Wednesday, May 20, 2009

Auka frétt!

Jæja jæja. Hver er kominn fyrir framan tölvuskjáinn, jú, goðsögnin sjálf, Eymundur Sveinn Leifsson einnig þekktur sem Eymi, Eymhúnd, Eymaldinho og Plútó.

Fékk smáskilaboð frá hæstvirtum Ingva Sveins, hann er semsagt í starfsmannaferð og gat ekki bloggað. Jebb, þið heyrðuð rétt, hann er í starfsmannaferð, semsagt kennaraferð hversu leiðinlegt er það? Hlutir sem ég væri frekar til í að gera en að fara í kennaraferð;

1. Fara aftur á Þróttur-Stjarnan.
2. Taka Guiding Light maraþon.
3. Hefta eyrun mín við ótemju.
4. Mæta í sund á hverjum einasta degi í mánuð í borat-skýlu.
5. Mæta í gangavarðaferð.

En já, hann vildi semsagt koma því á framfæri að á morgun er æfing hjá yngra árinu á plastinu (gervigrasi (bíddu, er ekki komið sumar? hvet alla til að mótmæla gervigrasæfingum á morgun)) frá 12:00 til 13:30. Látið orðið ganga, því sá sem kemur í skrautlegasta bolnum á æfingu fær að launum fyndnasta og fáránlegasta drasl sem ég hef séð.

Leifsson út.

2 Comments:

At 11:12 PM, Anonymous Marteinn Þór said...

kemst ekki á neina æfingu ekki nema á mánudaginn vegna þess að ég er að fara upp í sveit


kv: Marteinn

 
At 11:24 PM, Anonymous Anonymous said...

kemsrt örugglega ekki er að fara að veiða

kv.kristo

 

Post a Comment

<< Home