Ja já!
Sælir meistarar.
Mjög fín æfing áðan, fyrir utan smá neikvæðni í lokin. En við kvittuðum fyrir hana og lögðum líka í bankann í leiðinni. Hendum henni (neikvæðninni) alveg burtu úr okkar bolta, vonandi sem allra fyrst. Við frestuðum svo sláarkeppninni bara fram á morgun (3.fl kvk fékk reyndar Poweradið til að taka keppni).
Við Teddi klikkuðum líka smá í dag, hefðum átt að vera búnir að stilla upp áður en þið mættuð, og svo vorum við heila eilífð að byrja spilið - en þetta getur gerst stundum.
Við tókum smá "test" í byrjun - hlupum 4 hringi á gervigrasinu á tíma - Alls 1.2km.
- Besti tíminn var 5.05 mín hjá eldri (sveinn andri) og 5.29 mín hjá yngri (þorkell).
- Meðaltíminn var 5.37 mín hjá eldra árinu og 6.03 mín hjá yngra árinu.
- Samtals var meðaltíminn 6.09 mín.
- Meðaltíminn á hring var 1.42 mín.
- Kílómeterinn var þá hlaupinn á 5.08 mín (en markmiðið þar hjá okkur er ca.4.30 mín á kílómeterinn).
: Ef menn halda áfram að æfa vel og leggja á sig, þá batnar þessi tími klárlega hjá öllum.
Annars ánægðir með ykkur.
Ingvi og Teddi.
- - - - -
2 Comments:
var Þorri ekki á 5.20
ah, var það! kanna það betur. skrifaði þetta náttúrulega niður í algjöru flýti í dag.
Post a Comment
<< Home