Thursday, September 27, 2007

Uppskeruhátíð - sun!

Jebba.

Úrvalsdeild baby. Var samt ekki nógu sáttur við Kristófer - ég var ekki ósáttasti Þróttarinn
áðan!! Frekar góð mæting frá okkur og annað sætið klárt. Úrvalsdeild og Laugardalsvöllurinn takk. (svo bara sekkinn í form).

En á sunnudaginn er uppskeruhátíðin á Brodway - allar upplýsingar eru hér fyrir neðan. Fjölmennum úr 4.flokknum og lúkkum mest takk. Pössum Didda og Arnþór Ara í kökuhlaðborðinu og kveðjum hvorn annan (yngra ár - eldra ár) almennilega.

Sjáumst hressir,
Ingvi og co.

- - - - -

Uppskeruhátíð yngri flokka (3.flokkur og niður úr) verður haldin á Broadway (Hótel Ísland) sunnudaginn 30. september.

Þar verða veittar viðurkenningar fyrir ástundun og fleira frá sumrinu sem er að líða.
Þjálfarar fyrir 2007-2008 kynntir og kökuhlaðborðið fræga verður á sínum stað.

Allir foreldrar koma með heimabaksturinn kl 12.00-12.30 á sunnudaginn og leggja á sameiginlegt hlaðborð.

Hátíðin hefst svo kl 14.00 og stendur til um kl 16.00, foreldrar eru hvattir til að mæta með sínum börnum og þyggja kaffi og með því.

Umsjón er í höndum unglingaráðs og yfirþjálfara.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home