Leikur v ÍR - Haustmót!
Jamm.
Kláruðum síðasta leikinn í Haustmótinu með stæl. Ef við höldum svona áfram þá erum við í virkilega góðum málum. En verðum að halda áfram að vera duglegir, æfa eins og ljónið og mæta ready í leikina, eins og við gerðum í gær - allt um leikinn hér:
- - - - -
- Hvaða leikur: B lið v ÍR í Haustmótinu.
Dags: Laugardagurinn 8.nóvember 2008.
Tími: kl.14.00 - 15.15
Völlur: ÍR gervigras.
Dómarar: Teddi og þjálfari ÍR-inga tóku etta - stóðu sig bara nokkuð vel. Kannski eitt rangstöðumark!
Aðstæður: Geggjaðar - völlurinn aðeins blautur og góður - og mjög hlýtt úti.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Lokastaða: 8 - 3.
Maður leiksins: Jón Kaldal.
Mörk: Bjarni Pétur (3) - Nizzar - Jón Kaldal (2) - Andrés Uggi - Gabríel Ingi.
Liðið: Kristófer Karl í markinu - Marteinn Þór og Sölvi bakverðir - Hörður Gautur og Kristjón miðverðir - Breki og Daníel Þór á köntunum - Nonni og Viktor Snær á miðjunni - Bjarni Pétur og Andrés Uggi frammi. Varamenn: Nizzar, Sigurður Þór, Kári og Gabríel Ingi.
Frammistaða: Menn voru flestir að spila sinn leik - Það var aðeins meira að gera hjá Kristó og Kára en í undanförnum leikjum og áttu þeir nokkuð góðan leik (kristó líka fínn úti). Snilld að fá Gabríel inn í pakkann og átti hann klassa leik. Bjarni var virkilega sprækur fram á við, sem og Nonni, sem tók líka bakvörðin og miðvörðinn - Vörnin fín mest allann leikinn - Og fín innkoma hjá varamönnum.
Almennt um leikinn:
Í heildina flottur leikur hjá okkur - létum boltann ganga ótrúlega vel á köflum, settum menn í góð færi og kláruðum vel. Mesta hættan kom þegar boltinn kom út á kant, Breki var mikið í boltanum í fyrri og skapaðist oft hætta þá. Nonni var duglegur að koma upp með boltann í seinni og þá vorum við meira vinstra megin.
Stundum spiluðum við aðeins of þröngt og rákum boltann alveg ofan í ír-ingana. Eins máttum við leggja boltann betur út á okkar menn - vantaði að boltinn færi út í teiginn, en ekki inn að markmanninum (þótt það gangi alveg stundum).
Vantaði aðeins að tala í vörninni, sem og að ýta út á miðju þegar við unnum boltann. Eitt klikk í útsparki en það reddaðist. Annars fengu ír-ingar fá færi.
Fengum á okkur tvö mörk í lokin - smá kæruleysi af okkar hálfu - við vorum of framarlega, misstum mennina okkar fram úr okkur og niðurstaðan tvö frekar ódýr mörk.
En sem fyrr, menn í góðu standi. Flestir sýnist mér gætu alveg tekið heilan leik, en líka snilld að sjá hvað við erum með stóran hóp sem kemur inn á og "does the job" svo ég sletti smá! Ánægður með ykkur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home