Thursday, September 13, 2007

Lokaæfing - fös!

Ó já.

Eftir um það bil 185 æfingar þá er komið að síðustu æfingu tímabilsins (snökt). Hún verður á morgun, föstudag, á gervigrasinu. Það mæta vonandi allir - meiddir menn verða bara í chillinu í skýlinu en aðrir taka þátt í Powerade mótinu svokallaða:

- Lokaæfing - Allir - Gervigrasið - kl.16.00 - 17.30.

Við stelum smá frá Hansa og tökum gott mót - 8 v 8. Undirritaður er búinn að búa til massa úrvalslið sem myndi sóma sér vel í Landsbankadeildinni:

- Ingvi 18 - Kiddi 6 - Egill B 8 - Eymi 2 - Óskar S 9 - Haukur Páll 7 - Jói H 10 - Björgvin Ívar 34

Á svo enn eftir að heyra frá nokkrum á yngra árinu varðandi sunnudaginn. Er svo að plögga gott kvöld í næstu viku þegar allir eru lausir fyrir lokahófið.

Sjáumst hressir á morgun - dragið alla á svæðið - lofa að taka ekki hárþurrku á þá sem hafa ekki mætt lengi :-)
Ingvi og co.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home