Leikur v Gróttu!
Sæler.
Það var einn leikur við Gróttu í gær. Niðurstaðan 2-2
jafntefli og nett dramatík í lokin! jöfnunarmarkið þeirra
úr víti á síðustu mínútunni! En allt um það hér
- - - - -
Dags: Fimmtudagurinn 22.júní 2006.
Tími: kl.18.30 - 19.45.
Völlur: Gróttu gervigras!
Þróttur 2 - Grótta 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2.
Maður leiksins: Tumi.
Mörk: Arnar Páll (32 mín) - Pétur Dan (38 mín).
Vallaraðstæður: Kepptum á nýja gervigrasinu þeirra, sem var afar fínt, en þónokkuð rok allan var allan tímann.
Dómarar: Einn heimadómari sem var afar hliðhollur þeim síðustu mínúturnar!
Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Gunnar Björn og Anton Helgi bakverðir - Jónmundur og Tumi miðverðir - Ágúst Heiðar og Davíð Hafþór á kantinum - Daníel Örn og Arnar Páll á miðjunni - Tryggvi og Pétur Dan frammi + Hákon - Mikael Páll - Orri - Sindri - Emil Sölvi.
Frammistaða:
Kristó: Hélt hreinu og allt öruggt í markinu - góð barátta úti - þarf stundum að vera búinn að sjá hvað þú ætlar að gera við boltann áður en þú færð hann (vera búinn að líta upp).
Gunnar Björn: Afar traustur í bakverðinu, vantaði kannski aðeins að fá boltann oftar og setja hann upp kantinn.
Anton Helgi: Góður leikur, sterkur og varðist vel. Vantar meiri tal og að stjórna hinum í kringum þig.
Jónmundur: Afar "solid" í vörninni - mætti nýta kraftinn í vinstri löppinni meira til að senda langa bolta inn fyrir á sóknarmennina.
Tumi: Sterkur og stoppaði margar sóknir gróttumanna - vantaði aðeins að reka liðið betur út og stjórna meira í vörninni.
Daníel Örn: Bætir sig með hverjum leiknum - Fullt leikform fer alveg að koma.
Arnar Páll: Fínn leikur - Annað geggjað mark - vantaði aðeins betur að vinna miðjuna, og bara að koma sér í fleiri skotfæri
Davíð Hafþór: Góður leikur, hefur gott auga fyrir spili - vantar aðeins meiri grimmd í návígin.
Ágúst Heiðar: Fínn leikur - þarf aðeins að vinna með fyrsta "touchið".
Tryggvi: Í heildina góður leikur - duglegur að koma sér í færi, vantaði herslumunin einu sinni eða tvisvar, þarf svo að passa að gleyma sér ekki við að horfa á leikinn (ballwatching).
Pétur Dan: Fínn leikur - gott mark eftir harðfylgi. Vantaði smá sprengikraft þegar komið var á þeirra þriðjung.
Hákon: Fínn leikur - vantaði aðeins að halda meiri breidd og að opna sig betur þegar við vorum að sækja.
Mikael Páll: Duglegur, var mikið í boltanum og skilaði honum vel frá sér.
Orri: Alveg frábær seinni hálfleikur, varði rosalega vel - þarf aðeins að vinna í útspörkunum.
Sindri: Fín innkoma, góður varnarleikur - hefðir mátt fá boltann oftar og bruna upp kantinn.
Emil Sölvi: Fín innkoma - mætti að vera aðeins "agressívari" og vilja fá boltann meira.
Almennt um leikinn:
Það vantaði bara herslumunin og kannski smá heppni, upp á að við myndum hirða öll þrjú stigin í gær! Við vorum meira með boltann og sóttum meira en þeir í fyrri hálfleik. Vorum með vindinn í bakið og hefðum átt að setja fleiri en eitt mark - fengum færin til þess - en létum það duga og 1-0 var staðan í hálfleik.
Markið náttúrulega stórglæsilegt hjá Arnari Páli, beint úr aukaspyrnu af löngu færi.
Byrjuðum líka seinni hálfleikinn af krafti og skoruðum á fyrstu mínútunum. Pétur kláraði dæmið eftir klassa sprett hjá Tryggva.
Eftir þetta hefðum við átt að jarða þá - en Gróttumenn komumst svo inn í leikinn og sóttu á okkur alveg fram á síðustu mínútu. Við vorum slakir að hreinsa, áttum í erfiðleikum í útspörkunum og rákum illa út þegar við komumst í sókn.
Þannig að við komumst eiginlega ekkert áfram - og vorum að verjast trekk í trekk.
Vindurinn var ekkert spes. og svo máttum við varla fara í tæklingu því það var dæmt á allt. Þannig að þetta var frekar erfitt ástand þarna í lokinn.
En menn börðust ágætlega og miðað við allt getum við kannski sætt okkur við stigið. En fyrir utan FH leikinn þá erum við búnir að eiga góða leiki og mega menn alveg vera sáttir við leik liðsins. Bara áfram með sjálfstraustið og það er KR í næstu viku.
Ok sör.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home