Akademía Þróttar!
Sælir strákar.
Eins og ég er búinn að nefna nokkrum sinnum áður þá er Þróttur sem sé að fara á stað með akademíu; afreksþjálfun, sem Dennis Danry, leikmaður meistaraflokks Þróttar mun sjá um, ásamt einhverri aðstoð frá hinum þjálfunum félagsins. Einnig mun nýi markmaður meistaraflokks og jafnframt nýi markmannsþjálfari félagsins vera honum innan handar.
6 leikmenn (5 útileikmenn og 1 markmaður) eru nú valdir úr 4.flokki, 3.flokki og 2.flokki - alls 18 leikmenn.
Leikmennirnir úr 4.flokki sem núna eru valdir eru: Aron Bjarna - Birkir Már - Daði - Hörður Sævar - Jón Konráð - Sveinn Andri.
Æfingarnar verða á mánudags og miðvikudagsmorgnun (fyrir skóla), kl.06.30 - 07.30, á gervigrasinu okkar. Gott að vera mættur 6.15 og mjög mikilvægt að láta vita í tíma ef maður kemst ekki, því hann miðar æfingarnar örugglega við akúrat 18 manns.
Fyrsta æfing er í fyrramálið, miðvikudaginn 21.jan, kl.06.30 á gervigrasinu okkar. Hugsanlega bætist við fleiri æfingar þegar fram líða stundir. Dennis útskýrir örugglega bæði fyrir okkur og strákunum hvernig hann hefur hugsað þetta.
Nú er um að gera að standa sig, bæði á okkar æfingum og séræfingunum - það er ekkert sjálfgefið að vera í þessum hópi, og alls ekki ólíklegt að fleiri bætist við.
Vona að allir taki þessu framtaki vel.
Ekkert mál að heyra í mér ef einhver hefur einhverjar spurningar varðandi þetta.
Segjum það,
Ingvi og co.
- - - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home