Tuesday, June 27, 2006

Leikur v KR!

Heyja.

Það var einn leikur við KR á þriðjudaginn á TBR velli.
Svo sannarlega ekki okkar besti leikur í mótinu. En allt
um hann hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 26.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: TBR völlur.

Þróttur 0 - KR 8.
Staðan í hálfleik: 0 - 5.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 0-6, 0-7, 0-8.

Stóð sig skást: Jónmundur.
Mörk: - - - - -

Vallaraðstæður: TBR völlur upp á sitt besta, nýsleginn og fínn. Svo var líka þetta klassa veður.
Dómarar: Kiddi tók etta sóló og stóð sig eins og Frisk.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Sindri og Gunnar Björn bakverðir - Viktor og Tumi miðverðir - Davíð Hafþór og Hákon á köntunum - Arnar Páll og Starkaður á miðjunni - Ágúst Ben og Pétur Dan frammi + Jónmundur, Ágúst Heiðar, Reynir, Óskar, Jimmy, Mikael Páll, Anton Helgi, Davíð Þór og Elvar Aron.

Frammistaða:

Orri: Var hreinlega ekki mættur, getur mun, mun meira.
Sindri: Temmilegur, en hefur leikið betur.
Gunnar Björn: Var að vinna vel til baka, en átti of margar feilsendingar.
Viktor: Sæmilegur, en var ekki nógu öflugur í návígum.
Tumi: Hljóp mikið, en það er ekki nóg í fótbolta, þarf að vera ákveðnari í návígum og fara meira í skallabolta.
Davíð Hafþór: Var að spila bolta ágætlega og var skástur ásamt Jónmundi.
Hákon: Ekki alveg nógu virkur á kantinum, þarf að biðja meira um boltann og koma sér meira inní leikina.
Arnar Páll: Sýndi ekki sitt rétta andlit, getur mun betur.
Starkaður: Hefur oft verið betri, þarf ásamt Arnari Páli að átta sig á því að báðir miðjumennirnir geta ekki verið frammi.
Ágúst Ben: Kom sér góð færi, en hefði getað gert mun, mun betur í þeim færum.
Pétur Dan: Ekki nógu duglegur að fá boltann í fætur og skila honum til baka, þarf að vera miklu grimmari.
Jónmundur: F'in innkoma, var nokkuð traustur í vörninni.
Ágúst Heiðar: Ekki nógu ákveðinn í návígi. Vantar að koma sér inn í leikinn.
Reynir: Kom inná og var sossum að hlaupa slatta, en var ekki nógu mikið í boltanum.
Óskar: Sæmileg innkoma, getur samt mun betur.
Jimmy: Fínasta innkoma, tapaði ekki návígi, en þarf að læra að skila boltanum á næsta mann.
Mikael Páll: Ekki alveg nógu góð innkoma, þarf að vera langtum ákveðnari á vellinum, ýta frá sér takk fyrir!
Anton Helgi: Þarf eins og margir í liðinu að átta sig á því að það að fara í návígi mun ekki drepa mann, en fyrir utan það, stóð hann sig ágætlega.
Davíð Þór: Fín innkoma, reyndi að koma sér í leikinn en fékk of sjaldan boltann þegar hann var laus.
Elvar Aonr: Virtist alls ekki tilbúinn til að spila leikinn, full mikið á hælunum.

Almennt um leikinn:

Alveg ferlega svekkjandi að tapa svona stórt á móti þessu liði. Menn voru eiginlega alveg á hælunum frá fyrstu mínútu. Fengum á okkur 3-4 afar ódýr mörk á fyrstu 20 mínútunum. menn voru svo innilega ekki mættir til að berjast til blóðs!

Það vantaði tal og stjórnun. Það vantaði að standa rétt og hreinsa boltanum almennilega. Það vantaði að vera rólegir á boltann og senda svo góða sendingu á næsta mann. Og það skrýtnasta er í þessu að við getum þetta allt. Við erum með góða leikmenn sem eiga að gera betur.

Ég er orðinn soldið þreyttur á því að leikmenn virðast ekki þora að skalla boltann og virðast ekki þora fara í návígi, KR-ingarnir komust oft í gegn á baráttunni einni saman, þjösnuðust í gegnum alla okkar menn og við köstuðust af þeim eins og ég veit ekki hvað. Nú er kominn tími á að hætta öllum tepruskap og mæta mönnum af hörku, þá ég ekki við að vera grófur, heldur bara ákveðinn og ætla sér að vinna tæklinguna, það byrjar strax á næstu æfingu takk fyrir!

Ef að við værum með lið sem gæti ekki blautann og væru algjörir aumingjar þá væri mér alveg sama, en málið er bara að þið getið svo miklu, miklu meira og í fótbolta á varla að vera hægt að tapa með 8 mörkum, nema nottla að enginn nennir neinu, þá er það ekkert mál, ég meina, sænsku nördarnir töpuðu 8-1 fyrir sænsku meisturunum!! Það sem ég er að segja er að ef við mætum með rétt hugarfar í næsta leik, enginn fíflalæti, heldur einbeiting að leiknum, þá munum við vinna leikinn!

Commentin hér að ofan eru bara til að efla ykkur strákar. Við erum alls ekki að reyna að vera leiðinlegir. En aðalpunkturinn er að þeir sem ætla ekki að mæta í næsta leik af heilum hug, geta verið eftir heima! Það er alveg klárt mál. Þó svo að menn séu ekki með boltatæknina upp á 100%, þá geta menn samt alltaf barist og reynt að gera sitt besta. það var ekki gert í dag.

Og eitt að lokum - endilega heyrið í okkar ef það er eitthvað sem við erum að gleyma, eða eitthvað sem ykkur finnst við virkilega þurfa að fara í.

Alright.
- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home