Sunday, November 16, 2008

Leikur v Fylki - Haustmót!

Ó jamm.

Við kepptum til úrslita í Haustmótinu v Fylki í keppni C liða - hörkuleikur og skemmtu áhorfendur sér vel á leiknum. Jafnframt síðasti leikur okkar í Haustmótinu - allt um hann hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Úrslitaleikur í Haustmótinu - C lið v Fylki.

Dags: Sunnudagurinn 16.nóvember 2008.
Tími: kl.14.20 - 15.35.
Völlur: Egilshöll.

Dómarar: Dómaratríó - mjög solid allann leikinn.
Aðstæður: Toppar fátt Egilshöllina.

Staðan í hálfleik: 1 -1.

Lokastaða: 1 - 2.

Maður leiksins: Hörður Gautur / Viktor Snær.

Mörk: Daníel Þór (8 mín).

Liðið: Kristófer í markinu - Þorkell og Ýmir bakverðir - Hörður Gautur og Viktor Snær miðverðir - Sölvi og Breki á köntunum - Daníel Þór og Andrés Uggi á miðjunni - Bjarni Pétur og Nizzar frammi. Varamenn: Kári, Kristjón, Logi, Sigurður Þór og Benjamín.

Frammistaða: Kristófer og Kári voru flottir, gátu lítið gert í mörkunum tveimur. Kristófer átti tvær rosalegar markvörslur í fyrri og Kári flott úthlaup í seinni. Þorkell virkilega duglegur í bakverðinum, mætti vera aðeins virkari fram á við. Hörður og Viktor þvílíkt öflugir allar 70 mínúturnar. Ýmir flottur í byrjun leiksins en meiddist og náði ekki að koma inn á aftur. Breki átti virkilega góðan leik, kom vel út frammi, kíkjum betur á hann þar í næsta leik. Sölvi skilaði sínu á kantinum og enn betur í bakverðinum. Daníel og Andrés áttu báðir yfirburðaleik. Nizzar soldið á hálfum hraða í byrjun en vaknaði svo og skilaði flottri frammistöðu. Bjarni var á stanslausum spretti mest allann leikinn og vantaði herslumunum 2-3 að komast einn í gegn. Kristjón var fínn í bakverðinum en ekvað ekki að fíla sig, kom líka vel út á miðsvæðinu. Benni var með flotta innkomu, sem og Logi, sem vann öll návígi. Vantaði smá kraft í Sigga, en átti samt marga flotta bolta.

Almennt um leikinn:

- Vantaði að ýta betur út úr vörninni í byrjun.

- Vantaði aðeins að miðjumenn kæmu og fengju boltann í lappir og snéru.

- Áttum aðeins of mikið af slökum sendingum í dag, nokkrar þversendingar inn á miðjuna :-( Vantaði meiri hugsun á bak við nokkrar sendingar.

- Vorum fljótir að sækja eins og við töluðum um og vorum snöggir að finna menn frammi - en stundum vorum við bara að sækja á tveimur mönnum, sem gengur ekki á móti fjórum varnarmönnum!

- Gríðarlega góð vinnsla á mörgum leikmönnum.

- Lokuðum virkilega vel á þeirra sóknir, vorum virkilega vel á tánum tilbaka.

- Tókum þá á sprettinum í vörninni - en vorum ekki nógu snöggir fram á við!

- Héldum áfram allann leikinn þrátt fyrir að vera marki undir. Settum virkilega pressu á þá síðustu fimm mínúturnar og vorum afar óheppnir að setja ekki jöfnunarmarkið rétt undir lokinn.

- Verðum alltaf að passa að skamma ekki - muna; "jákvætt eða þegja" - veit að maður verður oft pirraður en langbest er að peppa félagann upp og segja kemur - því maður vill fá þannig tilbaka ef maður klikkar sjálfur á einhverju. Þannig virkar það hjá góðu liði með góðann liðsanda.

: Flottur leikur strákar - manni hlakkar bara til næsta leikjar.

- - - - -

1 Comments:

At 4:15 PM, Anonymous Anonymous said...

Aumingja C liðið

 

Post a Comment

<< Home