Monday, May 25, 2009

Daði og Jón Konráð farnir út!

Jamm.

Daði og Jón Konráð héldu út til Stokkhólms í gær til að keppa á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlanda en það mót hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 (fyrir utan eitt ár). Í ár verður mótið sem sé haldið í Stokkhólmi og fór 29 manna hópur frá Reykjavík taka þátt í mótinu.

Hópurinn samanstendur af 15 knattspyrnudrengjum og svo 10 körfuknattleiksstúlkum auk þjálfara og farastjóra. Keppendur eru á aldrinum 12-14 ára og koma úr 14 skólum í Reykjavik. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Dvalið verður á eyju í Stokkhólmi sem heitir Lidingeyja. Þar er gist og keppt á svæði sem heitir Bosön sem er helsta aðsetur Svía fyrir æfingar og keppni þeirra íþróttafólks.

Við munum svo reyna að fylgjast með í vikunni hvernig liðinu gengur. Strákarnir koma svo heim í vikulok.

"Good stöff",
Ingvi

- - - - -

1 Comments:

At 12:01 AM, Anonymous Anonymous said...

til hvers Körfubolyastúlkur ?

 

Post a Comment

<< Home