Tuesday, November 28, 2006

Friday!

Heyja.

Á morgun, föstudag, er létt æfing hjá öllum á gervigrasinu kl.16.00 - 17.15.

Eftir æfingu fær eldra árið planið fyrir ferðina um helgina (og fer svo heim að pakka).

Og eftir æfingu skellir yngra árið sér í smá pizzugúff + fund inn vídeóherbergi (smá þrengsli). Allir að koma með 500kr. Við ætlum að fá okkur pedsu, horfa á smá fótboltavídeó og taka smá fund í tengslum við bæklingin góða! Allt ætti að vera búið um kl.18.45.

Látið þetta endilega berast.

Heyrumst á morgun,
Ingvi (pepp/svepp) - Egill (magarita) og Kiddi (skink/ananas).

Æfingaferð eldra ársins!

Yes.

Hérna er grófar upplýsingar um ferðina hjá eldra árinu um helgina.
Flestir eru búnir að melda sig og láta mig vita - en á samt eftir að heyra í
nokkrum - nákvæmt plan kemur svo á morgun, föstudag.

Heyrið annars í mér erf það er eitthvað.
Planið er svo að fara með yngra árið í dagsferð snemma í desember.

Ok sör.
Ingvi og co.

- - - - -

Keppnis- og æfingaferð til Keflavíkur
2 – 3.desember 2006-11-24
Gróft plan!

- Hvar: Keflavík, á Suðurnesjunum!
- Hvenær: Helgin 2-3.des (sem sé eftir viku).
- Hvað: Æfingamót fyrir í Keflavík – keppt verður í Reykjaneshöllinni. Við munum taka þátt í mótinu, verðum með tvö lið – og gera svo ýmislegt okkur skemmtunar (s.s. æfing, sund, pizzugúff, bíó, almennt fjör, hugsanlega lónið ofl).
- Meira hvenær: Farið verður laugardagsmorguninn 2.desember. A liðið keppir um morguninn og leggur snemma af stað – B liðið keppir eftir hádegi og mætir aðeins seinna. Komið verður svo heim um miðjan dag á sunnudaginn (sóttir um kl.14.00). Liðið tilkynnt þegaar við vitum þátttöku.
- Gisting: Við gistum í sjálfri Reykjaneshöllinni.

- Matur: Menn koma með eitthvað nesti, en annars er það “pedsa” um kvöldið, bakarí um morguninn og samloka í hádeginu.
- “Prís”: Ca.4500kr. (þátttökugjald, gisting, matur, bíóferð, sund, lónið ofl).
- Fararmáti: Reynt verður að fara á einkabílum þanngað - rúta tilbaka.
- Annað: Skrá sig fyrir fimmtudaginn 30.nóv. Líf og fjör.

Leikur v HK - mið!

Jeppa.

Það var einn leikur við HK í gær, miðvikudag.
Dramatískar lokamínútur en allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 3 - HK 4.

Dags: Miðvikudagurinn 29.nóvember 2006.
Tími: kl.18.00 - 19.15.
Völlur: HK-gervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 2.
Gangur leiksins: 0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 2 - 3, 3 - 3, 3 - 4.

Maður leiksins: Anton Helgi.

Mörk:

Anton Helgi .
Anton Helgi.
Daníel Örn.

Vallaraðstæður: Svona ágætar.
Dómari: Það var einn dómari - hægt að deila um hvernig hann stóð sig!
Áhorfendur: Fámennt en góðmennt.

Liðið:

Kristó í markinu - Silli og Daði miðverðir - Emil og Elvar bakverðir - Mikki og Sindri á miðjunni - Viktor og Hákon á köntunum - Sindri og Daði á miðjunni - Danni Örn og Anton H frammi. Varamenn: Matthías - Arianit - Kevin Davíð.

Frammistaða:

- náðist ekki að klára "frammistöður leikmanna" sökum "slugs" -

Almennt um leikinn:

- náðist ekki að klára "almennt um leikinn" sökum "slugs" -

Í einni setningu: Í heildina nokkur góður leikur hjá okkur - verðum bara að teljast frekar óheppnir í lokinn að ná ekki að lenda alla veganna stigi.

- - - - -

Monday, November 27, 2006

Miðvikudagurinn 29.nóv!

Heyja

Súper mæting í gær hjá báðum árum - ánægður með ykkur.

Á morgun, miðvikudag, mætir yngra árið sprækt í fimleika um kvöldið - mætum kl.19.20 niður
í klefa 1. Tíminn er svo búinn kl.20.30. (næst síðasti tíminn).

Leikmenn á eldra ári verða í tvennu:

- Eftirtaldir leikmenn keppa við HK á nýja gervigrasvelli þeirra í Kópavogi (úti). Það er mæting kl.17.30 niður í Fagralund (rétt hjá Snælandsvídeó – maður beygir niður eftir að hafa keyrt um miðjan Nýbýlaveginn). Við spilum svo frá 18.00-19.00. Mæta með hlý föt + húfu og hanska ef það verður kalt. (Mjög mikilvægt að láta vita ef þið komist ekki!)

Orri – Anton Helgi – Daði Þór – Daníel I – Daníel Örn – Davíð Þór – Hákon – Matthías – Mikael Páll – Sigvaldi Hjálmar – Viktor Berg – Sindri - Arianit - Kevin Davíð. Elvar Örn! - Emil Sölvi! - Ingvar!

- Hjá öðrum á eldra ári er æfing á gervigrasinu kl.16.30 – 18.00.

Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

Sunday, November 26, 2006

Mánudagurinn 27.nóv!

Yes.

Annar kaldur mánudagur á leiðinni! En við látum það ekki á okkur fá.
Grasið er grænt og þið bara klæðið ykkur eins og menn!

Venjulegur dagur á morgun:

- Eldra árið æfir kl.15.00.

- Yngra árið æfir kl.16.15.

Hvað ætliði að gera í essum funky lit hjá mér!
Finnum svo tíma fyrir pedsu í vikunni fyrir yngra árið.
Og ég minni eldra árið að láta mig vita með næstu helgi (og að skila miðanum!!).

Sjáumst eldhressir á morgun.
Ingvi - Egill og Kiddi.

Halló!

Sælir strákar.

Smá spjall í sambandi við mætingarnar okkar:

- Mætingarnar fyrir október og nóvember verða komnar á netið í vikulok.

- Það var klassa mæting (28) hjá eldra árinu í fimleikana og á fundinn á föstudaginn. Anton Sverrir, Arianit, Matthías, Ingvar, Reynir, Stefán Tómas og Stefán Karl þurfa samt að fá hjá mér nokkuð blöð.

- Frekar dræm mæting (15) hjá yngra árinu á föstudag, en mér skilst að nokkrir voru að keppa í handbolta.

- Það var rosalega léleg mæting í gær, laugardag, en mér skilst aftur að það hafi verið handboltamót - sem er ekkert mál. Ég vill bara að menn láti það berast til mín að þeir komist ekki á æfingu. 16 af um 70 er ekki eðlilegt!

- Mættu í gær (16): Anton J-Dagur H-Guðmundur S-Ólafur F-Salómon-Seamus-Viðar A-Anton H-Árni F-Daníel Ö-Elvar A-Jón Kristinn-Mikael P-Sindri Þ-Sigvaldi-Viktor.
- Létu vita í gær (25): Arnþór F-Einar Ó-Eyjólfur E-Guðbjartur-Hilmar-Leó G-Magnús H-Sigurður T-Sindr G-Þorgeir-Arnar K-Arnþór A-Daði Þ-Davíð Þ-Kristján E-Kristján O-Kristófer M-Matthías-Orri-Jóel-Reynir-Stefán T-Stefán K-Tryggvi-Valgeir D-Úlfar Þ.
- Mættu ekki/komust ekki/létu ekki vita (30): Arnór D-Aron V-Ágúst B-Ágúst J-Birgir Ö-Egill F-Eiður T-Goði-Gísli R-Guðmar-Guðmundur I-Haraldur Ö-Hrafn H-Högni H-Jonni-Kristófer-Lárus H-Steinar G-Styrmir-Sævar-Anton S-Arianit-Daníel I-Emil S-Guðmundur A-Hákon-Ingvar-Kormákur-Kevin D-Þorleifur.

Samt engin hárþurrka á morgun en spáum aðeins í þessu strákar. Ef maður er í þessu þá er maður í þessu á fullu - og lætur vita ef maður kemst ekki - svo einfalt er það.

Heyrumst svo á morgun.
Ingvi og co.

Saturday, November 25, 2006

Laugardagur!

Jó.

Sorrý hvað þetta kemur seint - en ég vona að allir hafi verið með það klárt
að það er æfing í dag, laugardag, kl.14.00 - 15.30 hjá öllum á hlýju gervigrasinu!

Mfl er að keppa á ísl.mótinu innanhús þannig að egill og kiddi verða með æfinguna,
sem verður "spennandi", að þeirra sögn!

Þannig að dragið félagann af stað. Klæðið ykkur vel og
svo er gott "chill" fram á mánudag.

Ok sör.
Heyrumst,
Ingvi - Egill og Kiddi.

Friday, November 24, 2006

Föstudagurinn 24.nóv!

Heyja.

Föstudagurinn er klár:

- Það er æfing hjá yngra árinu á venjulegum tíma - kl.16.00 - 17.30 á öllu gervigrasinu (og svo "pedsugúff" í næstu viku).

- Eldra árið tekur fimleikatíma númer tvö og svo "pedsugúff" og fund - það er mæting kl.19.40 niður í klefa 1 og svo beint inn í sal (sleppum hlaupi að þessu sinni). Eftir átökin skellum við okkur upp í stóra sal, gúffum og röbbum aðeins saman. Þannig að allir að mæta með 500kr. og svo “audda” allt innidótið. Allt búið um kl.21.30.

Vonandi komast allir - Soldið síðan ég sá suma!
Verið duglegir að láta þetta berast til þeirra sem komu ekki á miðvikudaginn!

Sjáumst eldhressir.
Ingvi – Egill og Kiddi

Wednesday, November 22, 2006

Miðvikudagurinn 22.nóv!

Heyja.

Við æfum nokkuð venjulega í dag - allt er að bráðna niður á velli
þannig við náum alla veganna reit + tækniæfingum + smá hlaupi og
svo vonandi spili.

Klæða sig áfram vel. Ekki mæta húfulaus og vera reknir niður í tapað/fundið!

- Yngra árið er kl.15.45 - 17.00 á gervigrasinu.

- Eldra árið er kl.16.45 - 18.00 á gervigrasinu.

Sjáumst eldsprækir.
Ingvi og co.

Tuesday, November 21, 2006

Yes sir!

Hey

Þokkalega ánægður með mætinguna í gær - 24 leikmenn á eldra ári
og 19 leikmenn á yngra ári mættu í fjörið. klassa hlauparegla í eldra
árs spilinu!

Það er smá óljóst hvernig morgundagurinn verður. Ef völlurinn verður
eins þá breytum við hugsanlega til og reynum að komast að einhvers
staðar inni!

Þannig að:

- fylgist vel með blogginu um hádegisbilíð á morgun!
- kíkið á meistaradeildina í kvöld!
- smessið á egil og segið honum að klæða sig betur!

Sjáumst á morgun,
Ingvi og co.

- - - - -

Monday, November 20, 2006

Mánusnjódagur!

Sælir.

Það er staðfest - það er "snjóbolti" í dag!

Jamm - bræðslan niður á gervigrasi hefur ekki náð að bræða
allann þennan sjó þannig að við munum bara taka góða upphitun
í dag og svo spila.

Minni menn á að klæða sig sérstaklega vel - og fara varlega:

- Eldra árið æfir kl.15.00 - 16.15.

- Yngra árið æfir kl.16.15 - 17.30.

Sjáumst sprækir niður á grasi.
Ingvi (verður með), Egill (ah, veikur) og Kiddi (ah, enn meiddur).

Saturday, November 18, 2006

Laugardagurin (burr)!

Hey hey.

Við ætlum að massa æfinguna úti í dag - kl.14.00 hjá öllum á gervigrasinu.
Bara klæða sig virkilega vel - verðum örugglega búnir um 15.15.

(menn með enga húfu og hanska verða sendir eftir því).

Sé ykkur,
Ingvi og co.

- - - - -

Friday, November 17, 2006

Breyting - fös!!

Breyting - Breyting!!

Hey hey.
Vona að menn sjái þetta í tíma - en ég smessa, bjalla og sendi mail líka!
(Og Kiddi tekur á móti mönnum sem mæta niður í Þrótt kl.16.00).

Við ætlum að færa æfinguna okkar inn í Langó sökum kulda. Margir búnir að ráðleggja mér
þetta (þótt ég hefði nú viljað massa þetta, enda buff).

Þannig að - Föstudagurinn verður svona:

- Yngra árið æfir inni í Langholtsskóla kl.16.30 - 18.00.

- Eldra árið æfir inni í Langholtsskóla kl.18.00 - 19.30.

Tökum styrkleikaæfingar - smá dýnubolta/körfu og dodgeball! Mæta með innanhúsdót og soddann. Vona að þetta verði í lagi strákar - en allt í góðu ef þetta gengur ekki hjá einhverjum. Líka í lagi að mæta á yngra árs æfingu og öfugt ef það hentar betur - verið rosa duglegir að láta þetta berast.

Við fáum meira út úr þessu svona - en vonum að það verði hlýrra á morgun, laugardag, á æfingunni kl.14.00!

Sjáumst í dag.
Ingvi og co.

Thursday, November 16, 2006

Föstudagurinn 17.nóv!

Sælir.

Hvað er uppi?

Ánægður með ykkur í gær - mössuðum um tveggja tíma æfingu hjá eldra árinu þar
sem bara Silla leit út fyrir að vera kalt! Okey, ekkert spil en hinar æfingarnar hljóta að hafa
vegið það upp! En "böns" af spili á morgun.

Yngra árið massaði svo fimleikatímann, reyndar fóru soldið margir sveittir beint í gallabuxurnar, en það var kalt þannig að það slapp. Ég var bestur á the trampoline enn og aftur!

Alla veganna, á morgun, föstudag, æfum við allir saman kl.16.00 - 17.30 á öllu gervigrasinu. Allir með hanska og húfu og í hlýjum innanundirbol. Ok sör.

Sjáumst á morgun,
Ingvi og co.

Tuesday, November 14, 2006

Miðvikudagurinn 15.nóv

Jeppa.

Morgundagurinn klár!

- Eldra árið æfir kl.16.15 á gervigrasinu okkar - Rúnar markmannsþjálfari kemur
um kl.17.00 leytið þannig að við tökum gommu af skotæfingum og fyrirgjöfum.

- Yngra árið mætir í fimleika kl.19.20 niður í Þrótt - finnum okkur klefa og skellum okkur svo inn. Pössum bara að fara varlega og gera ekkert sem þið ráðið ekki við! Búið um kl.20.30.

Sjáumst sprækir á morgun.
Ingvi (úá arnþór), Egill (ah, landsbankadeildin) og Kiddi (þreyttu nárameiðslin)

Bæklingurinn!

Yes.

Bæklingurinn er kominn út!




Nokkrir fengu hann eftir foreldrafundinn í gær.

En hægt er að nálgast hann hjá mér upp í langó!
Annars kem ég með hann á æfingarnar á morgun - kostar 500 kall!

Nett nett.
Ingvi og co.

- - - - -

Monday, November 13, 2006

Foreldrafundur!

Hey hey

Í kvöld, mánudag (12.nóv), ætlum við svo að hafa fyrsta foreldrafund tímabilsins. Hann verður að þessi sinni í sal Langholtsskóla og hefst kl.19.30. Við lofum skemmtilegum og stuttum
fundi, og væri virkilega gaman að sjá sem flesta á svæðinu, helst pabba
og mömmu!

Ætlunin er að reyna að stækka aðeins við foreldraráðið og finna formann, gjaldkera, ritara, fulltrúa í unglingaráð, rey cup fulltrúa, fjáröflunarnefnd, ferðanefnd og síðast ekki síst skemmtinefnd flokksráðsins! (Fleiri hendur vinna létt verk)

Svo mun undirritaður aðeins leggja út veturinn (æfingaplan, skemmtidagskrá ofl) ásamt því að koma út kynningarbæklingi fyrir tímabilið, Eysteinn yfirþjálfari kynnir aðeins sitt starf, við fáum Rey Cup kynning og loks smá innlegg frá unglingaráði.

Kaffi á könnunni (og spurning hvort Mási baki!) Heyrið svo í mér ef það
er eitthvað.

kv,
Ingvi (869-8228) ( ingvisveins@langholtsskoli.is)

Mandag!

Sælir strákar.

Gleymdi að setja inn í gær - sorrý - var svo upptekinn eftir að
hafa verið bestur á sparkvellinum!

En það er bara venjulegur mánudagur í dag (loksins). Sem sé:

- Æfing hjá eldra árinu kl.15.00 - 16.15 á gervigrasinu.

- Æfing hjá yngra árinu kl.16.15 - 17.30 á gervigrasinu.

Látið þetta endilega berast.
Það er svo foreldrafundur í kvöld kl.19.30-20.30 upp í Langholtsskóla.
Gengið inn fyrir aftan bakaríð - er líka búinn að meila á foreldra og kem líka
með miða á æfingarnar. Okey.

Sjáumst á eftir.
Ingvi og co.

Sunday, November 12, 2006

Sparkvöllur!

Yes.

Svaðaleg mæting í 5 v 5 í morgun!
Þessir sköruðu samt klárlega framúr:












Saturday, November 11, 2006

Sunnudagurinn!

Jepp.

Á morgun, sunnudag, er frjáls mæting á spilæfingu á sparkvellinum í Laugarnesskóla kl.10.00!
Við tröðkum bara niður snjóinn - tökum góða upphitum og gott spil. og ég tek henry
á etta :-)

En þetta er búinn að vera frekar strembin vika þannig að ég skil alveg ef menn vilja slaka
á og sofa út. En fínt fyrir menn sem misstu af 1-2 æfingu í vikunni að láta sjá sig.

En ef menn ætla í messu þá ná þeir því alveg.

Alrighty,
Sjáumst á morgun, eða á mánudaginn.

Ingvi (koma liverpool), Egill (líklegt að hann vakni í spilið) og Kiddi (mætir í staðinn fyrir egil).

Leikur v KR - laug!

Hey

Það var svo einn leikur v KR í dag á þeirra heimavelli.
Sem sé fjórði leikurinn við KR í vikunni - fór ekki alveg nógu
vel sem þýðir að við verðum að hefna okkar rækilega næsta vor.
Allt um leikinn hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 0 - KR 5.


Dags: Laugardagurinn 11.nóvember 2006.
Tími: kl.16.00 - 17.15
Völlur: KR Gervigrasið.

Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5.

Maður leiksins:
Hrafn Helgi (algjör klassa leikur).

Vallararaðstæður: Svona nett kalt en völlurinn var allt í lagi.
Dómari: Ég var eiginlega orðlaus hér - best að skrifa ekkert!
Áhorfendur: Nokkrir hressir létu sjá sig!

Liðið:


Sindri í markinu - Einar og Biggi bakverðir - Magnús Helgi og Þorgeir miðverðir - Egill og Gísli á köntunum - Siggi T og Hilmar á miðjunni - Arnþór og Ágúst J frammi. Varamenn: Hrafn Helgi - Lárus - Steinar - Aron Vikar - Arnór.

Frammistaða:

- Vantar sökum slugs og seinagangs - tökum það algjörlega á okkur -

Almennt um leikinn:

+ Komumst oft inn í leikinn og var ekki að sjá að við vorum nokkrum mörkum undir.
+ Bjuggum okkur til nokkur fín færi og vorum óheppnir að skora ekki.
+ Klassa markvarsla á köflum sem hélt okkur algjörlega inn í leikinn.
+ Mættum margir og snilld að sjá nokkra spreyta sig - þurfum nú bara að fá fleiri leiki til þess að fá meiri leikæfingu.

- Létum þá soldið vaða yfir okkur á okkar þriðjum og í okkar teig.
- Vantaði að hreinsa boltanum betur frá hættusvæðinu.
- Vantaði að koma á fullu upp völlinn með framherjunum og setja svolitla pressu á KR-ingana.
- Lítið tal og vantaði smá sjálfstraust og grimmd hjá fullt af leikmönnum.

Í einni setningu:
Aðeins of stórt tap miðað við suma kafla í leiknum - þurfum að vera miklu ákveðnari að verja okkar mark og koma boltanum burtu frá hættulegasta svæðinu sem við viljum ekki hafa andstæðingin í.

- - - - -

Leikir v Stjörnuna - laug!

Yes.

Tveir leikir við Stjörnuna í dag - hefði eiginlega átt að vera tveir sigurleikir en smá klikk
kom upp í lok fyrri leiksins. Allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 2 - Stjarnan 4.


Dags: Laugardagurinn 11.nóvember 2006.
Tími: kl.13.00 - 14.00
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins:
1-0, 1-1, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4.

Maður leiksins: Árni Freyr (skoraði tvö frábær mörk eiginlega upp úr engu).

Mörk:


17 mín - Árni Freyr með geggjaða stungu eftir góða sendingu frá Arnþóri.
33 mín - Árni Freyr aftur á ferð, fékk boltann aftur frá Arnþór sem skallaði núna í gegn.

Vallaraðstæður: Veðrið og völlurinn sluppu - en oft verið betri aðstæður.
Dómari: Ingvi og Kiddi (kom samt seint) - geta náttúrulega ekki klikkað saman!
Áhorfendur: Fjölmargir foreldrar úr báðum liðum á svæðinu.

Liðið:


Kristján Orri í markinu - Valli og Nonni bakverðir - Addi og Úlli miðverðir - Diddi og Viðar aftari tengiliðir - Stefán Tómas, Anton Sverrir og Arnþór Ari á miðjunni og Árni Freyr einn frammi. Varamenn: Dagur Hrafn.

Frammistaða:

- Vantar sökum "slugs" og seinagngs - tökum það algjörlega á okkur!

Almennt um leikinn

- Hefðum mátt gera betur í okkar hornum.
- Fórum soldið oft út úr stöðunum okkar.
- Seldum okkur á köflum.
- Það var lítið að gerast sóknarlega í heildina.
- Misstum boltann of oft frekar klaufalega.
- Héldum ekki út - vorum ekki nógu grimmir og létum þá komast inn í leikinn.

+ Byrjuðum leikinn af krafti og létum boltann rúlla vel á milli manna.
+ Skoruðum tvö mörk nánast upp úr þurru - ótrúlega flott og skandall að þau séu ekki til á spólu! Komumst yfir tvisvar sinnum.

+ Áttum mörg góð hlaup innfyrir.
+
Keyrðum okkur nokkuð vel út enda bara með einn varamann.

Í einni setningu: Svekkjandi tap því þetta leit út fyrir að vera góður leikur hjá okkur í byrjun - en náðum ekki að spila okkur nógu mikið saman í seinni hálfleik.

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 2 - Stjarnan 1.


Dags: Föstudagurinn 10.nóvember 2006.
Tími: kl.14.00 - 15.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1.

Maður leiksins: Sigvaldi (sterkari og sterkari með hverjum leiknum).

Mörk:


20 mín - Daníel I með skot langt utan að velli.
40 mín - Silli kláraði dæmið með skalla eftir annan skallabolta frá Guðmari.

Vallararaðstæður: Ekki besta veður í heimi, en við mössuðum það.
Dómari: Kiddi og Egill - góðir eins og vanalega.
Áhorfendur: Nokkrir sprækir létu sjá sig.

Liðið:

Kristó í markinu - Daði og Guðmar bakverðir - Silli og Óli F miðverðir - Seamus og Jóel á köntunum - Danni I og Danni Ö á miðjunni - Salómon og Tryggvi frammi. Varamenn: Engir!

Frammistaða:

- Vantar sökum "slugs" og seinagngs - tökum það algjörlega á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Tvö flott mörk, og nokkur önnur færi sem ég hefði vilja sjá kláruð.
+ Klassa keyrsla - unnum vel fyrir hvorn annan.
+ Nokkuð fljótir á fyrstu metrunum.

- Línan soldið tæp á köflum.
- Stóðum soldið oft kyrrir.
- Vantaði soldið að láta boltann rúlla betur á milli manna - vera búinn að sjá næsta leik.


Í einni setningu: Flottur sigur - bara gaman að taka svona vel á því og ná að klára leikinn með eins marka sigri.


- - - - -

Friday, November 10, 2006

Leikur v Stjörnuna - fös!

Yes.

Það var einn leikur við Stjörnuna á gervigrasinu okkar í ekkert allt
of spes veðri. Við létum okkur hafa það samt og tókum á því - komumst í
2-0 en slökuðum svo ansi mikuð á! Allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 2 - Stjarnan 5.

Dags: Föstudagurinn 10.nóvember 2006.
Tími: kl.16.00 - 17.10.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal

Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4, 2-5.

Maður leiksins: Anton Helgi (snilldar mörk og var mikið í boltanum - hefði átt að setja fleiri).

Mörk:

9 mín - Anton Helgi með gott slútt eftir barning inni í teig.
16 mín - Anton Helgi kláraði eftir að hafa komist inn fyrir vörn stjörnunnar.

Vallararaðstæður: Ekki nógu spes - munaði litlu að við frestuðum leiknum - en létum okkur hafa það. Snjór og slydda enn eins og ég sagði þá mössuðum við það auðvitað.
Dómari: Ingvi og Kiddi dæmdu leikinn eins og KSÍ dómarar!
Áhorfendur: Örfáir létu sjá sig enda leikurinn snemma dags!

Liðið:

Stefán í markinu - Elvar Aron og Hákon bakverðir - Sindri og Eyjólfur miðverðir - Emil Sölvi og Viktor á kantinum - Mikki og Ingvar á miðjunni - Davíð Þór og Anton Helgi frammi. Varamenn: Lárus - Guðmundir Ingi - Arianit - Orri - Eiður - Bjartur.

Frammistaða:

Stefán: Varði eins og skepna í fyrri hálfleik - fínasti leikur - aðstæður soldið að trufla hann í seinni hálfleik.
Elvar: Góður leikur í báðum treyjum!
Hákon: Sama hér - átti góðan dag.
Sindri: Nokkuð öflugur í miðverðinu sem og miðjunni.
Eyjólfur: Vantaði stundum upp á staðsetningar en var samt duglegur og fór í alla bolta.
Emil: Ágætis leikur - þarf bara að vera búinn að sjá næsta leik fyrir (vera búinn að sjá lausan mann).
Viktor: Góður leikur á kantinum - skilaði boltanum vel frá sér og var nokkuð ákveðinn.
Mikki: Seigur á miðjunni en mætti vera aðeins öruggari í miðverðinum - vera búinn að losa aðeins fyrr.
Ingvar: Átti góðan leik - þarf bara núna að mæta á æfingar eins og ljónið.
Davíð Þór: Góður leikur - óheppinn að setja ekki mark.
Anton H: Klassa leikur - setti góð mörk og var mikið í boltanum.

Lárus: Vantaði smá vinnslu á kantinum - að vera mættur í vörnina að klára sinn mann - en annars nokkuð sprækur.
Guðmundur I: Ágætis leikur - þarf samt enn að láta meira heyra í sér - vera ákveðnari.
Arianit: Fyrsti leikur í þónokkurn tíma - en átti fínan leik - þarf nú bara að mæta eins og ljónið og komast í leikform.
Orri: Eins og hjá stefáni þá voru aðstæður ekki nógu spes og gerðu það að verkum að við gáfum alla veganna eitt mark - en varði annars vel og var snöggur að koma boltanum í spil.
Eiður: Var eiginlega öflugri í blárri treyju!! en átti samt fínan leik í seinni í réttri treyju.
Guðbjartur: Átti fínan leik í báðum treyjum!

Almennt um leikinn:

+ Snilldar mörk og klassa byrjun - fyrstu 20 mín.
+ Ýttum vel út og pressuðum á þá í fyrri hálfleik.
+ Klassa mæting í leikinn og fullt af mönnum spreyttu sig.
+ Leikurinn frekar jafn og mönnum leið vel inn á vellinum.

- Gáfum alla veganna tvö ódýr mörk - vantaði kannski aðeins upp á einbeitinguna.
- Misstum stjörnumennina of oft inn fyrir okkur - eltum þá ekki eða héldum ekki línu.
- Vantaði smá ákveðni í seinni hálfleik - létum þá soldið valta yfir okkur á köflum.
- Þurfum að passa að missa ekki boltann á svæðinu fyrir framan vítateiginn, miðsvæðis.

Í einni setningu: Nokkuð skemmtilegur leikur í frekar slæmu veðri - hefðum átt að gera betur með vindinn í bakið í fyrri hálfleik því það var afar erfitt að djöflast á móti vindinum í þeim seinni.

- - - - -

Yes sir!

Sæler.

Ágætis dagur í dag þrátt fyrir tap og vont veður. 16 strákar mættu í leikinn
við Stjörnuna sem hefði mátt fara betur eftir að við komumst í 2-0! en allt um
þann leik kemur eftir helgi.

Eldra árið kíkti svo í fimleika eftir smá hring um hverfið (mjög skemmtilega samt).
Menn tóku vel á því - sumir aðeins of vel og fóru heim meiddir. En verða vonandi klárir
á morgun.

Allir klárir á mætingartímum á morgun, laugardag - þá er hægt að sjá hér í síðasta bloggi.
Passið að klæða ykkur vel ef veðrið verður leiðinlegt - allir með húfu og hanska og í
hlýjum innanundirbol. Ok sör.

Sjáumst hressir á morgun.
Ingvi og co.

- - - - -



Ekkert útlit fyrir að Tolli myndi meiðast í lokin!



Svona eiga byssurnar að vera!

Thursday, November 09, 2006

Helgin!

Sæler.

Hérna er planið okkar fyrir helgina. Fullt að gerast – vonandi er þetta vel skýrt hjá okkur, en ef ekki bara bjalla (869-8228).

Mikilvægt er líka að láta vita ef þið komist ekki að keppa svo við getum boðað aðra. Ok sör!

Heyrumst, I
ngvi og co.

- - - - -

Föstudagurinn 10.nóv:

- Leikur v Sjörnuna – Mæting kl.15.30 niður í Þrótt – keppt frá 16.00-17.30: Stefán Karl–Orri–Ingvar–Hákon–Elvar Aron–Emil Sölvi–Matthías – Viktor B – Davíð Þór–Anton Helgi–Arianit–Daníel I–Mikael Páll–Sindri–Kevin Davíð + Guðbjartur–Eiður Tjörvi–Leó Garðar–Guðmundur S–Guðmundur Ingi–Eyjólfur Emil - Lárus.

- Fimleikar og hlaup hjá öllum öðrum á eldra ári – Mæting kl.19.00 niður í klefa 1 – smá hlaup á undan úti og svo förum við inn – mæta með allt dót - nóg að vera á stullum og sokkunum inni. Allt búið um kl.20.40. (finnum svo aukatíma í fimleikum fyrir þá sem keppa í dag en líka í lagi að koma ef menn eru ekki of þreyttir).

- Frí hjá öðrum á yngra ári (en mælum með að kíkja út á sparkvöll í smá bolta).

Laugardagurinn 11.nóv:

- Leikur við KR – Mæting kl.15.30 upp í KR heimili – keppt frá 16.00-17.15: Sindri – Egill F – Haraldur Örn– Kristófer – Hrafn Helgi – Anton J – Arnór – Birgir Örn – Ágúst Bjarki – Ágúst J – Einar – Aron Vikar – Steinar G! – Gísli Ragnar – Hilmar – Goði – Jonni – Högni Hjálmtýr – Magnús Helgi – Sigurður T – Daníel – Sævar – Arnþór! – Þorgeir!

- Leikur við Stjörnuna – Mæting kl.12.30 niður í Þrótt – Keppt frá 13.00-14.00: Kristján Orri – Guðmundur Andri – Arnar Kári – Arnþór Ari – Árni Freyr – Anton Sverrir – Jón Kristinn – Kristján Einar – Stefán Tómas – Valgeir Daði – Úlfar Þór – Dagur Hrafn – Viðar Ari.

- Leikur við Stjörnuna – Mæting kl.13.30 niður í Þrótt – Keppt frá 14.00-15.00: Kristófer – Þorleifur – Daði Þór – Sigvaldi H – Tryggvi – Reynir – Jóel – Kormákur – Daníel Örn – Ólafur Frímann – Seamus – Salomon – Guðmar.

- Frí hjá öðrum.

Sunnudagurinn 12.nóv:

Frjáls mæting í spil út á sparkvellinum í Laugarnesskóla – kl.10.00 – 11.00!

Markmannskvöld!

Hey

Í kvöld, fimmtudag 9. nóvember kl. 20:00, verður haldið hið árlega "markmannsgúff" þar sem farið verður yfir skipulag æfinganna í vetur, sýndar myndir frá utanferð markmanna 3ja flokks, afhentar viðurkenningar fyrir frammistöðuna í sumar og eitthvað fleira skemmtilegt : )

Hvet ég alla þá sem vilja æfa mark að mæta í kvöld og heyra hvað sé framundan og fá svör við sínum spurningum ef einhverjar eru.

Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunni.

Hlakka til að sjá ykkur öll aftur!
Rúnar Már, markmannsþjálfari - runarmar@logar.is - GSM 8970713

Jójó.

Hey.

Gaurinn hérna sem mætir aldrei á æfingar!! Nei, tek etta á mig.
Skulda ykkur samt bögg fyrir brandarana á mig!

En þar sem við erum með tvo afar trausta aðstoðarþjálfara er þetta
náttúrulega ekkert mál - Egill og Kiddi eru líka búnir að þjálfa svo mikið
að þeir stjórna essu alveg jafn vel og ég - kunna kannski ekki eins mikið
af trixum :-)

Alla veganna,
Góður hringur hjá eldra árinu í gær, ekki alveg viss hvort allir á yngra ári
hafi tekið sitt hlaup! lögum það næst.

Allir klárir svo á planinu á morgun og um helgina.
Set það líka hér inn fljótlega.

later,
Ingvi

Tuesday, November 07, 2006

Miðvikudagurinn 8.nóv!

Sælir strákar.

Morgundagurinn (mið) verður eins og hann var fyrir tveimur vikum þar sem
að eldra árið verður að fara í fimleikana á föstudaginn.

Við erum svo búnir að bóka leiki við Stjörnuna og KR á föstudaginn og laugardaginn.
Þannig að þeir sem ekki spiluðu í gær taka vel á því um helgina. Allt um það kemur á
æfingunum á morgun, sem verða svona:

- Yngra árið - Æfing kl.16.00 á gervigrasinu (smá skokk eftir æfingu) - búnir kl.17.30.

- Eldra árið - Æfing kl.16.30 á gervigrasinu (smá skokk fyrir æfingu) - búnir kl.18.00.

- - - - -

Verið duglegir að láta þetta berast. Verið sérstaklega duglegir að draga hvorn
annan af stað á yngra árinu - soldið langt síðan ég sá nokkra leikmenn!

Mæta vel klæddir ef veðrið verður að brillera.

Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi, Egill og Kiddi

Leikir v KR - mán!

Já.

Ekki alveg nógu góður dagur hjá okkur í gær. Náðum okkur
alls á strik á móti sterkum KR-ingum í Vesturbænum. En allt
um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
A lið
Þróttur 3 - KR 6.

Dags: Mánudagurinn 6.nóvember 2006.
Tími: kl.17.15 - 18.25.
Völlur: KR gervigras.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 1-2, 1-3, 1-4, 2-4, 3-4, 3-5, 3-6.

Maður leiksins: Guðmundur Andri (á milljón allann tímann og stoppaði hverja sóknina á fætur annarri).

Mörk:

19 mín - Nonni jafnaði leikinn með skoti langt utan að velli.
51 mín - Árni Freyr eftir góða stungu innfyrir.
56 mín - Árni Freyr með klassa skalla eftir góða sendingu frá Tryggva.

Vallararaðstæður: Veðrið frekar hvasst og varð leiðinlegra þegar leið á leikinn - völlurinn nokkuð góður samt.
Dómari: Aðaldómarinn stóð sig nokkuð vel fyrir utan þegar hann stóð í stappi við foreldra - aðstoðarmenn hans voru samt engan veginn að höndla þetta enda einu ári eldri en þeir sem voru inn á!
Áhorfendur: Þó nokkrir létu sjá sig og létu vel heyra í sér.

Liðið:

Krissi í markinu - Kommi og Valli bakverðir - Addi og Gummi miðverðir - Arnþór og Stebbi á köntunum - Anton Sverrir, Nonni og Diddi á miðjunni - Árni Freyr einn frammi. Varamenn: Jóel, Úlli og Tryggvi.

Frammistaða:


Krissi: Gat lítið gert í mörkunum nema kannski öðru markinu! Varði oft vel og skilaði boltanum vel frá sér.
Valli: Meiddist snemma en var í góðum málum í byrjun leiks.
Kommi: Fór snöggt í hægri bakk í byrjun leiks og stóð sig nokkuð vel - hefði mátt vera meira í boltanum.
Gummi: Gríðarlega sterkur og snöggur í miðverðinum – át ég veit ekki hvað margar sóknir.

Addi: Var einnig öflugur og sterkur - en vantaði aðeins að stjórna línunni betur ásamt Gumma.
Stebbi: Var mikið í boltanum í fyrri hálfleik – tók smá tíma að finna árna og hina í fætur en það kom svo að lokum – ágætis leikur.
Arnþór: Sást lítið á kantinum en var snöggur að breyta því á miðjunni - oft átt betri leiki samt.
Nonni: Kom okkur inn í leikinn með þvílíkt flottu marki – annars ágætis leikur.
Anton S: Ágætis leikur - tók smá tíma að koma sér inn í leikinn á miðjunni - en var duglegur að bjóða sig og fá boltann.
Diddi: Klassa barátta allann leikinn, óhræddur við að fara í allar tæklingar en vantaði aðeins að halda boltanum á miðjunni og dreifa honum betur.
Árni F: Komst lítið áleiðis í fyrri hálfleik en gerði sitt og vel það með tveimur flottum mörkum í seinni - óheppinn að bæta ekki við þriðja markinu.

Tryggvi: Komst lítið í boltann á kantinum – vantaði aðeins upp á staðsetningar – en snilldar sending á Árna í þriðja markinu og hársbreidd frá því að jafna leikinn 4-4 í lok leiksins.
Úlli: Stóð fyrir sínu og barðist vel.
Jóel: Kom snemma inn á og leysti stöðuna sína nokkuð vel.


Almennt um leikinn:

+ Komum tvisvar sinnum tilbaka og vorum nærri búnir að jafna leikinn í lokinn.
+ Sterkir og óhræddir að fara í tæklingar.
+ Vorum fljótir og oft á undan KR-ingum á sprettinum, alls staðar á vellinum
+ Héldum haus og duttum ekki í "svekkelsis" pakkann - kláruðum allann leikinn.

- Áttum aðeins of margar "feilsendingar" og misstum boltann of oft miðsvæðis. Hefðum mátt vera sneggir að losa.
- Sóttum lítið upp hægra megin.
- Þurfum að lesa það betur þegar andstæðingurinn ætlar að koma með langan boltann - þeir skoruðu tvö mörk þannig að við stöndum of framarlega og þeir ná að fá stunguna innfyrir, voru hársbreidd á undan okkur og ná að klára.
- Vantaði að vinna aðeins betur saman í vörninni, tala og stjórna hvor öðrum og leysa málin þannig að við breytum vörn í góða sókn eins og skot.

Í einni setningu: Hörkuleikur sem hefði getað endað með jafntefli - en smá agaleysi gerði það að verkum að KR-ingar skoruðu allt of mörk í dag og fara þar með í úrslitaleikinn í stað okkar.

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
B lið
Þróttur 1 - KR 12.


Dags: Mánudagurinn 6.nóvember 2006.
Tími: kl.18.30 - 19.45.
Völlur: KR gervigras.


Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 1-7, 1-8, 1-9, 1-10, 1-11, 1-12.

Stóð sig skást: Viðar Ari (reyndi að djöflast og gera eitthvað að viti).

Mörk:

30 mín - Davíð Þór með klassa mark og kom okkur aftur aðeins inn í leikinn.

Vallararaðstæður: Völlurinn orðinn nokkuð góður en veðrið ansi leiðinlegt; mikið rok og mikill skafrenningur.
Dómari: Einn dómari - ekkert út á hann að setja.
Áhorfendur:
Nokkrir foreldrar létu sjá sig.

Liðið:

Orri í markinu - Daði og Silli bakverðir - Mikki og Sindri miðverðir - Viðar og Dagur á miðjunni - Viktor og Dabbi Þór á köntunum - Salómon og Tryggvi frammi. Varamenn: Reynir og Daníel Örn.

Frammistaða:

Orri: Varði oft mjög vel – hefði mátt koma boltanum betur frá sér í fyrri – svo komu nokkur há skot í seinni sem við þurfum að fara betur í.
Daði: Oft verið miklu betri – vantaði aðeins betri vinnslu og ákveðni.
Silli: Varðist oft mjög vel og fórnaði sér í fullt af boltum en vantaði meiri skipulag hjá allri vörninni.
Mikki: Oft verði sterkari en var kannski ekki alveg á 100% út af veikindum. en þarf að passa að rekja boltann ekki til andstæðinganna, finna frekar besta kostinn og koma boltanum þanngað.
Sindri: Þarf að passa að rjúka ekki í menn, sem og að vinna betur í 1v1 stöðunni – en barðist samt ágætlega.
Dabbi: Vantaði að koma sér meira inn í leikinn með látum – alltaf of rólegur á því – þarf að fá boltann meira og gera eitthvað við hann.
Viktor: Gerði engin misstök þann tíma sem hann var inn á - en fór út af snemma meiddur.
Viðar: Ágætis leikur - var þó nokkuð í boltanum og skilaði honum vel frá sér.
Dagur: Sama hér - ágætisleikur - en vantaði að fá boltann meira frá vörninni. Mætti kalla meira og stjórna inn á.
Salomon: Fékk lítið af boltum í fyrri hálfleik en var samt að skila boltanum vel frá sér og mikið á hreyfingu.
Tryggvi: Keyrði sig út fyrstu 25 og barðist vel en fékk lítið úr að moða.

Danni Örn: Barðist nokkuð vel – vantaði kannski að draga sig betur út á kantinm - vantaði að taka boltann betur niður og finna menn í lappir.
Reynir: Hefði mátt koma sér betur inn í leikinn – en var seigur í seinni hálfleik og óheppinn að skora ekki.

Almennt um leikinn:

+ Bjuggum okkur til fullt af færum og óheppnir að setja ekki fleiri en eitt.
+ Vörðumst oft vel á köflum og Orri vel á tánum.
+ Létum boltann oft rúlla vel á milli manna - og oft var ekki að sjá hvort liðið væri yfir!

- Virkuðum algjörlega hauslausir í vörninni - stjórnuðum ekki hvor öðrum - héldum ekki línu - vörðumst afar illa 1 á 1 og svo mætti telja áfram.
- Nýttum færin okkar afar illa - vorum klaufar og virkuðum stressaðir fyrir framan markið þeirra.
- Fengum strax á okkur mark í seinni hálfleik - eftir um 45 sekúndur - afar slæmt fyrir okkur andlega, og sérstaklega lélegt svona strax eftir peppræðu.
- Hættum að berjast og gengu KR-ingar heldur betur á lagið.
- Fengum á okkur allt of mörg mörk.


Í einni setningu: Leikur sem við viljum gleyma sem allra fyrst - fengum á okkur alltof mörg og afar ódýr mörk - eitthvað sem við látum ekki gerast aftur.

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
C lið
Þróttur 1 - KR 12.


Dags: Mánudagurinn 6.nóvember 2006.
Tími: kl.19.50 - 21.00.
Völlur: KR gervigras.


Staðan í hálfleik: 0 - 5.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 1-5, 0-6, 0-7, 0-8, 0-9, 0-10, 1-11, 1-12.

Maður leiksins: Guðmar (Alltaf í boltanum og óhræddur að fara í menn og tæklingar).

Mörk:

42 mín - Leó Garðar eftir aukaspyrnu utan að velli.

Vallararaðstæður: Orðið frekar kalt um átta leytið og ekki bestu aðstæður til knattspyrnuiðkunnar (en við vælum nú ekki yfir því).
Dómari: Einn dómari sem hefði mátt vera mun virkari en raun bar vitni.
Áhorfendur:
Nokkur létu sjá sig velbúnir - en hefðu nú mátt fá að sjá betri leik!

Liðið:

Sindri í markinu - Guðmundur Ingi og Eyjólfur bakverðir - Óli og Bjartur miðverðir - Þorgeir og Guðmundur S á kantinum - Guðmar og Arnþór F á miðjuni - Seamus og Eiður frammi. Varamenn: Leó Garðar og Birgir Örn.

Frammistaða:

Sindri: Varði fullt af skotum – vantaði kannski smá tal á milli hans og varnarmanns tvisvar.
Eyjólfur: Vantaði soldið að sjá manninn sinn betur og halda línu - en barðis vel.
Gummi Ingi: Ágætis leikur – þarf samt að tala meira og skipuleggja með hinum í vörninni.
Bjartur: Soldið úti að aka í byrjun en vann sig svo inn í leikinn – vantaði að halda betur varnarlega ásamt Arnþóri – báðir miðjumennirnir mega ekki alltaf fara fram og skilja miðjuna eina og óvarða!
Óli: Stóð sig einna skást í dag – öflugur að koma upp með boltann – hefði kannski getað stjórnað meira og bundið vörnina betur saman.
Gummi S: Vantar að vera ákveðnari og vilja fá boltann meira - losa sig frá andstæðingnum.
Þorgeir: Ágætisleikur - sama og hjá Gumma samt - þarf að djöflast aðeins meira og vera óhræddur að fara í menn.
Arnþór: Duglegur að sækja fram en vantaði alla vinnslu tilbaka.
Guðmar: Klassa leikur - barðist eins og ljón og óhræddur við að fara í menn og tæklingar.
Eiður: Reyndi að djöflast frammi en boltinn kom sjaldan fram í fyrri – kom svo sterkari inn í aftari miðju.
Seamus: Reyndi eins og hann gat en vantaði oft aðstoð frammi – var óheppinn að klára ekki tvisvar - en var duglegur að koma sér í færi.

Leó: Kom óvænt í leikinn – búinn að vera meiddur en stóð sig afar vel – djöflaðist á fullu - gott mál að hann sé kominn í lag.

Almennt um leikinn:

+ Gott spil á köflum.
+ Fengum þó nokkur færi sem vildu ekki fara inn.
+ Fín vörn á köflum - lásum leikinn ágætlega.
+ Flott markvarsla hjá Sindra trekk í trekk.

- Vantaði allt tal í alla leikmenn - virkaði eins og það væru 11 ókunnugir að spila!
- Vantaði að spila þéttar þegar KR-ingar komu á okkur.
- Vantaði að hreinsa betur á köflum - og þá útaf eða fram á kantinn - ekki miðsvæðis.
- Létum of oft sóla okkur 1 á 1 - vantaði að halda og bíða eftir aðstoð.

Í einni setningu: Alltof stórt tap miðað við spilið okkar á köflum - megum aldrei hætta og gefast upp - megum ekki leyfa andstæðingnum að finna að við séum hættur því þá gengur hann bara á lagið. En lærum af þessu - og látum þetta ekki gerast aftur.

- - - - -

Jamm og já!

Sælir.

Hvað segja menn þá! Ekkert rosa spes dagur í gær! frekar fáir á
æfingunni og svo þrjú töp á KR vellinum í frekar leiðinlegu veðri.
Týndum líka tveimur boltum :-( og ég og egill vorum ekki nógu spes
á mfl æfingu :-(

Umfjöllun um leikina kemur vonandi á morgun - en þangað til hugsum
við bara jákvætt og spáum í hvað við ætlum að gera betur og læra af
leikjunum - ekki spurning. Mér sýndist menn peppa hvorn annan upp í
gær og ekki vera með einhver leiðindi. Svona á það líka að vera.

Ég skulda svo nokkrum dumle (ef kiddi hefur ekki klárað allt). Kem með það á
morgun, miðvikudag.

Sjáumst á morgun,
Ingvi (í nýju rauðu crocksurunum mar) og co.

Thursday, November 02, 2006

Leikir og æfing á mánudaginn!

Heyja.

Kallinn med blogg beint fra london = i einhverri afar vafasamri
internetbullu >=( sko, tharna reyndi eg ad gera broskall!

Alla veganna, vonandi hafið þið haft það gott - hérna er planið fyrir mánudaginn.
thad aetti ad haldast, en eg var natturulega ekki a fostudagsaefingunni - en ef ad
eitthvad breytist tha verd eg i sambandi vid menn.

Undirbuum okkur vel fyrir leikina - thad er mikid i hufi, en ekkert stress samt.
Og heyrið í mér ef það er eitthvað.

- - - - -

- æfing kl.15.00-16.00 a gervigrasinu - (keppa svo miðvikudag/fimmtudag) :

Arnór Daði - Aron Vikar -Hilmar - Ágúst Bjarki - Ágúst J - Godi - Jonni - Birgir Örn - Egill F - Einar - Gísli Ragnar - Haraldur Örn - Kristófer - Steinar - Ingvar - Elvar Aron - Hákon - Arianit - Kevin Davíð - Matthías - Stefán Karl - Anton Helgi.

- Leikur v KR- mæting kl.16.30 út í KR heimili - keppt við KR frá kl.17.15 - 18.25:

Kristján Orri - Arnar Kári - Arnþór Ari - Árni Freyr - Anton Sverrir - Úlfar Þór - Kristján Einar - Stefán Tómas - Jón Kristinn - Trygvi* - Guðmundur Andri - Jóel* - Valgeir Daði - Kormakur*.

- Leikur v KR- Mæting kl.18.00 út í KR heimili - keppt við KR frá kl.18.30 - 19.45:

Kristófer - Orri* - Dagur Hrafn - Salomon - Þorleifur - Reynir - Vidar Ari - Sindri - Mikael Páll - Daði Þór - Daníel I - Sigvaldi - Daníel Örn - Viktor B - Davíð Þór.

- Leikur v KR- Mæting kl.19.20 út í KR heimili - keppt við KR frá kl.19.50 - 21.00:

Sindri G - Guðmar - Hrafn Helgi - Högni Hjálmtýr - Anton J - Eiður Tjörvi - Eyjólfur - Guðbjartur - Guðmundur S - Guðmundur Ingi - Magnús Helgi - Ólafur Frímann - Seamus - Sigurður T - Arnþór F - Þorgeir.

* = keppa hugsanlega eitthvad i seinni leiknum lika!

- - - - -

Munið eftir öllu dóti.
Finna klefann okkar - vera snöggir að gera sig klára - svo út í góða uppitun - taka á því og gera sitt besta - vonandi 3 stig - sturta og málið dautt.

Halló!

Sælir.

Massa mætingar í gær! Tek á mig skrópið á eldra árs æfinguna (en bjargaði mér fyrir
horn með góðum fréttum!
), en fimleikatíminn var snilld - eldra árið fer svo í næstu viku.

Kiddi fær svo plús fyrir nýju sprett regluna í spilinu. Egill fær ekki plús
fyrir að vinna mig í ungir v gamlir á mfl æfingu :-(

Gleymdi að spyrja hvað þið ætlið að gera í Eiði á þriðjudaginn. Eða marktækifærunum
hjá Arsenal í gær!

Alla veganna,
Æfingin á morgun verður á venjulegum tíma - hjá öllum flokknum kl.16.00 - 17.20 á öllu gervigrasinu (samningaviðræður náðust ekki við eystein og bróðir minn var með bögg).

En Egill og Kiddi stjórna hressri föstudagsæfingu fyrir frí - þeir eru búnir að lofa því :-)

Þeir sem verða farnir út á land taka bara morgunæfingu sjálfir (geta hist niður á gervigrasi) eða tekið á því upp í sveit (eða keflavík)!

Svo tökum við gott helgar/vetrarfrí.
Og á mánudaginn eru þrír leikir og ein æfing. Þannig að allir kíkja á bloggið á sunnudagskvöld/mánudagshádegi.

Ok sör.
Hafið það svaðalega gott um helgina - og reynið að spotta mig á West Ham - Arsenal á
sunnudaginn upp í stúku :-)

Ingvi (fararstjóri á shellmótinu!), Egill (nokkrir dagar í bílpróf!) og Kiddi (ekki ofmetnast á essari reglu!).

Wednesday, November 01, 2006

Smá breyting!

Hey hey.

Það er smá breyting í dag, miðvikudag: Eldra árið æfir kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu út af leik hjá 3.fl kk. (en ekki kl.17.00 eins og á fyrstu æfingatöflunni og ekki kl.16.45 eins og síðast og ekki kl.16.30 eins og ég var búin að auglýsa - laglegt ingvi).

En fimleikarnir haldast hjá yngra árinu.

Heyrumst,
Ingvi

- - - - -

Miðvikudagurinn 1.nóv:

- Eldra árið - æfing kl.16.00 - 17.30 - gervigrasið (fermingargaurar mæta bara beint í spilið).

- Yngra árið - fimleikar kl.19.40 - 20.30 - fimleikahöllinn (klefi 1).

- - - - -

Jóel sér um að láta vogó vita - danni örn sér um að láta laugó vita og anton s sér um að láta langó vita!