Saturday, January 24, 2009

Sun - leikir!

Blessaðir félagar.

Tvö "röfl" til að byrja með! Veit að það hafa verið bölvuð hlaup á mér í vikunni - Teddi náttúrulega í fríi en nokkrir hafa hlaupið í skarðið og reddað mér, sem er snilld. Erum að vinna í að fá aðstoðarmann, það myndi bara gera starfið hjá okkur flottara.

1. En í morgun voru 4 boltar í boltapokanum, af þeim 9 sem fóru út þegar æfingin byrjaði í gær. Ég lýsi eftir leiðtogum í að hjálpa mér og Tedda að halda utan um dótið okkar, ganga frá og telja ofan í pokann o.þ.h. - ekki bara drífa sig strax heim eftir æfingu.

2. Annað - Skil að menn verði pirraðir á æfingum, tapa sínum leik, fá högg, eruð mis sammála þjálfaranum ofl. En ég bið ykkur að hugsa aðeins betur um félagana, ekki detta í fýluna og ekki segja eitthvað sem þið sjáið eftir - hvað þá að fara í einhverja rugl-tæklingu og meiða. Takið það til ykkar sem eiga!

En að aðalmálinu - tveir leikir hjá okkur á morgun, sunnudag. Frí hjá öðrum og svo væntanlega venjulegar æfingar á mánudaginn. En svona lítur þá planið út:

- Æfingaleikur v Val - Mæting kl.12.00 niður á gervigras (klefa 2) - keppt frá kl.12.30 - 13.45:

Kristófer Karl - Birkir Örn - Daníel Levin - Gunnar Reynir - Jónas - Árni Þór - Björn Sigþór - Brynjar - Arnar P - Daníel Þór - Viktor Snær - Breki - Hörður Gautur - Nizzar.

- Æfingaleikur v ÍR - Mæting kl.14.00 upp á ÍR-völl - keppt frá kl.14.30 - 15.45:

Hörður Sævar - Vésteinn - Jökull - Jón Konráð - Daði - Aron Bjarna - Jovan - Anton Orri - Njörður - Sveinn Andri - Stefán Pétur - Elvar Örn - Aron Brink - Andri Már - Bjarni Pétur - Jón Kaldal.

Láta mig strax vita ef þið komist ekki - Undirstrikaðir láta mig vita hvort þeir séu klárir. Taka allt dót með í tösku (nú förum við að merkja við) og undirbúa sig vel.

Sjáumst hressir,
Ingvi og Teddi.

- - - - -

1 Comments:

At 11:20 AM, Anonymous Anonymous said...

hvaðp á að hafa með

 

Post a Comment

<< Home