Thursday, June 08, 2006

Föstudagurinn 9.júní!

Jó jó.

Það er æfing hjá öllum flokknum kl.14.00 uppi á Suðurlandsbraut.
Tökum netta æfingu rétt fyrir opnunarleik HM (sem byrjar kl.4 með
leik Þýskalands og Costa Ric
a).

Æfingin verður þannig:

- Skiptum hópnum upp í fjóra hópa.

- Eymi verður með: Enska spretti (double sprints fyrir sturtubeilara).
- Kiddi verður með: Þýskan reiti!
- Egill verður með: Skotkeppni.
- Ingvi verður með: Tækniæfingar (nei, menn mega ekki bara vera hér!).

- Endum svo á góðu spili og léttri powerade keppni (veit að ég skulda mönnum).

Eftir æfingu skrifum við niður HM veðmál 4.flokks, sem verður þannig að allir
borga 200kr í pott og mega giska á tvö lið sem þeir halda að vinna HM og einnig eiga menn að giska á tvo leikmenn sem þeir halda að verði markakóngar (kem með nánari skýringar á morgun).
Kiddi heldur utan um pottinn (í lagi að borga seinna). Þeir sem eru staddir í útlöndum
geta smessað okkur, eða sett sitt "gisk" í commentin!

Allir fá svo á morgun plan fyrir restina af júní mánuði. Og eldra árið fær miða til að afhenda verkstjórum sínum í unglingavinnunni (upp á að vinna eina vikuna fyrir hádegi og hina eftir hádegi og svo koll af kolli). Við byrjum í næstu viku á nýjum tímum.

Við tökum svo gott helgarfrí, nema hvað allir láta sjá sig á sunnudaginn niður í Þrótt
þar sem mfl keppir við HK kl.16.00. Boltasækjarar klárir og alles.

Brenndi diskurinn hans Eyma var vægast sagt slakur. Kallinn er að vinna í nýjum og við reddum græjum pottþétt fyrir næstu leiki.

Ok sör.
Sjáumst á æfingu.
Þjálfarar

0 Comments:

Post a Comment

<< Home