verðum hreinlega að nýta færin okkar betur. Vörnin var solid í leiknum sem er nottla gott mál en málið er að þegar við erum að keppa á móti liði sem er með marga menn í vörn þá verðum við að sækja á fleiri mönnum, og þá væri ekki úr vegi að bakverðirnir mundu koma og taka eins og eitt óverlap. Stúdera bara Man U (Neville og Heinze).
Stig er samt stig og við verðum bara að byggja ofan á þetta.

P.S. Fara svo að venja sig á að tala á æfingum meira, segja næsta manni til með einföldum skipunum, "burt með´ann", "mar í bak", "snúðu", "skjóttu", "dekkaðu þennan", checkaðu á
byssunum hans eyma og svo framvegis. aight.

- - - - -

Íslandsmótið - Þróttarvöllur - Þriðjudagurinn 26.júlí kl.18:30-19:45
Þróttur 6 - Afturelding 1
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Einar Þór - Aron Ellert - Jónas - Gylfi Björn - Bjarki B -
"barcelona"

Mörk: José - Viggó 2 - Jölli - Bjarmi - Ævar Hrafn.
Maður leiksins: Ævar Hrafn
Almennt um leikinn:


Þessi leikur var algjör klassi í alla staði. Fínt spil og klassa mörk. Aldrei spurning um að við myndum klára leikinn. Það sem skóp þennan sigur okkar var þetta klassaspil sem þið náðuð að sýna. Boltinn rúllaði vel á milli manna frá vinstri til hægri, allir vildu fá boltann, bakverðirnir komnir með og allt í gangi. Klassa mörk sem við skoruðum líka og í raun bara hægt að segja eitthvað jákvætt um leikinn, nema það að þeir skora mark. Þið megið líka eiga það að þið talið hvað mest af þeim fjórum liðum sem við erum með, halda því áfram og bara gera meira af því, það eiga náttúrulega allir að tala inná vellinum.

Það sem við verðum bara að muna er það að þegar við spilum við lið og erum betri aðillinn þá megum við aldrei fara að vera eigingjarnir og ætla bara að skora sjálfir. Það mun aldrei hjálpa.

- - - - -

Monday, July 25, 2005

Þriðjudagurinn 26.júlí!

Sælir.

Á morgun eru sem sé tveir leikir og ein æfing. Sorrý hvað þetta kemur seint.
var að plögga skotlandsdótið og að tapa fyrir Fram! Góði leikurinn.
Ja hérna. en hérna er etta - athugið að æfingin er kl.15.30 á Suðurlandsbraut - ekki
um morgunin. vona að allir komast! Heyrumst.

- - - - -

Íslandsmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Þriðjudagurinn 26.júlí
Leikir v Aftureldingu - á heimavelli+ æfing.

- Þriðjudagurinn 26.júlí: Leikir hjá A1 og B1 v Aftureldingu:

Mæting kl.16.00 niður í Þrótt! Spilað frá kl.17.00-18.15:

Egill - Brynjar - Oddur – Sigurður Ingi – Valtýr – Vilhjálmur – Tómas Hrafn – Styrmir – Davíð S – Einar – Viggó Pétur – Auðun – José – Aron Heiðar - Ingólfur - Matthías – Ævar - Jökull.

Mæting kl.17.30 upp á Suðurlandsbraut! Spilað frá kl.18.30-19.45:

Snæbjörn – Anton - Arnar Már – Aron Ellert – Einar Þór – Bjarmi – Bjarki B – Gylfi Björn – Jakob Fannar – Símon – Ævar Hrafn – Ingimar? – Jónas – Daníel Ben – Guðlaugur – Atli Freyr.

Æfing kl.15.30 á Suðurlandsbraut:

Arnar Páll – Arnar Bragi – Ágúst Ben – Benedikt – Bolli – Bjarki Steinn – Bjarki Þór – Davíð Hafþór – Flóki – Gunnar Björn – Jónmundur – Óskar – Pétur Dan – Tumi – Viktor – Ari Freyr – Atli S – Ágúst – Baldur – Hafliði – Hákon Arnar – Haukur – Ívar Örn – Magnús Ingvar – Óttar Hrafn – Pétur Hjörvar – Róbert – Sigurður Einar – Sveinn Óskar – Þröstur Ingi.

- Miðvikudagurinn 27.júlí:
Eldra árið fer til Skotlands.

- Mið 27.júlí – Mið 3.ágúst: Vikufrí!

- Fimmtudagurinn 4.ágúst: Æfing kl.13.30 á Suðurlandsbraut.

- - - - -

ATH ( 24 leikmenn):
Alex (ekkert sést) - Ástvaldur (meiddur) – Freyr (ferðalag) – Davíð B (útlönd) - Bjarki S (ekkert sést) - Hafþór Snær (ekkert sést) – Hjalti Þór (ekkert sést) – Hreiðar Árni (útlönd) – Ragnar (útlönd) - Ævar (útlönd) – Snorri (ekkert sést) – Lúðvík Þór (pása) – Lúðvík (ekkert sést) - Páll (ferðalag) – Daníel (ekkert sést) – Daði (útlönd) - Jón O (ekkert sést) – Eggert Kári (útlönd) – Atli Óskar (ferðalag) – Ólafur Ó (meiddur) – Þorsteinn Hjalti (ferðalag) – Gunnar Ægir (ferðalag) – Ólafur M (ferðalag).

Mánudagurinn 25.júlí!

Hey hey.

og takk fyrir Rey-Cup. Það kemur smá umfjöllun frá okkur um mótið á morgun, þriðjudag.
markaskorarar ofl. Allt heppnaðist frekar vel og sýndist mér flestir fíla sig vel þessa fjóra daga.

en alla veganna,

Í dag mánudag:

- er frí á æfingum. já við höfum gott að chilla aðeins!

- er leikur hjá mfl. v Fram kl.19.15 á Laugardalsvelli. Ath - boltasækjarar. Eymi og Egill verða fyrir framan völlinn með miða inn - mætið tímanlega. ok sör?

- er fundur um kvöldið hjá drengjunum og aðstandendum þeirra, vegna Skotlandsferðarinnar. Við hittumst ca. kl. 21.15 á Café Flóru í grasagarðinum Laugardal. Tilvalið að mæta á völlinn og rölta síðan yfir á Flóru eftir leikinn. Þetta verður á léttum nótum, spjall, heilræði, fyrirspurnir o.þ.h. Gott ef þið takið með afrit af vegabréfum drengjanna og komið til okkar upplýsingum um lyf, ofnæmi o.þ.h.
Nokkrir eiga eftir að greiða vðbótargreiðslu kr. 3000,- og 3.500 fyrir anorak. Vinsamlegast greiðið sem allra fyrst. Reikn. Nr. 0117-05-067744, kt. 3008575909. Muna að skrá nafn drengs í skýringu

Á morgun, þrið:

- er leikur hjá A1 og B1 v Aftureldingu (mætingar koma fljótlega).
- er æfing kl.9.30 á Suðurlandsbraut.

- - - - -

Friday, July 22, 2005

Rey-Cup!

Heyja.

Mótið í fullum gangi.
allir á milljón.
geggjað veður.
úrslitin svona þokkalega á fyrsta degi!

allir niður í laugardal.
heyrumst svo seinna.

aju

Tuesday, July 19, 2005

Leikur v Grindavík!

Heyhey.

Jójó. það var haldið suður með sjó í dag. ágætis leikur sem hefði getað
endað með sigri. en við sættum okkur við stigið. unnið stig - ekki tvö
töpuð!

- - - - -

Íslandsmótið - Grindarvíkurvöllur - Þriðjudagurinn 19.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur - Grindavík
Liðið (4-4-2): Binni-Maggi-Baldur-Matti-Pétur-Óli M-Vilhjálmur-Robbi-Ívar-Ingó-Óli Ó+Þröstur-Haukur-Óttar-Atli
"barcelona"
Mörk: Óli Ó
Maður leiksins: Vilhjálmur
Almennt um leikinn:

OK. Leikur sem við áttum alveg að geta unnið, það er alveg klárt. Málið er að þeir voru með einn gaur sem hljóp upp völlinn og skoraði markið þeirra, alveg ömurlegt að fá á sig svona mörk, en þrátt fyrir að hann hafi náð þessu marki náðum við alveg að taka hann "úr umferð" eftir það. Í fyrri hálfleik vorum við miklu betri aðilinn og áttum að vera búnir að skapa okkur betri færi alveg klárlega, og nýta hornin betur. En allt kom fyrir ekki staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við aftur betri aðilinn en í þessum hálfleik vorum við sláandi heppnir að fá ekki á okkur mörk, því Binni var í miklu stuði og varði oft fáránlega vel. Enginn spurning með það. En við náum allavega að setja mark snemma og eftir það fórum við að vilja skora fleiri mörk ekkert að því. En við megum bara ekki gleyma því að það er annað lið á vellinum sem vill skora mark á okkur þannig að í stöðunni 1-1 í svona leik skiptir þvílíku máli að halda vörninni solid, því að hitt liðið mun fá séns til að skora, það er alveg kárt. EN engu að síður, stig er stig og við höldum bara áfram að bæta okkur.

- - - - - -

Fundur - engin æfing!

Sælir strákar.

--Í dag, þriðjudag, er fundur hjá öllum sem taka þátt í Rey-Cup.
Hann verður kl.20.00 í Valbjarnarvallar stúkunni (eins og síðast).
Nóg fyrir ykkur að mæta - foreldrar geta endilega bjallað í mig ef
það er eitthvað. Búið um 20.35 leytið.

-- Í dag er líka leikur við Grindavík hjá A2. Það á allt að vera klárt.
Mæting kl.15.00 niður í Þrótt með 500kr og allt dót. Spilað kl.17.00 og
komið til baka beint á fundinn kl.20.00!

Látið þetta berast. Allir 63 leikmennirnir sem taka þátt verða að koma
á fundinn og fá the bækling!

Sjáumst hressir í kvöld.
Gott að hreyfa sig aðeins - sérstaklega þeir sem voru að keppa í gær.
Ingvi - Eymi og Egill

Leikir v Fylki!

Sælir.

Það var aðeins öðruvísi stemmning eftir leikina í gær en á sunnudaginn!
Stórtap í fyrri leiknum og svo stórskrýtinn seinni leikurinn! lesið um það
hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Fylkisgervigras - Mánudagurinn 18.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur 0 - 8 Fylkir
Liðið (4-4-2): Egill - Ingimar - Oddur - Valli - Siggi Ingi - Jökull - Tommi (f) - Aron H - Einar - Stymmi - Dabbi + Viggó - Ævar Hrafn.
"barcelona"
Stóð sig skást: Valtýr
Almennt um leikinn:

Veit ekki alveg hvar skal byrja. Var fúll í öld í gær og það var erfitt að einbeita sér að leiknum sem kom svo eftir þennan. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góður hjá okkur þrátt fyrir að verjast meiri hlutann af honum. Vorum þéttir og börðumst eins og ljón. Það kom svo klaufaleg vítaspyrna sem var dæmd á okkur og svo mark hjá þeim nr.2 rétt fyrir hlé.

Svo var eins og allur vindur væri úr okkur. Menn virkuðu stressaðir og aðeins nokkrir leikmenn þorðu eða náðu að láta eitthvað finna fyrir sér. Fylkismenn skoruðu 3 nákvæmlega eins mörk fyrstu 15 mínúturnar í seinni - komust upp hægra meginn og náðu að gefa fyrir þar sem nóg var fyrir leikmanninn þar að pikka boltanum inn.

Ekkert gekk svo í seinni - við misstum boltann alltaf við miðjuna - áttum ekki 3 sendingar á milli - menn töpuðu skallaboltumm og einvígum - svo kom mark 6, svo 7 og loks 8. Við erum með allt of gott lið til að vera tapa svona stórt. skil þetta hreinlega ekki.

En við sýndum svo smá líf síðustu mínúturnar. Áttum 2-3 færi og svo víti sem vildi ekki inn.
Þeir eru vissulega með mjög gott lið og sterka stráka - en hefðum við verið í sama standi og í fyrri hálfleik þá hefði þetta ekki farið svona illa.
Nú verðum við bara að hífa hausinn upp - klára Rey-Cup og koma svo brjálaðir til leiks á móti Aftureldingu. OK?

- - - - -

Íslandsmótið - Fylkisgervigras - Mánudagurinn 18.júlí kl.18:15-19:30
Þróttur 5 - 7 Fylkir
Liðið (4-4-2): Anton - Arnar Már - Aron Ellert - Einar Þór - Gylfi Björn - José - Matti - Bjarmi - Símon - Ási - Auðun (f) + Bjarki Þór - Bjarki B - Atli Freyr - Gulli.
"barcelona"

Mörk: José 2 - Matti - Símon - ?
Stóð sig best: José
Almennt um leikinn:


Þetta var alveg stórfurðulegur leikur. Sama og í síðasta leik á móti Fjölni - þá skoruðum við 5 mörk. Sem á að vera nóg til að vinna leik! En okkur vantar allan aga og talanda til baka. Þétta betur og loka á andstæðingin. Bara það að bakka og vera öruggir - láta vita hver fer í manninn og hver bakkar - hafa 2-3 metra á þá og búmm!! - alltaf okkar bolti.

Ef boltinn fer yfir miðverðina þá verður markmaður líka að meta hvort hann eigi að fara í boltann eða ekki. En það er vissulega erfitt að átta sig á hvort er betra að halda eða rjúka út. En þegar það eru engir línuverðir þá er alltaf gott að einn miðvörðurinn sé aðeins fyrir aftann línuna. Svo þurfum við líka að lesa leikinn betur.

Annað sem kostaði okkur 2-3 mörk voru langskotinn þeirra - við verðum að loka á mennina og fara í þá á fullu. það þýðir ekkert að horfa á og segja bara "gjörið svo vel" - "skjótið á markið okkar" - þið verðir að klára ykkur út og fara í þessa bolta.

Sóknarlega vorum við hættulegir - en hefðum getað verið skynsamari og fengið boltann meira út á kantinn. Oftar en ekki sendum við boltann of fast upp og náðum ekki að controla hann. Finna frekar manninn út á línu sem kemur honum svo hættulega inn í.

Strákar - þið vitið það sjálfir - við erum betra lið en síðustu tveir andstæðingar og verðum að fara gera betur. Meiri agi - vanda sig meira - tala betur og bara KLÁRA DÆMIÐ! OK?

- - - - -

Monday, July 18, 2005

Gervigras!

Hey hey.

Það er spilað á gervigrasinu hjá Fylki í dag. en það er ekki eins
og okkar gervigras þannig að það sleppur alveg að vera í takkaskóm
á því. mæting 16.00 og 17.45 upp í Fylkisheimili fyrir þá sem keppa.

Einnig æfing á okkar gervigrasi (sem er alltaf best) kl.13.00 fyrir þá sem
ekki keppa í dag.

Sjáumst hressir,
ingvi og co.

Sunday, July 17, 2005

Mánudagurinn og þriðjudagurinn!

Sælir.

Hérna er allt um næstu tvo daga. Það er sem sé æfing og 2 leikir á morgun, mánudag.
Og svo æfing og 1 leikur á þriðjudag. Og svo byrjar Rey-Cup á miðvikudag.

Það keppa bara 3 lið þannig að ekki allir keppa á morgun og hinn - en mikilvægt er að allir sem ætla að taka þátt í mótinu komi á æfingar báða daganna eða í leikina.

Verið svo duglegir að láta þetta berast.
sjáumst hressir á morgun,
ingvi og co.

- - - - -

Íslandsmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur
Mánudagurinn 18.júlí og Þriðjudagurinn 19.júlí

Leikir v Fylki og Grindavík - allt á útivelli.


- Mánudagurinn 18.júlí: Leikir hjá A1 og B1 við Fylki + Æfing:

Mæting kl.16.00 upp í Fylkisheimili . Spilað frá 17.00-18.15:

Egill Þ – Valtýr – Oddur – Styrmir – Sigurður Ingi – Einar – Tómas Hrafn – Aron Heiðar – Ingimar - Ævar Þór - Jökull - Davið S - Viggó Pétur - Ævar Hrafn.

Mæting kl.17.15 upp í Fylkisheimili Spilað frá 18.15-19.30:

Snæbjörn – Anton – Matthías – Auðun – José - Ástvaldur A – Bjarki B – Bjarmi – Aron Ellert – Einar Þór – Gylfi Björn – Símon – Atli Freyr – Guðlaugur – Arnar Már - Bjarki Þór.

Æfing hjá öllum öðrum á gervigrasinu kl.13.00.

- Þriðjudagurinn 19.júlí: Leikir hjá A2 v Grindavík + Æfing:

Mæting kl.15.00 niður í Þrótt með 500kr. Farið með rútu. Spilað frá kl.17.00-18.15. Komið heim um kl.19.30:

Brynjar – Þorsteinn Hjalti – Daníel Ben – Vilhjálmur - Ingólfur U – Ólafur M – Ólafur Ó – Magnús Ingvar – Róbert – Ívar Örn – Þröstur Ingi – Haukur – Óttar Hrafn –Atli S–Baldur.

Æfing hjá öllum öðrum á gervigrasinu kl.16.00.

- Miðvikudagurinn 20.júlí: Rey – Cup byrjar. Mæting kl.21.00 upp í FÁ.
Komið sér fyrir. Chill og spil.

- Fim 21.júlí – Sun 24.júlí: Rey - Cup 2005.

- - - - -

ATH (21 leikmaður):

Alex (ekkert sést) – Pétur Hjörvar (ferðalag) – Jónas (útlönd) – Eggert Kári (útlönd) – Hákon Arnar (ferðalag) – Bjarki S (ekkert sést) – Hjalti Þór (ekkert sést) – Lúðvík (pása) – Lúðvík (ekkert sést) – Arnar Bragi (ferðalag) – Hermann Ágúst (farinn í fh) – Hafþór Snær (ekkert sést) – Hreiðar (útlönd) – Ragnar (útlönd) – Jakob Fannar (ferðalag) – Páll (ferðalag) – Daníel (ekkert sést) – Snorri Rafn (hættur) – Jón O (hættur) – Freyr (ferðalag) – Davíð B (útlönd) .

Saturday, July 16, 2005

Helgarfrí!

Sælir.

bara minna menn á helgarfríið.

Og að mfl er að keppa við Fylki á morgun, sunnudag.
Leikurinn byrjar kl.20.00 og geta menn ráðið því hvort
þeir vilja sjá --þetta-- live eða á beint sýn!!

sjáumst svo á mánudag.

ingvi og co.

Leikur v Fjölni!

Sælir.

Loksins sigur hjá B2. Klassa leikur á gervigrasinu á föstudag.
Ef við gerum eins í næstu leikjum þá þurfum við ekki að hafa
neinar áhyggjur. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Gervigrasið í Laugardal - Þriðjudagurinn 12.júlí kl.16:00-17:15
Þróttur 3 - 2 Fjölnir
Liðið (4-4-2): Anton - Viktor - Gylfi - Símon - Arnar Már - Flóki - Atli Freyr - Bjarki Þór - Pétur Dan - Gulli - Bolli + Arnar Páll - Óskar - Ágúst Ben - Davíð Hafþór.
"barcelona"
Mörk: Bolli - Ágúst Ben - Gulli.
Maður leiksins: Atli Freyr
Almennt um leikinn:

Klassa leikur - byrjuðum mjög vel og greinilegt að menn voru mættir til leiks með fullt sjálfstraust. langt síðan maður hefur séð ykkur svona. það líka skiptir svo miklu máli. sóttum af krafti og náðum að skora á 10 mín. héldum áfram að sækja og vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur. En undir lok hálfleiksins náði Gulli að bæta við klassa marki. Fjölnir fékk fá færi í fyrri hálfleik en náði að skora á síðustu mínútunni eftir mistök hjá okkur - töluðum ekki og nánast gáfum þeim markið.

Byrjuðum seinni eins og fyrri. Vorum grimmir og áttum nokkur hálffæri. Það sem við klikkuðum helst á var bil milli manna í vörninni og bilið milli miðju og varnar. Sumir fóru aðeins of langt út úr stöðunum sínum og fjölnismenn komust óþarflega nálægt markinu okkar. Við skoruðum svo þriðja markið okkar en þeir sitt annað og þar við sat.

Menn voru virkilega að taka á því. Vörnin stóð sig vel og tapaði ekki einum sprett í leiknum. Miðjan var dugleg með Atla og Bjarka á fullu allan tímann. Og sóknin trekk í trekk hættuleg.
Ánægður með ykkur - meira svona næst takk fyrir.

- - - - -
p.s.
þjálfari fjölnis! alltaf hress

Friday, July 15, 2005

Rey - Cup!

hey hey.

meðfylgjandi eru punktar frá foreldrafundinum í gær vegna Rey-Cup.

Það er svo helgarfrí hjá ykkur - svo 2 leikir v Fylki og æfing á mánudag (sjá blogg á sunnudag) - 1 leikur v Grindavík og æfing á þriðjudag (sjá blogg á sunnudag). og svo byrjar mótið á miðvikudag.

Á mánudag eða þriðjudag fáið þið svo sjálfir bækling vegna mótsins með liðunum, leikjunum, því sem þarf að taka með ofl.

Verið svo í bandi ef það er eitthvað,
ingvi - 869-8228

- - - - -

4. flokkur kk - foreldrafundur vegna REY-CUP þ. 14.júlí.

Rey-cup hefst miðvikudaginn 20 mars og stendur til sunnudags 24. júlí. Strákarnir gista væntanlega í Ármúlaskóla. Þeir sem eiga fetir að skila þáttökutilkynningum þurfa að gera það strax og greiða þáttokugjaldið sem fyrst. Fyrir utan að mæta á leiki og hvetja þurfa foreldrar að leggja sitt af mörkum til þess að halda utanum okkar lið á mótinu.

Enn vantar foreldra í liðsstjórn, fararstjórn og martarnefnd.
Þeir sem geta sinnt þessum störfum eru beðnir um að hafa samband við Kjartan (660 9950 kjartan@vso.is eða Ingva skeido@mi.is)

Liðstjórar:
Við þurfum liðsstjóra til þess að halda utanum hvert af fjórum liðum á mótinu, safna þeim saman fyrir leiki o.þ.h. Viðvera yfir daginn
Snorri, Edda Huld og Dagný verða liðsstjórar. Enn vantar einn liðsstjóra.

Fararstjórar:
Við þurfum tvo úr hópni aðstandendatil þess á gista með drengjunum í Ármúlaskóla. Viðvera færa ca 22 að kvöldi til 09 næsta dag.
Helgi, Arnar Sig. og Stefán G. muni gista 1-2 nætur hver. Enn vantar fararstjóra í 2-3 nætur.

Matarnefnd:
Við munum vera með hressingu í hádeginu fyrir strákana. e.t.v. í samstarfi við aðra flokka Þróttar á mótinu Smurt brauð, ávexti og eitthvað að drekka.
Vala V., María B., Ásta G. og Helga G. verða í matartjaldinu. Lýst er eftir fleiri þáttakendum í matarnefnd

Vasapeningar:
Strákarnir mega hafa vasapeninga ca. 500 kr./dag.

Jakkar:
Von er á vindjökkum (stökkum) sem unglingaráð hefur látið þanta fyrir alla flokka. Á ætlaður kostnaður 2.000 kr. Nánar um það síðar

Kv. Kjartan

Föstudagurinn 15.júlí!

Sælir strákar.

Dagurinn lítur svona út:

- Æfing kl.10.00 á gervigrasinu hjá eldra árinu.

- Leikur hjá B2 á móti Fjölni - Mæting kl.16.00 niður í
Þrótt. Keppt kl.17.00 - Koma með gervigrasskó til vonar og vara.

Frí hjá öðrum - og svo nett helgarfrí hjá öllum ... nema mfl keppir
við Fylki á sunnudag (líka sýndur á sýn!).

og svo keppa A1 og B1 á móti Fylki á mánudag hjá þeim. og æfing eftir
hádegi hjá öðrum. meir um það á laug eða sun.

heyrumst,
i - e og e.

Leikur v Grundarfjörð!

Hey.

Grundfirðingar létu sjá sig í gær og kepptu við okkur á
ótrúlega góðum TBR velli. enda var búið að hvíla hann
í nokkurn tíma. úrslitin voru ekki nógu góð en samt hægt
að finna nokkra ljósa punkta. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - TBR völlur - Fimmtudagurinn 14.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur 2 - 9 Grundarfjörður
Liðið (4-4-2): Binni - Óttar - Einar Þór - Baldur - Maggi - Atli S - Jölli - Ingó - Óli M - Óli Ó - Viggó + Halli - Gunni - Ívar - Haukur - Þröstur - Ari - Róbert - Þorsteinn - Ágúst -
"barcelona"
Mörk: Viggó 2
Maður leiksins: Viggó
Almennt um leikinn:

Ótrúlegt en sátt - þeir skoruðu á 30 sekúndu. það á bara ekki að vera hægt takk fyrir. við vorum einhvern veginn alveg sofandi og frekar erfitt að fá á sig mark svona snemma. en við komumst smám saman inn í leikinn - og náðum að jafna fljótlega. flott mark hjá Viggó.

En svo fórum við aftur að gefa eftir og vorum bara alls ekki nógu skynsamir varnarlega. Miðjumennirnir hjá Grundó fengu að hlaupa á vörnina okkar sem er ein versta staða sem varnarmenn okkar geta lent í. Menn hreinlega verða að hugsa um vörnina fyrst og fremst, því að ef vörnin er mjög slök verður virkilega erfitt að vinna leiki og þið verðið bara að muna eitt, til að vinna knattspyrnuleik þarf bara að skora 1 mark, og í þessum leik skoruðum við 2, við erum í þessu til að vinna leiki, ekki til þess að skora 70 mörk. Ekki satt.

En eitt megið þið eiga og það er að þrátt fyrir mikinn fjölda marka sem þeir settu á okkur, þá hélduð þið alltaf áfram, sem er mjög gott og svo áttum voið nottla urmull færa sem við nýttum ekki. En við gerum bara betur næst.

- - - - -

Thursday, July 14, 2005

Fimmtudagurinn 14.júlí!

Heyja.

Þið vitið hvernig dagurinn er!

- æfing hjá yngra ári kl.10.00 á GERVIGRASINU.

- Leikur hjá A2 við Grundarfjörð - mæting kl.16.00 niður í Þrótt
(einhverjar líkur eru á að hann sé á gervigrasi).

- Foreldrafundur kl.20.00 niður í Þrótti.

Sjáumst hressir,
ingvi og co.

Wednesday, July 13, 2005

Foreldrafundur!

Sælir strákar.

Verið duglegir að auglýsa foreldrafundinn fyrir mömmu og pabba:

Á fimmtudagskvöld er foreldrafundur - kl20.00 í stóra salnum niður í Þrótti.
Fundurinn verður tvískiptur – Fyrst verður rætt um Rey-Cup; kynning á dagskrá, matar-, gistingar - og fatarmál ofl.
Síðan sitja foreldrar Skotlandsfara aðeins eftir og ræða ferðina, sem er eftir rúmar tvær vikur.

Sjáumst hress,
Þjálfarar og foreldraráð

- - - - -

Leikir v Stjörnuna!

Sælir.

3 leikir í gær! 2 hjá okkur og 1 hjá mfl! Fengum sigur, tap og
jafntefli. Lifum það svo sem af. En það vantaði fjölmarga í bæði
lið í gær - en leystum það alveg - maður í manns stað. hér er
allt um leikina:

- - - - -

Íslandsmótið - Gervigrasið í Laugardal - Þriðjudagurinn 12.júlí kl.16:00-17:15
Þróttur 3 - 2 Stjarnan
Liðið (4-4-2): Anton - Siggi - Valli - Aron H - Ingimar - Einar - Tommi - Styrmir - Ævar Hrafn - Ævar Þór - Davíð S + Auðun - Bjarki B
"barcelona"
Mörk: Stymmi - Ævar Þór - Aron H
Maður leiksins: Tommi
Almennt um leikinn:

Jamm - 3 stig. alger snilld. Það vantaði 6 menn sem hafa verið að spila í þessu liði að undanförnu - en það sást ekki á leiknum í gær. menn kláruðu bara þetta verkefni og erum við í góðum málum með 12 stig. En það má ekkert slaka á - Fylkir er á mánudaginn og getum við alveg fengið stig á móti þeim.

En við áttum allan fyrri hálfleikinn í gær. Sóttum og sóttum og náðum að skora eftir snilldar horn frá Aroni. Stymmi smellhitti boltann fram hjá markverðinum. þeir komumst varla yfir miðju, nema einu sinni og náðu einhvern veginn að skora eftir mistök hjá okkur. fórum tveir upp í skallabolta, töluðum ekki og senterinn þeirra náði að skjóta úr mikilli fjarlægð og í markið. en við sóttum áfram og vorum óheppnir að klára ekki alla veganna 1 færi.

Það var svipað í seinni en þeir komumst samt meira inn í leikinn. senterinn þeirra var nokkuð sprækur og náði nokkrum sinnum að stríða okkur við teiginn okkar. um miðjan hálfleikinn fá þeir svo dæmda vítaspyrnu - algjör steypa - boltinn rétt hrekkur upp í hendina á Valla og (eftir mikil hróp foreldra) dæmir dómarinn víti. En við héldum áfram og sóttum áfram á þá. Sýndum klassa baráttu og keyrðu menn sig alveg út. Eftir annað klassa horn þá náði Aron að skalla á markið og missti markvörður þeirra boltann klaufalega inn og 2-2 (fastur skalli!). Við vildum meira vinna, það var greinilegt og náðum að klára dæmið 5 mín fyrir leikslok. Auðun fékk góða sendingu út á kant - prjónaði sig innfyrir og sendi snilldar sendingu á Ævar Þór sem kláraði dæmið örugglega.

Klassa leikur - hefðum samt átt að gera út um leikinn fyrr - full mikil spenna síðustu mínúturnar fyrir fólk utan vallar! Menn fóru vel eftir því sem við töluðum um fyrir leik - og það er gott mál.

- - - - -

Íslandsmótið - Gervigrasið í Laugardal - Þriðjudagurinn 12.júlí kl.17:30-18:45
Þróttur 1 - 3 Stjarnan
Liðið (4-4-2): Binni - Símon - Aron E - Hákon A - Bjarki Steinn - Bjarki B - Ási - José - Kobbi - Viggó - Auðun + Tumi - Freyr.
"barcelona"
Mörk: Viggó.
Maður leiksins: Viggó.
Almennt um leikinn:


Jemm og já, þetta var leikur sem hefði sossum getað endað báðum meginn, enginn spurning. Það er skemmst frá því að segja að það hafi verið jafnræði með liðunum og það skal tekið skýrt fram að við gátum auðveldlega komið í veg fyrir öll mörkin, þau voru mjög ódýr sérstaklega fyrstu tvö mörkin.

OK í upphafi leiks vorum við full værukærir og þeir sóttu talsvert á okkur, en þó voru þeir ekkert að spila boltanum neitt sérlega vel málið var bara að það voru kannski einn eða tveir gaurar hjá þeim sem fengu að labba baa með boltann í gegnum vörnina, menn of mikið á hælunum í upphafi leiks, en það var einmitt eftir eitt slíkt "labb" sem við fengum fyrsta markið á okkur og staðan 1-0. Eftir þetta náðum við að koma okkur aðeins inn í leikinn en eftir virkilega góða skyndisókn jöfnum við leikinn, þar tók José hárrétta ákvörðun, var ekki gráðugur í markið heldur rúllaði boltanum á Viggó sem kláraði færið virkilega vel. 1-1 í hálfleik.

Við byrjum seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri en náum ekki að skapa okkur neitt betra en hálffæri. Menn fóru smám saman að slaka á og þeir ná svo forrystunni með nánast alveg eins marki og í a-liðinu þar sem menn töluðu ekki saman, gaur slapp í gegn og þeir skora auðveldlega. 1-2. Þeir halda svo áfram að sækja og skora mark eftir hornspyrnu þar sem boltinn dettur á markteig þar sem við erum alveg sofandi og þeir pota inn einu marki. 1-3 staðreynd og við vitum allir að við getum miklu betur. Tökum betur á þessu næst.

- - - - -

Tuesday, July 12, 2005

Miðvikudagurinn!!

sælir strákar.

Miðvikudagurinn lítur svona út:
Duglegir að láta hvorn anna vita.

- - - - -

Eldra ár: Badminton! - mæting kl.10.15 upp í TBR með
200kr og innanhúsdót.


Yngra ár: Óvissu hjólaferð! Mæting kl.13.00 niður í Þrótt með
gott hjól, hjálm, 300kr, sunddót og vera klæddur í fótboltadressi
(samt óþarfi að koma með takkaskó).


- - - - -

Á fimmtudagskvöldið er svo foreldrafundur niður í Þrótti kl.20.00.
Fyrst verður rætt um Rey-Cup og svo sitja foreldrar Skotlandsfara
eftir og ræða um ferðina.

Breytingar!

Sælir strákar.

Tvær breytingar síðan í gær.

1. Við munum spila báða leikina við stjörnuna í dag á gervigrasinu.
Vallarstjórinn ákvað þetta í morgun eftir að hafa skoðað grasvellina. Það er
búið að láta stjörnuna vita. þýðir ekkert að væla út af þessu. Muna
bara að koma með gervigrasskóna!

2. Það er þá mæting hjá B1 beint niður í Þrótt - og kl.17.00 (en ekki
kl.16.oo eins og stóð á miðanum).

Verið duglegir að láta þetta berast.
sjáumst svo í dag.

- - - - -

Seinna í dag kemur svo í ljós hvað við gerum á morgun, miðvikudag!

Monday, July 11, 2005

Leikir og plan vikunnar!

Heyhey.

hérna er plan vikunnar. vantaði samt ansi marga á æfingu áðan.
það eru 4 leikir á döfinni auk æfinga. tökum á því.

- - - - -

Íslandsmótið
4.flokkur karla
Knattspyrnufélagið Þróttur

Leikir v Stjörnuna og Grundarfjörð og Fjölni - allt á heimavelli.

- Þriðjudagurinn 12.júlí: Leikir hjá A1 og B1 við Stjörnuna:

Mæting kl.15.00 niður í Þrótt . Spilað frá 16.00-17.15:

Anton - Valtýr – Styrmir – Jökull – Einar – Sigurður Ingi – Aron Heiðar – Davíð S – Tómas Hrafn – Ingimar – Ævar Þór – Ævar Hrafn.

Mæting kl.17.00 - niður í Þrótt. Spilað frá 17.30-18.45:

Binni - Aron Ellert – Einar Þór – Bjarki B – Ástvaldur – José - Auðun – Baldur – Hákon Arnar - Bjarki Steinn – Tumi – Bolli – Freyr.

Mfl v ÍA um kvöldið á Laugardalsvelli – skyldumæting - ath boltasækjarar!

- Miðvikudagurinn 13.júní: Eitthvað chill (esjan!, sund!, gúff!) fyrir hádegi – Fylgjast með
á þriðjudaginn á blogginu!

- Fimmtudagurinn 14.júní: Leikur hjá A2 við Grundarfjörð:

Mæting kl.16.00 niður í Þrótt. Spilað frá 17.00-18.15:

Brynjar – Ingólfur – Viggó P – Ari Freyr – Atli S – Ágúst P – Ívar Ö – Þröstur I – Haukur – Óttar H – Pétur H – Þorsteinn H – Ólafur Ó – Ólafur M – Magnús I – Hafliði – Gunnar Æ – Sigurður E – Sveinn Ó – Daði.

Æfing kl.10.00 hjá yngra árinu á suðurlandsbraut.

- Föstudagurinn 15.júní: Leikur hjá B2 v Fjölni.

Mæting kl.17.30 niður í Þrótt. Spilað frá 18.30-19.45:

? - Gylfi Björn – Jakob Fannar – Guðlaugur – Bjarki Þór – Arnar Páll – Símon – Arnar Már – Atli Freyr - Viktor – Flóki – Óskar – Gunnar Björn – Davíð Hafþór – Pétur Dan – Atli Óskar – Benedikt – Ágúst Benedikt.

Æfing kl.10.00 hjá eldra árinu á suðurlandsbraut.

- Laug 16.júlí og Sun 17.júlí: Helgarfrí. Nema á sunnudaginn er mfl að keppa við Fylki!!

- - - - -

ATH (23 leikmenn):

Egill Þ (ferðalag) - Matthías (ferðalag) - Bjarmi (útlönd) - Snæbjörn (ferðalag) - Vilhjálmur (útlönd) – Oddur (ferðalag) - Arnar Bragi (ferðalag) – Ragnar (útlönd) – Hermann (farinn í fh) – Daníel Ben (útlönd) – Davíð B (útlönd) – Jónas (útlönd) – Eggert Kári (útlönd) – Lúðvík Þór (í pásu) – Jón O (ekkert sést) – Bjarki S (ekkert sést) – Alex (ekkert sést) – Hafþór Snær (ekkert sést) – Hjalti Þór (ekkert sést) – Hreiðar Árni (útlönd) – Jónmundur (lítið sést) – Lúðvík (ekkert sést) – Daníel A (ekkert sést) – Páll (ferðalag) – Snorri Rafn (ekkert sést) – Róbert (ferðalag).

Rey-Cup þátttökutilkynning!

Sælir.

Hérna er rey-cup þátttökutilkynningin, fyrir þá sem ekki
fengu hana í morgun eða á meilinu:

- - - - -

Þátttökutilkynning á Rey-Cup

Skiladagur er miðvikudagurinn 13.júlí

Nú eru aðeins rétt rúm ein og hálf vika í Rey – Cup og þurfum við að ganga frá ýmsum málum. Við biðjum fólk að bregðast snöggt við og ganga frá skráningu fyrir miðvikudaginn næsta (13.júlí) – og greiðslu svo fljótlega eftir það. Við stefnum á að vera með 4 lið í mótinu, enda von á góðri þátttöku.

Rey – Cup er alþjóðleg knattspyrnuhátíð, haldin í Reykjavík, nú í fjórða sinn. Við munum gista saman í skóla og taka þátt í magnaðri dagskrá þessa fjóra keppnisdaga. Allar aðrar upplýsingar um mótið koma fljótlega en einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins; http://www.reycup.is/ Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.

- - - - -

Vinsamlegast fyllið út eftirfarandi upplýsingar og gleymið ekki að forráðamaður verður að undirrita tilkynninguna.

Nafn:____________________________________ kt: _______________________ ætlar að taka þátt í Rey-Cup daganna 20-24.júlí í sumar.

Nafn forráðamanns:___________________________________________________
Heimasími: _______________________ GSM:_________________________

Þátttökugjald er kr.11.000.- og greiðist inn á reikning: 1129-05-2971 - kt: 080444 - 3629 í síðasta lagi 18.júlí. Munið að nefna nafn og kennitölu stráks þegar þið leggið inn og helst senda staðfestingu með tölvupósti á steinarh@simnet.is ef þið greiðið í netbanka.

______________________________
Undirritun forráðamanns

Ø Síðasti skiladagur tilkynningar til þjálfara er miðvikudagurinn 13.júlí. Einnig er hægt að skila skráningunni beint á “meili” - á skeiðo@mi.is.

Ø Og ath – okkur vantar liðstjóra sem fylgja liðunum á daginn og svo foreldra til að gista með strákunum í skólanum. Spáið í það :-)

Kær kveðja,
Ingvi 869-8228 og f.h. foreldraráðs; Kjartan s: 660-9950.

Saturday, July 09, 2005

Helgarfrí og mánudagsæfingin!

Heyja.

Slakið vel á um helgina - kíkið á Live8 endurtekið á laugardag!
og checkið á War of the Worlds. hún er svaðaleg.

Næsta vika er fyrri hádegisvika!
Þannig að æfingar á mánudaginn 11.júlí eru eftirfarandi:

Eldra árið: kl.9.30.

Yngra árið kl.11.00.

Látið alla vita.
Sjáumst svo hressir.
i - e - og e

Leikur v ÍA!

Heyja.

Þar með er fyrri umferð lokið hjá B2. Sama í gær og á móti
Fylki - byrjuðum vel og áttum skínandi fyrri hálfleik. en svo var
eins og við settum í bakkgír og leyfðum þeim að skora of mörg ódýr
mörk. en allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Þróttarvöllur - Föstudagurinn 8.júlí kl.18:30-19:45
Þróttur 0 - 7 ÍA
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Davíð H - Tumi - Bjarki Steinn - Gunnar - Pétur Dan - Freyr - Arnar - Gunnar Ægir - Bolli - Halli + Siggi E - Óskar - Flóki - Ágúst Benedikt - Benedikt
Maður leiksins:
Almennt um leikinn:

Eins og sagði áðan þá vorum við seigir í fyrri hálfleik og má segja að við sýndum loksins alvöru baráttu og fyrir utan þá staðreynd að þeir fengu nánast ekkert færi í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að þeir voru mun meira með boltann, þá áttum við tvö alger dauða færi. Að klára ekki dauða færi getur kostað lið sigur (þó að það hefði kannski ekki verið raunin í þessum leik). Það eina sem vantaði uppá í fyrri hálfeik var smá öryggi hjá ykkur á boltanum, skipulag og síðast en ekki síst TALANDA.

En í seinni hálfleik var eins og það væri eitt lið inn á vellinum. vörnin var allt of laus og fór allt í gegn. við misstum boltann yfirleitt mjög fljótlega og vorum einhvern veginn alltaf í vörn. náðum lítið að setja á þá - og hættum smám saman og það þýðir bara að hitt liðið ríður á vaðið og klárar dæmið.

það vantar allt tal í okkur. gersamlega engin talar og skipar fyrir. strákar; það að tala og segja mönnum til, "dekkaðu", "ég er með hann" o.s.frv. getur verið 12 maðurinn inn á vellinum. við erum búnir að segja þetta svo oft.

eins sóttum við alltaf upp miðjuna, einmitt á þeim stað sem verst er að missa boltann. þannig komust ÍA menn trekk í trekk innfyrir. og einhvern veginn fór allt í gegn. það vantaði líka einhvern til að rífa liðið upp þegar það gengur svona.

en nóg af röfli. við getum sannað okkur betur á föstudaginn þegar fjölnir mætir á svæðið. og þá er það 70 mín á fullu - ekki 35. okey?

- - - - -

Friday, July 08, 2005

Friday - og helgarfrí!

Heyja.

Það er æfing og 1 leikur í dag hjá B2, föstudag:

Æfingin er kl.13.30 á Suðurlandsbraut.

Og mæting í leikinn kl.17.30 niður í Þrótt.
Spilað frá 18.30-19.45.

Svo nett helgarfrí.
Sjáumstum

Keila!

Heyja.

Það var massa mæting í keiluna í dag. og keppnin var hörð.
menn voru misánægðir með ákvörðun mótstjórnar að hafa
battana niðri. en menn stóðu sig samt vel. myndirnar úr mótinu
sjáðiði --hér--

úrslitin voru þessi:

1.sæti: Óli Ó - 115 stig.

2.sæti: Tumi - 111 stig.

3.sæti: Binni - 106 stig.

1.sæti í þjálfarakeppninni: Eymi - 162 stig.
2.sæti í þjálfarakeppninni: Ingvi - 116 stig.
3.sæti í þjálfarakeppninni og skammarverðlaun í sömu keppni: Egill - 81 stig.

skammarverðlaun: Atli Óskar - 20 stig :-)

- - - og þar sem maður hefur ekkert að gera þá kemur allur árangur hér:

nafn - - - - stig:

Viggó - 96.
Aron H - 93.
Stymmi - 93.
Ævar H - 89.
Pétur Dan - 88.
Addi - 86.
Guðjón! - 86.
Matti - 85.
Vilhjálmur - 82.
Dýrlingur! - 82.
Ari - 78.
Sunshine - 78.
Óli M - 78.
Ingimar - 74.
Hákon - 70.
Baldur - 70.
Gunnar Æ - 66.
Davíð - 66.
Gunnar B - 65.
Snæbjörn - 65.
Bjarki - 65.
Tómas - 64.
Auðun - 64.
Gvendur! - 64.
Flosi! - 62.
Þröstur - 61.
Halli - 61.
Gylfi - 60.
Maggi - 60.
Jakob - 58.
Einar - 56.
Oddur - 54.
Arnar - 53.
Siggi E - 51.
Anna! - 47.
Ási - 45.
Ágúst - 39.
Óskar - 35.
Haukur - 27.
Gulli - 24.
- - - - -

Thursday, July 07, 2005

Breyting - Esjan í næstu viku!

(skrifað kl.10.20 á fimmtudegi)

Hey hey.

Við frestum Esjugöngunni okkar fram í næstu viku! Það er mikil þoka
og smá rigning, sem gerir það að verkum að það er ekkert spennandi að
ganga upp á topp og eins getur það verið hættilegt í rigningu.

Þannig að...

það er keila í staðinn! Mæting rétt fyrir kl.14.00 upp í Keiluhöllina í Öskjuhlíð.
(mjög þægilegt að hjóla þanngað - tekur 12 mín - eða taka strætó - nr.5 sem stoppar á bústaðarveginum).
Leikurinn kostar 300kr - og svo er í lagi ef menn vilja kaupa sér smá nammi eða
taka 1-2 tölvuleiki. (en hámarkseyðsla er 700kr). Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.

Látið þetta endilega ganga.

Á morgun, föstudag, er svo æfing kl.13.30 á Suðurlandsbraut.
og leikur hjá B2 við ÍA - mæting 17.30 niður í Þrótt.

Sjáumst hressir,
ingvi - eymi og egill

Leikir v Fjölni!

Sælir.

Svipaðir leikir og fyrir viku! Sigur og jafntefli í nokkuð
góðum leikjum. með smá heppni og vilja hefðum við getað
klárað báða leikina örugglega. en svona fór það í gær:

- - - - -

Íslandsmótið - Fjölnisvöllur - Miðvikudagurinn 6.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur 3 - 1 Fjölnir
Liðið (4-4-2): Egill - Siggi - Oddur - Valli - Ingimar - Jölli - Tommi - Aron - Stymmi - Villi - Dabbi + Ævar - Matti - Einar.
"barcelona"
Mörk: Dabbi 2 - Stymmi (því ingvi náði trixinu)

Maður leiksins: Valli
Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel - þeir náðu að skora á 6 mín og fengu við smá sjokk við það. En við komumst svo inn í leikinn og sóttu af krafti út allan fyrri hálfleikinn. sóttum reyndar yfirleitt alltaf upp miðjusvæðið en ekki til hliðar og í fyrirgjafir eins og við viljum. en við náðum að jafna rétt fyrir hálfleik. mjög traust að jafna fyrir hlé.

Vorum sterkari aðilinn í seinni hálfleik líka og stjórnuðum leiknum en samt var eitthvað stress í okkur og við misstum boltann oft klaufalega á miðjusvæðinu. sumir kenndu grasinu um! En við náðum að skora tvö klassa mörk um miðjan hálfleikinn og klára leikinn. Fyrst spændi dabbi sig í gegn og kláraði færið snilldarlega - svo skoraði stymmi með flottum skalla eftir gott horn. Áttum líka fleiri færi en náðum ekki að nýta þau.

Menn börðust vel í leiknum og keyrðu sig út. Fjölnismenn voru sprækir og eiga eftir að standa í fullt af liðum. En góð 3 stig í hús - svo Stjarnan í næstu viku.

- - - - -

Íslandsmótið - Fjölnisvöllur - Miðvikudagurinn 6.júlí kl.18:30-19:45
Þróttur 5 - 5 Fjölnir
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Kobbi - Gylfi -Bjarmi - Bjarki B - José - Viggó - Ási - Ævar H - Auðun - Einar + Gulli - Arnar Páll - Anton - Bjarki Þ - Símon.
"barcelona"
Mörk: Auðun 2 - Einar - Gulli - Viggó.

Maður leiksins: Auðun
Almennt um leikinn:

Já þetta var mikill markaleikur! en eins og í fyrri leiknum þá byrjuðum við einfaldlega ekki leikinn þegar dómarinn flautaði hann á - og þeir komumst í 2-0 eftir bara nokkrar mínútur. í heildina var baráttan mjög góð hjá okkur og meirihluti leikmann var alveg búinn í leikslok - eins og það á alltaf að vera.


En það sem klikkaði hjá okkur í þessum leik var að vörnin var alltof "laus" - menn voru ekki í línu og hlupu alltaf of mikið út úr stöðum. Menn þéttu ekki nógu mikið og þeir komust alltaf of oft einir inn fyrir - og svo vantaði tal eins og fyrri daginn. þetta þurfum við að bæta fyrir næstu leiki.

Við skoruðum fín mörk - það vantaði alls ekki. fínar sendingar inn fyrir og klassa barátta skilaði okkur 5 mörkum. Og maður hefði haldið að það myndi duga. og venjulega á það að duga!

Við hefðum vel getað komið í veg fyrir nokkur mörk hjá þeim - vorum klaufar að hreinsa ekki betur einu sinni eða tvisvar. og hefðum við talað betur og stjórnað mönnum betur í kringum okkur þá hefðum við getað komið í veg fyrir fleiri.

Í síðasta markinu þeirra var reyndar pottþétt brotið á Bjarma en ekkert dæmt. Við höfðum reyndar verið heppnir rétt áður en svona er þetta.

En þetta var skemmtilegur leikur - það vantaði ekki. Klárum bara Stjörnuna almennilega næsta þriðjudag. alrighty.

- - - - -

Monday, July 04, 2005

Vikan!

Jójó.

hér fyrir neðan er miðinn sem allir fengu í dag.
vikan er þá svona. 3 leikir og 1 stk esjuganga. eymi
mætir á klakann á morgun - allt að gerast!

- - - - -

4.flokkur karla - Knattspyrnufélagið Þróttur
Vikan - Leikir v Fjölni og ÍA - og svo Esjuganga.

Þriðjudagurinn 5.júlí: Æfing kl.13.00 (yngri) og 14.30 (eldri) – Suðurlandsbraut.

Miðvikudagurinn 6.júlí: Leikir hjá A1 og B1 v Fjölni upp í Grafarvogi.

- Mæting kl.16.00 upp á Fjölnisvöll (ekki egilshöll). Spilað frá 17.00-18.15:

Egill Þ – Aron Heiðar – Styrmir – Valtýr – Oddur – Davíð S – Matthías – Ingimar – Einar Þór – Jökull – Tómas Hrafn – Ævar – Hermann Ágúst – Vilhjálmur – Sigurður Ingi.

- Mæting kl.17.45 upp á Fjölnisvöll (ekki í egilshöll). Spilað frá 18.30-19.45:

Snæbjörn – Anton – Einar - Auðun – Ævar H - Viggó – Gylfi B – Jakob F – Símon – Ástvaldur – Bjarki B – Bjarki Þ – Arnar Már – Arnar Páll – Bjarmi – Guðlaugur – José.

Fimmtudagurinn 7.júlí: Esjuganga! Mæting kl.13.30 við Esjurætur í réttum búnaði, með
nesti og gönguskapið. Planið er að þið reddið ykkur uppeftir. Hringið ykkur saman en látið ykkur vita ef það er “problem”. En við reddum rútu/kálfi/strætó tilbaka – koma með 500kr í það.

Föstudagurinn 8.júlí: Leikur hjá B2 v ÍA:

- Mæting kl.17.30 niður í Þrótt. Spilað frá 18.30-19.45:
Brynjar – Arnar B – Atli Óskar – Benedikt – Ágúst B – Davíð H – Davíð B – Gunnar B – Flóki – Freyr – Hreiðar I – Viktor – Tumi – Pétur D – Óskar – Ari Fr – Gunnar Æ – Hafliði – Sigurður E – Daði – Páll – Sveinn Ó – Bjarki S – Bolli.

- Æfing kl.13.30 upp á Suðurlandsbraut hjá öllum sem ekki keppa í dag.

Laug 9.júlí og Sun 10.júlí: Helgarfrí.

- - - - -
ATH (17 leikmenn): Alex (ekkert sést) - Atli Freyr (í frí) – Bjarki S (ekkert sést) – Daníel Ben (í fríi) – Hjalti Þór (ekkert sést) – Hafþór Snær (ekkert sést) – Lúðvík (ekkert sést) – Jónmundur (ekkert sést) – Lúðvík Þór (í pásu) - Aron Ellert (í fríi) – Ragnar (í fríi) – Jónas (útlönd) – Jón (ekkert sést) – Ingólfur (í fríi) – Daníel A (ekkert sést) – Eggert Kári (útlönd) – Snorri Rafn (hættur).

A2 – spila í næstu viku: Baldur – Ágúst – Atli S – Hákon Arnar – Óttar Hrafn – Pétur H – Haukur – Ívar Ö – Róbert – Þröstur Ingi – Óli M – Óli Ó – Magnús Ingvar – Þorsteinn Hjalti.

Leikur v Fylki!

Sælir.

Það var spilað við Fylki í dag - leikurinn sem átti að vera hjá
þeim á föstudaginn. okkur vantaði þónokkra menn en vorum
samt ekki í vandræðum með mannskap. við vorum nettir í fyrri
en slökuðum aðeins á í seinni. allt um leikinn hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Suðurlandsbraut - Mánudagurinn 4.júlí kl.16:00-17:15
Þróttur 0 - 4 Fylkir
Liðið (4-4-2): Anton - Gunnar B - Ari F - Atli S - Tumi - Dabbi B - Freyr - Arnar B - Gunnar Æ - Halli - Ágúst (c) + Siggi E - Atli Ó - Bjarki Steinn - Óskar - Benni - Sveinn Ó.
"barcelona"
Maður leiksins: Anton
Almennt um leikinn:

Við vorum aðeins seinir í gang, eða að pússa okkur saman réttara sagt. en annars var fyrri hálfleikurinn hjá okkur nokkuð góður. Anton bjargaði okkur samt oft - og gerði það að verkum að staðan var 0-0 í hálfleik. Atli hefði mátt vera aðeins dýpri því við náðum illa að halda línu í vörninni og þeir náðu að komast nokrum sinnum inn fyrir okkur - en Anton var vel á tánum og náði alltaf að koma út á móti. Við gerðum ekki nógu vel það sem við samþykktum að reyna að gera í leiknum en það var að vanda betur sendingar og missa ekki boltann sí svona á slæmum stað. Við gerum alltaf of mikið af þessu sem gerir það að verkum að við erum alltaf í vörn og náum erfiðlega að snúa vörn í sókn. Skýringin á þessu er hitt atriðið sem við samþykktum að gera: að hjálpa næsta manni og bjóða sig til hans. En annars vörðumst við frekar vel - Atli og Ari voru kannski óvanir að spila miðvörn en leystu það vel.

Við hefðum nokkrum sinnum getað komist í gegn en síðasta sendingin klikkaði alltaf. Við virðumst ekki sjá allt plássið á bak við mennina - og reynum alltaf að senda beint á þá - en þá fer boltinn undantekningarlaust í andstæðingin. Við erum aðeins of góðir að hitta hann!

En það voru margir ljósir punktar í leiknum - spiluðum boltanum vel á köflum - fín barátta hjá megninu af liðinu - Anton afar góður í markinu - oft hársbreidd að komast alla leið í fín færi.
En þurfum að klára rauðu atriðin hér fyrir ofan betur. grunnatriðin!!

Fyrri umferðin klárast svo á föstudaginn með leik á móti ÍA. Verum allir klárir í dúndurleik þá.

- - - - -

Friday, July 01, 2005

Mánudagurinn 4.júlí!

Heyja.

Bara þannig að allt sé á hreinu. Þá er helgarfrí.

Svo æfing á mánudaginn kl.13.30 á suðurlandsbr.

Og leikur við Fylki (sem átti að vera föstudaginn):
Mæting hjá öllum sem áttu að spila kl.15.30 niður í Þrótt.
og við spilum á TBR velli kl.16.00.

aight.
Góða helgi.

p.s.Eymi biður að heilsa frá Hróaskeldu (var að sjá snoop).
aju

Breyting!

Sælir Strákar.

Það er smá breyting. Leiknum í kvöld við Fylki er frestað.

átti að vera: Fös.1.júlí kl.20.00 - Fylkisvöllur.
Verður: Mán.4.júlí kl.16.00 - Þróttarvöllur.

Sem sé æfing hjá öllum núna kl.10.00 upp á Suðurlandsbr. og svo helgarfrí.

Látið þetta berast ef þið sjáið þetta í tíma!
sjáumst,
ingvi og co.