Tuesday, November 11, 2008

Mið - keila!

Ó já.

Á morgun, miðvikudag, verður keilukóngur 4.flokks krýndur! Við ætlum að taka frí á æfingu en í staðinn að skella okkur í keilu upp í Öskjuhlíð.

Það er mæting kl.16.20 upp í Keiluhöll - og verðum við í ca. klukkutíma. Reynið að vera samfó í bílana, en svo er líka ekkert mál að hjóla ef veðrið er ekki slæmt (ca.20 mín), sem og taka strætó!

Það kostar 500kr á mann - ætlum að sleppa pedsunni að þessu sinni - en það má rétt kíkja í sjoppuna á svæðinu (en í staðinn er þá audda ekkert nammi næsta laugardag). Svo eru einhverjir mishress leiktæki á staðnum (t.d. er ingvi þythokkí meistari þróttheima ´93).

Við búumst við flestum, en endilega látið okkur vita ef þið komist ekki.

Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi og Teddi.

p.s. við könnum svo heildarstigafjölda yngra árs v eldra árs, höfum verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin og flestar fellurnar.

- - - - -

1 Comments:

At 11:27 PM, Anonymous Anonymous said...

ég kemst ekki útaf skrekk.

 

Post a Comment

<< Home