Monday, September 10, 2007

Úrslitakeppni v Leikni - þrið!

Jebba.

Annar leikur okkar í úrslitakeppninni var í dag, þriðjudag, á Valbjarnarvelli. Við stóðumst prófið og kláruðum leikinn nánast örugglega fyrir utan smá bögg í lokin! Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 3 - Leiknir 2.
Íslandsmótið - úrslitakeppni.

Dags: Þriðjudagurinn 11.sept 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Valbjarnarvöllur.

Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 0 - 1, 1 - 1, 2 - 1, 3 - 1, 3 - 2.

Mörk:

33 mín - Guðmar með nett slútt inn í markteig.
38 mín - Tryggvi með sína hefðbundu klárun.
57 mín - Reynir með geggjað mark langt utan að velli.

Maður leiksins: Daníel Örn (tók hall á etta á miðjunni).

Vallaraðstæður: Völlurinn soldið blautur en samt töff -nokkuð hlýtt.
Dómari: Fáránlega flair ksí dómari - og matti og oddur góðir á línunni.
Áhorfendur: Fullt af fólki skellti sér í stúkuna.

Liðið:

Orri í markinu - Maggi og Daði bakverðir - Kristó og Úlli miðverðir - Guðmar og Dagur Hrafn á köntunum - Danni og Ólafur Frímann á miðjunni - Seamus og Tryggvi frammi. Varamenn: Sindri Þ, Sindri G, Davíð Þór, Silli, Reynir, Sigurður T. Vantaði: Mikka og Viktor.

Frammistaða:

Orri: Klassa leikur í alla staði - gat lítið gert í vítinu.
Daði: Allt save í gær.
Úlli: Átti aftur fínan leik - grimmur og óð í alla bolta.
Kristó: Batt vörnina vel saman með Úlla og kom hún miklu betur út en í gær.
Maggi: Óheppinn að missa manninn inn fyir í fyrsta markinu þeirra - en klikkaði ekki eftir það og kláraði sinn mann vel.
Óli: Snilld að fá hann klárann - hélt boltanum vel og átti öflugan leik.
Danni: Virkilega duglegur á miðjunni - hefði aðeins getað skilað boltanum betur frá sér.
Dagur: Solid leikur - barðist vel, átti ágæt horn og ógnaði mikið.
Guðmar: Öflugur á kantinum en fannst hann sparka alltaf beint í varnarmaninn í fyrri hálfleik í staðinn fyrir að taka þríhyrning við Tryggva.
Seamus: Djöflaðist vel - kom sér ekki í nógu góð færi fyrr en í seinni - óheppinn í the deddaranum.
Tryggvi: Var duglegur að vanda - kom sér í fullt af færum - vantaði kannski að leggja boltann betur út á félagana.

Reynir: Klassa innkoma eftir nokkra fjarveru - virkilega skotviss og þurfum við að vera duglegri að koma honum í skotfæri.
Sindri Þ: Tapaði ekki bolta í gær - nýtti sínar mínútur perfectly.
Sindri G: Mun öruggari en í leiknum í gær - hefði kannski mátt taka óla markmann á etta í öðru markinu þeirra.
Davíð Þór: Snilldar innkoma - virkaði vel á miðjunni.
Sigurður T: Kláraði sitt hlutverk vel í vörninni - allt til fyrirmyndar.
Silli: Nokkuð sprækur á kantinum - mikið í boltanum og gaf ekkert eftir tilbaka - hefði átt að skora í deddaranum á línunni!!

Almennt um leikinn:

+ Soldið margar feilsendingar í fyrri.
+ Átum alla bolta tilbaka.
+ Markvarslan til fyrirmyndar í gær.
+ Lágum í sókn í seinni hluta fyrri og nær allann seinni hálfleikinn.

- Vantar aðeins betra stutt spil hjá okkur, sérstaklega á miðjunni.
- Tryggvi kominn soldið langt yfir á svæðið hans Guðmars.
- Vantaði að klára færin í seinni.
- Vantaði að fá fleiri bolta út á Dag.

Í einni setningu: Kláruðum dæmið með flottum leik - vorum eiginlega sterkari aðilinn frá 15 mín og bjuggum til fullt af færum - óheppnir að vinna ekki stærra.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home