Sunday, November 09, 2008

Æfingleikir v HK - sun!

Jójójó.

HK bauð okkur í æfingaleiki í dag - snilld að fá tækifæri að spila inn í Fífunni - okkar líkaði það greinilega því við áttum svaðalegan dag - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Eldra ár v HK - Æfingaleikur.

Dags: Sunnudagurinn 9.nóvember 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.30.
Völlur: Fífan.

Dómarar: Þriggja dómarasystem hjá HK - bara nokkuð góðir.
Aðstæður: Inni í Fífunni - toppaðu það (oki, kórinn, styttist í leik þar).

Staðan eftir fyrstu 30mín: 5 - 2. Staðan eftir 60mín: 11 - 2.

Lokastaða: 13 - 2.

Maður leiksins: Aron Bj - Daði.

Mörk: Daði (3) - Jón Konráð - Sveinn Andri - Björn Sigþór - Aron Bj (4) - Jovan (2) - Njörður.

Liðið: Hörður í markinu - Birkir Örn og Árni Þór bakverðir - Elvar Örn og Birkir Már miðverðir - Jón Konráð og Jovan á kantinum - Bjarki L og Anton Orri á miðjunni - Daði í free role og Sveinn Andri einn frammi. Varamenn: Pétur Jóhann, Aron Bj, Njörður, Arnar, Björn, Ólafur Guðni, Brynjar, Þorsteinn og Aron Br.

Frammistaða: Markamaskínurnar áttu virkilega góðan dag - en auk þess voru flestir að skila góðri vinnu. Hörður var ekki alveg vaknaður í fyrsta leikhluta, en fanta góður í síðustu tveimur. Og varnarleikurinn prýðilegur út leikinn.

Almennt um leikinn:

- Kantmennirnir hefðu mátt vera grimmari í boltann.

- Vantaði að finna menn betur í svæði.

- Fá fleiri langa bolta úr miðverðinum.

- Þeir fengu tvö færi - og skoruðu tvö mörk - vantaði smá einbeitingu þá!

- Tala betur - og hvetja með réttum tón (sumir enn að klikka á þessu).

- Vantaði betri stjórnun á köflum

- Hefði viljað sjá aðeins meiri gleði (ekkert flott fagn í dag)!

- Vantaði hjá sumum að mæta á réttum tíma, sumir eru enn að mæta í dótinu og beint í gallabuxurnar eftir leik - en annað í góðu lagi, flott upphitunin og menn vel ready.

- - - - -
  • Hvaða leikur: Yngra ár v HK - Æfingaleikur.

Dags: Sunnudagurinn 9.nóvember 2008.
Tími: kl.16.00 - 17.30.
Völlur: Fífan.

Dómarar: Teddi tók etta meira og minna allann tímann - virkilega flottur (viðurkenni það algjörlega).
Aðstæður: Geggjaðar - til í svona innanhúshöll!

Staðan eftir fyrstu 30mín: 3 - 0. Staðan eftir 60mín: 7 - 0.

Lokastaða: 13 - 1.

Maður leiksins: Jón Kaldal.

Mörk: Nizzar - Gabríel Ingi - Hörður Gautur - Andrés Uggi (2) - Nonni (3) - Pétur Jökull - Viktor Snær - Daníel Þór - Sigurður Þór - ? (vantar hver skoraði síðasta markið :-/

Liðið: Kristófer í markinu - Nizzar og Sigurður Þór bakverðir - Þorkell og Nonni miðverðir - Kristjón og Sölvi á köntunum - Hörður Gautur og Ýmir á miðjunni - Bjarni Pétur og Gabríel Ingi frammi. Varamenn: Sigurjón, Pétur Jökull, Viktor Snær, Daníel Þór, Breki, Andrés Uggi, Kári og Marteinn Þór.

Frammistaða: Það nutu sín allir í botn í dag - töpuðum varla einvígi. Afar erfitt að velja mann leiksins - Bjarni var rosalega mikið í boltanum og fór vel með hann - Nonni flottur tilbaka og framm á við.

Almennt um leikinn:

- Passa að vera öruggir fyrir framan okkar teig (ekkert dútl).

- Leggja boltann betur út í teiginn á næsta mann.

- Vantaði að slútta betur í byrjun (kom ekki að sök en alltaf að klára!).

- Nokkrar flottar fyrirgjafir.

- Vantar stundum dýpt hjá öftustu mönnum.

- Vantaði fögn hjá okkur!

- Vantaði hjá of mörgum að mæta á réttum tíma, sumir eru enn að mæta í dótinu, upphitunin hefði getað verið betri (tökum það á okkur) en menn annars jákvæðir og flottir.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home