Leikur v FH!
Hey.
Það var einn leikur í gær við FH. ekki alveg okkar leikur.
allt of stórt tap staðreynd - en allt um það hér:
- - - - -
Dags: Fimmtudagurinn 8.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Kaplakriki.
Þróttur 1 - FH 10.
Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 1-7, 1-8, 1-9, 1-10.
Stóð sig skást: Orri.
Mörk: Daníel Örn.
Vallaraðstæður: Soldið kalt fyrir þá sem voru á bekknum, völlurinn misjafn.
Dómarar: Dómarinn fínn, en línuverði mætti flokka sem pulsur!
Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Mikki og Jónmundur bakverðir - Jóel og Gunnar B miðverðir - Davíð H og Anton Helgi á köntunum - Arnar Páll og Pétur Dan á miðjunni - Flóki og Danni Örn frammi + Óskar - Jimmy - Dagur - Gunnar Robert og Sindri.
Frammistaða:
Orri: Átti góðan leik, varði oft fáránlega vel og ekkert hægt að skella neinu marki á hann.
Mikki: Sæmilegur, mætti hugsanlega vera skapmeiri inni á vellinum.
Jónmundur: Hefur verið betri, vantaði áræðni og grimmd.
Jóel: Sæmilegur, vantar að tala meira og aðeins meiri grimmd.
Gunnar B: Svipað og hjá Jóel, sæmilegur í leiknum, en þarf að tala meira og vera grimmari.
Davíð H: Hefur oft verið betri, hefði mátt koma sér betur inní leikinn og vera duglegri til baka
Anton Helgi: Hefur verið betri, þarf að vera hungraðri.
Arnar Páll: Sæmilegur, getur samt mun meira, þarf að fara að hoppa uppí skalla og taka meira á því í leikjum.
Pétur Dan: Sæmilegur, býr mun meira í honum, þarf að vera grimmari og vantar sigurvilja.
Flóki: Ágætis leikur, einn af fáum sem var að sýna sigurvilja í leiknum, mætti samt spila boltanum betur,
Danni Örn: Fínasti leikur, mætti þó skila sér betur til baka og hafa betri yfirferð.
Óskar: Ágætis leikur, mætti þó sýna sitt rétta andlit sem hann sýnir á oft á æfingum.
Jimmy: Fínasta eldskírn, var nálægt því að skora með flottu skoti.
Dagur: Klassa leikur, kom inná á olli usla hjá FH
Gunnar Robert: Spilaði lítið sökum meiðsla en stóð sig sæmilega.
Sindri: Býr mun meira í honum, hefur oft verið betri, þarf að staðsetja sig betur og skila bolta betur frá sér.
Almennt um leikinn:
Jamm - þetta var klárlega ekki okkar leikur. FH-ingar með frekar sterkt lið (engin afsökun samt). Strax frá byrjun vorum við á hælunum, og ef ekki hefði verið fyrir Orra í markinu þá hefðum við lent 3-0 undir strax á fyrstu fimm mínútunum. En við náðum svo góðri sókn og náðum að komast í 1-0. Danni Örn þar á ferð með fínu skoti eftir góðan undirbúning Flóka. Eftir þetta sáum við vart til sólar, og það sem ég talaði um fyrir leikinn, að stoppa það að fá stungusendingar inn fyrir vörnina, var alltaf að koma fyrir, það er alveg klárt að í næsta leik verður hlustað á það sem við þjálfarar segjum og það lagað!
Málið er að það býr svo miklu miklu meira í þessu liði, að mínu mati er það algjörlega hugarfarið sem ræður. Það er nú bara staðreynd að hugarfar og barátta kemur manni ansi langt í fótbolta, það er eitthvað sem erfitt er að kenna, en jafnframt eitthvað sem leikmenn VERÐA að temja sér, að berjast fyrir næsta mann. Það vantaði algjörlega í þessum leik. Þeir sem ætla ekki að koma með rétt hugarfar í næsta leik geta verið heima, það er alveg klárt. Þjálfarar jafnt sem leikmenn.
Í þessum leik virtust menn líka vera með þá flugu í hausnum að ætla að vinna leikinn án þess að hreyfa sig án bolta, það er einfaldlega ekki hægt, til að geta unnið lið verðum við að láta boltann ganga (eins og við gerðum oft mjög vel á móti Víking), en á móti FH, virtist sem menn voru bara latir og nenntu ekki að hlaupa í svæði til að fá boltann, bæta úr því næst takk fyrir.
Ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra, en það er alveg ljóst að ef við ætlum að vera jafn latir í næstu leikjum og í þessum leik þá munum við tapa leiknum með 10 mörkum, en ef við mætum með það í huga að fara inná völlinn og taka á því, þá lofa ég sigri.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home