Æfingaleikur v FH - sun!
Já.
Síðasti leikurinn við FH var háður áðan í Egilshöllinni - þrátt fyrir topp aðstæður og nánast fullan leikmannahóp þá töpuðum við með allt of stórum mun. Allt um það hér:
- Hvaða leikur: Æfingaleikur v FH - A lið.
Dags: Sunnudagurinn 18.janúar 2009.
Tími: kl.17.30 - 19.00.
Völlur: Egilshöll.
Dómarar: Vill meina að við vorum bara nettir í heildina - snilld að fá Sindra í leikinn. Ég hefði hugsanlega átt að flauta mark nr.5 af því boltinn var á hreyfingu í aukaspyrnunni. Svo settu þeir mark nr.9 þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma (hljóma eins og íþróttafréttamaður).
Aðstæður: Alltaf geggjað að spila í Egilshöllinni.
Staðan eftir fyrsta hálfleik: 0 - 5.
Staðan eftir annan hálfleik: 1 - 5.
Lokastaða: 4 - 9.
Maður leiksins: Jón Konráð / Daði.
Mörk: Sveinn (2) - Stefán Pétur (2).
Liðið: Hörður Sævar í markinu - Daníel L og Anton Orri bakverðir - Elvar Örn og Jovan miðverðir - Jón Konráð og Þorsteinn Eyfjörð á köntunum - Njörður og Daði á miðjunni - Sveinn Andri og Aron Bjarna frammi. Varamenn: Vésteinn, Jökull, Andri Már, Stefán Pétur og Páll Ársæll.
Frammistaða:
Hörður Sævar: Bjargaði glæsilega 3-4 sinnum - svo voru kannski 2-3 fifty fifty boltar sem hann hefði getað klárað betur. Þarf svo aðeins að laga hvernig hann stjórnar og hvetur félagana áfram.
Anton Orri: Í heildina duglegur, vann sína stöðu nokkuð vel - en kannski 1-2 návígi sem ég hefði viljað að hann næði að klára betur.
Daníel L: Sama hér - leysti sína stöðu vel, var með þeirra sterkasta mann - sumar sendingar klikkuðu en hélt samt áfram og kláraði leikinn vel.
Elvar: Jarðaði alla bolta þegar hann var ekki að láta mótlætið trufla sig. Átti fína spretti á kantinum en tók aðeins of margar snertingar á köflum (reyndar vantaði að menn kæmu í aðstoð en góðir leikmenn eiga að leysa það).
Jovan: Byrjaði leikinn ekki nógu vel - en komst svo betur og betur í gang - vantaði að stjórna betur í vörninni - en var fínn á miðjunni.
Þorsteinn: Duglegur í dag - vantaði kannski aðeins upp á touchið í byrjun á kantinum - var samt mikið í boltanum. Las leikinn nokkuð vel tilbaka, vann flest návígi en vantaði alveg að reka liðið út og setja meiri pressu á fh-ingana.
Daði: Kláralega einn öflugasti leikmaðurinn inn á vellinum - mikil yfirferð, djöflaðist vel, duglegur að koma sér á skrið og sækja hratt - en hefði mátt losa boltann fyrr á köflum með því að koma félögunum betur í gegn.
Njörður: Nokkuð nettur í dag, sérstaklega í miðverðinum í lokin - var alveg í bakinu á mönnum og át fullt af boltum.
Jón Konráð: Topp leikur - komst trekk og trekk í gegn með góðum sprettum - flottar hornspyrnur og margar góðar sendingar fyrir - óheppinn að þær gáfu ekki 2-3 mörk.
Sveinn: Topp leikur - átti fullt af skotum á markið, duglegur að koma sér í færi - tvö mörk. Ekki hægt að biðja um meira.
Aron Bj: Sprækur þann tíma sem hann spilaði - kom sér í góð færi og var óheppinn að klára ekki. Þarf samt að passa að detta ekki í pirringinn - frekar í peppið! Verður vonandi ekki lengi frá.
Vésteinn: Góð innkoma - kom boltanum vel frá sér - gat lítið gert í síðustu tvcimur mörkunum.
Stefán Pétur: Tvö mörk í tveimur leikjum - það er ekki slæmt. Vantar stundum að vera meira á tánum, en annars í fínum málum.
Andri Már: Fínn leikur - í báðum stöðum. Vantaði herslumunin að fara alla leið og klára í tvö skipti.
Jökull: Virkilega "solid" leikur - í báðum stöðum. Með betri mönnum í dag.
Palli: Fín keyrsla í dag - þarf stundum að passa að losa boltann aðeins fyrr - en í heildina sáttur með hann.
Almennt um leikinn:
Veit ekki alveg skýringuna strákar á þessu stóra tapi - í heildina litið þá vorum við ekki lakari aðilinn í leiknum, ef eitthvað er þá vorum við meira með boltann og sóttum meira á þá. En þeir skoruðu bókstaflega í hverri sókn í fyrsta leikhlutanum - við vorum náttúrulega ekki vaknaðir og virkuðum allt of linir. Misstum menn í gegn frá miðjunni og kantinum, kláruðum ekki okkar menn inn í teig og skömmuðumst út í hvern annan - fengum 2 virkilega ódýr mörk á okkur og niðurstaðan 5-0 á 25 mínútum, sem er eiginlega bara djók!
FH-ingar vissulega sterkir - voru með 1-2 yfirburðaleikmenn - voru ótrúlega góðir að snúa með boltann og enn betri í 1 á 1.
Það var allt annað að sjá okkur í öðrum leikhluta - Vörnin mjög traust og sóttum við enn af krafti þrátt fyrir að vera undir. Vorum virkilega hættulegir upp hægri kantinn og klaufar að setja ekki fleiri en eitt mark eftir nokkrar virkilega flottar sóknir - en "keeperinn" þeirra átti líka svaðalega góðan dag. Hornin í dag voru afar góð - held við fengum alveg 7 stk - 3 góðir skallar fóru rétt yfir.
Framan af síðasta leikhlutanum vorum við komnir í gírinn - náðum að minnka muninn í 3 mörk, menn komnir aftur með sjálfstraust og fínn andi í liðinu. Ætluðum okkur kannski of mikið á köflum - vantaði stundum að losa aðeins fyrr. Svo kom aftur slakur kafli alveg í lokin þar sem þeir slökktu alveg á okkur - og enn komu mörk í ódýrari kantinum!
Aðrir punktar: Vantaði að bakverðir kæmu meira með í sóknina, vantaði aðeins upp á að "slútta" fyrirgjöfunum, áttum að "setjann" úr horni, plís förum að tala meira og loks loka betur á skot.
Eftir svona leik þá vill maður bara eitt: fá annan leik sem allra fyrst svo maður getur gert betur - vinn í því - en annars er bara að líta á það sem gott var - bæta slæmu punktana, sem ætti ekki að vera mikið mál. Vinnum í varnaræfingum í vikunni, stimplum inn meiri jákvæðni í harða drifið og þjöppum okkur aðeins meira saman.
Birkir Már var meiddur og hvíldi í dag, Aron Bjarna meiddist í fyrsta leikhluta og svo vantaði Aron Brink. Helmingur var mættur á réttum tíma (skv. minni klukku), við tókum ágætis upphitun og svo fengu allir sturtusekt nema einn (mar fer ekki sveittur í gallabuxurnar strákar).
Svo bara áfram með smjörið - ekkert "panikk" - næsta verkefni verður klárt fljótlega, mætum vel á æfingar og verðum pottþétt ready þá.
2 Comments:
Flott framtak Ingvi ;)
-Aron
Sammála Aroni! Kv. Palli :D
Post a Comment
<< Home