Monday, September 10, 2007

Úrslitakeppni v Víking - mán!

Jebba.

Fyrsti leikurinn í úrslitakeppni B liða var í dag við Víking á heimavelli þeirra. Niðurstaðan var ekki alveg eins og við ætluðum okkur - allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Víkingur 7.
Íslandsmótið - úrslitakeppni.

Dags: Mánudagurinn 10.sept 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Víkingsvöllur.

Staðan í hálfleik: 1 - 3.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 2 - 3, 2 - 4, 2 - 5, 2 - 6, 2 - 7.

Mörk:

7 mín - Davíð Þór kláraði vel eftir að hafa verið einn á báti inn í teig.
40 mín - Tryggvi minnkaði munin fyrir okkur með nettu marki.

Maður leiksins: Tryggvi (var einn af fáum sem voru mættir í Víkina til þess að gera sitt besta).

Vallaraðstæður: Völlurinn var ekki nógu spes og veðrið í einu orði sagt leiðinlegt.
Dómari: Flott dómaratríó - eins og ætti að vera í öllum leikjum.
Áhorfendur: Einn og einn af okkar hóp lét sjá sig en Víkingsforeldrar voru mun fjölmennari.

Liðið:

Orri í markinu - Silli og Viktor bakverðir - Daði og Úlli miðverðir - Dabbi og Dagur Hrafn á köntunum - Kristó og Sigurður T á miðjunni - Danni og Tryggvi frammi. Varamenn: Maggi, Seamus, Sindri Þ, Guðmar og Sindri G. Vantaði: Mikka, Reyni og Óla F.

Frammistaða: Fyrri hálfleikur - Seinni hálfleikur.

Orri: Gat lítið gert í mörkunum - var annars nokkuð vel á tánum - kom boltanum frekar vel frá sér.
Daði: Lét ekki fara mikið fyrir sér en gerði þó allt rétt - stoppaði nokkrar sóknir vel - vann flesta sína spretti - Líkt og í fyrri fór lítið fyrir honum, gerði mjög fá mistök.
Úlli: Var mikið í baráttunni en þarf að passa að fara ekki út úr stöðu - átti líka nokkrar fínar spyrnur inn í - Fór lítið fyrir honum í seinni, líklega vegna þess að við vorum mun meira í sókn. Skilaði sínu svo sem í dag.
Viktor: Óheppinn í öðru markinu þeirra - en varðist annars vel - Skilaði sínu í seinni, gerði fá mistök. En ógnaði lítið sem ekkert fram á við, eins og hann hefur ert svo vel í sumar.
Silli: Var soldið tæpur á staðsetningum en vann samt alltaf sínar baráttur - Klikkaði nokkrum sinnum á völdun í teignum en losaði boltann ágætlega frá sér.
Kristó: Barðist afar vel en mér fannst vanta að dreifa boltanum betur á menn - Betri í seinni hálfleik, gafst aldrei upp og var einn af fáum sem barðist allan hálfleikinn.
Sigurður: Sást lítið í fyrri - fannst þeir vinna baráttuna á miðjunni í fyrri - Líkt og í fyrri var hann ekki jafn kraftmikill og vanalega. Gerði svo sem engin stór mistök í seinni.
Dabbi: Setti flott mark - en gleymdi að elta manninn sinn í þeirra fyrsta marki - lét ekki fara mikið fyrir sér í fyrri - Var mun betri í seinni, skilaði boltanum alltaf uppí horn á Tryggva eða Danna og byrjaði þannig margar sóknir, hefði átt að gera þetta oftar í fyrri.
Dagur: Var þó nokkuð í boltanum en fór nokkrum sinnum upp kantinn - hefði mátt fá fleiri bolta til sín - Líkt og í fyrri fékk hann því miður úr litlu að moða. Á morgun verður hann duglegri að biðja um boltann og keyra á bakverðina, getur svo léttilega tekið þá á.
Danni: Djöflaðist nokkuð vel en kom sér í raun bara í eitt gott færi - Var mun beittari í seinni, kom alltaf Víkingsvörninni í panik þegar hann kom á ferð á þá. Gerir meira af því á morgun.
Tryggvi: Sama hér - fékk út litlu að moða en hefði kannski mátt krossa meira við Danna og að annar þeirra kæmi meira niður að sækja boltann - Var manna duglegastur fram á við í seinni og skapaði mikið. Óheppinn að skora ekki fleiri. Þarf samt (líkt og Danni) að vera duglegri að keyra á vörnina þegar hann fær hann, tók einn þannig sprett og var óheppinn að klára það ekki.

Maggi: Kom inn á rétt fyrir hálfleik - Á mikið inni, komst aldrei í takt við leikinn. Var hrikalega ragur í návígum og hékk of oft of lengi á boltanum - Getur mun betur.
Sindri Þ: Kom inn á rétt fyrir hálfleik - Á einnig mikið inni - Maður sá ekkert af baráttunni sem maður hefur séð svo oft í sumar - Getur miklu betur.
Seamus: Komst nokkuð vel inn í leikinn í byrjun - Byrjaði mjög vel og gerðist mikið af okkar sóknarlotum í kringum hann. En eftir að hafa klúðrað dauðafærinu datt hann alveg niður og gerði lítið efetir það.
Guðmar: Kom inn á í seinni - Djöflaðist og truflaði Víkingana mikið - Fínn leikur.
Sindri G: Kom inn á í hálfleik - Átti frekar lélegan dag - Gerði mistök, sem maður er ekki vanur að sjá Sindra gera. Kemur dýrvitlaus í leikinn á morgun og gerir mun betur.

Almennt um leikinn: Fyrri hálfleikur - Seinni hálfleikur.

+ Virkilega góðir fyrstu 25 mín - börðumst vel, ýttum út og ógnuðum nokkuð vel.
+ Föstu leikatriðin okkar komu vel út.

- Ótrúlega lítil hreyfing án bolta - afar erfitt að finna lausa menn í lappir.
- Náðum eiginlega ekkert að senda Danna og Tryggva í gegn.
- Fyrstu tvö mörkin stöfuðu af einbeitingarleysi - hefðum átt að gera mun betur þar.

+ Sköpuðum okkur slatta af færum.
+ Hægt að hrósa 3-5 leikmönnum fyrir góða baráttu í seinni hálfleik, alls ekki fleiri. Sem er náttúrulega fáránlegt - Allir 11 eiga að vera á fullu, það er eekkert flóknara.

- Eins og ég sagði eftir leikinn er fáránlegt að við skyldum tapa seinni hálfleiknum 4-1, þar sem það sýndi alls ekki rétta mynd af leiknum.
- Vorum flestir alltof hræddir við þá, þó að flestir af okkur hafi verið ári eldri en þeir. Þegar maður fer í bolta, þá fer maður í hann til þess að vinna hann. Annars getur maður alveg eins verið heima.
- Allan leikinn fengu miðjumenn þeirra alltof langan tíma á boltanum, sem gerði það að verkum að sendingar þeirra urðu mun nákvæmari en ef einhver hefði verið að djöflast í þeim - Gáfum þeim alltof mikinn tíma.

Í einni setningu: Veit ekki hvað gerðist í stöðunni 2-3! Þetta var alltaf stórt tap og verðum við að hysja vel upp um okkur buxurnar í leiknum á morgun ef við ætlum ekki að enda neðstir í keppninni! Ekkert "panikk" samt - mætum bara klárir á morgun, staðráðnir í að gera betur.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home