Keiluniðurstöður!
Sælir drengir.
Greinilegt að þið hafið ekkert verið alltaf mikið í keilu undanfarin ár! Djók - stóðuð ykkur bara nokkuð vel - miðað við að draslið á hliðunum var ekki upp og að Teddi hafi truflað ykkur trekk í trekk!
Sjoppann á staðnum hefur aldrei selt eins mikið sælgæti, eitthvað sem ég og Teddi þurfum kannski að athuga!!
Frí á morgun, fimmtudag, en æfing á klassískum tíma á föstudaginn - jebba.
Alla veganna, hérna eru helstu niðurstöður, auk fleiri punkta:
- - - - -
Einstaklingskeppnin:
1.sæti overall: Birkir Már - 110 stig (þurfti að reyna mikið á sig því hann var með bestu keilurunum á braut).
2.sæti overall: Aron Bj - 104 stig (átti ekki von á honum svona ofarlega).
3.sæti overall: Skúli - 100 stig (mjög vafasamt að hann hafi hlotið vinning).
Þjálfarakeppnin:
1.sæti: Tedddi 113 stig (svindl, hann var í keilu síðasta föstudag).
2.sæti: Ingvi - 100 stig (frekar töff að enda með slétt 100 stig, en annars var ég að enda við að ná mér eftir gömul olnbogameiðsl).
Brautarkeppnin:
1.sæti - Braut 14 : 539 (elvar - toni - njöddi - addi - jovan - árni - binni).
2.sæti - Braut 15 : 478 (óli - birkir ö - steini - birkir m - skúli - kjappinn).
3.sæti - Braut 13 : 449 (aron bj - stebbi - svenni - höddi - bjössi - gamli).
4.sæti - Braut 18 : 405 (danni þ - viggó - logi -keli - nizzar - breki).
5.sæti - Braut 17 : 376 (siggi þ - danni l - ýmir - drési - kári - stjáni :-)
6.sæti - Braut 16 : 346 (sjonni - sölvi - pési - gabríel - kristó - höddi g) - sjá um dótið á fös!
Annað:
Heildarskor yngra ársins (17 mættir): 1037 stig! (61 stig að meðaltali).
Heildarskor eldra ársins (18 mættir): 1343 stig! (74 stig að meðaltali).
= Eldra árið tók etta að þessu sinni - samt bannað að monta sig!
- Flestar fellur (2): Ingvi - Teddi - Steini - Breki - Aron Bj - Skúli og Sigurjón.
- Flestar feykjur (3): Danni L.
ATH - hlutir sem við þurfum að laga:
- maður hendir ekki kúlunni í gólfið með miklum dynk, maður rennir henni mjúklega!
- bannað er að henda tveimur kúlum í einu (þótt það er soldið fyndið).
- maður truflar ekki annan leikmann sem er að gera (okey, kallar kannski "síminn" eða eitthvað álíka, en líkamlega truflar hann ekki, það er bara frekar barnalegt).
- Ca.30% af leikmönnum henti ekki draslinu eftir sig (einnig frekar barnalegt).
- Of margir leikmenn misstu algjörlega í namminu, á miðvikudegi, spáum í því!
- Annars voru þið flottir :-)
1 Comments:
ég þarf að fara korteri fyrr af æfingu á morgun föstudag :/ er að fara aftur norður á skíði en eru nokkuð leikir um helgina?
Post a Comment
<< Home