Helgin!
Sælir spaðar.
Nokkuð flottir í dag, fyrir utan smá "rögl" í lokin þegar við vorum að færa mörkin. Flott mæting - Þorsteinn E og Þorsteinn G dottnir inn, sem er snilld. Hópurinn fer að telja 50 leikmenn, sem er svaðalega nett tala.
Við verðum sem sé í A riðli í sumar í Íslandsmótinu - það er klárt. Við tókum þeirri áskorun og ætlum klárlega að standa okkur. Við verðum með A, B og C lið þar. Leikjaplanið verður klárt á næstu dögum. Einn leikur eftir í Rvk mótinu; á móti ÍR eftir viku. Svo fer nú að styttast í grasið og skólalok!
Nokkrir strákar (daði-hörður s-kristjón g-ýmir h) fengu prik í kladdann áðan þar sem að þeir áttu fulltrúa á leikmannakynningu meistaraflokks :-) tókst bara nokkuð vel, þeir foreldrar sem ekki komust, mæta bara í staðinn á leikinn á sunnudaginn:
- Sun - Pepsideildin - Breiðablik v Þróttur - Kópavogsvöllur - kl.19.15.
Já, sem sé helgarfrí hjá okkur um helgina (tókum fjóra hittinga í vikunni), nema hvað það væri gaman að sjá sem flesta á leiknum á sunnudaginn. Hafið það annars gott, farið vel með ykkur. Sumir í lærdóm og aðrir taka jafnvel auka á því um helgina!
Setjum svo undirbúning fyrir ír-leikina í gang á mánudaginn.
Flair,
Ingvi - Teddi og Sindri.
p.s. fötin eiga að koma um miðjan mánuðinn. Þeir sem eiga eftir að máta, gera það á æfingunni á mánudaginn!
- - - - -
1 Comments:
hvað kostar á leikinn???
Post a Comment
<< Home