Sunday, January 11, 2009

Mán!

Hey.

Gerðum virkilega góða ferð upp á Skaga áðan. Unnum 4-1 og 3 - 0 með mörkum frá Stebba (2), Sveini (2), Bjarna, Danna L og Andra í sínum fyrsta leik með Þrótti (síðan í fimmta :-) Og stúkan var full af þróttaraforeldrum sem skelltu sér í bíltúr upp á Skaga.

Á morgun, mánudag, eigum við svo þriðja leikinn í þessari "törn" - en hann er við Aftureldingu á þeirra heimavelli (úti gervigras) - Það er ekki æfing hjá þeim sem kepptu í dag, í staðinn eigi þið að skokka, fara í sund, smá bolta eða eitthvað álíka - æfing í "hinni" íþróttinni ykkar sleppur auðvitað líka :-)

- Leikur v Aftureldingu - Mæting kl.16.00 upp í Varmá (íþróttahúsið þeirra) - keppt frá kl.16.30 - 17.45:

Kári - Þorkell - Andrés Uggi - Ýmir - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Nizzar - Sigurður Þór - Kristjón Geir - Benjamín - Sigurjón - Sölvi + Kristófer - Breki - Daníel Þór - Viktor Snær.

Endilega verið samferða í bílana. Látið mig strax vita ef þið komist ekki og munið eftir öllu dóti (hlý innanundirföt ef það er kalt).
Þið getið svo skilað peningunum úr happdrættis- og geisladiskasölunni á morgun, en í síðasta lagi á þriðjudaginn (en eldra árið á miðvikudaginn).

Sjáumst í "massívu" stuði í leiknum.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

7 Comments:

At 12:17 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er heima veikur með ælupest, mæti ekki :(
Kv Kári

 
At 2:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Má ég keppa á móti Aftureldingu? keppti ekki í gær.


Aron Brink

 
At 3:01 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég get verið í marki :)



Aron Brink

 
At 9:25 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég held að ég hafi gleimt iPodnum mínum i klefanum...getur verið að þú eða Teddi hafiðtekið hann?:D

 
At 10:04 AM, Anonymous Anonymous said...

sorry að ég komst ekki á leikinn á mánudaginn. pabbi tékkaði á bloggið og sá mig ekki i liðinu og hélt að ég átti ekki að keppa

 
At 10:16 AM, Anonymous Anonymous said...

er æfing á þriðjudaginn 14 jan því það stendur að það er ekki æfing á dagatalinu

 
At 9:09 PM, Anonymous Anonymous said...

birkir - held að þú hafir gleymt honum í bílnum hjá tvíburunum!

 

Post a Comment

<< Home