Thursday, November 13, 2008

Fös!

Ble.

Takk fyrir síðast, það var mjög nett á miðvikudaginn. Föstudagur á morgun, tökum hann eins og vanalega, hlaup á undan og svo spil. Vona að menn slaki ekki á heima út af smá hlaupi!

Það er svo komið á hreint að við eigum leik v Fylki í C liðum á sunnudaginn kl.14.20 í Egilshöllinni (úrslit haustmótsins). Býst við að A og B lið taki þá æfingu á laugardaginn.

Alla veganna:

- Skokk + æfing - Allir - Gervigrasið - kl.15.30 - 17.00.

Hringurinn verður svona: Upp á Suðurlandsbraut - Út hana að Skeiðarvogi - framhjá Vogaskóla og til vinstri inn Langholtsveginn - Út hann og niður hjá Langholtsskóla og Holtavegi - Laugardalurinn heim. Ég segi 3.5km - Spurning um að gera góðann "playlista", þeir sem hafa tök á því. Annars verð ég bara í spjallinu við hina :-) Og note-bene þá tókum við 2.8km síðast (hringur+hopp muniði).

Sjáumst eldhressir,
Ingvi og Teddi.

p.s. Félagið ætlar að bjóða nýjum iðkendum að æfa frítt í nóvember og hvetjum við ykkur að láta félaga ykkar vita af því - við tökum svo sérstaklega vel á móti þeim.

Við erum ca.45 í flokknum, sem er gott, en væri náttúrulega enn betra ef við getum bætt aðeins við þá tölu :-)

- - - - -

3 Comments:

At 10:20 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég kemst ekki :(

Ég er að fara í afmæli:''d

 
At 1:51 PM, Anonymous Anonymous said...

kemst ekki á æfingu því ég er meiddur í ristinni sorry hvað þetta kemur seint en ég ætlaði bara að sjá til hvort þetta lagaðist eitthvað en það gerði það ekki þannig að ég kem ekki.

 
At 3:54 PM, Anonymous Anonymous said...

okei ég var að koma frá Reykjum kem á æfingu á mán eða bara næstu æfingu !!!

 

Post a Comment

<< Home