Tuesday, January 20, 2009

Mið!

Sæler kjaps.

"Chekið" á færslunni hér fyrir framan ef þið lásuð hana ekki!

Yngra árið nett í dag - kannski soldið ryðgaðir í fótboltatennis en við vinnum í því. Set svo tölurnar úr sprett-testinu inn seinna í kvöld hér neðst!

Frekar stór breyting á æfingatíma eldra ársins á morgun, miðvikudag. Hún verður sem sé innanhús :-) En í íþróttahúsi Réttarholtsskóla (andri, gunni og jökull væntanlega sáttir með það) sem er aðeins úr fyrir hverfi! Hún er einnig soldið snemma - en vona að menn komist - alla veganna í klukkutíma:

- Mið - Æfing - Eldra árið - Íþróttahús Réttó - kl.14.30 - 16.00.

Bjössi þjálfari 3.fl kvk er að redda okkur - og Doddi og einhver annar úr meistaraflokknum sjá um æfinguna (kallinn á fundi í langó). Ég er búinn að segja þeim að þeir mættu setja ykkur massa púl að eigin vali - en þið getið reynt að "dobbla" þá í eitthvað annað!

Látið þetta berast - og heyrið í mér ef þið komist ekki.
Annars bullandi fimm á fimm!
Og svo sjáumst við á föstudag.
Ingvi (869-8228).

p.s. Til að komast að Réttarholtsskóla þá keyrir maður yfir brúnna yfir Miklubraut (fram hjá McDonalds (samt plússtig ef þið vitið ekki hvar mcdonalds er), framhjá apóteki og sjoppu og svo sjáið þið hann á vinstri hönd (íþróttahúsið er bakvið skólann).
p.s. vill svo skemmtilega til að langó mætir rettó í næstu umferð í "nema hvað"!

- - - - -

7 Comments:

At 10:11 PM, Anonymous Anonymous said...

eru bara þeir sem eru taldir ''bestir'' á æfingunum hjá Dennis Danry?

eða er þessu skipt?

 
At 10:52 PM, Anonymous Anonymous said...

Hey. Vill helst ekki ræða svona mál á þessu blessaða commenta kerfi - en vill samt segja að okkur fannst þessir leikmenn hafa skarað fram úr að mörgu leyti undanfarna vikur/mánuði - alveg eðlilegt að það séu ekki allir sammála okkur - einnig eru fleiri sem eru búnir að vera að standa sig mjög vel. Og já, ég ætla rétt að vona að fleiri komi til með að standa sig vel næstu vikur og fá þar með tækifæri hjá Dennis. Ok sör.

 
At 2:59 PM, Anonymous Anonymous said...

kemst ekki á æfingu í dag var í jarðaför hjá afa mínum kv: Sveinn Andri

 
At 3:12 PM, Anonymous Anonymous said...

hvenær koma timarnir á sprettinum vér og við erum orðnir dálitid spenntir

 
At 3:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Komst ekki á æfingu vissi ekki hvar þetta var og skólinn var búinn 14:25 og ég var ekki með dót í tösku í skólanum né far:S

 
At 4:34 PM, Anonymous Anonymous said...

sorrí ég skrifaði ekki nafnið mitt en það var ég sem skrifaði þett ÞARNA FYRST


K.V. kristjón

 
At 7:59 PM, Anonymous Anonymous said...

hvenær koma timarnir á sprettinum ég komst ekki á æfingu en ég er að sjá hverjir voru fyrstir

 

Post a Comment

<< Home