Sunday, January 25, 2009

Mán!

Sælir meistarar.

Takk fyrir helgina - fín æfing í gær í höllinni - Sindri Már reddaði okkur og tók hana, erum að reyna klófesta hann í aðstoð. Væri nett að hafa einn innitíma á viku en svona er etta!

Tveir leikir í dag, sunnudag, sem töpuðumst báðir :-( Ekki oft sem það hefur gerst á þessu tímabili, en alltaf er eitthvað fyrst! Vorum hreinlega ekki nógu góðir í dag, of margir leikmenn á hálfum hraða og mættu ekki tilbúnir til leiks. Einnig hefðu æfingarnar í vikunni geta verið betri hjá mér sem og undirbúningurinn í dag - og þetta var einnig þriðja leikjahelgin í röð.

Það sem er næst á dagskrá er Íslandsmótið innanhús um næstu helgi, leikur hjá þeim sem hvíldu núna um helgina, og svo eitthvað fjör - alveg komin tími á það (auk þess sem við vinnum í þeim hlutum sem við getum bætt).

En það er mánudagur á morgun, fyrst æfing um morgunin hjá Dennis hjá nokkrum leikmönnum, svo venjulegar æfingar hjá okkur:

- Æfing - Yngra árið - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Æfing - Eldra árið - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Veit af Nema hvað um kvöldið, en menn ættu samt alveg að ná æfingu og dobbla svo einhvern í skutl! Teddi hlýtur svo að koma með fríhafnarnammi á liðið!

Ok sör.
Sjáumst hressir á morgun.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

2 Comments:

At 7:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Kemst ekki á æfingu á morgun (mánudag)er að fara spila með 5fl.
kv.Gabriel ingi

 
At 4:13 PM, Anonymous Anonymous said...

ég kemst ekki heldur á æfingu í dag :/

 

Post a Comment

<< Home