Friday, January 02, 2009

Útihlaup!

Sælir drengir.
Duglegir í dag??

Næstu tveir mánuðir fara að miklu leyti í grunnþol hjá okkur - eitthvað verður um hlaup og aðrar æfingar sem hjálpa okkur að komast í tipp topp form fyrir vorið.

Við hlupum 7 sinnum fyrir jól (sleppur, en hefðum getað bætt við 2-3 föstudögum)! Erum samt ánægður með ykkur. Nokkrir náðu að mæta alltaf, en sumir skulda (mæta bara 100% héðan í frá). Ég er líka spenntur að sjá Tedda í hlaupaskónum á nýju ári :-)

Við ætlum að gera þetta aðeins skipulagðara héðan í frá - nákæmar vegalengdir ættu að koma á dagatalið sem verður dreift á mánudaginn.

En hérna eru "the top five runners" á hvoru ári - fulll mæting (7 skipti):

- Eldra ár: Anton Orri - Birkir Már - Daníel L - Elvar Örn - Sveinn Andri.

- Yngra ár: Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Nizzar - Sölvi - Þorkell.

Ok sör,
Ingvi (4 skipti) og Teddi (0 skipti).

p.s. svo óskum við Tedda til hamingju með afmælið (46 ára held ég) (djö er ég alltaf leiðinlegur við hann). En það hljóta einhverjir að smessa á kallinn :-)

- - - - -

3 Comments:

At 8:58 PM, Anonymous Anonymous said...

Hey mætti ég ekki á allar skokkæfingarnar? :D

 
At 9:26 PM, Anonymous Anonymous said...

en mætti ég ekki líka á allar hlaup æfingarnar ?? ekki alveg viss samt :)

 
At 9:46 PM, Anonymous Anonymous said...

meila á þig á morgun nonni þinni mætingum, en vantar þitt meil palli.

 

Post a Comment

<< Home