Tuesday, January 13, 2009

Æfingaleikur v Aftureldingu - mán!

Heja.

Síðasti leikurinn í þessari törn var við Aftureldingu á þeirra heimavelli í gær. Aðstæður ekkert spes - en við stóðum okkur vel, djöfluðumst allir saman og unnum verðskuldað. Allt um leikinn hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Aftureldingu - C lið.

Dags: Mánudagurinn 12.janúar 2009.
Tími: kl.16.30 - 17.30.
Völlur: Gervigrasvöllurinn upp í Mosó.

Dómarar: Þjálfarinn þeirra tók fyrri en Teddi seinni - stóðu sig báðir afar vel.
Aðstæður:
Mjög kalt en stillt - smá fönn á vellinum en ekkert rosa sleipt.

Staðan í hálfleik: 4 - 0.

Lokastaða: 7 - 0.

Maður leiksins: Nizzar.

Mörk: Sigurjón - Andrés Uggi - Nizzar 2 - Breki - Sölvi - Þorkell.

Liðið: Addi (markmaður aftureldingar) í marki - Benni og Matti bakverðir - Þorkell og Ýmir miðverðir - Nizzar og Sölvi á köntunum - Kristjón aftari miðja - Sigurjón og Sigurður Þór fremri miðja - Andrés Uggi einn frammi. Varamenn: Pétur Jökull, Breki og Hörður Gautur.

Frammistaða:

Flestir að standa sig mjög vel - Nizzar var mjög öflugur - Sigurjón átti toppleik og vorum við virkilega ánægðir með hann. Vörnin lét vel, Benni og Matti í bakverðinum og Ýmir og Þorkell átu alla bolta. Gott að fá Hörð Gaut aftur sprækann.

Almennt um leikinn:

Það var frekar kalt upp í Mosó - snjór á vellinum en ekkert sleipur samt. Við byrjuðum af krafti og sóttum stíft á þá í byrjun. Náðum að komast nokkrum sinnum í gegn og náðum að setjann snemma.

Vorum duglegir að stoppa þeirra sóknir á miðjunni, komust fyrir þeirra sendingar og hófum sókn strax.

Vantar enn að bakverðir komi meira með í sóknina, vinnum í því.

Fengum lánaða markmenn frá Aftureldingu sem var snilld, en það reyndi ekki mikið á þá. Við átum alla bolta sem komu inn fyrir og fengu þeir bara örfá færi.

Við vorum meir að segja klaufar að klára ekki betur nokkur færi - hefðum mátt skjóta meira á markið, fórum stundum aðeins of langt og héldum boltanum aðeins of lengi.

En í heildina flottur leikur hjá okkur.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home