Leikir v Fylki!
Jó.
Tvö naum töp í dag í rigningunni á mánudaginn. með meiri sigurhefð í
töskunni þá hefðum við tekið etta kaffi! en alles her:
- - - - -
Dags: Mánudagurinn 26.júní 2006.
Tími: kl.16.30 - 17.45.
Völlur: Suðurlandsbrautin.
Þróttur 0 - Fylkir 1.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins: 0-1.
Maður leiksins: Anton.
Mörk: - - - - -
Vallaraðstæður: Suðurlandsbrautin frekar blaut, línurnar illsjáanlegar og úði nánast allan leikinn.
Dómarar: Jón Braga og Sindri Már traustir.
Liðið (4-3-3): Anton í markinu - Gummi og Diddi bakverðir - Einar Þór og Gylfi miðverðir - Bjarki B, Bjarmi og Jónas á miðjunni - Ævar Hrafn, Árni Freyr og Danni Ben frammi + Ástvaldur Axel og Bjarki Steinn.
Frammistaða:
Anton: Var kannski ekki alveg á tánum í byrjun en kom sér inn í leikinn þegar á leið. bjargaði samt oft ótrúlega vel. Fór í öll einvígi á fullu og í heild klassa leikur.
Gummi: Prýðisleikur. Held fyrsti leikurinn með þessum hópi. Stimplaði sig vel inn.
Diddi: Enn og aftur góður leikur. Fínn talandi og alltaf hægt að finna hann í lappir.
Einar Þór: Fínasti leikur, les alltaf leikinn vel og er afar öruggur.
Gylfi Björn: Á fullu allan tíman - í fullu í allar tæklingar. Vann boltann oft og skilaðu honum vel frá sér.
Bjarmi: Fín vinnsla, náði samt ekki að koma sér nógu vel í takt við leikinn.
Jónas: Soldið einn að djöflast í miðjunni, en gerði það vel. Vantaði kannski að fara alla leið og klára með skoti. En það var erfitt þar sem halda þurfti alltaf einum miðjumanni tilbaka.
Bjarki B: Fín keyrsla, náði samt ekki að setja mark sitt nógu vel á leikinn.
Árni Freyr: Komst ekki nógu vel í takt við leikinn, býr mun meira í honum, þyrfti að nota líkamann meira til að skýla boltanum, en það kemur.
Danni Ben: Skapaði oft mikil sóknarfæri fyrir okkur en vantaði aðeins upp á sendingar, og svo að klára með marki.
Ævar Hrafn: Komst soldið seint inn í leikinn, lá soldið til baka á vellinum en tók oft góð hlaup þar sem hann hefði mátt fá boltann.
Ási: Fín innkoma djöflaðist á miðjunni og vann vel.
Bjarki Steinn: Líka fín innkoma, var samt ekki nógu duglegur að losa sig frá varnarmanni og koma sér í svæði.
Almennt um leikinn:
Get eiginlega ekki verið fúll - sérstaklega þar sem ég sá alla leikmenn taka á öllu sem þeir áttu. Við tókum smá "sjens" og prófuðum leikkerfið 4-3-3. Fram á við virkaði það ágætlega, það opnuðust svæði afar mikið og vorum við eiginlega klaufar að ná ekki að setja alla veganna eitt mark í fyrri hálfleik. Það vantaði að síðasta sendingin innfyrir væri það góð að menn gætu bara sett hann í fyrsta!
En varnlega var þetta soldið erfitt. En það var samt aðallega út af lélegum sendingum og stressi því við misstum boltann alltof oft og fengum þá hratt á okkur. En við gerðum vel í að stoppa þá af og héldum hreinu í klukkutíma.
Við vorum samt heppnir á köflum og við björguðum held ég fjórum sinnum af línunni, menn voru allavega með hugann við það á fá ekki á sig mark, það er nokkuð ljóst held ég.
Fjórði leikurinn í Íslandsmótinu sem telst góður hjá okkur. Við erum að gera svo margt gott og það vantar bara herslumunin á að við náum hinum fullkomna leik. Það fer að detta inn. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum að spila við liðið sem er í efsta sæti og ég hef sagt það margoft, við getum unnið hvaða lið sem er, en við virðumst oft líka geta tapað á móti hvaða liði sem er, þurfum að stíga núna skrefið til fulls og klára þessa leiki, við erum klárlega með mannskapinn til þess.
Við þurfum svo að skipuleggja okkur vel fyrir næstu þrjá leiki: Njarðvík á fimmudaginn, Keflavík á mánudaginn og svo Stjarnan á fimmtudaginn eftir viku. Vona að allir séu klárir. Æfum vel, hugsum vel um okkur og þá fara þessir leikir vel fyrir okkur.
- - - - -
Dags: Mánudagurinn 26.júní 2006.
Tími: kl.17.50 - 19.05.
Völlur: Suðurlandsbrautin.
Þróttur 2 - Fylkir 3.
Staðan í hálfleik: 2-1.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1, 2-2, 2-3.
Maður leiksins: Arnþór Ari
Mörk: Bjarki Þór og Gulli
Vallaraðstæður: Suðurlandsbrautin afar blaut, línurnar illsjáanlegar og rigning nánast allan leikinn.
Dómarar: Jón Braga og Egill B - þvílíkt par.
Liðið (4-3-3): Krissi í markinu - Kormákur og Kristófer bakverðir - Jakob Fannar og Nonni miðverðir - Símon, Arnþór Ari og Arnar Bragi á miðjunni - Anton Sverrir - Gulli og Bjarki Þór frammi + Tolli, Úlli, Jóel, Daði Þór og Tryggvi.
Frammistaða:
Krissi: Góður leikur að venju, ekki hægt að saka hann um mörkin.
Nonni: Mjög finn leikur, gott að fá hann aftur í vörnina.
Jakob Fannar: Einnig mjög góður leikur, las leikinn vel og var traustur.
Kormákur: Frábær að vanda, virkilega vinnusamur og traustur varnarlega
Kristófer: Mjög góður leikur, traustur í bakverðinum.
Símon: Var soldið týndur í fyrri hálfleik, enda við að spila nýtt kerfi, en barðist vel og vann fyrir liðið.
Arnþór Ari: Mjög góður leikur á miðjunni, dreifir boltanum vel og lagði upp bæði mörkin.
Arnar Bragi: Fínasti leikur, soldið týndur líkt og Símon í fyrri hálfleik en vann mjög vel í leiknum.
Anton Sverrir: Toppvinnsla allann tímann í leiknum, þá sérstaklega til baka, hefði mátt vera örlítið öflugri framávið.
Bjarki Þór: Mjög góður leikur, ógnandi með hlaupum sínum, mátti samt gera meira af því að fá boltann í fætur.
Gulli: Klassa leikur, alltaf ógnandi og varnarmennirnir þurftu alltaf að vera á tánum til að passa hann.
Almennt um leikinn:
Frekar svekkjandi að tapa leiknum á síðustu fimm mínútunum. Vorum yfir 2-1 alveg fram á síðustu stundu. Þeir sóttu reyndar mikið á okkur og vorum við heppnir nokkrum sinnum. En það sem vantaði sárlega var að hreinsa almennilega burtu og reka liðið út. Við buðum Fylkismönnum allt of mikið upp á að koma hratt á okkur og náðum ekki að halda út.
Þegar staðan verður svona þurfum við að þjappa okkur saman og garga hvorn annan í gang til þess að klára dæmið. Það var það eina sem vantaði áðan - að menn vildu virkilega klára dæmið og fara heim með alla veganna stig!
Við byrjuðum á því að lenda 1-o undir sökum þess að við vorum ekki mættir, en við það reyndar náðum við að ranka við okkur. Náðum að komast talsvert innfyrir vörnina og skoruðum tvö klassa mörk. 2-1 í hálfleik.
Yfirleitt er mjög erfitt að ætla að halda út heilan hálfleik og reyna að hanga á einu marki, menn verða að þora að sækja aðeins og reyna svo að hanga á þessu frekar síðustu 10 eða mesta lagi korteri. Sóknin er jú besta vörnin, á meðan við erum með boltann fara þeir ekki að skora. Mörkin sem þeir skoruðu síðustu mínúturnar í seinni voru afar erfið viðureignar og erfitt að koma í veg fyrir þau. menn áttu kannski að vera mættir fyrir þessi skot.
Annars voru menn að feitt að taka á því sem er alltaf frábært og við höldum því bara áfram, þá tökum við bókað næsta leik.
Þegar staðan verður svona þurfum við að þjappa okkur saman og garga hvorn annan í gang til þess að klára dæmið. Það var það eina sem vantaði áðan - að menn vildu virkilega klára dæmið og fara heim með alla veganna stig!
Við byrjuðum á því að lenda 1-o undir sökum þess að við vorum ekki mættir, en við það reyndar náðum við að ranka við okkur. Náðum að komast talsvert innfyrir vörnina og skoruðum tvö klassa mörk. 2-1 í hálfleik.
Yfirleitt er mjög erfitt að ætla að halda út heilan hálfleik og reyna að hanga á einu marki, menn verða að þora að sækja aðeins og reyna svo að hanga á þessu frekar síðustu 10 eða mesta lagi korteri. Sóknin er jú besta vörnin, á meðan við erum með boltann fara þeir ekki að skora. Mörkin sem þeir skoruðu síðustu mínúturnar í seinni voru afar erfið viðureignar og erfitt að koma í veg fyrir þau. menn áttu kannski að vera mættir fyrir þessi skot.
Annars voru menn að feitt að taka á því sem er alltaf frábært og við höldum því bara áfram, þá tökum við bókað næsta leik.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home