Saturday, September 15, 2007

Hey hó!

Sælir.

Takk fyrir gærdaginn - Það var þokkalega góð mæting (sjá hér neðst) og menn voru almennt hressir. Ég þakka bjögga, bro, jóa h, hauki og eyma fyrir að láta sjá sig - sýndu góða takta. Úrvalsliðið tók etta náttúrulega með vinstri en grænir stóðu sig best af þeim ungu og fengu (flestir!) powerade að launum. Aðrir hefðu nú mátt vera glaðari með djúsinn :-/

En það er sem sé komið um tveggja vikna frí frá æfingum, en á morgun, sunnudag, er yngra árs ferðin og í næstu viku er lokakvöld flokksins. Negld dagsetning fyrir eldra árs ferðina verður svo staðfest strax eftir helgi.

En í dag, laugardag, er samt leikur hjá mfl:

- Þróttur - Fjölnir - Fjölnisvöllur - kl.14.00 - 15.45.

Klæða sig vel og láta sjá sig. Getum endanlega tryggt okkur upp í úrvalsdeild.
Set svo planið um ferðina á morgun inn seinna í dag. Nánast allir bókaðir með :-)

Erum svo að klára að telja leikina, markaskorarar, mætingar og allt það, sem og fínpússa stuttmyndina.

Sé ykkur vonandi í dag, yngri alla veganna á morgun, og eldri í næstu viku.
Laters,
Ingvi og co.

- - - - -

Saknaði í gær (3-8): Ágúst J - Sindri G - Leó Garðar - (Eiður Tjörvi-Anton J-Hrafn Helgi-Lárus Hörður-Styrmir S).

Létu vita af sér í gær (5): Silli - Mikki - Arnþór Ari - Viðar Ari - Reynir.

Mættu sprækir (41) : Arnþór F - Birgir Örn - Dagur Hrafn - Guðmar - Guðbjartur - Guðmundur S - Hilmar A - Högni Hjálmtýr - Magnús Helgi - Ólafur Frímann - Sigurður T - Seamus - Þorgeir S - Anton Helgi - Anton Sverrir - Arianit - Arnar Kári - Árni Freyr - Daði Þór - Daníel Örn - Davíð Þór - Guðmundur Andri - Hákon - Hrafn - Jón Kristinn - Kevin Davíð - Kormákur - Kristján Einar - Kristján Orri - Kristófer - Matthías - Orri - Jóel - Sindri Þ - Stefán Tómas - Stefán Karl - Tryggvi - Valgeir Daði - Viktor Berg - Úlfar Þór - Þorleifur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home