Mið!
Ble.
Nett í dag hjá yngra árinu, þrátt fyrir ca.30 vindstig á vellinum! Líka flottir í hafmeyjunni í pottinum! Setti mætingarnar og fimleikaröfl inn áðan, kíkið á það hér fyrir neðan.
Ánægður með Jóhönnu Guðrúnu áðan - aldrei hætta! Klárum etta "foshow" á laugardaginn :-)
En miðvikudagur á morgun, eldri æfa nánast eins og vanalega:
- Æfing - Eldra ár - Gervigrasið - kl.16.45 - 18.15.
Fatamál:
- Á morgun, miðvikudag, milli kl. 16:30-18:00 fer fram afhending á Þróttarfatnaði til þeirra sem það pöntuðu í Þróttarheimilinu fyrir ca. mánuði. Allur fatnaður er nú klár nema keppnistreyjurnar sjálfar en þær eru væntanlegar fljótlega. Mikilvægt að allir mæti og nái í sínar pantanir.
- Nokkrir eiga enn eftir að máta treyjur (og væntanlega annan fatnað, s.s.galla). Á morgun, miðvikudag, er hægt að máta niður í Þrótti - gott að koma milli 17.00-18.00 í stóra salinn og græja þetta. Samkvæmt mínum blöðum (get verið ekvað klikk) eiga eftirtaldir eftir að máta: Jovan - Jakob Gabríel - Hörður Sævar - Þorsteinn Gauti - Kári - Kristjón Geir- Kári - Logi - Pétur Jökull - Snorri - Ýmir Hrafn - Erlendur - Gunnar Valur!
Alles klar,
Ingvi, Teddi og Sindri.
p.s. til foreldra: Knattspyrnudeildin vill líka minna á hreinsunar- og vinnukvöldið á morgun (mið) frá kl. 18:00-21:00 á Valbjarnarvelli. Væri frábært ef sem flestir gætu komið og létt undir með okkur og koma vallarsvæðinu í sem best lag fyrir fyrsta heimaleikinn hjá strákunum á fimmtudagskvöldið. Þeir sem eiga hleðsluborvélar endilega takið þær með ykkur.
p.s. þeir sem vilja vera boltasækjarar á morgun, muna að commenta í kvöld!
- - - - -
6 Comments:
kemst ekki á æfingu er að fara í lazertag með bekknum ..
Hæ er búinn að máta treyju, en ég treysti mér samt ekki á æfingu er soldið slappur
ma eg vera boltasaekjari :p kv.bjarnip
Ég (kritjón) og marteinn vera boltasækjarar á morgun (fimtudag)
Þróttur vs Stjarnan?
meigum við?
alltof margir shit
Post a Comment
<< Home