Leikir við KR!
Jó.
Það voru tveir leikir við KR í gær á þeirra heimavelli.
Þriðji leikur okkar í Íslandsmótinu og loksins small allt
saman. allt um það hér:
- - - - -
Dags: Þriðjudagurinn 13.júní 2006.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: KR-völlur.
Þróttur 3 - KR 1.
Staðan í hálfleik: 1-1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1, 3-1. Maður leiksins: Danni Ben.
Mörk: Ævar Hrafn - Daníel Ben - Árni Freyr.
Vallaraðstæður: Spiluðum á gervigrasi (ekki til mikillar gleði), en létum okkur hafa það. Grasið bara fínt og veðrið afar hlýtt og gott.
Dómarar: Ágætis dómarapar sá um leikinn.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Gylfi og Diddi bakverðir - Ingimar og Einar miðverðir - Ævar og Jónas á miðjunni - Bjarki B og Ási á köntunum - Árni Freyr og Danni Ben frammi + Aron Ellert, Stefán Tómas og Anton.
Frammistaða:
Snæbjörn: "Solid" frammistaða, þurfti sossum ekki mikið að taka á því, en var alltaf á tánum þegar á þurfti.
Gylfi: Frábær leikur, stóð svo sannarlega fyrir sínu.
Diddi: Toppleikur, góð vinnsla allann tímann, fór framávið og var drjúgur.
Ingimar: Var smá "týndur" fyrstu 10 mín. en eftir það sáu sóknarmenn KR ekki til sólar, mjög góður leikur.
Einar Þór: Frábær leikur, las leikinn gríðarlega vel og spilaði meira að segja hálfmeiddur. Klassi.
Ævar: Toppleikur, var stundum samt soldið í "lullinu" en skoraði frábært mark og var að skapa færi á fullu.
Jónas: Klassaleikur eins og síðustu tveir leikir. Hljóp frá sér allt vit og var að dreyfa spili gríðarvel.
Bjarki B: Virkilega góður leikur, var að vinna eins og hestur, vantar bara smá líkamlegan styrk (en það kemur). Hans besti leikur það sem af er.
Ási: Var smá tíma að komast inn í leikinn, reyndi of oft erfiðar skiptingar yfir á hinn kantinn (reyndar góð meining) - en engu að síðar mjög góður leikur.
Árni Freyr: Klassaleikur, kom sér í góð færi og var alltaf líklegur, alveg eins og framherjar eiga að vera.
Danni Ben: Maður leiksins. Þarf aðeins að vinna í að klára færin betur (þá myndi koma þrenna í hverjum leik) var þvílíkt að vinna fyrir sigrinum.
Aron Ellert: Klassa innkoma, kom sér inní leikinn strax og skilaði sínu.
Stefán Tómas: Mjög góð innkoma, lét finna sér og kom sér inní leikinn.
Anton: Hélt hreinu, maður biður ekki markmenn um meira en það. Góð innkoma.
Almennt um leikinn:
Loksins 3 stig. Svipað og í Reykjavíkurmótinu, þá náum við okkar fyrstu stigum á móti KR. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur og þurfum við að halda áfram á sömu braut. Í heildina afar góðir leikir á móti Breiðablik og Víking og núna kláruðum við allar 70 mínúturnar.
Byrjuðum ágætlega og fengum gott færi snemma en markmaðurinn sá við Danna. Skömmu seinna setti Ævar hann eftir klassa sendingu frá Árna. Vorum meira með boltann í fyrri en samt var allt of mikið um lélegar sendingar og töpuðum við boltanum allt of oft. Eftir markið fórum við að slaka soldið á og hleyptum þeim soldið inní leikinn, án þess þó að þeir fengu einhver færi. Það endaði þó með því að þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað og stóra buffið hjá þeim settann með skalla. 1-1 í hálfleik, þar sem við vorum klárlega betra liðið.
Við töluðum svo um að klára þennan he%&$# leik í hálfleik og það gekk svo sannarlega eftir. Réðum gjörsamlega öllu á vellinum og vorum að spila hörku flottan fótbolta, boltinn að ganga vel á milli manna og Danni og Árni að "smóka" varnamenn KR-inga. Það litla sem KR voru að gera át vörnin og allir í liðinu voru að vinna fyrir hvern annan. Mörkin sem við skoruðum voru góð en við þurfum samt að að æfa okkur meira i því að klára færin, því við hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk, og gegn sterkari liðum er nauðsynlegt að klára dauðfærin.
Núna strax hefst undirbúningur undir Keflavíkurleikinn sem er eftir viku. Þann leik ætlum við klárlega að taka líka.
- - - - -
Dags: Þriðjudagurinn 13.júní 2006.
Tími: kl.18.20 - 19.35.
Völlur: KR-völlur.
Þróttur 3 - KR 0.
Staðan í hálfleik: 2-0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0.
Maður leiksins: Tolli.
Mörk: Bjarki Þór - Gulli - Anton Sverrir.
Vallaraðstæður: Spiluðum á gervigrasi (ekki til mikillar gleði), en létum okkur hafa það. Grasið bara fínt og veðrið afar hlýtt og gott.
Dómarar: Klassa dómari og línuverðir og allt :-)
Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Nonni og Kommi bakverðir - Tolli og Gummi miðverðir - Bjarki Þór og Símon á köntunum - Jakob Fannar og Aron Ellert á miðjunni - Gulli og Stefán Tómas frammi + Krissi, Bjarki Steinn, Anton Sverrir, Jóel og Daði Þór.
Frammistaða:
Anton: Traustur - varði vel, en var tæpur í tveimur spyrnum!
Nonni: Klassa frammistaða og var afar traustur í leiknum.
Kommi: Flottur leikur, var að vinna vel og skilaði bolta vel frá sér. Mætti aðeins passa að senda boltann fyrr.
Tolli: Afar sterkur með Gumma við hliðina á sér, og staðsetti sig vel.
Gummi: Afar sterkur með Tolla við hliðina á sér, góð bæting frá síðasta leik í staðsetningum.
Bjarki Þór: Fínn leikur, hefði þó mátt vera aðeins meira inní leiknum í fyrri hálfleik en skilaði samt góðri frammistöðu.
Símon: Klárlega hans besti leikur í langan tíma, stóð sig mjög vel og var að vinna vel.
Jakob Fannar: Duglegur en vantaði að stjórna og láta heyra í sér á miðsvæðinu.
Aron Ellert: Tók fyrri hálfleikinn og stóð sig að vonum vel, hékk þó stundum aðeins of mikið á boltanum.
Gulli: Djöflaðist allan tímann og olli alltaf stressi hjá varnarmönnum KR, alveg eins og það á að vera.
Stefán Tómas: Tók fyrri hálfleikinn og var skapandi, stóð sig mjög vel
Krissi: Klassa seinni hálfleikur. Afar "save" og engin hætta.
Bjarki Steinn: Sterkur og ógnaði mikið, vantaði bara að fara alla leið.
Anton Sverrir: Klassa innkoma - alltaf hættulegur og skoraði snilldar mark.
Jóel: Topp innkoma, hefði mátt setja hann í einu færinu, en stóð sig mjög vel.
Daði Þór: Þrausu innkoma, hefði mátt vera aðeins duglegri framm á við, en vann vel til baka.
Almennt um leikinn:
Brilliant sigur og við þar með komnir með 7 stig. taplausir í mótinu takk fyrir. En við hefðum getað unnið stærra í dag. Vantaði aðeins meiri grimmd í okkur og vilja til að kaffæra KR-ingunum alveg.
Annað sem var afar greinilegt í dag var að gersamlega engin talar í þessu liði. það vantar svo innilega að menn stjóri hvor öðrum og komi með einfaldar en nauðsynlegar skipanir (dekkaðu þennan - ég er laus - farðu þanngað ofl). Þurfum að fá breskan gestaþjálfara til að taka okkur í gegn í þessu.
Við vorum annars í smástund að koma okkur í gang, jafn var með liðunum framan af enn smám saman tókum við völdin. Við vorum kannski ekki að skapa einhver svaðalega DAUÐAfæri en vorum alltaf líklegir og náðum að setja tvö mörk í fyrri hálfleik, bæði mörkin afar góð. Það sem vantaði helst í fyrri hálfleik var það að kantmenn voru ekki að draga sig nógu vel út á kant þegar við vorum með boltann, en það lagaðist nú í þeim seinni.
Í seinni háfleik héldum við uppteknum hætti, sóttum vel á KR-ingana, vorum að sækja jafnt frá hægri og vinstri sem er afar mikilvægt í fótbolta. Anton Sverrir skoraði svo fallegasta mark dagsins, fékk boltann í fæturnar tók flottann snúning og settann í fjær vinkilinn...gull af marki. Eftir þetta hefðum við átt að ganga á lagið og slátra þeim, en náðum ekki að bæta við, traustur 3-0 sigur staðreynd, toppleikur af okkar hálfu.
Eins og fyrr segir erum við taplausir ennþá, sem er algjör klassi, og nú höldum við því áfram, tökum þessa Keflvíkinga og málið dautt.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home