Friday, June 23, 2006

Atriði til athugunar!

Jó.

Hérna er smá listi yfir nokkra hluti sem við þurfum virkilega að klára okkur af.

- - - - -

1. Skráning á Rey-Cup: Ég á enn eftir að heyra í eftirfarandi strákum til að bóka þátttökuna. Verð að fá að heyra í foreldrum ykkar þannig að allt sé á hreinu. Allra allra síðasti sjens. Ok sör.

Arnar Már - Ágúst Benedikt - Ásgeir - Ástvaldur Axel - Bjarki - Bjarmi - Guðlaugur - Hreiðar Árni - Jimmy - Leó Aðalsteinn - Óskar - Starkaður - Viktor - Anton Elí - Arianit - Ágúst Heiðar - Dagur - Davíð Þór - Elvar Aron - Gabríel Jóhann - Gunnar Robert - Hákon - Ingvar - Jón Kristinn - Kevin Davíð - Kormákur - Reynir.

2. Skil á dagatalapeningum: Algjört möst að skila peningunum í vikunni (og ef það er afgangur af dagatölum). Ekki klikka á þessu.

3. Hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar í leikjum. Þarf ekki að útskýra þetta meira!

4. Spron: Veit að menn hafa ekki staðið sig að láta vita heima um samning Þróttar og Spron, þess vegna fáið þið aftur upplýsingabækling um þetta í vikunni - og algjört möst að sýna þetta heima!!

5. Upphitunar og félagsgallarnir: Þeir eru komnir upp í Íþrótt (þróttarabúðin) og eru þeir til í öllum stærðum. Þeir kosta 6999kr (peysa og buxur). Við mælum hiklaust með að leikmenn reyni að verða sér út um gallann, bæði til að nota í leikjum sem og á æfingum (og pottþétt úti í utanlandsferð eldra ársins).

6. Aukaæfingar: Við munum byrja með aukaæfingar í vikunni (tækni - og skotæfingar). Æfingarnar verða á þeim dögum þegar engir leikir eru. Við munum hafa þær á þríhyrningnum til að byrja með og þær verða auglýstar sérstaklega á blogginu. Þær verða ýmist snemma á morgnanna eða í hádeginu og er algjörlega frjáls mæting á þær.

7. Þróttur - Leiknir á miðvikudaginn kl.20.00 á Valbirni. Þeir sem eiga að "plögga" boltana eru: Jakob Fannar – Jónas – Jónmundur – Leó – Óskar – Pétur Dan – Símon – Snæbjörn, auk Bjarma og Ævars, sem passa að allir séu klárir.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home