Tuesday, September 11, 2007

Mið!

Sælir.

Við kláruðum leikinn við Leikni nokkuð örugglega á aðalvelli félagsins í dag. Fengum reyndar á okkur tvö mörk en settum einu marki meira en þeir (og hefðu þau átt að vera fleiri). Kaupum okkur einn dag í viðbót til að klára umfjöllunina.

En það var líka fín æfing áðan á gervó. Eldra árið kláraði aðeins fleiri keppnir en þeir yngri. Undirritaður sýndi svo gamla takta í markinu - Egill var sprækur í vönsurunum - Diddi fékk gult fyrir munnbrúk og Biggi kláraði sláarkeppnina og uppskar Powerade.

Við ætlum að æfa aftur á morgun, miðvikudag, fyrir landsleikinn. Það er frjáls mæting hjá B liðinu, búnir að taka vel á því síðustu þrjá daga, og meta hvort þeir vilji slaka á, á morgun. Annars mæta aðrir bara ferskir, og sérstaklega þeir sem ekki komust á æfingu áðan. Ok sör:

- Æfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.30.

Veit ekki hvort við fáum allt grasið en stelum vonandi hálfu af Mist!
Sjáumst eldhressir,
Og svo aftur Áfram Ísland um kvöldið (landsleikurinn byrjar 18.05 by the way).
Ingvi og co.

p.s. gróft plan fyrir loka dagana:

- mið: Æfing.
- fim: B lið v Breiðablik.
- fös: Lokaæfing!
- laug: Mfl v Fjölni.
- sun: Haustferð yngra árs.
- einhvert kvöld í næstu viku: Lokahóf flokksins.
- einhver helgi seinna í sept/byrjun okt: Haustferð eldra árs.
- sunnudaginn 30.sept: uppskeruhátíð þróttar.

p.s.2 egill ekvað að væla um að fara frekar á 2.fl æfingu á eftir. þorir greinilega ekki í kallinn eftir að ég tæklaði hann upp í öxl (sjá mynd hér fyrir neðan):

0 Comments:

Post a Comment

<< Home