Laug - íslandsmótið innanhús!
Hópurinn:
Leikirnir
1 lau. 31. jan 17:34 Innimót - 4. fl. karla A - Þróttur R. Fylkir
2 lau. 31. jan 18:08 Innimót - 4. fl. karla A - Álftanes Þróttur R.
3 lau. 31. jan 18:39 Innimót - 4. fl. karla A - Grótta Þróttur R.
4 lau. 31. jan 19:13 Innimót - 4. fl. karla A - Þróttur R. Snæfellsnes
Á sunnudaginn er svo æfing hjá yngra árinu og þeim sem ekki eru í innanhúsboltanum (kl.12.00 - auglýsi það betur á morgun). Veit að fleiri hefðu viljað spreyta sig á morgun, en lið sem sýnir samstöðu og er sterkt inn á vellinum og fyrir utan, er í góðum málum = þannig að það væri virkilega gaman að sjá leikmenn mæta, horfa á og hvetja á morgun (teddi verður líka með bland á bekknum).
Heyrið annars í okkur ef það er eitthvað.
Ingvi og Teddi
- - - - - -
Helstu reglur:
Völlurinn. Leikið er á handboltavelli á handboltamörk. Vítateigurinn er sá sami og í handbolta. Víti er tekið á vítateigslínunni (6 m). Einnig er merktur vítapunktur á 10 m., nefnist það ytra vítamerki.
Boltinn. Nota skal sérstakan futsalbolta. Nr. 4 í öllum aldursflokkum (5 fl. – mfl.)
Fjöldi leikmanna. Fjöldi leikmanna er 5 með markmanni. Varamenn mega vera 7. Skiptingar er frjálsar. Leikur er ekki stöðvaður þegar skipt er um markmann. Skiptingar fara fram á sérstöku skiptisvæði. Leikmaður skal áminntur þegar skiptingar eru ekki rétt framkvæmdar.
Búnaður leikmanna. Allir leikmenn skulu vera með legghlífar. Markmaður skal vera vel aðgreinanlegur frá öðrum leikmönnum.
Upphaf leiks og leikur hafinn að nýju. Skora má úr upphafsspyrnu. Upphafsspyrna á miðju er tekin eftir hvert mark. Fjarlægð andstæðinga skal vera 3 m.
Knöttur í og úr leik. Ef bolti hæfir loft hússins skal andstæðingurinn taka innspark næst þeim stað sem boltinn snertir loftið.
Leikbrot og óviðeigandi hegðun. Rennitæklingar eru bannaðar. Þegar leikmanni er vikið af leikvelli má nýr leikmaður koma í hans stað eftir tvær virkar mínútur.
Eftir að markvörður losar sig við knöttinn (með höndum eða fótum) má hann ekki snerta hann eftir sendingu frá samherja nema boltinn hafi farið yfir miðlínu eða verið snertur af andstæðingi. Þetta á við í hvert skipti þegar um er að ræða snertingu hvort heldur er með höndum eða fótum. Markvörður má bara hafa vald á knettinum í 4 sek. á eigin vallarhelming. Þetta á bæði við um snertingu með höndum og fótum. Dæmd er óbein aukaspyrna í báðum tilfellum.
Aukaspyrnur. Andstæðingar skulu vera 5 m. frá boltanum í aukaspyrnum. Leikmenn hafa 4 sek. til að taka spyrnuna.
Uppsöfnuð leikbrot. Beinar aukaspyrnur teljast til uppsafnaðra brota. Þegar lið hefur brotið af sér 6 sinnum í hvorum háfleik (beinar aukaspyrnur), fær andstæðingurinn aukaspyrnu (víti dæmt innan vítateigs) í hvert sinn eftir það sem tekin er á ytra vítamerkinu, nema brotið hafi verið nær, þá er það tekið á þeim stað. Varnarliðið fær ekki að setja upp varnarvegg. Markvörður skal vera a.m.k í 5 m. fjarlægð.
Innspark. Leikmenn hafa 4 sek. til að taka spyrnuna. Mark er ekki skorað úr innsparki.
Markkast. Í stað markspyrnu er markkast. Mark er ekki skorað úr markkasti. Markvörður hefur 4 sek. til að losa sig við boltann.
Hornspyrna. Andstæðingar skulu vera 5 m. frá hornboganum í hornspyrnum. Leikmenn hafa 4 sek. til að taka spyrnuna.
6 Comments:
smá pæling
var að pæla hvort maður á að koma með sínar treygjur???
elvar
ég er ekkert búinn að komast þessa vikuna vegna þess að ég er búinn að vera á skíðaæfingum
-pétur jökull
ég veit ekki hvort ég kem á sunnudaginn en ég kem öruglega á mán.
þú ræður elvar, verðum alla veganna með nóg af treyjum. Oki Pétur (öfunda þig feitt). og veit af þér arnar.
af hverju var eki markmannsæfing
kv.ristofer
útaf þesuu drasli hjá eldri sem við megum ekki vera með í
Post a Comment
<< Home