Fös!
Jamm jamm.
Friday á morgun - er svo innilega ekki að hata það! Á planinu okkar stóð Cooper Test og ætlum við að halda okkur við það að mestu - þ.e. við munum hlaupa 6 hringi á Laugardalsvellinum (6 * 400m : 2.4 km) á tíma. Passið að vera vel skóaðir - Klárum þetta leikandi.
Þannig að það er mæting kl.15.30 niður í Þrótt, og svo trítlum við saman niður á völl:
- Skokk + Æfing - Allir - Gervigrasið kl.15.30 - 17.00.
Endum svo á nettu spili á grasinu, gerum okkur ready í leikina sem eru framundan.
Sjáumst sprækir,
Ingvi og Teddi.
- - - - -
p.s. Flöskusöfnun á Laugardaginn!
Laugardaginn 10. Janúar verður Knattspyrnudeild Þróttar með flöskusöfnun frá kl. 11:00-14:00. Flestir eiga eftir hátíðarnar mikið af dósum og flöskum í geymslu, hvernig væri að láta Þrótt fá þetta í styrk og losna í leiðinni við að flokka og fara með í endurvinnsluna. Aldrei fyrr hefur stuðningur íbúa hverfisins verið okkur eins mikilvægur til uppbyggingar á enn öflugra barna- og unglingastarfi. Um 80 sjálfboðaliðar koma að verkinu og eru það iðkendur í 5., 6. og 7. Flokkur karla og kvenna fara um hverfið og safna saman pokunum. Eina sem þú þarft að gera er að setja pokann með umbúðunum óflokkaðan út fyrir dyr og við komum og pikkum hann upp.
Með von um jákvæð viðbrögð,
Knattspyrnudeild Þróttar
3 Comments:
er ekki 8 hringir á 12 mín:D:X
Gunnar R.
jú þannig er cooper testið - en við köllum okkar bara suuper test á morgun!
fáum við einhvern pening fyrir flöskurnar
Post a Comment
<< Home