Saturday, September 15, 2007

Lokakvöld 4.fl kk - fim!

Ó já.

Allt ætti að vera bókað fyrir annað kvöld (fim 20.sept) þegar við slúttum tímabilinu formlega. Stóri salurinn er klár - tæknimál verða vonandi klár og vonandi láta allir leikmenn sjá sig. (Ball í Laugó leit út fyrir að verða til vandræða en sagan segir að fjörið þar byrji ekki fyrr en kl.20.30 - 21.00). Við verðum svo með crew á bílum stand-by ef einhver gleymir sér heima! En dagskráin lítur svona út:

- Mæting niður í Þrótt kl.19.15.
- Kiddi verður með fótboltaclips klár (ef Ingvi og Egill koma of seint af æfingu).
- Verðlaunaafhending (og tölfræði ársins kynnt).
- Stuttmyndin sýnd.
- Ræður frá Kidda og Agli (til að undirbúa þá undir uppskeruhátíðina).
- Pizzugúff.
- Létt myndasýning.
- Formlegt slútt!

Allt ætti að vera búið um kl.20.45.
Nóg að koma með 500kr fyrir pedsu og gosi.

Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Ok sör. Vonum að allir mæti!
Ingvi - Egill - Eymi og Kiddi

- - - - -

p.s. helgin 6-7.október er klár fyrir eldra árs ferðina á Nonnastaði - takið hana frá og jafnvel bókið ykkur á morgun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home