Saturday, May 30, 2009

Ísl mót v FH2 - þrið!

Jamm.

Seinasti leikurinn í þessari törn var áðan v FH2 á ansi loðnum TBR velli - áhorfendur sáu 12 mörk takk fyrir, niðurstaðan sigur - allt um hann hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: C lið v FH2 í Íslandsmótinu.

Dags: Þriðjudagurinn 2.júní 2009.
Tími: kl.16.00 - 17.20
Völlur: Þróttarvöllur (tbr völlur).

Dómarar: Oddur Björns og Bjarki Þór - afar svalir "á því".
Aðstæður: Veðrið sweet en völlurinn frekar spes, helmingur sleginn en hinn helmingurinn loðnari en ... (hugsið ykkur eitthvað loðið).

Staðan í hálfleik: 5 - 2.
Lokastaða: 8 - 4.

Mörk:Viktor Snær 2 - Sigurður Þór - Daníel Þór - Brynjar 2 - Pétur Jóhann - Ólafur Guðni.
Maður leiksins: Brynjar.

Liðið: Kári í markinu - Marteinn Þór og Logi bakverðir - Ýmir Hrafn og Andrés Uggi miðverðir - Ólafur Guðni fyrir framan vörnina - Daníel Þór og Viktor Snær á miðjunni - Nizzar og Sigurður Þór á köntunum - Brynjar einn frammi. Varamenn: Hallgrímur Snær, Pétur Jóhann, Birkir Örn, Kristjón Geir, Sölvi, Snorri og Pétur Jökull.

Frammistaða:

Kári: Fínn leikur - varði oft vel, gat lítið gert í mörkunum.
Marteinn: Mjög solid leikur í bakverðinum.
Ýmir: Nokkuð solid leikur - vantaði kannski aðeins upp á stutta spilið, en annars flottur.
Andrés: Vantaði aðeins upp á tal og stjórnun í miðverðinum, mun sprækari á miðjunni í seinni.
Logi: Virkilega góður leikur - las leikinn vel og kom boltanum vel frá sér.
Ólafur Guðni: Duglegur allann leikinn, sem skilaði sér líka í marki í lokin. Flottur.
Daníel: Átti miðjuna með brósa, halda áfram að taka langar sendingar inn fyrir.
Viktor: Mjög seigur - og flott tvenna.
Siggi: Vantaði að halda meiri breidd, vera út við línu og garga á boltann - en flott hreyfing og mikið í boltanum. Verður vonandi klár fljótlega í kálfanum.
Nizzar: Sama og hjá Sigga, en átti margar flottar fyrirgjafir í fyrri hálfleik, eitthvað sem vantar oft í okkar leik.
Brynjar: Mjög góður leikur - virkilega vel á tánum og mikið í boltanum.

Hallgrímur: Allt að koma - varði oft vel og útspörkin verulega góð.
Birkir Örn: Vantaði aðeins að stjórna vörninni betur, en það batnaði í lokin og hann át allt.
Sölvi: Fínn leikur - eitthvað "fjör" við einn fh-inginn, vonandi ekkert alvarlegt.
Snorri: Fínn leikur - halda áfram á þessari leið.
Kristjón: Flott barátta, vann vel að vanda í dag.
Pétur Jóhann: Flott að fá hann aftur í liðið - Flott innkoma, kraftur í honum. Mæta nú bara eins og ljónið og komast í perfect stand.
Pétur Jökull: Flottur í miðverðinum og á kantinum - óhræddur að vera með boltann, og kom honum vel frá sér.

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum af krafti og vorum komnir í 2 - 0 eftir skamma stund. Virkuðum mun sterkari en létum boltann samt ekki ganga alveg nógu vel á milli mann. Þeir komust aftur inn í leikinn skömmu seinna með langskoti. Við bættum í og pressuðum þá stíft og þeir áttu í erfiðleikum að bera boltann upp - settum tvö flott mörk, en aftur sofnuðum við á verðinum og horfðum á þegar þeir fylgdu á eftir aukaspyrnu. 5-2 í hálfleik.

Það vantaði almennt upp á þéttleikann í vörninni - lítið tal og engin að stjórna. Þannig að þeir gengu á lagið og bættu við tveimur mörkum í seinni.

Hefðum mátt nýta völlinn betur - við erum of gjarnir að fara alltaf beint upp völlinn, kantar þurfa að vera út við línu og miðjumenn þurfa að vera duglegir að færa boltann út á kantana. En við fengum fullt af færum í seinni hálfleik - og náðum að klára þrjú þeirra. Þetta var náttúrulega fyrsti leikur okkar á grasi, ekki búnir að taka neina æfingu. En flott að klára fyrsta leikinn, en fjögur mörk á okkur var náttúrulega of mikið. Bætum úr því á mánudaginn, á móti KR, klárir í bátana þá.

Liðstjóri: Þórir (siggi).

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home