Sunday, June 18, 2006

Leikur v Fjölni!

Jó.

Það var einn leikur við Fjölni í dag. Hádegisleikur takk fyrir.
fullt af leikmönnum spreyttu sig og niðurstaðan góður sigur
í bleytunni. allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 20.júní 2006.
Tími: kl.12.00 - 13.15.
Völlur: TBR völlur

Þróttur 4 - Fjölnir 3.
Staðan í hálfleik: 3 - 3.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 2-2, 2-3, 3-3, 4-3.

Maður leiksins: Gunnar Björn.
Mörk: Pétur Dan (2 mín) - Arnar Páll (17 mín) - Davíð Hafþór (33 mín) - Tryggvi (66 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn afar blautur og erfitt að "controla" boltann, úði en samt nett fótboltaveður.
Dómarar: Ingvi og Eymi í fyrri hálfleik (klárlega eitt besta dómarapar Þróttar) og Kiddi og Egill B í seinni hálfleik (sluppu).

Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Gunnar Björn og Davíð Hafþór bakverðir - Jónmundur og Viktor miðverðir - Anton Helgi og Tumi á kantinum - Daníel Örn og Arnar Páll á miðjunni - Tryggvi og Pétur Dan frammi + Anton Elí - Ágúst Heiðar - Gunnar Robert - Hákon - Mikael Páll - Orri - Sindri - Stefán Karl - Matthías.

Frammistaða:

Kristó: Varði oft vel - hefði kannski mátt halda í einu markinu. Átti svo miðjuna í seinni.
Gunnar Björn: Klassa vinnsla og barátta. Stoppaði fullt af sóknum og kom boltanum vel frá sér.
Davíð Hafþór: Topp leikur - topp mark.
Jónmundur: Las leikinn vel og var afar traustur í miðverðinum.
Viktor: Fyrsti leikur eftir smá frí - gerði allt vel.
Anton Helgi: Vantar að láta heyra í sér og vilja fá boltann - en ágætis leikur.
Tumi: Góð vinnsla í báðum stöðum. Fínn leikur.
Daníel Örn: Fínn á miðjunni - líka klókur að koma sér í færi.
Arnar Páll: Klassa hálfleikur - klassa mark. En vantaði aðeins upp á að vinna miðsvæðið betur.
Tryggvi: Kom sér oft í færi og var alltaf líklegur, en vantaði að klára nokkur færi betur.
Pétur Dan: Klassa hálfleikur - óheppinn að klára ekki 2-3 færi með marki.
Anton Elí: Fyrsti leikur í langan tíma, vantaði aðeins upp á vinnsluna tilbaka en fínn leikur. Fékk samt gula fyrir að henda grasi í fjölnisgaur (djók).
Ágúst Heiðar: Vantaði aðeins að sjá mann og bolta (vera í línu) en stoppaði samt fullt af sóknum.
Gunnar Robert: Fyrsti leikur í langan tíma, stóð sig ágætlega á miðsvæðinu. Spólaði sig oft í gegn
Hákon: Fín innkoma - gerði allt rétt í bakverðinum.
Mikael Páll: Fín innkoma á miðjuna - mætti samt ýta meira frá sér.
Orri: Varði oft vel en mætti skila boltanum betur frá sér.
Sindri: Traustur í miðverðinum.
Stefán Karl: Fékk ekki mikið að gera en allt save sem kom á markið.
Matthías: Fin innkoma - duglegur.


Almennt um leikinn:

Jamm - soldið síðan við spiluðum síðast - þannig að það var fínt að fá loksins góðan leik.
Við vorum kannski með aðeins of marga leikmenn í leiknum en menn nýttu sinn tíma
bara vel og kláruðu dæmið - líka engin með neitt væl.

En við byrjuðum leikinn vel - komust í 1-0 og fengum fleiri færi til að auka við forskotið.
en fórum illa að ráði okkar nokkrum sinnum. Þeir ná svo að jafna og komast yfir á stuttum tíma
- við algjörlega sofandi og sýndum lítið lífsmark á um 15 mín kafla.

En komum svo sterkir inn, skoruðum tvö klassa mörk og staðann var 3-3 í hálfleik.
Við fengum nokkur góð færi að setja menn innfyrir en vorum annað hvort of seinir að
senda boltann eða sendum ekki nógu vítt þannig að Fjölnismenn lásu okkur. Það vantaði líka nokkuð upp á að menn stjórnuðu hvor öðrum og létu heyra í sér.

En það var ekkert að baráttunni og menn komu klárlega þreyttir út af. þannig á það líka að vera. Við vorum óhræddir að fara í tæklingar og létum vel finna fyrir okkur.
Fór svo að við vildum meira vinna - og sóttum látlaust á þá síðustu mínúturnar - náðum svo að skora eftir smá barning inn í teig. Klassa sigur og menn í góðri stemmningu út daginn!

Næsti leikur er við Gróttu á fimmtudaginn á þeirra velli. Við plönum hann aðeins betur og látum ykkur vita með hann annað kvöld.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home