Æfingaleikir v ÍA - sun!
Það var "road trip" upp á Skaga í gær - kepptum í nýju "hlýju" höllinni þeirra. Nutum okkar vel og kláruðum báða leiki, með nokkuð fínum leikjum. 4 strákar að spila fyrsta leikinn sinn með okkar, þrír eftir smá pásu reyndar. En framhaldið lítur vel út. Allt um leikina hér:
- Hvaða leikur: Æfingaleikur v ÍA - A lið.
Dags: Sunnudagurinn 11.janúar 2009.
Tími: kl.11.30 - 12.45.
Völlur: Gervigrashöllin upp á Skaga.
Dómarar: KSÍ dómari frá þeim tók báða leikina - virkilega nettur og pró.
Aðstæður: Gríðarlega kalt inni í höllinni, menn á hreyfingu létu það audda ekki á sig fá en vont var að standa kyrr í þrjá tíma! Grasið var sweet.
Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 4 - 1.
Maður leiksins: Sveinn Andri.
Mörk: Sveinn Andri (2) - Stefán Pétur (2).
Liðið: Vésteinn í markinu - Palli og Árni bakverðir - Anton Orri og Jovan miðverðir - Jón Konráð og Elvar á köntunum - Daði og Njörður bakverðir - Aron Bj. og Sveinn Andri frammi. Varamenn: Stefán Pétur, Arnar P og Hörður Sævar.
Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!
Almennt um leikinn:
Í heildina frekar flottur leikur hjá okkur - Fengum virkilega góð færi og óheppnir að bæta ekki við mörkum. Við vorum fljótari en vanalega að bera boltann upp völlinn, en við þurfum að fara betur í hvaða leiðir við veljum.Varnarlega vorum við samt ekki alveg nógu öruggir - ÍA-menn voru grimmir á miðjunni og mjög fljótir fram á við. Við seldum okkur of oft og svo vantaði að vera meira á tánum því allt of margir boltar fóru fram hjá okkur. Við hefðum líka mátt loka betur á sendingarmanninn og bakka aðeins betur.
Lítið var um tal (eins og fyrri daginn) - og sumir frekar ryðgaðir í sendingum.
- Hvaða leikur: Æfingaleikur v ÍA - B lið.
Dags: Sunnudagurinn 11.janúar 2009.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrashöllin upp á Skaga.
Dómarar: KSÍ dómari frá þeim tók báða leikina - virkilega nettur og pró.
Aðstæður: Gríðarlega kalt inni í höllinni, menn á hreyfingu létu það audda ekki á sig fá en vont var að standa kyrr í þrjá tíma! Grasið var sweet.
Staðan í hálfleik: ?
Lokastaða: 3 - 0.
Maður leiksins: Jökull.
Mörk: Andri Már - Daníel L - Bjarni Pétur.
Liðið: Vésteinn í marki - Viktor Snær og Bjarni Pétur bakverðir - Daníel L og Gunni miðverðir - Daníel Þór og Breki á köntunum - Jökull og Jón Kaldal á miðjunni - Brynjar og Andri Már frammi. Varamenn: Jónas, Jakob, Birkir Örn, Ólafur Guðni og Björn Sigþór.
Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home