Saturday, May 30, 2009

Þrið - leikur v FH + foreldrafundur!

Yess.

Tvennt að gerast á morgun; C liðið keppir v FH2 í Íslandsmótinu (frí hjá öðrum), og svo um kvöldið er mjög mikilvægur foreldrafundur niður í Þrótti sem vonandi allir foreldrar komast á.

Leikurinn er snemma, þannig að það er bara mæting tilbúnir beint upp á völl (við komum með treyjur), en tilbúnir í hörkuleik. Planið er þá svona:

- C lið v FH2 - Mæting kl.15.30 - tilbúnir í gallanum upp á Suðurlandsbraut - keppt frá kl.16.00 - 17.15:

Kári - Hallgrímur Snær - Viktor Snær - Daníel Þór - Nizzar - Sigurður Þór - Andrés Uggi - Birkir Örn - Brynjar - Ólafur Guðni - Pétur Jóhann - Marteinn Þór - Kristjón Geir - Pétur Jökull - Snorri - Sölvi - Ýmir Hrafn - Logi.

- Foreldrafundur - Stóri salurinn niður í Þrótti - kl.20.00:

Þar sem annasamt fótboltasumar eru nú að hefjast langar okkur í foreldráði til að hitta ykkur foreldra ásamt þjálfurum og forsvarsmönnum ReyCup þriðjudaginn 2. júní kl 20:00 í stóra salnum í Þrótti. Mikilvægt er að allir forráðamenn sjái sér fært að mæta til að stilla saman strengi um hvernig við getum gert þetta sumar sem allra best og eftirminnilegast fyrir strákana okkar. Íslandsmótið er núna farið í gang og ætlum við að hafa einn forráðamann á hverjum leikdegi til að aðstoða þjálfarana við ýmislegt og koma strákunum upp í rétta grírinn fyrir leik.

Framundan er svo æfingaferð á Hvolsvöll seinnipartinn í Júní. Stærsti einstaki viðburður sumarsins er svo ReyCup og þar þurfa margar hendur að koma að málunum til að allt gangi upp hjá strákunum. Vonumst til að sjá ykkur öll á þriðjudaginn 2.júní kl 20:00.

Kveðja,Flokksráð & þjálfarar

Vonandi allt á tæru (svo æfing á miðvikudaginn hjá öllum).
Sjáumstum,
Ingvi - Teddi og Sindri.

- - - - -

5 Comments:

At 10:46 AM, Anonymous Anonymous said...

Á maður að mæta niður í klefa með töskunna eða í fötunum á suðurlandsbraut?

 
At 12:03 PM, Anonymous Anonymous said...

hugsaðu áður en þú spyrð..

 
At 12:19 PM, Anonymous ingvi said...

hey, pössum tóninn! bara mæta beint upp á suðurandsbraut, klár í fötunum - ekki niður í klefa með tösku í dag.

 
At 8:24 PM, Anonymous Anonymous said...

kemur e'ð um c liðs leikinn ( er að meina svona um hvern og einn )
færsla eða hvað sem það kallast x)?

 
At 9:15 PM, Anonymous ingvi said...

jamm - það er planið, kemur seint í kvöld. aight.

 

Post a Comment

<< Home