Monday, September 24, 2007

Næst á dagskrá!

Jebba.

Held að allir ættu að vera búnir að setja uppskeruhátíðina í dagatalið sitt (hljótið að vera með skipulagsbók í skólanum, hvað á læra heima og soddann - skandall ef menn eru að klikka á því).


En hún er sem sé næsta sunnudag - 30.september - á Broadway kl.14.00 - 16.00.



Dobbla mömmu eða pabba að baka eins og vanalega! Dagskráin verður svipuð og síðustu ár (kökgúff dauðans, myndasýning, viðurkenningar, egill og kiddi upp á svið ofl).

Menn mega svo heldur ekki klikka á síðasta mfl leiknum á tímabilinu, en hann er við Reyni Sandgerði næsta föstudag á útivelli! Eins og þið vitið þá erum við búnir að koma okkur í smá vesen og verðum að algjörlga klára þennan leik til að klúðra ekki möguleikanum að fara bókað upp í úrvalsdeild. Leikur ársins - allt eða ekkert.

Orkan sem bíður öllum Þrótturum sem hafa áhuga uppá fría rútuferð fram og til baka til Sandgerðis á föstudag.Leikurinn hefst kl 17.15 og lagt verður af stað kl 16.00 frá Þrótti. Komið er til baka í Þrótt kl ca 20.00. Það er frítt á völlinn fyrir 16 ára og yngri.

þeir sem vilja fá far með rútunni hafi samband við Láru í síma 580-5900(husverdir@trottur.is) eða Ása í síma 5805907(asiv@trottur.is) fyrir kl 17.00 á morgun (fimmtudag).

- Reynir Sandgerði - Þróttur R - Sparisjóðsvöllurinn í Sandgerði - kl.17.15 næsta föstudag.


Vikuna 1 - 7.október byrja svo æfingar á nýjan leik (verða auglýstar á uppskeruhátíðinni). Haustmótið hefst svo fljótlega þar á eftir (í kringum 8.okt).




Ok sör.
Heyrumst,
Ingvi, Egill og Kiddi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home