Leikir v Víking!
Jamm.
Það voru tveir leikir á miðvikudaginn við Víkinga uppi á Suðurlandsbraut.
Völlurinn vægast sagt blautur - mörkin létu standa á sér í fyrri
leiknum en náðum svo jafntefli í seinni leiknum. Allt um kaffið hér:
- - - - -
Dags: Fimmtudagurinn 7.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.
Þróttur 0 - Víkingur 3.
Staðan í hálfleik: 0-0.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3.
Maður leiksins: Jónas.
Mörk: - - - - -
Vallaraðstæður: Völlurinn var góður en mjög blautur. Rigndi smá í byrjun en hélst svo þurrt.
Dómarar: Nonni og Arnar Már sluppu vel frá leiknum.
Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Gylfi og Diddi bakverðir - Ingimar og Einar miðverðir - Bjarki B og Bjarmi á köntunum - Jónas og Aron Ellert á miðjunni - Danni og Ævar frammi + Árni Freyr, Arnþór Ari, Ástvaldur Axel og Snæbjörn.
Frammistaða:
Krissi: Gerði allt afar vel, var vel á tánum og hélt hreinu.
Gylfi: Lendi í smá veseni í byrjun leiks en djöflaðist vel og kom líka vel fram í sóknina.
Diddi: Afar öruggur, góður talandi og vann vel.
Ingimar: Sterkur og át flesta bolta sem komu inn fyrir.
Einar: Afar öruggur og las leikinn afar vel. Fínn leikur.
Bjarki B: Komst ekki nægilega vel inn í leikinn í byrjun. Oft verið betri.
Bjarmi: Fínn leikur, vel ógnandi á kantinum en þarf að nýta færin sín.
Jónas: Klassa leikur, allann leikinn á milljón. Eitthvað sem vantaði hjá nokkrum í leiknum.
Aron Ellert: Fann sig ekki alveg í byrjun, vantaði grimmd og meiri talanda.
Danni: Vann ágætlega og kom sér í góð færi.
Ævar: Vantaði smá kraft en gerði allt vel og yfirvegað.
Árni Freyr: Virkilega góð innkoma og olli usla hjá Víkingum. Toppleikur
Arnþór Ari: Stóð fyrir sínu en hefur oft verið betri, vantaði smá grimmd.
Ástvaldur Axel: Á köflum virkilega góður, vantaði aðeins meiri yfirferð.
Snæbjörn: Fínn leikur, hefði samt hugsanlega mátt staðsetja sig betur í einu markinu.
Almennt um leikinn:
Til að gera langa sögu stutta þá var þetta aftur afar góður leikur hjá okkur. En gamla tuggann að við verðum að skora mörk til að vinna leiki stendur óhögguð!
Menn börðust eins og ljón í leiknum og hefði fyrsta mark Víkinga ekki komið úr þessu horni þá hefðum við eflaust náð alla veganna stigi í leiknum. En svona er nú boltinn.
Maður er kannski hlutdrægur en við hefðum átt að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, eiginlega alveg eins og á móti Breiðablik. Hefðum klárlega átt að skora mark í leiknum. Ég skil eiginlega ekki alveg hvað veldur því að boltinn fer ekki inn hjá okkur. Við gerðum allt rétt en einhverra hluta vegna náum við ekki að slútta. Eitthvað sem við verðum að ráða bót á.
Við hefðum mátt byrja seinni háfleikinn af aðeins meiri krafti en við náðum að vinna okkur inní leikinn og réðum algjörlega ferðinni um miðbik hálfleikinn. Á þeim tímpunkti hefðum við getað klárað leikinn með því að setjann í einni af okkar góðu sóknum. Svo fóru menn að vera þreyttir, og við fengum á okkur leiðinda mark og eftir það varð andleysið algjört - í staðinn fyrir að taka síðustu 5 mín af krafti þá hengdum við haus og hættum. Það er að sjálfsögðu erfitt að rífa sig upp eftir að hafa fengið svona mark á sig á þessum tíma, en við verðum bara að læra af þessu.
Enn eins og ég segi, þrátt fyrir allt voru plúsarnir mun fleiri en mínusarnir, við erum að spila flottann bolta en það vantar að klára færinn og jafnframt leikinn, eitthvað sem ekki er erfitt að ráð bót á. Erum á góðri leið og mætum klárir í næsta leik.
- - - - -
Dags: Fimmtudagurinn 7.júní 2006.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: Suðurlandsbraut.
Þróttur 2 - Víkingur 2.
Staðan í hálfleik:2-0
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2
Maður leiksins: Stefán Tómas / Arnar Kári.
Mörk: Stefán Tómas 2.
Vallaraðstæður: Völlurinn var góður en mjög blautur. Það hélst svo alveg þurrt út leikinn.
Dómarar: Nonni áfram góður og José slapp vel.
Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Kormákur og Tolli bakverðir - Gummi og Arnar Kári miðverðir - Stebbi og Arnþór Ari á köntunum - Jakob Fannar og Bjarki Þór á miðjunni - Gulli og Árni Freyr frammi + Arnar Bragi, Anton Sverrir, Tryggvi, Daði Þór og Símon
Frammistaða:
Kristó: Fínn leikur í alla staði, varði vel þegar á þurfti að halda.
Kormákur: Ágætis leikur, hefur samt staðið sig betur. (tók of mörg vitlaus innköst)
Gummi: Þarf að bæta staðsetningar en vann virkilega vel og var traustur.
Arnar Kári: Toppleikur, maður leiksins ásamt stebba.
Arnþór Ari: Tók fyrsta korterið og stóð fyrir sínu.
Árni Freyr: Tók fyrsta korterið og átti fína spretti.
Stebbi: Mjög góður leikur, kláraði færin gríðarlega vel en mátti vera aðeins duglegri til baka.
Jakob Fannar: Fínasti leikur varnarlega, skilaði boltanum oft ágætlega á næsta mann.
Bjarki Þór: Hefði mátt standa sig betur, vantar grimmd og áræðni.
Símon: Oft verið betri, vantaði alla löngun til að fá boltann.
Gulli: Góð vinsla, kom með góð hlaup vantar hinsvegar aðeins uppá að klára færi og sendingar.
Anton Sverrir: Virkaði ekki rétt stemndur og gat gert mun betur.
Arnar Bragi: Mættur aftur eftir vetrafrí - Fyrsti leikur í langan tíma, vantaði smá áræðni.
Almennt um leikinn:
Niðurstaðan jafntefli í þessum leik og við þar með komnir með 4 stig í mótinu. Við byrjuðum leikinn vel og náðum að setjann snemma. Hleyptu þeim svo inní leikinn og við virkuðum alls ekki rétt stemndir. Aðal vandinn var sá að þegar við unnum boltann misstum við hann strax aftur, það virtist vera þannig að menn vildu ekki fá boltann og þegar menn voru með boltann þá var yfirleitt verið að sparka honum eitthvað. Þegar við liggjum undir pressu, þá verðum við annaðhvort að bomba boltanum eins langt og við getum fram völlinn, og ýtt þannig liðinu upp, eða reynt að halda bolta innan liðsins og koma með skyndisókn á andstæðinga okkar, annars fáum við bara sóknir í andlitið á okkur sí ofan í æ.
Við þurfum að þjappa okkur betur saman þegar við verjumst. Það er svo auðvelt fyrir andstæðingin að labba í gegn þegar það eru opnar leiðir upp allann völlinn. En þegar við þéttum og beinum þeim alltaf í átt að samherja þá komast þeir ekki neitt. Bakverðir og kantmenn verða að draga sig inn að miðvörðum og miðjumönnum og beina svo andstæðingnum inn að miðju.
Það góða við þetta er að sjálfsögðu það að við fengum stig, og flestir hjá okkur voru virkilega að berjast fyrir stigi og sigri í þessum leik, það er það sem erfiðast er fyrir okkur þjálfara að kenna, hitt sem við erum búnir að nefna getum við kennt og við munum fara yfir það. Þannig að við erum enn taplausir eftir tvo erfiða leiki sem er bara jákvætt.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home