Thursday, September 13, 2007

Úrslitakeppni v Breiðablik - fim!

Jeppa.

Þá er Íslandsmótinu formlega lokið - enduðum á flottum sigri í gær sem tryggði okkur annað sætið í mótinu og þar með silfurverðlaunin. Virkilega vel af sér staðið - allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 3 - Breiðablik 1.
Íslandsmótið - úrslitakeppni.

Dags: Fimmtudagurinn 13.sept 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Smárahvammsvöllur.

Staðan í hálfleik: 1-0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1.

Mörk:

Tryggvi – 15 min - Týpískt Tryggva mark - Snilld!
Dagur Hrafn – 42 min - Gullfallegt mark eftir frábært skot.
Seamus – 47 min - Kom eftir glæsilegan einleik Seamusar inní teig Blikanna.

Maður leiksins: Kristófer (stóð vaktina í vörninni frábærlega).

Vallaraðstæður: Völlurinn geggjaður en massa rok allan tímann.
Dómari: Dómaratríó - Stóðu sig vel, reyndar smá væll línuverðinum okkar megin!
Áhorfendur: Nokkrir létu sjá sig í rokinu.

Liðið:

Orri í markinu - Viktor og Sindri Þ bakverðir - Kristó og Úlli miðverðir - Silli og Dagur Hrafn á köntunum - Danni og Ólafur Frímann á miðjunni - Seamus og Tryggvi frammi. Varamenn: Davíð Þór, Daði, Magnús Helgi, Guðmar og Sigurður T. Vantaði: Mikka, Reyni og Sindra G.

Frammistaða:

Orri: Frábær í dag - Breiðabliksþjálfarinn spurði mig útí hann, það hlýtur bara að vera jákvætt. Sweep'aði flott og var duglegur að lesa stungusendingarnar þeirra og hreinsa.
Viktor: Var mjög góður í bakverðinum og var duglegur að spila boltanum í stað þess að negla fram, sem gekk að sjálfssögðu ekkert í þessu veðri.
Sindri Þ: Spilaði vel í bakverðinum og leysti kantinn einnig vel af hendi.
Kristó: Geggjaður leikur - Stöðvaði flest allar sóknaraðgerðir Blikana og stjórnaði vörninni eins og kóngur.
Úlli: Mjög góður leikur - Gerði ekki mistök og stjórnaði vörninni vel með Kristó.
Silli: Flottur leikur, þar til meiðsli komu upp og hann þurfti að kalla það dag.
Dagur: Glæsilegur leikur - Skoraði frábært mark og var duglegur að draga sig út. Hefði samt átt að fá fleiri bolta.
Danni: Geggjaður leikur - Stjórnaði miðjunni og barðist eins og ljón.
Óli: Góður leikur á miðjunni en var alls ekki nógu duglegur eftir að hann var færður framar.
Tryggvi: Mjög góður leikur - Klárlega "stabílasti" leikmaður úrslitanna.
Seamus: Skoraði geggjað mark og var duglegur í dag. Flottur leikur.

Maggi: Besti leikur hans í úrslitunum. Mjög góður leikur.

Daði: Mjög góður leikur. Spilaði allar stöðurnar í vörninni og rúllaði þeim öllum upp.
Sigurður: Barðist á fullu eins og alltaf og var mjög gott að fá hann ferskan inná.
Guðmar: Líkt og Siggi barðist Guðmar allan leikinn. En hefði þó mátt gera meira af því að draga sig út að línunni þegar hann var á kantinum.
Davíð Þór: Flottur leikur eins og í öllum leikjunum í úrslitunum.

Almennt um leikinn:

+ Börðumst allir sem einn auk þess að spila boltanum flott á milli okkar.
+ Gáfum fá færi á okkur og var það vegna þess að allir skiluðu sínu varnarlega, allt frá Orra og að fremsta manni.
+ Sköpuðum okkur góð færi og enduðu þrjú þeirra með stórglæsilegum mörkum.

- Soldið sofandi fyrstu mínútu leiksins - þeir fengu deddara og auka á hættulegum.


Í einni setningu: Í einu orði sagt snilldar sigur og þvílíkt flottur karakter. Synd að hafa ekki séð ykkur klára þetta í seinni hálfleik. En þið eigið hrós skilið fyrir flottann leik.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home